Helgarpósturinn - 22.12.1983, Side 21

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Side 21
,,Svona eftir Pál Baldvinsson, Árna Þórarinsson, Guðjón Arngrímsson og Ingólf Margeirsson var Sandra“ Umbi sf. sýnir í Háskólabíó: Skilaboö til Söndru byggda á samnefndri skáldsögu eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Kristín Pálsdóttir. Handrit: Guðný Halldórsdóttir o. fl. Taka: Einar Bjarnason. Klipping: Karl Sigtryggsson. Hljód: Böduar Gudmundsson. Hljódklipping: Þorsteinn Úlfar Björnsson. Báningar: Ragnheiður Haruey Suiðsmynd: Hákon Oddsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sueinsson. Upptökustjóri: Árni Þórarinsson. Framkuæmdastjóri: Guðný Halldórsdóttir. Frumsýning 17. desember. „Það eru ekki þessi, heldur næstu jól, sem eru brandajól", sagði hann kíminn og sló fram mjóum fingrum. Svo kom glampi í auga: „Það eru sko bestu jólin fyrir bíóin, þá fara allir í bíó. Þá verður maður til“. Hann var sýnilega búinn að plana næsta gullævintýri enda maður sem lifir ekki leng- ur í mánuðum og árum, heldur bíómyndum, einn úr þessum ört stækkandi hópi: kvik- myndakall — ný tegund af iðnaðarmanni. Það er gaman að þeim sem öllu vilja fórna; tíma, húsi og heilsu, svo þjóðin geti árlega séð nokkrar innlendar bíómyndir. Ef það á að styðja einhvern íslenskan iðnað, þá er það skemmtanaiðnaðurinn. Mér finnst sjálfsagt að þjóðin hópist á allar íslenskar myndir, sem er nokkuð frekt af manni sem ekki hefur séð nema þrjár kvik- myndir frá síðustu árum, reyndar afsakaður með dvöl í öðru landi. En enginn sem rekst á íslensk dagblöð og íslendinga erlendis kemst hjá auglýsingaherferðum kvik- myndakallanna, öllu sjálfshólinu fyrir og eftir, að ógleymdu hrósinu í skríbentum blaðanna. En mátti við öðru búast af þjóð- inni, fyrst hún fór að búa til bíómyndir — hlutu þær ekki að verða með því albesta sem gert væri í henni veröld? Árni og Kristín, völdu þá leið að búa til senni- lega sögu með Jónas sem þungamiðju, án þess að hann ráði nokkru um ferðina, mynd- málið lúti í einu eða neinu hans hugarástandi með t.d. skeytingu, sjónarhornum, litblæ. Þau hafa þannig þegar í handriti ráðið miklu um myndræna útfærslu. Atburðarásin er hæg og sígandi, samt ekki um of; hver at- burður vandlega rammaður, nema ferðirnar í bæinn; fylgt til skiptis talanda og hlustanda, einum, tveim eða fleirum, inni og úti. Myndavél lítið hreyfð og klipping stillt. Ekkert rugl á þessum bæ, enginn hraði í myndskeiðum, hvergi ankannaleg sjónar- horn, þó meginpersóna myndarinnar sé á barmi örvæntingar, fríki út og fái taugaáfall. Bara sólíd og sennileg atburðarás. Og undir hljómar þessi líka frábæra tónlist. Tilbúnir á támjóu skónum Jónas er fáskiptinn maður, ögn vandræða- legur þegar hann opnar munninn. Okkur er forsaga hans lítt kunn, ef frá er talinn kaflinn um Rjúpuna, þ.e. almenn lýsing á hans kyn- slóð sem var komin með embættis- en ekki stúdentsprófsskírteini þegar unglingar voru allt í einu komnir með sítt hár. Smá mistök þar, mín kæru. Fyrir hreina tilviljun fær hann gullið tækifæri og raunar dæmdur til að klúðra því. Bessi Bjarnason gekk að þessu hlutverki vafningalaust. Undraði engan sem fylgst hefur með ferli hans, jafnvel bara síðasta áratug. Víst saknaði maður dramatískari til- þrifa, svo leikandi létt sem hann fór með sitt. En ekki dugar að biðja um það sem ekki fæst. Dagvaxandi drykkjuskapur Jónasar leiðir fljótt út í örvæntingu, hann hefur færst of mikið í fang og veldur því ekki. Hann getur ekki skrifað eins og Snorri Sturluson „knú- inn af ytri aðstæðum". Hann bara bugast. Vissulega tókst Bessa að sýna þessa breyt- ingu sem verður á högum Jónasar, en hand- rit kvikmyndarinnar nær bara of skammt. Þar er hreinlega sleppt úr þeim stutta sælu- tíma sem þau Sandra eiga ein saman, áður en laugardagsriddararnir koma og ríða hjá þeim húsum. Svo Bessa var gefið miklu minna svigrúm en hann átti skilið. Grœnlakkadar neglur Sandra ætti með réttu að vera léttpönkuð í dag, í sögunni má sjá þess nokkur merki að hún lagar sig að tímanum, þó höfundurinn hafi hana leif frá hippatímanum. Hún er í sögunni málsnjöll og ákveðin, en verður í kvikmyndinni þegjandaleg og drumbsleg stúlka. Engin leið er að skilja hvers vegna hún nær þessum tökum á Jónasi. Öll sam- skipti þeirra á tjaldinu eru svo fáleg að lykt- irnar verða ósennilegar. Ásdís Thoroddsen réð ekki við þetta hlutverk og hefur ekki fengið mikla aðstoð leikstjóra ef marka má framsögn hennar. Það var fífldirfska að velja hana í lykilhlutverkið og verður vonandi að- standendum Umba sf. holl lexía. Atvinnu- menn hafa annað fas, skilja betur hvaða leið er færust til að skila sínum hlut til áhorf- andans, sbr. Guðbjörgu Thoroddsen, Bryn- dísi Schram og Rósu /ngólfsdóttur, sem í smáum og stórum hlutverkum leystu sín við- fangsefni af stakri prýði. Fundvísi Umba sf. brást hvergi í vali á karl- peningi í hin smærri hlutverk. Þorlákur Krístinsson stal senunni frá bróður sínum Bubba á eftirminnilegan hátt. Var svolítið fumandi í fyrsta atriðinu. Hvar var róandi rödd leikstjórans þá? Svo náði hann jafn- vægi og fylgdi hverri hreyfingu eftir af full- komnum sannfæringarkrafti. Andrés Sigur- uinsson var einstaklega aðlaðandi í sínu hlut- verki og lék vel. Brúsi Bjössa B. var óborg- anlegur. Póstkort med mynd Danadrottning- ar „Ég vitja þín þegar síst varir" voru skila boðin frá Söndru til Jónasar, send frá Kaup- mannahöfn á póstkorti. Þeim sleppir sagan í myndinni. Það er í lagi, sagan gengur upp í sennileika sínum fyrir þvL Athugasemdir um „þjóðararf" og mannlega reisn okkar tíma komast líka til skilaT vona ég. Jafnvel sú skoðun Jökuls að mannfólkinu megi skipta í kynslóðir og þeim svipi til árganga af víni; sumar eru góðar, sumar vondar, jafnvel hún kemst til skila, hvað sem hún á annars mik- inn rétt á sér. Það sem missir sín er tilfinningalegt sam- band Jónasar og Söndru, samband sem kvik- mynd hefði átt að skila betur en t.d. bók. Lát- um vera þó anarkismi Söndru sé fyrir borð borinn, hún vængstífð pólitískt, en hún mátti ekki glata þeim töfrum sem heilluðu Jónas, þeir urðu að heilla okkur líka. Draumur Jónasar með þessari stúlku er ekkert ólíkur draumum margra annarra karlmanna í verkum Jökuls, fjarrænn og kjánalegur í hörðum heimi; sá draumur rataði ekki inn í þessa kvikmynd: „...reisum lítinn bæ í rúst- um, höfum eina kú og kannski geit og svo á sunnudögum förum við í bíó“. Því síðast- nefnda getum við að minnsta kosti komið í verk. - PBB. Sú allra nýjasta í bœnum Skilaboð til Söndru er síður en svo merki- leg kvikmynd; satt að segja þá er hún frekar lítilfjörleg í bókstaflegri merkingu orðsins en ekki ósnotur. Hún er alls ekki leiðinleg, kím- in frekar en hlægileg, heldur áhorfanda spenntum og flytur honum á lúmskan en hljóðlátan hátt erindi sem margsinnis hefur verið brýnt fyrir okkar gráu skollaeyrum, ekki ósjaldan af höfundi sögunnar sem filman er sótt í, Jökli Jakobssyni. Ástæðulaust er að rekja hér efnisþráð, hann er margkynntur í öllum aðalatriðum þessa dagana í fjölmiðlum; eins má lesa hann í heild sinni á bók, eða bara fara í bíó og sjá myndina eftir helgi! í kjarna sínum er sagan lýsing tveggja ólíkra lífsviðhorfa: manns á miðjum aldri sem sér til beggja átta, aftur og fram, en er á hverfanda hveli; og unglingsstúlku sem í bernsku sinni þekkir ekki neitt nema sínar ungæðislegu þrár, vonir, kröfur og óbilgirni. Þetta er gömul saga og ný, og vel skiljan- legt að Umbi sf. skuli ráðast í að kvikmynda hana. Ekki er uppá Jónas logið Þegar efni er sótt í ritverk sem er fyrirliggj- andi, þá ríður á að handritahöfundar taki snemma afgerandi ákvarðanir um hvernig á að segja söguna í mynd. í þessu tilfelli er það nokkuð snúið mál. Sagan er skrifuð af Jónasi sjálfum, hann segir söguna, hún er orðsend- ing hans til Söndru, sem er vissulega hægt með bók, en gengur ekki með heila bíó- mynd — eða hvað? Jónas hefur „aldrei kunnað að tala við fólk" og frásögn hans af þessu sumri, sem hann átti í litlu þorpi við hafið, er sögð í margskonar tón. Hann blekkir sjálfan sig í frásögninni, verður hátíðlegur.barnalegur, rómantískur, og sleppir úr. Sumt sem hann lætur ósagt ræður mestu um örlög hans: hann þykist í sögulok hafa öðlast lífsgrund- völl í traustri og skýlausri ást á Söndru, en það getur líka verið blekking og tál. Bæði í bók og mynd yfirgefur þessi æskubjarta huldukona hóllvin sinn í raunum og hleypur á burt! Stingur af! Það er stóra spursmálið hvernig handrits- höfundar telja sögunni best borgið í bíó- mynd: Guðný og hennar samstarfsmenn, Jólahasarinn Austurbœjarbíó: Superman III Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Dauid og Leslie Newman. Leikstjóri: Richard Lester. Aðalhlutuerk: Christopher Reeue, Richard Pryor, Robert Vaughn. Ekki verður þverfótað fyrir viðamiklum seríumyndum í jólamyndaframboði bíó- anna. Innanum stórveldaleik Bondanna tveggja og þriðja bindi Stjórnustriða flýgur Súperman III í nokkuð skondinni fantasíu um ,,tölvubyltinguna“. Yfirleitt eru þessar ofurmennahasarmyndir núna heldur þreyt- andi útþynningar á áður útþynntum hug- myndum þar sem allt hugvit aðstandenda fer í að breiða yfir skort á því sama með ein- skærrl tækni kvikmyndakúnstarinnar. Þannig var t.d. Superman II. En Superman III er, þótt býsna brokkgeng sé, óvenju fersk af svona formúlumynd að vera. Framanaf er myndin heldur tvístígandi, vippar sér yfir í snjallan millikafla, en sveigir svo í restina aftur inná braut hins hefð- bundna seríuhasars. í þessum millikafla tekst stórskúrkinum (Robert Vaughn) með aðstoð útfríkaðs tölvusénís (Richard Pryor) að stefna tölvuvæddu þjóðfélagi þangað sem hann vill og eftir að vinur vor Superman setur strik í þann reikning þeirra breyta þeir honum með sömu tölvutækni í alkóhólista og alhliða skepnu. Það var skemmtilegt upp- átæki og greinilegt að Christopher Reeve naut hverrar mínútu, uns sá góði blaðamað- ur Clark Kent náði aftur tökum á betri helm- ingi sínum og svaraði í sömu mynt. Þótt ofannefndir leikarar fari á kostum í myndinni er hún samt býsna kaótísk, og bú- ið er nánast að skrifa Margot Kidder í hlut- verki Lois Lane út úr sögunni og setja í stað- inn Lana Lang, heldur lummulega æskuást Kents (Annette O'Toole). Ekki er það nú til . bóta. Og ekki er það heldur til bóta fyrir kvik- myndaáhugafólk ef 70% af myndaframboð- inu verða svona instantseríur. Þær eru nán- ast forrit sem svo má stinga inní þá kvik- myndatölvu sem Hollywood er að verða. Superman III snýr á þessa þróun með dálítið lunknum hætti. -ÁÞ. Stjörnubíó: Bláa þruman (Blue Thunder) Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Dan O'Bannon og Don Jacoby. Aðalhlutuerk: Roy Scheider, - Warren Oats, Candy Clark , Daniel Stern, Malcolm McDowell. Leik- stjórn: John Badham. I upphafi þessarar ágætu spennumyndar er tekið fram að allur búnaður og ofbeldis- tæki í myndinni sé til í raunveruleikanum og reyndar notaður í Bandaríkjunum nú þegar. Þessi fullyrðing er náttúrlega sölutrikk, þó hún sé sjálfsagt sönn — ætluð til að skjóta áhorfendum skelk í bringu og fá þá til að leiða hugann að Stóra bróður Orwells, sem reyndar á ekki illa við nú þegar stutt er orðið í 1984. Söguþráðurinn í Blue Thunder snýst í Nýja bíó: Stjörnustríð III (Return of the Jedi) Bandarísk. Árgerð 1983 Handrit: Lawrence Kasdan og George Lucas. Aðalhlutuerk: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher, Billy Dee Williams, Alec Guinness o.fl. Framleiðendur: Howard Kazanjian og George Lucas. Leikstjórn: Richard Marquand. Þá er þriðja myndin í stjörnustríðaflokkn- kringum óhugnanlegt apparat kerfisins — lögregluþyrlu búna fullkomnasta tölvubún- aði sem „sér“ inní heimili fólks, „heyrir" það sem sagt er í órafjarlægð, og byssu sem mið- að er með augnhreyfingum einum saman. Tölvan sér til þess að hlaupið beinist að því sem flugmaðurinn horfir á. Þegar við bætist yfirburða vélarafl og brynvarinn skrokkur og flugmaður sem til er í allt — þá er komið fínt efni í þriller. Þetta er ein af þessum myndum þar sem þráðurinn skiptir minna máli en hasarinn sjálfur. Hún er um gamalreyndan flugmann, sem á vegna slæmrar reynslu frá Viet Nam við „óveruleg" sálræn vandamál að stríða. Hann verður ásamt félaga sínum vitni að morði á lögreglukonu og hroðvirknisleg um komin. Hún er útþynning á hinum tveim- ur en um leið endalok kviðunnar um Loga geimgengil, Hans Óla, Lilju prinsessu, Svart- höfða og Keisarans vonda. Eða skyldi vera hægt að teygja lopann enn þegar Svarthöfði hefur tekið ofan grímuna og dáið, Helstirn- inu endanlega útrýmt, öll fjölskyldutengsl og leyndarmál lögð á borðið og hið góða sigrað? Þessi mynd er líkt og hinar fyrri ofhlaðin tæknibrellum, búningum, förðun, dúkkum og grímum að ógleymdri yfirgengilegri at- rannsókn málsins vekur grunsemdir hans -um að ekki sé allt með felldu. Og í ljós kemur andstyggilegt plott yfirmanna lögreglunnar og hersins — með þyrluna sem miðpunkt. En þráðurinn, þó þokkalegur sé, er aðeins farvegur fyrir framúrskarandi „aksjón" í loftinu yfir, í kringum og á götunum fyrir rieðan háhýsin í Los Angeles. Þar tekst John Badham (Saturday Night Fever, Dracula) og kvikmyndatökumanninum John A. Alonzo með magnaðri töku og úrvinnslu að hrífa áhorfandann með og gera hann að tauga- trekktum þátttakanda í eltingaleikjunum og bardögunum. Fyrsta flokks spennumynd. — GA. burðarás. Það er þó farið að slá í formúluna hans Lucasar, nema að einstaka maður hafi gaman af að spá í þennan hafsjó af tilvitnun- um og paródíu á allar hugsanlegar gerðir kvikmyndasögunnar og bókmenntasögunn- ar sem handritahöfundar hrúga saman í einni mynd. f Stjörnustríði III má finna ótelj- andi persónur og stílbrigði sem spanna alít frá grískum goðsögnum til prúðu leikar- anna. En ósköp er formúlan orðin þreytt og endurtekningarnar hvimleiðar. — IM HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.