Helgarpósturinn - 22.12.1983, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSYN
Jólavíxlarnir í ár
Jólavíxillinn er kreditkort
Hvað gerir fólk í desember þagar það á
ekki fyrir jólunum? Hingað til hefur fólk leit-
að til banka og sparisjóða og slegið víxil til
að standa undir útgjöldum í þessum mánuði,
sem eru meiri víðast hvar en flesta mánuði
aðra. En þetta er að breytast. Nú er erfiðara
en áður að slá eyðsluvíxil í bönkum og fleiri
og fleiri sjá bjargvaett jólanna í formi kredit-
korta. Það sem eitt sinn var jólavíxili er nú
jólakort.
Viðskipti með kreditkortum hafa færst
mjög í vöxt síðustu vikurnar. Geysileg aukn-
ing hljóp í þessi viðskipti eftir að fimm bank-
ar og 13 sparisjóðir gerðu VISA—kortin
gjaldgeng hér innanlands í þessum mánuði.
Fyrir á markaðinum var Eurocard—Kredit-
kort sf.
Nú er talið að rúmlega 16.000 kort hafi
verið gefin út hjá þessum tveimur fyrirtækj-
um: rúmlega 9.000 á vegum Kreditkorta og
liðlega 7.000 hjá VISA. Verslunarmenn segja
að í stykkjavöru, svo sem fatnaði, bókum og
plötum, þ.e. jólagjafaversluninni, fari nú allt
að 15% viðskiptanna fram með kreditkort-
um.
Verslunarmenn eru nokkuð á báðum átt-
um í afstöðu sinni til þessarar þróunar. Allir
eru á einu máli um að við henni verði ekki
spornað, þessi greiðslumáti hljóti að halda
innreið sína hér á landi fyrr eða síðar. Eins
telja kaupmenn að kortin örvi fólk til kaupa,
freistingin sé mikil og mannlegt að kaupa
strax og borga seinna, þó það sé auðvitað
einstaklingsbundið.
En það sem veldur verslunareigendum
áhyggjum í jólaversluninni í ár er það, að
það eru þeir sem hafa hlotið það hlutskipti
að lána fólki fyrir jólahaldinu. Kaupmenn-
irnir afgreiða fólkið með plastspjöldin síð-
ustu dagana fyrir jól en sjá ekki neinar pen-
ingagreiðslur fyrir vörurnar sem það keypti
hjá þeim fyrr en í byrjun febrúar. Þetta kem-
ur sér illa fyrir þá, einkum vegna þess að þeir
þurfa að borga söluskatt af þessum vörum
25.^ janúar.
Úttektartímabil á Eurocard er einn
mánuður, frá 21. hvers mánaðar til 20.
næsta mánaðar. Hjá VISA verður úttektar-
tímabilið 18. hvers mánaðar til 17. næsta
mánaðar, en nú í desember, þegar kortin
fóru af stað, var úttektartímabilið ákveðið
frá 10. desember til 17. janúar. Greiðslur
með Eurocard fram til 21. desember, þ.e. á
úttektartímabilinu 21. nóvember til 20.
desember, þurfa korthafar að greiða 5. janú-
ar. Það, sem handhafar Eurocard kaupa
með kortinu eftir 21. desember, þurfa þeir
ekki að borga fyrr en 5. febrúar. Eindagi
VISA-kortanna er hins vegar 2. hvers mán-
aðar og það sem keypt var með VISA-korti
eftir 10. desember, þarf þannig ekki að
borga fyrr en 2. febrúar.
Kaupmenn bera sig illa vegna þessara
iánaviðskipta sem hinn nýi háttur hefur
neytt þá til að taka þátt í. Þeir geta þó ekki
annað en spilað með þegar neytendur taka
þessum viðskiptamöguleika fagnandi:
Kreditkortaþjónusta verslananna verður
samkeppnisleg nauðsyn. Það sem kaup-
menn eru áhyggjufullir yfir núna er það
hvernig þeir eiga að fara að því að borga
söluskattinn og fjármagna lagera.
„Við erum allir með magaverk út af þessu",
segir Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karna-
bæjar. ,,Það er verið að velta lánakerfinu
yfir á okkur. Við erum að lána fóikinu það
sem bankarnir eiga að lána. Það er ekkert að
þessum kreditkortaviðskiptum nema eitt:
Það sem er að, er þetta sjúka bankakerfi
okkar. Bankarnir fundu ilminn af dæminu
þegar einkaaðilar fóru af stað með þetta fyr-
ir nokkrum árum og hafa nú þrýst þessu
fram, sbr. VISA núna í desember. Ég skal
ekkert segja um hvort þeir veltu þessum lán-
um vísvitandi yfir á okkur einmitt núna en
þetta er óbilgjarnt gagnvart okkur. Þessi
langi tími (allt upp í 45 daga), sem kaupmenn
þurfa að bíða eftir greiðslum, fer fyrr eða sið-
ar út í verðið. Þeir lofa okkur fyrirgreiðslu í
bönkum fyrir þessu en hún kostar sitt. Það er
heilmikill skollaleikur í þessu“.
Kaupmenn standa frammi fyrir vanda að
þessu leyti og líta margir hverjir svo á, að
þar sem það séu bankarnir sem standi að
baki kreditkortafyrirtækjunum, þá verði
þeir einnig að taka á þessum vanda. ,,Bank-
arnir geta ekki verið stikk-frí í þessu dæmi ',
segir einn kaupmaður í samtali við Helgar-
eftirSigmund Erni Rúnarsson
póstinn. „Ætli menn skrifi ekki bara ávísanir
fyrir vöruvíxlunum og söluskattinum og bíði
svo eftir því hvað bankinn þeirra gerir. Það
er kerfið sem neyðir menn til að skulda
þetta. Þetta er nokkuð skuggaleg staða en ég
hef ekki trú á því að bankarnir haldi uppi
harðri stefnu og fari að loka reikningum hjá
mönnum. Það er ekki svo mikið sem kaup-
menn geta gert“.
Meðal kaupmanna hafa einnig heyrst hug-
myndir eins og sú, að telja ógreiddar vörur
vegna kreditkortaviðskipta til vörubirgða
nú um áramótin.
,,Það er ljóst að verslunarfyrirtæki þurfa
gífurlegar fjárhæðir og koma til með að leita
til viðskiptabanka sinna“, segir Þórður
Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins
hjá Seðlabanka íslands. Svo kann að fara að
eftirspurn eftir fyrirgreiðslu verði meiri en
það svigrúm sem bankarnir hafa. Hér er um
miklar fjárhæðir að ræða. Meðaltalsúttekt-
arheimild á korti er sögð vera um 15.000
krónur. Og kortin eru orðin 16.000 talsins.
Heildarúttekt á kortin gæti verið 100-200
milljónir króna á mánuði.
„Tímapunkturinn sem valinn var til að fara
af stað með þetta var ekki sá heppilegasti",
segir Þórður Ólafsson. „Fólk sér kortin fyrst
og fremst sem lánamöguleika á annars
þröngum lánamarkaði. Mér er ekki grun-
laust um að fleiri aðilar misstígi sig í þessum
viðskiptum núna en efni standa til.
Þeir sem standa að VISA-Island viður-
kenna að hafa byrjað starfsemina í desem-
ber til að trekkja að viðskiptavini.
Kreditikortafyrirtækin hafa varla getað
annað eftirspurn eftir kortum síðustu daga:
t.d. hefur VISA—ísland gefið út 3.000 kort í
þessum mánuði. En hjá bönkunum er sögð
minni ásókn í lán fyrir jólin en áður. „Nú er
fólk að átta sig á möguleikum kortanna",
segir Gunnar Bæringsson, framkvæmda-
stjóri Kreditkorta s.f. Og Einctf S. Einarsson
framkvæmdastjóri VISA—Island segir: „Is-
lendingar hafa alltaf kunnað þá list að lifa
um efni fram“.
ERLEND YFIRSYN
Vikur eru liðnar síðan áróðursstjórar í
Moskvu létu í veðri vaka, að Júrí Andrópoff,
flokksforingi og ríkisleiðtogi, væri kominn
til starfa eftir ótilgreind veikindi frá því í
ágúst. Hængurinn á þessum fréttaflutningi
er sá, að enginn hefur séð Andrópoff bregða
fyrir á almannafæri allan þennan tíma, ekki
hefur einu sinni verið birt af honum mynd
tekin eftir hvarfið 17. ágúst.
Aftur á móti hafa þrautseigir, erlendir
fréttamenn í Moskvu komist að raun um, að
SAL-límúsínur í halarófum eiga öðru hvoru
erindi í forréttindasjúkrahús miðstjórnar
kommúnistaflokksins í skógi skammt utan
við borgina. SAL-bíla með byrgðu gluggana
nota ekki aðrir en æðstu valdhafar eða opin-
berir gestir, og ferðir þeirra margra saman í
sjúkrahús flokksforustunnar er eina vissa
vísbendingin um, hversu komið er fyrir
Andrópoff. Af henni má marka, að æðsti
maður Sovétríkjanna er þannig á sig kom-
inn, að félagar hans úr valdhafahópnum
verða að sækja hann heim á sjúkrahús til að
eiga með honum fundi.
Þetta kemur heim við óstaðfestan orðróm
um að Andrópoff sé með biluð nýru, og megi
aldrei víkja langt frá skilvindu þeirri, sem
fjarlægir þvagefni úr blóði slíkra sjúklinga.
Heilsufar Andrópoffs er önnur ástæðan til
að beðið er með óvenjulegri eftirvæntingu
árvissra árslokafunda æðstu stofnana Sovét-
ríkjanna. Vel má vera að fundur miðstjórnar
kommúnistaflokksins sé þegar hafinn, því
einatt er ekkert látið um þá fundi vitnast,
fyrr en þeir eru um garð gengnir. Æðsta ráð-
ið kemur svo saman milli jóla og nýárs. Láti
Andrópoff á hvorugum fundi sjá sig, verður
dregin sú ályktun, að hann sé orðinn karar-
maður og hafið nýtt tímabil óvissu um for-
ustu fyrir Sovétríkjunum.
Hin ástæðan til að fundir þessir þykja nú
óvenju miklum tíðindum sæta, er að þar
kemur skýrar í Ijós en áður, hver viðbrögð
Sovétstjórnarinnar eru við síðustu atburðum
í samskiptum við Bandaríkin. Frá því tekið
var að koma fyrir í Bretlandi og Vestur—
Þýskalandi fyrstu bandarísku eldflaugunum
af gerðunum Pershing—2 og Cruise, hafa
Sovétmenn hætt þrennum viðræðum um að
takmarka vopnabúnað risaveldanna eða
draga úr honum. Ljóst er orðið, að Sovét-
menn munu ekki taka frekari þátt í sérstök-
um viðræðum um takmörkun meðaldrægra
kjarnorkueldflauga í Evrópu. Hins vegar
vilja talsmenn stjórnarinnar i Washington
Júrí Andrópoff
Sjúklingurinn í
við kúrekann í
túlka viðbrögð þeirra í heild á þann hátt, að
enn sé um að ræða taugastríð gegn þjóðum
Vestur—Evrópu, og þegar NATÓ láti engan
bilbug á sér finna, muni Sovétstjórnin snúa
aftur að samningaborði á nýjum vettvangi.
Hafa augu manna einkurh beinst að fundi
þeim sem hefjast skal í Stokkhólmi 17. janú-
ar á grundvelli Helsinki-sáttmálans. Þar á að
fjalla um ráðstafanir til að draga úr vopna-
búnaði í Evrópu, og hafa Vesturveldin í
hyggju að senda utanríkisráðherra sína til
fundar. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan, ligg-
ur ekkert enn fyrir um að Sovétríkin og fylgi-
ríki þeirra sendi svo háttsetta menn á vett-
vang.
Því lengra sem líður verða þær raddir hár-
værari í Washington, sem halda því fram að
viðræðuslitin í Genf séu ekki af hálfu Sovét-
stjórnarinnar fyrst og fremst herbragð í
áróðursstríði, heldur til marks um að Sovét-
menn séu að endurskoða stöðu sína gagn-
vart Bandaríkjunum. í bandarískum blöðum
er haft eftir þingmönnum, fræðimönnum á
sviði stórveldasamskipta og jafnvel sumum
embættismönnum ríkisstjórnar Reagans, að
þeir hafi áhyggjur af því sem á seyði sé í
Moskvu.
Ronald Reagan
Kreml fæst
Hvíta húsinu
Reagan forseti og nánustu samstarfsmenn
hans, einkum Weinberger landvarnaráð-
herra, hafa haldið því fram að með banda-
rískri hervæðingu mætti knýja Sovétríkin til
undansláttar í viðræðum um takmörkun
vopnabúnaðar og á öðrum sviðum. Þetta
hefur verið helsti rökstuðningurinn fyrir
MX-eldflauginni, B—1 sprengjuflugvélinni,
og öðrum nýjum vopnakerfum. En þess sjást
ekki minnstu merki, að Sovétstjórnin ætli að
gera Reagan þann greiða að láta spádóma
hans rætast á forsetakosningaári í Banda-
ríkjunum. Þvert á móti benda öll sólarmerki
til, að valdhafar í Sovétríkjunum leggi kapp
á að sýna fram á, að á hernaðarsviði geti þeir
goldið líku líkt og rúmlega það.
Á fundunum í Moskvu næstu hálfa aðra
viku, kemur í ljós hversu hörð viðbrögð
Sovétríkjanna verða, i þeim nýja áfanga
vígbúnaðarkapphlaupsins sem nú er að hefj-
ast fyrir alvöru. Þótt stjórnendum í Washing-
ton gangi illá að gera sér grein fyrir því, er
valdhöfum Sovétríkjanna vel ljóst, að hern-
aðurog hervæðing er eina svið mannlegrar
viðleitni, þar sem þeir geta gert sér von um
að hafa í fullu tré við Bandaríkin.
Sem stendur leggst allt á eitt að ýta undir
eftir Magnús Torfa Ólafsson
harkaleg viðbrögð af Sovétstjórnarinnar
hálfu. Veikindi Andrópoffs hafa gert að
verkum, að forusta hersins fær aukna þyngd
á vogarskálum úrslitaákvarðana í Kreml.
Helsta frumkvæði Andrópoffs á stjórnmála-
sviði, aukinn agi og eftirrekstur, kemur
mæta vel heim við hvatningu til hermann-
legrar afstöðu og átaks í þágu landvarna.
Svigrúm til að auka enn gífurlega hlutdeild
hergagnaiðnaðarins í þjóðarframleiðslunni
er meira en einatt áður, af þvi uppskera varð
með betra móti í ár og agaherferð Andró-
poffs virðist farin að bera árangur í aukinni
iðnaðarframleiðslu og meira að segja fram-
leiðni.
Loks er þess að geta, að ýmislegt bendir til
að sovéskir valdhafar séu komnir að þeirri
niðustöðu, að engin von sé til að slökun og
skárri sambúð milli risaveldanna komi til
greina, meðan Ronald Reagan er við völd í
Washington. Að sjálfsögðu ætla þeir sér ekki
þá dul að hafa bein áhrif á úrslit forsetakosn-
inga i Bandaríkjunum, en af reynslu Nixons
og Bresnéffs vita þeir, hve dýrmætt forseta
í baráttu fyrir endurkjöri getur verið að sýna
friðvænlegan árangur í samskiptum við
Sovétrikin.
Þetta á alveg sérstaklega við um Ronald
Reagan. Bæði samherjum hans og keppi-
nautum ber saman um, að síðustu mánuði
hafi stóraukist líkurnar á að utanríkismál
verði helsta bitbeinið í baráttunni fyrir for-
setakosningarnar að ári. Reagan og sam-
starfsmenn hans eru á nálum yfir hvað ger-
ast kunni í Líbanon, og tilraunir forsetans til
að skýra fyrir löndum sínum, hvað banda-
rískir landgönguliðar eru að gera í borgara-
styrjöldinni þar, hafa ekki verið björgulegar.
Reagan hefur rökstutt hervæðingarstefnu
sína og vopnadýrkun með því, að Bandarík-
in hafi dregist aftur úr í vopnakapphlaupinu
á valdatíma fyrirrennara sinna, og þegar sér
takist að vinna upp slakann, muni Sovét-
menn glúpna og friðarhorfur vænkast. Hann
getur ekki kvartað yfir að skort hafi á fjár-
veitingar til hermála, en þegar í Ijós kemur
að árangur er þveröfugur við fyrirheitin og
viðsjár risaveldanna meiri en áður, er ekki
einfalt mál að rökstyðja tilkall tii endurkjörs.
6 HELGARPÓSTURINN