Helgarpósturinn - 22.12.1983, Síða 10
np.
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Þórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarf uiltrúi:
Hallgrlmur Thorsteinsson
Blaðamenn: Egill Helgason
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Utlit: Björn Br. Björnsson/
Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Útgefandi: Goögá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Þóra Nielsen
Lausasöluverð kr. 30.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru að Ármúla 36. Simi
8-15-11.
Setning og umbrot:
Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Hugvekja
Þáerkomið að jólum. Og
reyndar áramótum líka. I
það minnsta fyrir okkur á
Helgarpóstinum og lesend-
ur okkar, þvl þetta er síð-
asta tölublað á því Herrans
ári 1983. Það er því hollt að
staldra við og horfa um öxl,
samtlmis því að ritstjórnin
lítur yfir ókomið næsta ár
og gefur sjálfri sér og les-
endum blaðsins fögur fyrir-
heit.
Það er ósjaldan að okkur
berast bréf eða slmtöl þar
sem þekktar raddir og
óþekktar segja eitthvað á
þessa leið: Þið eruð helvítis
skítablaö, sorpsnepill,
klámrusl, andskotans kven-
hatarar, kommar, homma-
dindlar, menningar-
snobbarar, karlrembusvín,
tippalingar, soraseggir og
guðlastarar. Sumir segja
annað sem við þorum ekki
að birta því þá verður okkur
stungið inn.
Nú. Þegar við, á þessum
timamótum endurskoðun-
ar og fagurra fyrirheita og
loforða, skoðum þessi lofs-
yrði grannt, getum við ekki
annað en viðurkennt að allt
er þetta satt og rétt. Helgar-
pósturinn eralger svívirða I
þessu fagra þjóðfélagi
okkar, þar sem siðgæði,
hjartahlýja, samkennd og
heiðarleiki rlkir á öllum
sviðum. Eiginlega ætti að
banna Helgarpóstinn og
brenna gömul eintök. Hann
er skltug flís I hinu stóra,
tæra og alltsjáandi auga
þjóðfélagsins. En hingað til
höfum við sloppið. Það er
vegna þess að Islendingar
eru umburðarlynd þjóð
sem virðir leikreglur lýð-
ræðis, og prent- og tjáning-
arfrelsis.
Öllu má hins vegar of-
gera. Þess vegna lofum við,
kæru lesendur, að bæta
okkur á næsta ári og hætta
þessu eilffa slúðri og niður-
rifi og veröa: jákvæöir, upp-
byggilegir og sléttir og
felldir eins og hinir. Þessari
ritstjórnarstefnu lofum við
að framfylgja á næsta ári.
Ekkert getur haggað þeirri
ákvörðun okkar, nema það
eitt að þið, heiövirðu og
flekklausu lesendur, hætt-
ið að lesa okkur. Gleðileg
jól og farsælt komandi ár,
elskurnar.
Atlaga gegn
almanna-
trygging-
unum
Hinn nýi sjúkraskattur, sem
ríkisstjórnin hyggst leggja á þá,
sem þurfa á sjúkrahús, var gerður
að umtalsefni í Innlendri yfirsýn
Helgarpóstsins í síðasta tölublaði.
í þeirri stuttu umfjöllun var farið á-
gætlega ofan i þetta mál, eftir því
sem rúm leyfði. Pó vantaði í skrif-
in nokkra grundvallarþætti, sem
vart verður komist hjá að minnast
á.
Helgarpósturinn hefur oft gert
ítarlegar og fróðlegar úttektir á
hinum ýmsu málum; farið ofan í
saumana á tilteknum málum,
skoðað nákvæmlega hinar fjöl-
mörgu hliðar þeirra og náð að
greina hismið frá kjarnanum.
Sumir hafa kallað þetta rann-
sóknarblaðamennsku.
Mér dettur í hug, hvort ekki
væri athugandi fyrir Helgarpóst-
inn að skoða tryggingakerfið út
frá sömu sjónarmiðum. Einkan-
lega vegna þeirra árása, sem vel-
ferðarkerfið og almannatrygging-
arnar verða nú fyrir úr herbúðum
stjórnarsinna. Sjúkraskatturinn
snýst nefnilega ekki um það eitt,
að sjúklingar eigi að greiða á-
kveðna upphæð til að fá að liggja
á spítala, heldur er hér um grund-
vallarbreytingu að ræða, —
prinsippbreytingu, eins og það
var réttilega orðað í fyrrgreindri
yfirsýn Helgarpóstsins. Hér er
verið að víkja frá þeirri megin-
stefnu, að allir þjóðfélagsþegnar
eigi kost á að njóta þeirrar full-
komnustu heilbrigðisþjónustu
sem völ er á, án tillits til stöðu eða
efnahags viðkomandi.
í hugmyndum Matthíasar
Bjarnasonar er verið að víkja frá
þessari grunnforsendu; það er
verið að opna leið í þá átt, að að-
eins þeir sem efni hafi á geti notið
góðrar heilbrigðisþjónustu. Þegar
á annað borð hefur verið fallið frá
þeirri meginhugmynd, að heil-
brigðisþjónusta skuli standa öllum
til boða, burtséð frá efnahag, eins
og ríkisstjórnin miðar nú að, þá
má vænta þess að ríkisstjórnin
haldi áfram á sömu braut síðar
meir og höggvi enn frekar í al-
mannatryggingarnar, haldi enn á-
fram aðgerðum sem stefna að því
aö hver þjóðfélagsþegn verði
sjálfum sér næstur.
Það væri því fróðlegt að Helgar-
pósturinn rifjaði upp sögu þessara
mála í íslenskri pólitík. Þá baráttu
sem heyja varð gegn íhaldsöflun-
um í landinu, áður en almanna-
tryggingunum var komið á fót.
Það gekk ekki átakalaust að ná
þeim málum í gegn, en það hafðist
þrátt fyrir hatramma andstöðu
íhaldsins í landinu.
I orði, t.a.m. fyrir kosningar,
hefur enginn stjórnmálaflokkur
Ijáð máls á því að hrófla við grund-
velli hins víðtæka almannatrygg-
ingakerfis, sem við búum við. Nú
bregður hins vegar svo við, að í-
haldsstjórn Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokksins mundar hnífinn;
það á að leggja til atlögu við ýmsa
þætti velferðarkerfisins. Nú skal
leita til fortíðar og taka upp hina
afturhaldssömu stefnu íhaldsins
frá því á árum áður, þegar allar
samfélagslegar lausnir voru nán-
ast djöfullegar.
Það skyldi því ekki koma nein-
um á óvart, þótt íhaldið vilji nú
velferðarþjóðfélagið feigt, al-
mannatryggingarnar á skurðar-
borðið. Það lifir lengi í gömlum
glæðum. Barátta íhaldsins gegn
vökulögunum, gegn almanna-
tryggingunum og fleiri þjóðþrifa-
málum, er sem afturganga í Sjálf-
stæðisfiokknum.
Skyldi klámhögg Matthíasar
Bjarnasonar nú gegn hinum sjúku
og þjáðu í þjóðfélaginu vera upp-
haf nýrrar leiftursóknar gegn allri
félagshyggju í hvaða mynd sem
hún birtist? Ætla nú forréttinda-
stéttirnar að láta til sín taka og
beita ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins fyrir sinn vagn? Þessum
spurningum og fleiri ámóta mætti
HP leita svara við með nákvæmri
úttekt á sögu og stöðu þessara
mála.
Guðmundur Árni Stefánsson
ritstjóri Alþýðublaðsins
Ein örfoka
sál
Fyrir réttum 43 árum flíkuðu
breskir stjórnmálamenn lítt lof-
orðum enda ekki bjart upp yfir um
þær mundir. Einn gekk þá fram
fyrir skjöldu og hét þjóð sinni
þríeiningu blóðs, svita og tára. Sá
hét Winston Leonard Spencer
Churchill og hefur stjórnmála-
mönnum löngum síðar þótt girni-
legt að fara í förin hans. Einn slík-
ur taglhnýtingur lét nú nýverið
ljós sitt skína, fyrst á fundi í Há-
skóla íslands og seinna á síðum
Helgarpóstsins. Og ekki rak sig úr
vitni hin göfuga hugsjón þessa
„litla winstons", nei síður en svo.
Hann hét engu en sagðist vera
reiðubúinn til viðræðna um mál-
efni námsmanna, því ekki vildi
hann vísa þeim á guð og gaddinn
— eða svo lét hann a.m.k. í veðri
vaka. En sem fyrr er sagt þá lét
hann „litli winston" okkar ekki
hér staðar numið. Hann haslaði
sér nefnilega völl á síðum Helgar-
póstsins (Hringborð 17. nóv.) og
nú átti aldeilis að láta kné fylgja
kviði því „winstonspólitík" er við
hæfi karlmenna einna er aldrei
láta deigan síga.
En hann „litli winston" hafði
heldur betur snúið snældunni
sinni á þeim tíma er leið frá lokum
fundarins í hátíðarsal Háskólans
og þar til hann settist við hring-
borðið, reitandi blöðin af blómun-
um. Hetjan stígur þar ljóslifandi
fram, hafandi að engu langanir
almúgans í viðbit og glamuryrði.
Hann „litli winston" ber auðvitað
hag litilmagnans fyrir brjósti en
hann er raunsæismaður og hvorki
fyrir pólitísk látalæti né „lýðskrum
með bravúr". Og þessi jötunn
til sálarinnar skefur ekki utan af
hlutunum heldur færir okkur
sannleikann án nokkurra vífi-
lengja og það jafnvel þó ganga
þurfi í berhögg við væntanlega
kjósendur. Ó, þvílík sæla að enn
skuli vera til svona pílagrímar
meðal okkar er þora að grípa i
rétta strengi og beina höfuðlaus-
um lýðnum frá villu síns vegar þó
það kosti fórnir og jafnvel
atkvæði.
En hann „litli winston" er ekki
allur þar sem hann er séður. Hann
skrifar og gefur í skyn að hafa sagt
á fundinum að væri hann „...for-
sætis-, fjármála- og menntamála-
ráðherra fengjuð þið ekki 5-eyr-
ing í viðbót". En þarna hefur nú
eitthvað skolast til hjá honum
„litla winston" því hann hafði haft
á orði að hann væri til viðræðu
um málið. Misræmi milli orða og
skrifa má reyndar finna víðar í
grein hetjunnar okkar en það er
varla rétt að elta ólar við slíkan
tittlingaskít. Mikilmenni allra tíma
hafa ávallt litið söguna öðrum
augum en sjóndapur almúginn og
er „litli winston“ auðsjáanlega
engin undantekning þar á.
En í títtnefndri grein fjallar „litli
winston" náið um persónulega
reynslu sína af háskólafundinum.
Þarna stóð hann sem hrópandinn
í eyðimörkinni, leggjandi líf sitt og
limi í stórhættu. í mikilleik sínum
gleymir hann auðvitað ekki að
undirstrika á hvílíkri heljarþröm
hann var staddur. Þrátt fyrir ólæti
og frammíköll skrílsins, er
drekktu ræðu hans, þá greindu
næm eyru ofurhugans orð skelfdr-
ar stúlku í áheyrandaskaranum er
dásamaði áræðni ræðumanns og
kjark (henni hefur líklega legið
hátt rómur) — gott ef hún nefndi
hann ekki í sömu andránni og
frelsarann sjálfan.
Því miður hefur mér orðið
nokkuð tíðrætt um skrif Jóns
Baldvins Hannibalssonar í Helgar-
póstinum sem birtust þar 17. nóv.
síðastliðinn. Bera þau þess öll
merki að höfundurinn sé þar að
gera litlum fæti langan skó, semsé
hvern lærdóm verðandi stjórn-
málamenn geti haft „...af þessari
rannsóknaræfingu í Háskóla
Islands". Vissulega má til sanns
vegar færa að betra sé ólofað en
illa efnt. Það breytir samt engu um
það að gaspur, sjálfumgleði og
misheppnuð fyndni eru ekki væn-
leg meðul til lausnar vandamála
og hefði verið vitið meira fyrir
þingmanninn að horfast í augu við
vandann í stað þess að útvatna
hann í skætingi og hroka. Læt ég
svo útrætt um grein Jóns og vona
að hann taki þessi skrif mín ekki
sem svar við henni því hún er ekki
svaraverð enda skrifuð í þeim
eina tilgangi að setja höfundinn á
stall með goðum sínum, Churchill
og öðrum slíkum.
Vil ég nú víkja nokkrum orðum
að umfjöllunarefni áðurnefnds
fundar sem haldinn var 10. nóv.
og er kveikja þessara skrifa. Voru
þar rædd málefni Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna. Má segja
með nokkrum rétti að þar hafi
verið tekist á um grundvallar-
atriði stjórnarhátta þar sem ríkis-
valdi er skipað til öndvegis. Sem
er gildi lagasetninga og hvort öll-
um beri að fylgja settum lögum án
tillits til stöðu eða stéttar viðkom-
andi. Málið er það að í lögum um
námslán og námsstyrki, sem sam-
þykkt voru frá alþingi þann 30.
apríl 1982, er kveðið skýrt á um
skyldur ríkisvaldsins varðandi
námsmenn og lán til þeirra. Sam-
kvæmt þessum lögum er það
ótvíræð skylda hins opinbera að
búa svo um hnúta að námsmenn
eigi þess kost að fá lán er nemi
95% af reiknaðri fjárþörf þeirra (1.
jan. 1984 á þetta hlutfall að fara í
100%). Kjósi þingmenn hins vegar
að ganga á þessi lög væri það svo
sem ekki í fyrsta skiptið sem þeir
skitu í nytina sína. Það er þó frá-
gangssök og kann aldrei góðri
lukku að stýra þegar ráðamenn
predika siðferði, löghlýðni og
þegnskap í einni andrá þegar þeir
í þeirri næstu misbjóða þessu
sama siðferði á hinn herfilegasta
_máta. En það er einmitt slík tvö-
"feldni sem, umfram annað, hefur
grafið undan trú almennings og
trausti á verðleikum þingmanna.
Hirði ég ekki um að nefna dæmi
þessa en þau eru mýmörg og ekki
öll gömul.
Verður nú ekki betur séð en að
þeir séu enn einu sinni í þann veg-
inn að brenna sig á þessu soði þvi
eitthvað stendur á þingmönnum
stjórnarinnar að láta Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna í té það fjár-
magn er hann vantar svo fram-
fylgt sé landslögum. Væri nú ekki
hreinlegra að þurrka sjóðinn út
fyrst í orði, þá með brottfellingu
þeirra laga er hann styðst við,
áður en niðurrifs-verkin eru látin
tala? — þ.e. ef ráðamenn ætla í
allri alvöru að láta sjóðinn róa. Sé
sú raunin er verið að kippa burð-
arstoðinni undan hugsjóninni um
jafnrétti til náms. Þetta skulum við
gera okkur ljóst og ekki fara í
neinar grafgötur um það að nám
mun þá, ennfrekar en þegar er,
heyra til forréttindum þeirra er
peningana hafa.
Vil ég ítreka tilmæli mín til þing-
manna: brjótið ekki landslög, jafn-
vel þó slíkt sé ykkur i lófa lagið, í
krafti stöðu ykkar (sem er miður).
Þið eruð í vinnu hjá íbúum þessa
lands og ykkur ber, ekki síður en
þeim, að virða samþykktir lög-
gjafarsamkomu íslands. Felið
ykkur ekki á bakvið grímu rétt-
lætis og jafnaðar því það eru verk-
in sjálf sem afhjúpa syndahafur-
inn.
Jón Hjaltason
nemi við sagnfræðideild
Háskóla íslands
Já — enn
er von
Mínir kæru.
Það er vægt til orða tekið að
segja að vonbrigði mín hafi verið
allt að því óbærileg, er ég nú rétt
áðan lagði frá mér Helgarpóstinn
frá 15. des. sl. Ástæðan er grein,
sem nefnist „Enn er von en nú er
nauðsyn" og fjallar þar blm. HP
um hina nýútkomnu bók „Enn er
von“ handbók piparsveinsins,
sem hefur að geyma „auðveld-
ustu aðferðina til að kynnast
kvenfólki". í fyrrnefndri grein
rekur blaðamaðurinn, sem mun
ungur og ókvæntur, raunir sínar á
all „dramatískan" hátt. Þegar
hann einn kaldan skammdegis-
morgun hélt á vit örlaganna á
lánsbíl, klæddur sínu fínasta pússi
og með lykilinn að hjörtum kven-
þjóðarinnar upp á vasann. Ekki
tókst þó blessuðum manninum
betur upp en svo, að upp úr mið-
nætti sama kvöld hélt hann einn
heim í kalda kjallaraholuna sína,
niðurbrotinn á sál og líkama.
Vissulega hefur þetta verið
átakanleg lífsreynsla en bíðum nú
við, hvar skyldi sökin liggja?
Bók þessi, sem er bandarísk að
uppruna og ber það einfalda og
frjálslega heiti „How to pick up
girls“, vakti gífurlega athygli og
hrifningu í Bandaríkjunum á sín-
um tíma. Þótti bókin aldeilis frá-
bær leiðbeiningahandbók fyrir
piparsveina, sem aðra sveina. Og
nú hef ég alveg nýlega lesið, að
einmitt vegna þessarar bókar hafi
þarlendum einhleypingum farið
óðum fækkandi og samskipta-
vandamál kynjanna séu nánast úr
sögunni. Já, þetta er ótrúlegt, en
alveg einstök þekking og lygilegt
innsæi höfundarins á kveneðlinu
mun þar hafa riðið baggamuninn.
Og þá er komið að sökudólgn-
um, vini okkar unga, ókvænta
blaðamanninum, sem einfaldlega
áttaði sig ekki á þvi, að Bandarík-
in og ísland eru heldur betur tveir
ólíkir heimar. (Reyndar tel ég
hann ekki einan um það, ég hef
sterkan grun um að þýðandi bók-
arinnar sé jafnvel af bandarískum
ættum.) Grundvallarmunurinn á
íbúum þessara tveggja landa
orsakast af veðráttunni, því eins
og margsannað er vísindalega
hefur einmitt hún hvað mest áhrif
á alla þætti mannlegrar náttúru.
ísienskir karlmenn eru, hvort
sem þeim líkar betur eðaverr,
fæddir í köldu landi, á mörkum
hins byggilega heims, þar sem
meðfætt rómantískt eðli þeirra er
svo grimmilega djúpfryst og villt-
ar ástríður fyrirfinnast bara á
prenti. Þegar svo þessir ólánsömu
menn ætla að fara að tileinka sér
útlenda tækni í kvennamálum,
alveg hrátt, þá er svo sannarlega
bara voðinn vís. Eg læt fljóta með
hér máli mínu til stuðnings eina
aðferð bókarinnar, undurróman-
tiska. Ég sé þar fyrir mér ungan,
svarthærðan, sólbrenndan mann,
(helst frá Suðurríkjunum) sem
gengur í þungum þönkum eftir
heitum sandinum meðfram
ströndinni og mætir svo skyndi-
lega ægifagurri stúlku, sem er í
gönguferð með hundinn sinn.
Hann nemur staðar andspænis
henni, tekur um hönd hennar, þau
horfast lengi í augu uns hann segir
með hálfbrostinni, ástríðuþrung-
inni rödd: „Þegar ég sé stúlku eins
og þig, þakka ég heillastjörnu
minni fyrir að ég skuli ekki vera
kvæntur maður“. (bls. 92). Hver í
ósköpunum getur séð fyrir sér
sama atriði e.t.v. niðri á Lækjar-
torgi, þar sem hetjan okkar hefur
dæmigert íslenskt útlit (ljóst
hörund, sem auðveldlega blánar í
kulda) og æðir skjálfandi af kulda
að dísinni sinni, fjólublár í kinn-
um, með glamrandi tennur og
gusar loks út úr sér gullkornunum
á einum anda.
Eitt dæmi enn, önnur atrenna
blaðamannsins einhleypa: hann
er staddur í bókaversiun og sér
10 HELGARPÓSTUR 1N