Helgarpósturinn - 22.12.1983, Page 22

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Page 22
BÓKMENNTIR Háðskt bros úr neðra William Heinesen: Ráö viö illum öndum Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Mál og menning 1983. Ráð við illum öndum er sjöunda bókin af þýðingum Þorgeirs Þorgeirssonar á sögum Heinesens. Hún kom út á dönsku árið 1967. í henni eru átta sögur. Sú lengsta þeirra, „Leónard og Leónóra," er nefnd „ofurlítill skáldsögustúfur síðan á hinum sælu dögum olíulampanna." Sögusviðið er Þórshöfn í lok síðustu aldar, tímabil sem hér er kallað Öströmstímarnir eftir sænskum stórspekú- lant sem „rak hér ásamt forríkum skota, Robinson að nafni, fiskvinslufyrirtækið The National Company (umsvifamikla starfsemi líka í niðursuðu, fuglaskítsáburði, límgerð og kaffibætisframleiðslu) og reisti þá stóra og volduga grjótbyggingu, Fabríkuna". (bls 14). Sögumaður fær ljósakarlinn í bænum til að rifja upp „bagaleg örlög" grafarans Leó- nards sem urðu til þess að hann varð sérvit- urt skringimenni sem forðaðist samgang við annað fólk. Þessi bagalegu örlög reynast eiga rætur í sambandi hans við Leónóru, dóttur dansks konsúls og verslunarmanns á staðnum, en frásögnin veitir lesendum nokkra innsýn í sambúð erlendrar yfirstétt- ar við innfædda fátæklinga. Konsúllinn kemur í veg fyrir að eitthvað verði úr ástar- sambandi Leónards og Leónóru, enda þótt hann hafi sjálfur átt lausaleikskrakka með hálfsystur Leónards. Inn í þetta fléttast háðsk lýsing á heldra fólkinu á staðnum, innantómu prjáli þess og samsulli af sere- móníum víðs vegar af jarðarkringlunni sem undirstrika fjarlægö þess frá færeyskum veruleika og siðvenjum. Halaið er fjölmennt matarboð og grímudansleikur í tilefni af skírn Arabellu, uppáhaldshryssu frú Öström, konu sænska stórspekúlantsins. Þar eru brasilískir dansar, skoskur sekkjapípu- leikur, þar hyllir mister Robinson Viktoríu drottningu, eftir fylgir hylling Kristjáns IX. og Óskars 11. auk tilheyrandi þjóðsöngva. Grímubúningar gestanna auka enn á þessa menningarlegu ringulreið: „Rökkrið innandyra er kvikt af skærum litbrigðum, glitrandi paléttum og gljáandi skilkiborðum. Sjálf er frú Öström í kjól úr glerperlufestum eintómum. Olsen sýslu- maður er búinn sem Pierrot, Bretteville lautínant sem Harlekin, Kirkjubæjarhöldur- inn ungi klæðist fornmannabúningi og hefur bæði sverð og hjálm. Þarna er Zimsen konsúll líka með frú sinni, konsúllinn búinn sem Austurlandamaður og með tyrkneska kollhúfu, frúin í virðulegum norskum þjóð- búningi.“(41). Það er einkenni á yfirstéttinni í sögunni að hún safnar um sig ofgnótt af táknum án þess að geta skapað úr þeim nokkuð annað en allsherjar ringulreið. Leónard, sem er e.k. fulltrúi fátækrar alþýðu Þorshafnar, ein- kennist hins vegar af tjáningarerfiðleikum, hann á erfitt með að gera sig skiljanlegan við konsúlsfjölskylduna. Við fáum takmarkað að vita um hugsanir hans. Eftir viðskipti sín við konsúlsfjölskylduna gerir hann tilraun til að fremja sjálfsmorð. Eftir að hún mistekst þegir Leónard. Sagan „Arniður" gerist í bernsku sögu- manns. Árniðurinn stendur fyrir hið dular- fulla og óræða í tilverunni, dauða og eilífð í senn. Frásögnin fjallar um kynni sögumanns af Daníel, syni Árnesbóndans. Þeir félag- arnir lenda fljótt í mjög heimspekilegum vangaveltum um „sjálft upphaf og endalok þessa heims" (77). Hryllingssögur Daníels og frásagnir af yfirnáttúrulegum fyrirbærum verða til að skerpa augu sögumanns fyrir hinu dularfulla og furðulega í hversdagslíf- inu, hvort sem það er Jakob skyggni í Smiðj- unni, Andrés dansari í Pestarbæli sem nú er lokaður inni í brjálæðingakrónni eða Kross- Anna sem Myrkrahöfðinginn sjálfur sverm- aði fyrir. Þeir reyna ennfremur að ná sam- bandi við drukknaðan bróður Daníels á skyggnilýsingarfundi í myllunni. Þegar líður á söguna verða þessar loftkenndu hugrenn- ingar skyndilega hættulega áleitnar fyrir sögumanni þegar Daníel vinur hans deyr. Stíll sögunnar einkennist af talsvert hátíð- legu málfari, en þó er eins og einhver hálf- kæringur sé ávallt á bakvið. Þessi spenna milli upphafins orðfæris og írónískrar fjar- lægðar er gefin til kynna strax í byrjun sög- unnar: „Svona getur árniðurinn enn verið að blaðra. Hann fyllir eyrnakuðunga manns þessum hamslausa eilífðarinnar söng þang- aðtil maður er að niðurlotum kominn af nafnlausum trega um leið og maður svífur á vængjum óskilgreinds fagnaðar... og þannig má segja að maður lifni og komist í sjálfan brennidepil als þess sem er. Alltént verður manni þá á að hrista haus og brosa að sjálfum sér og þessu öllu. Undr- andi brosi líktog æskan brosir við dyntóttu völundarhúsi sinnar fyrstu lífsreynslu. Undrandi brosi líktog gamalt fólk brosir að þægilegum gildrunum sem ellin leggur fyrir það.“ (67) „Arkadísk síðdegisstund" er húmorísk saga um það þegar kýrin Stjarneyg var leidd undir tarf. Hér kemur vel í ljós hæfileiki höf- undar til að sameina hið upphafna og hið hversdagslega. Frásögnin er færð í goðsögu- legan búning þannig að tarfurinn verður goðum líkur við hina hátíðlegu athöfn: „Sömu tröllauknu leikbrögðin hefur Seif- Jóhannes R. Snorrason Skrifaö í skýin Minningar II (342 bls.) Snœljós sf. 1983. Það slær mann stundum hastarlega hvað nútíminn á sér eiginlega skamma sögu á ís- landi. Þó svo að saga flugs á íslandi eigi sér rúmlega sextíu ára sögu, þá er það ekki fyrr en rétt fyrir seinni heimsstyrjöld sem flug- samgöngur eru hafnar hér að einhverju ráði og þannig að framhald verði á. Ég var sleg- inn þessari tilfinningu til dæmis í haust þegar í Sjóvarpinu kom viðtalsþáttur Árna John- sen við handhafa flugskírteina númer eitt til þrjú. Það er sjaldan sem maður fær íslands- söguna inn í stofu til sín með þessum hætti. En því er ég að rekja þetta að í öðru bindi æviminninga Jóhannesar Snorrasonar kem- ur fram að hann er handhafi flugskírteinis númer fimm. Þ.e.a.s.maður sem er tiltölu- lega nýhættur sem atvinnuflugmaður á full- komnustu vélum þotualdar er einnig einn af frumherjum áætlunarflugs á íslandi. Jónas Kristjánsson: Eldvígslan. Söguleg skáldsaga (324 bls.) Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1983 Jónas Kristjánsson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur fyrir fræðistörf sín á sviði fornra íslenskra bókmennta. Um þau fræði hefur hann skrifað bækur og fjölda greina auk þess sem hann veitir forstöðu Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Auk þess hefur Jónas þýtt margar bækur og minnast flestir trúlega snilldarþýðinga hans á hluta af menningar- sögu Will Durant um Grikki og Rómverja. Það er því alls ekki hægt að halda því fram að JÓnas sé ekki handgenginn bókmenntun- um, þó hann hafi ekki fyrr, svo vitað sé, fengist við að setja saman skáldskap. En nú hefur hann sem sagt orðið til þess að setja saman mikla sögulega skáldsögu og þarf ekki að koma mikið á óvart að tíminn sem hún fjallar um er víkingatíminn. Sagan gerist reyndar öll fyrir tíma íslandsbyggðar og er sögusviðið með Danmörku í miðjunni en nær síðan austur í Kúrland (Eistland) um Svíþjóð, vestur til Englands og suður í Frakk- land. Má eiginlega segja að sagan gerist helst á þeim slóðum víkinga sem íslendingasög- urnar gerast síst. Sögutíminn er frá því rúm- lega 800 til 874. Aðalpersóna þessarar sögu er Ubbi, yngsti sonur Ragnars loðbrókar konungs á Sjá- landi. Hann segir sjálfur söguna og er um- gjörðin sú að hann er á efri árum sestur að í klaustri á írlandi og hefur verið fenginn til þess að skrá sögu sína á bók. Aðferð höfundar við að segja þessa sögu ur, bjartleitur og krúnumikill yfirbjóðandi himins og sólar, haft í frammi við Ió, hina náttsvörtu stjarneygu kvígu sem búin var að ræna hjarta hans. Sjá þar kemur hann, mirabile visu, risinn uppá afturlappirnar, gnæfandi með öflugar framlappirnar hang- andi einsog bægsli framaná hvelfdri bring- unni, fésið grett og slapandi í grátvipru — grófasta skopmynd hinnar fagnandi sjálfs- eyðingar! Þvílík vera. Maður, skepna og guð í sömu persónunni, lifandi síendurtekinn goðsöguþáttur frá morgni lífsins!”(121-2) Þessi frásagnareiginleiki höfundar nýtur sín hins vegar ekki eins vel í þættinum „Flugur“ þar sem barátta rithöfundar við ýmis skorkvikindi í Suður-Frakklandi verð- ur tilefni til hugleiðinga um grimmd mann- skepnunnar, útrýmingarbúðir og fjölda- grafir. Sagan „Ráð við illum öndum" fjallar um leit barnsins að merkingu veruleikans sem það stendur andspænis, „heimur í mynd þrotlausra afskræmdra illskiljanlegra fyrir- bæra“ (159). Barnið smíðar sér kyndugan goðsagnaheim þar sem erfitt er að greina á Nú kynni einhver að halda að minningar flugmanns, sem að verulegu leyti eru bundn- ar við flugið og flugstarfsemi, séu ekki fyrir aðra að lesa en maníska flugáhugamenn. Ég er nú reyndar viss um að slíkir geta hæglega farið á algjört flipp við að lesa bókina, en aðrir geta vissulega haft gott gaman af. Er það náttúrlega fyrst og fremst vegna þess að Jóhannes segir mjög vel og skemmti- lega frá. Er öll frásögn hans mjög skipuleg og föst í reipunum. Er stíll hans mjög læsilegur, hefðbundinn íslenskur frásögustíll þar sem reynt er að gæta hlutlægni í frásögninni, en jafnframt látlaus og eðlilegur. Mannlýsingar hjá honum eru margar hverjar ljóslifandi og stundum verða frá- sagnir hans af eftirminnilegum flugferðum nánast spennandi. Það má segja að mestur hluti þessarar bók- ar sé helgaður millilandaflugi. Tíminn sem hún spannar er frá því um það bil 1946 og eitthvað fram yfir 1960. Það er einmitt á þessum tíma sem Islendingar eru að hasla er að verulegu leyti eftir hefðbundnum að- ferðum sögulegrar skáldsögu. Ubbi er sjálfur ekki sannsöguleg persóna en hinsvegar eru nákomnar honum sögulegar persónur sem standa í stórræðum, sem skráð eru á spjöld sögunnar. Má þar til dæmis nefna hernað Ragnars loðbrókar í Frakklandi, töku Rúðu- borgar og ránsferð til Parísar og einnig og ekki síður má nefna hernám danskra vík- inga á stórum hluta Englands. Þetta eru allt- saman sögulegir atburðir, en sá sem segir frá stendur í jaðri þeirra, er ekki ein af aðalper- sónunum heldur stendur þeim nærri og er þátttakandi en um leið áhorfandi. Þannig fer eiginlega fram tveimur sögum, persónulegri sögu Ubba og sögu þeirra stórtíðinda sem hann verður vitni að. Vegna þess að Ubbi er ekki sannsöguleg persóna hefur höfundur mikið frelsi til þess að móta hann og sögu hans í hendi sér og notar hann sér það óspart.Ubbi er alinn upp í heiðnum sið heima í Hleiðru, stórbýli Ragn- ars konungs. Um leið og lýst er uppeldi hans er fjallað ítarlega um búskaparhætti og dag- legt líf fólks á þessum tíma, híbýli og hug- myndaheim. Þegar Ubbi eldist kemst hann í kynni við kristið fólk og fer um tíma í krist- inn skóla í Heiðabæ. Eftir að hann kemst í kynni við kristnar hugmyndir má segja að hugur hans sé teygður á milli þessara tveggja heima, hugmyndaheims kristninnar og heiðninnar. Líf hans er meira og minna barátta heiðinnar breytni við kristnar hug- myndir. Með þessum hætti kristallar höfund- ur sambland og togstreitu þessara hug- myndaheima, að því er mér sýnist á trúverð- milli draums og veruleika. Heiti sögunnar vísar því til glímu barnsins við sín eigin hugarfóstur. Aðrar sögur í bókinni eru bernskuminn- ingar. „Kauptúnið í Babel" er lýsing á æsku- stöðvum höfundar, Þórshöfn uppúr síðustu aldamótum, með ágripi af sögu staðarins. Her kemur vel fram að það er „glaðsinna ó- drepandi almúgafólk" sem stendur hjarta höfundar næst, „einkum þó kjarnakerlingar og stelpur sem engan létu vaða ofani sig og kunnu að orða skoðanir sínar" (153). Þetta er andstæða þeirra trúarofstækishópa af öllu tagi sem á síðari árum hafa gerst um- svifamiklir í Þórshöfn, enda segir höfundur: „En réttskapaður Þórshafnarbúi hefur aldrei verið né er heldur ginkeyptur við trú- boði af neinu tagi... Einsog höfuðstað ber þá á Þórshöfn sér bros — háðskt og lífshættu- legt bros sem ættað er beint úr neðra." (154) Þess skal að lokum getið að frágangur þýðandans er með slíkum ágætum að halda mætti að bókin hefði verið frumsamin á ís- lensku. sér völl í millilandaflugi. Rekur Jóhannes ít- arlega þróun þessa flugs, bæði að því er tek- ur til tækniþróunar og nýrra leiða. Segir hann til dæmis frá ýmsu sögulegu sem gerð- ist við þjálfun flugmanna á nýjar flugvélateg undir og kemur greinilega fram í því sam- bandi hve erfiðar aðstæður á íslandi hafa gert íslenska flugmenn hæfa til þess að kljást við erfiðleika sem skyndilega koma upp og veltur þá líf og dauði á snöggum og réttum viðbrögðum þeirra. Jóhannes segir einnig frá ýmsum sérstök- um ferðum svo sem leiguflugi frá Sýrlandi til Venesúela og töluverðu rúmi eyðir hann í að segja frá flugi til Grænlands. Svo sem að framan getur er hér um mjög læsilega frásögn að ræða þar sem sagt er frá ■forvitnilegum hlutum, en því til viðbótar má fullyrða að frásagnir Jóhannesar R. Snorra- sonar hafi ótvírætt heimildagildi fyrir sögu flugsins hér á landi og trúi ég að þær komi að góðum notum þegar sú saga verður skráð í heild. G.Ást. ugan hátt, en hér er einmitt um að ræða eitt af helstu einkennum eða öllu heldur menn- ingarlegum afleiðingum umróts víkingatím- ans. Ubbi ferðast víða. Hann fer í mikinn leið- angur til Svíþjóðar og Kúrlands, þar sem hann lendir í miklum ævintýrum og verður m.a. vitni að bálför víkingahöfðingja. Hann stelst með í leiðangur föður síns til Frakk- lands og tekur þátt í hernaði bræðra sinna á Englandi. Sögusviðið er því vítt og notar höf- undur sér vel svigrúm sitt til margháttaðra lýsinga á víkingaöldinni sem verður þó yfir- leitt ekki viðskila við atburðarás sögunnar. Yfirburða þekking höfundarins á þessum tíma nýtur sín vel en fræðimaðurinn nær sjaldnast völdum yfir sagnaþulnum, þó oft sé mjótt á munum. Frásögnin er oftast nær fremur hæg, streymir jafnt og þétt fram á þessum 324 þéttprentuðu síðum, en öðru hvoru tekur hún á sprett og verður hröð og spennandi. Á það einkanlega við þegar verið er að lýsa hernaði og sukki víkinganna en kemur vissulega fyrir endranær. Sagan er skrifuð undir sterkum áhrifum af klassískum sögustíl eins og vera ber, en þó er stíll Jónasar heldur „mýkri" ef svo má komast að orði og því heldur liðugri aflestrar en hefðbundinn sögustíll. Ég þykist vita að ætlun höfundar með þessu verki hafi fyrst og fremst verið að búa þekkingu sinni á vikingaöldinni aðgengileg- an búning og um leið að segja skemmtilega sögu. Mér sýnist að höfundi hafi tekist þetta hvorttveggja með mestu ágætum. G.Ást. Nútíminn er stuttur A víkingaslóðum 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.