Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.12.1983, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Qupperneq 16
KONAN MÍN SEGIR MIG EKKERT VII Dr. Johannes Nordal í Helgarpóstsviðtali eftir Steinunni Sigurðardóttur — myndir Jim Smart Kyrrð og ró er yfir Seðlabanka íslands þegar samtalið fer fram. Vinnudeginum er lokið fyr- ir flesta aðra en seðlabankastjóra. Hvernig var svo dagurinn hjá honum? „Þessi var ekki einn af þeim verstu. Ég var ekki mikið á fundum utan bankans, en ég tók á móti mönnum úr öðrum bönkum. Það þurfti að ræða vandamál vegna lausafjárstöðu. Svo vann ég að ýmsum málum og hitti samstarfs- menn mína, bæði úr hagfræði- og alþjóða- deild. Það er mikill erill í mínu starfi. Maður er á hlaupum, og það gefst sjaldnast samfelldur tími til vinnu, fyrr en uppúr hálffimm á dag- inn, þegar síminn hættir að hringja. Þá fær maður smátíma til að hugsa málin og fara yfir þau. Ég er yfirleitt aldrei kominn heim fyrr en milli sex og sjö. Ég vil frekar forðast að vinna heima hjá mér. Það veidur mikilli truflun að lenda í utan- ferðum, og eykur vinnuna á undan og eftir. Regluleg ferðalög vegna funda eru fimm sinn- um á ári, eða svo, en nú hefur bæst við þau vegna ál- og járnblendisamninganna. Mín ferðalög eru þannig að ég hef ákaflega oft farið á sömu staði, en ég hef lítið ferðast um viðkomandi lönd. Ég hef til dæmis komið mjög oft til New York og Washington, en ég hef lítið ferðast um Bandaríkin." Er það þjálfunaratriði að búa við stöð- ugan eril? „Já, það er eins og annað.að erillinn kemst upp í vana. Starfið verður að vissu leyti létt- ara. En það verður líka meira þreytandi eftir því sem sömu hlutirnir endurtaka sig oftar.“ Nú mæðist þú í mörgu. Er ef til vill erfitt ad gæta þess að það verði ekki of margt? „Það er meginvandamál að ætla sér af. En ég reyni að vinna þannig með samstarfsmönn- um mínum að verkaskipting sé eðlileg, þannig að þeir geti starfað með sjálfstæði og frum- kvæði. A þennan hátt dreifist ábyrgðin. En það er vandi að haga störfum sínum svona, og ég segi ekki að ég kunni það til hlítar. Mér finnst starfið alltaf verr skipulagt hjá mér en skyldi." Maður í þínu starfi — kemur hann sér upp afstöðu til peninga? „í lífinu stefnir maður að því að koma sér upp heimspeki. Allir þurfa að hafa lífsskoðun. Hlutir fá ekki merkingu fyrr en með heildar- myndinni. Peningar eru í eðli sínu tákn, þeir eru ávísun á eitthvað annað. En bak við þá eru raunveru- leg efnahagsleg verðmæti, framleiðsla, gjald- eyrisöflun, lífskjör. Peningar eru bara millilið- ur, einsog Pétur Benediktsson, minn góði vin- ur, sagði. Hann kallaði þá millilið allra milli- liða. En einsog allir milliliðir þá skipta pening- ar máli, þótt þeir séu ekki sjálfir hinn endan- legi tilgangur." Hefur þú gamán af peningum prívat og persónulega? „Ekkert sérstaklega. Ég hugsa lítið um pen- inga. Ég hef mín laun og þarf ekki að hafa sér- stakar fjárhagsáhyggjur. Og ég hef ekki tíma til þess að spekúlera í hvort ég gæti haft meira uppúr mér. Það er oft sagt um hagfræðinga, að þeir séu ekki duglegir að græða peninga fyrir sjálfa sig. Og kannske trúa menn því þá ekki að jseir geti verið duglegir að því fyrir aðra. Það hafa nátt- úrlega verið til hágfræðingar sem græddu fé, en þeir eru ekki dæmigerðir. Enginn íslenskur hagfræðingur hefur efnast nema Héðinn Valdimarsson. Enda var hánn verkalýðsfor- ingi. Peningar eru ekki mitt áhugamál. Ég hef fengist við þá, af því þeir eru mitt starf. Aftur- ámóti hef ég áhuga á efnahagsmálum. Ég er alinn upp á tíma þegar því var trúað að efna- hagslegar framfarir skiptu máli fyrir mann- kynið. Ég hef haldið þeirri barnatrú. Ég hafði hvorki upplag né áhuga á að fara út í viðskipti. Ef ég hefði ekki farið út í það sem ég geri nú, þá hefði ég líklega fengist við ein- hvers konar fræðimennsku. Þetta er ekki af því ég meti ekki bissnissmenn. Þetta eru bara ekki mínar tilhneigingar.” Finnst þér gæta tvískinnungs í sam- bandi við peninga? Eitthvað sem allir vilja eiga, en samt einhvers konar óorð á orð- inu peningar? „Ef tvískinnungur er þarna á ferðinni, þá fer hann ekki vaxandi. Það er áberandi hve mik- inn áhuga fólk hefur á peningum og hvað það hugsar mikið um þá. Umræða manna gengur meira út á slíka hluti en áður, bæði á íslandi og annars staðar. Nútímamenn eru afskaplega uppteknir af afkomu sinni og hvað þeir fá fyrir launin sín. Merkilegt að þetta virðist aukast í hlutfalli við velmegunina. Öfugt við það sem maður hefði haldið. Að menn töluðu minna um peninga eftir því sem þeir hefðu meiri fjár- ráð. Ég er svo heppinn að ég hef aldrei þurft að fara í búðir. Konan mín sér um það. Svo ég veit lítið um hvernig menn nota peninga. Kon- an mín segir að ég hafi ekkert vit á peningum. Ég veit aldrei hvað mjólkurlítrinn kostar. En ég veit alltaf hver lánskjaravísitalan er, og mér skilst að hún stemmi ekki við heimilisbók- haidið." Hverjar eru stjórnmálaskoðanir þínar? „Þeim sem þekkja mig er Ijóst, að ég hef skoðanir á mörgu. Það er svo annað mál hvort ég passa hundrað prósent inn í stefnu einhvers flokks. En í efnahagsmálum er ég fylgjandi frjálslyndum markaðsbúskap. Sumir mundu því telja mig hægra megin við miðju. Eftir því sem ég hef elst hef ég sannfærst betur um að þjóðfélaginu verði ekki stýrt með neinum á- ætlunarbúskap. Ég held að miðstýring nái til lengdar takmörkuðum árangri. Við búum í fjölþættu, plúralistísku þjóðfé- lagi. Til lengdar byggist þjóðfélag okkar á því að Islendingar hafi sem einstaklingar eðlilegt svigrúm. Þeir munu ekki til lengdar lúta forsjá ofanfrá, hvorki í menningarlegu né fjárhags- legu tilliti. Á síðustu árum hefur líka komið bakslag móti slíkri forsjá. Víða var haldið á- fram að fara lengra í miðstýringunni að ofan í bjartsýnni trú. Eg efast ekki um að góður vilji hafi verið að baki. Árangurinn er bara ekki sem skyldi." Hefur þú með öðrum orðum orðið í- haldssamari með árunum? „Ég get ekki svarað því. Mér virðist þetta eðlileg þróun, sem er ekki bundin við aldur, heldur það sem er að gerast kringum mann. Síðastliðinn áratug hafa alls staðar verið vax- andi efasemdir um að unnt væri að leysa vandann með ríkisforsjá.“ Nú gegnir þú mörgum mikilvægum embættum. Seðlabankastjóri, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, formaður samninganefndar um stóriðju, svo eitt- hvað sé nefnt. Er ekki hætt við að hags- munir þessara aðila stangist á? „Ég get sagt með góðri samvisku að ég mundi ekki vilja vera í þessum stöðum ef það fæli í sér hagsmunaárekstra. Ég hef varið mestum tíma mínum til starfa fyrir Seðlabank- ann og þar næst Landsvirkjun. Sem seðla- bankastjóri get ég að vísu haft áhrif til að greiða fyrir lántökum Landsvirkjunar erlend- ís. En ég tel það ekki vera hagsmunaárekstur. Ég hef ekki séð hvar hagsmunir þeirra aðiia sem ég vinn fyrir stangast á.“ En má ef til vill segja að það sé óheppi- legt að sami maður sitji hringinn í kring- um sama borðið? „Okkar þjóðfélag er þannig að mjög margir sinna fleiri en einu verkefni." Sú kenning hefur líka heyrst að þú sért gáfaðasti maður á landinu og eigir að hafa frítt spil. „Mér finnst þetta nú hljóma undarlega. Ég hef ekkert annað um það að segja.“ Hefurðu á tilfinningunni að þú gerir gagn? „Maður er alltaf að vona það. Ég held ég hafi reynt að sýna viðleitni. Það er að vísu erfitt að vera viss um að maður hafi gert rétt, þótt mað- ur hafi reynt það, ekki síst í stjórnun efnahags- mála. Það verður aldrei endurtekið sem einu sinni er gert, og allt orkar tvímælis þá gert er. Ég hefði gjarnan viljað að ýmislegt hefði gengið betur á tveimur til þremur síðustu ára- tugum. Margt er ég ánægður með. Margt er það líka sem miður hefur farið. En það er flók- ið að leggja mat á árangur í þessum efnum, einkum fyrir þá sem sjálfir hafa lifað tímann. Það er auðveldara að meta árangur þegar ver- ið er að byggja upp atvinnuvegi, eða mann- virki. Verkfræðingar sem byggja brýr sjá árangur verka sinna, sömuleiðis arkitektar, sem hanna hús. En sumra verka sér ekki stað í áþreifanlegum hlutum. Þau verða ekki eins auðveldlega lögð á vogarskálarnar." Nú gefur Seölabankinn út ársskýrslu, sem er eitthvert mesta svartsýnisplagg á landinu. „Það lendir í hlut hagfræðinga að halda því að mannfólkinu að það séu takmörk fyrir hvað það geti veitt sér. Það er auðvelt að eyða meiru en aflað er. Eitt af meginverkefnum hagfræðinga er að sýna fram á hvernig unnt er að stjórna þjóðfélaginu svo dæmið gangi upp; hvernig unnt sé að fara þannig með aflafé að það nýtist sem best og ávaxti sig. Það er rétt að boðskapur hagfræðinga hefur undan- farin ár verið dökkur og lítt uppörvandi. Við erum núna að ganga í gegnum eitt af þessum alvarlegu efnahagsáföllum, sem íslendingar virðast verða fyrir með ákveðnu millibili. Slík áföll kalla á erfiða aðlögun. Aðlögunin er enn erfiðari nú en oft áður, af því hér voru ekki fyr- ir hendi stjórnmálalegar aðstæður til að taka á yandanum nógu snemma. Umskiptin urðu því snögg, það varð að gera eitthvað sem tæk- ist, það var ekki nóg að hægja bara pínulítið á.“ Hvaö finnst þér um þessa aðferð, aö klípa af launum fólks? „Menn verða að gera sér grein fyrir því að meginþunginn af hverri aðlögun hlýtur að lokum að lenda á launþegum og öðrum serh stunda atvinnu, enda fá þeir stærstan hluta þjóðarteknanna. Ef aðlögunin á að verða án þess það komi til atvinnuleysis, þá er spurning hve mikið er hægt að þrengja að fyrirtækjum, með því að láta þau bera hluta af skerðing- unni. Ef farið er of langt í því efni þá er hætta á að fyrirtækin dragi saman seglin, dragi úr fjárfestingu og minnki umsvif. Þar með dregst atvinnan saman. Mér virðist menn standa frammi fyrir þess- um tveimur valkostum, að hluti launþega missi atvinnu, eða kjörin séu skert almennt. í öllum þjóðfélögum eru einnig tekjuskipt- ingarvandamál milli launþega. Með skatta- breytingum og fleiru getur ríkið haft áhrif í þá átt að hlutfallslega þyngstar byrðar verði lagð- ar á þá sem hafa mestar tekjur. En tekjuskipt- ing er að miklu leyti mál milli launþega. Það er auðvitað verulegur launamunur innan ASÍ og mikil togstreita milli hagsmunahópa þar.“ Tekur þú á þig ábyrgð á hluta af öllu sem hefur fariö úrskeiðis í efnahagslífinu á íslandi síðustu áratugi? „Ég geri mér grein fyrir því, að hvort sem ég er valdamikill eða ekki, þá hef ég haft nokkur áhrif á efnahagslegar ákvarðanir síðastliðna tvo áratugi. En slíkar ákvarðanir eru satt að segja alltaf niðurstaða margra manna, þar sem skoðanir og hagsmunir vegast á. Það er erfitt að greina sundur þátt hvers og eins í slík- um vef. Það er ekki sanngjarnt að kenna ein- hvérjum einurn um, stjórnmálainönnum, eða verkalýðnum, Það eru svo mörg öfl í þjóðfé- laginu, sem eiga þátt í að móta stefnuna." Hefur ekki hvarflaö að þér að verða stjórnmálamaður? „Ég skal ekki segja hvað mér hefur dottið í hug. Ég varð snemma efnahagsráðunautur, og í þannig störfum skiptir máli að taka ekki þátt í stjórnmálum. Ef ég hefði ætlað að taka þátt í stjórnmálum hefði ég orðið að hætta sem efnahagsráðunautur og seðlabankastjóri. Það er ekki heppilegt fyrir mann í þeirri stöðu að hafa bein afskipti af stjórnmálum, því þar með er orðið erfiðara að umgangast fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, einsog ég þarf að gera. Ég held mér hafi tekist að hafa nokkuð gott samband við alla.“ Þú varst kallaður landráðamaður í leið- ara Þjóðviljans (vegna álsamninga). Hvað finnst Þér um það? „Mér finnst ummæli af þessu tagi dapurlegt dæmi um þjóðmálaumræður hér á landi. Vissulega er landráð hræðilegt orð, en samt venst maður á að láta það einsog vind um eyr- un þjóta, einsog hver önnur innantóm gífur- yrði. Ágreiningur er eðlilegur og sjálfsagður, en ég öfunda ekki þá menn, sem líta á aðra sem landráðamenn af því einu að hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Ég held að engum geti liðið vel andlega, sem þannig hugsar um ná- ungann." Hvarflaði aldrei að þér að leggja fyrir þig eitthvað sem er meira húmanistískt en það sem þú starfar við núna? Það hefði kannski verið rökrétt miðað við uppruna þinn. „Ég held það sé að ýmsu leyti eðlilegt að velja ekki nákvæmlega sama starf og faðir manns, sérstaklega ef hann hefur staðið fram- arlega. Það er ef til vill líka eðlilegt að velja eitthvað sem er ekki allt of langt frá því.“ En störf þín nú eru býsna ólík því sem Sigurður Nordal fékkst við. „Það er rétt. En starfið er þó enn fjær því heldur en námið. Hagfræði og félagsvísindi eru húmanistískar greinar. Þegar ég fór til náms bjóst ég ekki við að vinna í banka heldur miklu frekar við háskóla. En þegar maður kemur frá námi, þá er einsog oftar að margt ræðst af aðstæðum. Eitt leiðir af öðru. Ég var upphaflega hagfræðingur Landsbankans, og hafði unnið fyrir þá ársskýrslu í sumarfríum frá námi erlendis. Ég var samt ekkert ákveð- inn í að vinna við bankamál. Svo endaði þetta með því að ég sökk djúpt í efnahagsmálaþref- ið á íslandi, og varð bankastjóri Landsbankans síðar og Seðlabankans. (Jóhannes hefur verið seðlabankastjóri frá upphafi, í 22 ár). Þegar maður kemur heim frá langskólanámi í svona litlu landi einsog Islandi, þá getur framtíðin ráðist af því, hvaða störf eru laus þá stundina. Og verkefnin eru óþrjótandi." Nú hefur þú umgengist afar ólíka hópa fólks gegnum tíðina, vegna uppruna þíns og svo starfsins, það er að segja listafólk og fjármálafólk. Er mikill munur á þess- um hópum? (Blaðamaður spyr af persónu- legri forvitni, þekkir aðeins fólk úr öðrum hópnum). Mér finnst meiri munur milli einstaklinga í hvorum hópnum fyrir sig, heldur en milli hóp- anna. En ég hef kynnst mjög skemmtilegu og hæfileikamiklu fólki sem á sér vítt áhugasvið. Mér finnst skemmtilegt að umgangast ekki alítof einlitan hóp. Það er skaði hve mikil til- hneiging er í þjóðfélaginu til einangrunar milli starfsstétta, og milli einstakra hópa mennta- manna. Verkfræðingar umgangast verkfræð- inga, læknar Iækna og listamenn listamenn. Þessi aðgreining hefur aukist verulega mikið á síðastliðnum áratugum. Á mínum unglingsárum í Reykjavík áttu menn fjölbreyttari hóp vina og kunningja en í .dag. Menn auðguðu þá anda hver annars meira en á sér stað núna. Á seinni árum hef ég haft minni tíma til þess að umgangast. margt fólk. Ég hef látið það ganga fyrir að umgangast mína fjölskyldu og kynnast ný.rri kynslóð. Börnin mín eru sex, það yngsta fermist í vor. Mér finnst ekki síður mikilvægt að það séu tengSl milli kynslóða en þjóðfélagshópa. Unglingar núna hafa ekki

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.