Helgarpósturinn - 22.12.1983, Side 23
BOKMENNTIR
Afýmislegu barnaefni
Fyrir jólin kemur ævinlega út mikið af alls
kyns barnaefni sem ekki er tóm til að gera
vandleg skil og reyndar ekki alltaf ástæða
til. En í þessum pistli er ætlunin að segja lítil-
leg deili á ýmsu slíku þó ekki verði djúpt far-
ið í sakirnar.
Vísnabókin
Það er með ólíkindum hvað Vísnabókin, já
þessi gamla góða með myndunum eftir Hall-
dór Pétursson, ætlar að endast. í ár er gefin
út 7. útgáfa þessarar bókar, en hin fyrsta
kom út 1946. Ég hef að vísu ekki borið útgáf-
urnar saman, en þó að bókin hafi nokkrum
sinnum verið endurskoðuð er kjarni hennar
sá sami. Ekki veit ég heldur hversu mörg
eintök hafa verið prentuð en þau skipta á-
reiðanlega tugum þúsunda. Allt þetta er til
marks um að vel hafi verið vandað til valsins
í upphafi enda var Símon Jóh. Ágústsson
smekkmaður mikill. Safnið er fjölbreytt,
spannar tímann allt frá Agli Skallagrimssyni
til okkar daga og efast ég um að annarra
þjóða fólk geti kennt börnum sínum vísur frá
10. öld sem þau hafa gaman af. Slíkt er ómet-
anlegur arfur, brú milli margra kynslóða
sem getur gefið trausta tilfinningu um að
vera eitthvað, vera af þjóð og tilheyra menn-
ingu sem lengi hefur verið til. Vísnabókin er
einnig mikil málnáma og hefur sem slík á-
reiðaniega stuðlað að málþroska umfram
margt annað.
Sögusnœldur
Annarskonar þáttur í virku viðhaldi
menningar okkar er að flytja þjóðsögur og
þessháttar efni á milli kynslóðanna. Hefur
margt gott verið gert til að koma þjóðsögum
til barna, en nú bryddar nýtt fyrirtæki upp á
þeirri nýjung að gefa slíkt efni út á snældu
(ekki sem þú skalt stinga þig á heldur kass-
ettu). Fyrirtæki þetta heitir Sögustokkur og
að þvi standa nokkrar ungar konur í ,,upp-
eldisgeiranum" Qj.e.a.s. sem hafa haft nokk-
ur afskipti af uppeldismálum). Hefur þetta
fyrirtæki gefið út tvær snældur, Sögusnæld-
una og Jólasnælduna. Á sögusnældunni eru
nokkrar þjóðsögur t.a.m. Búkolla og Gili-
trutt, en tengt er á milli þeirra með þulum og
gömlum vísum. Er þetta efni vel valið og
flutningurinn er mjög góður. Á jólasnæld-
unni er eins og gefur að skilja efni tengt jól-
unum, jólaguðspjallið og nokkrar þjóðsögur
tengdar jólum svo og nokkur kvæði og þul-
ur.
Er hér um skemmtilega nýbreytni að ræða
því þó að mér finnist kannski fremur kaldr-
analegt að setja börn framan við einhver
appíröt og láta þau hlusta, þá er það þó betri
kostur en sá að þau verði alveg af slíku því
fæstir hafa yfrið nógan tíma að gefa börnun-
um í þessu vinnuþrælkunarþjóðfélagi.
Æuintýri úr mannheimum,
dýrheimum og álfheimum
Ævintýrin eru ekki bara gömul. Alla tíð
hefur samning ævintýra, sem að meira eða
minna leyti eru byggð á þjóðsögulegu efni,
verið snar þáttur í ritun barnabóka og ég er
ekki frá því að slík ævintýraritun sé að
ganga í endurnýjun lífdaganna.
Vésteinn Lúðvíksson hefur til þessa skrif-
að tvær barnabækur um Sólarblíðuna, sem
gerast í raunheimi en með þó nokkru ævin-
týraívafi. En nú hefur Vésteinn snúið þessu
við. Ævintýrið um Guðmund Hrein með gull
í nögl gerist nánast að fullu í ævintýraheimi
þó að allra grófasti rammi sögunnar sé úr
raunheimi. Efniviðurinn er einnig að mestu
byggður á ævintýraminnum. Foreldrar Guð-
mundar eru hamingjusöm þegar hann fæð-
ist, en faðir hans drukknar skömmu eftir og
skömmu síðar er Guðmundi rænt af vondu
fólki. Þar er hann lokaður inni en kemst að
lokum við illan leik aftur til móður sinnar
með hjálp álfkonu, en áður verður móðirin
að ganga í gegnum þrjár þrautir. Yfir ævin-
týrinu er töluverður óhugnaður. Hið góða
og hið illa takast á og hið illa er að sjálfsögðu
meira áberandi þó hið góða sigri að lokum
eins og vera ber í góðu ævintýri. Bókin er
skreytt svarthvítum teikningum eftir Róbert
Guillemette.
Ævintýrið um Kela kött eftir Guðna Kol-
beinsson er alls ekkert óhugnanlegt. Það er
meira í ætt við dýrasögur þar sem dýrin
lenda í hrakningum en ná heim að lokum.
Svo er um Kela. Hann er með eigendum sín-
um í sumarbústað á Þingvöllum, en hrekst
frá þeim vegna veiðináttúru sinnar og lendir
í ýmsum hremmingum en hittir síðan
dverga sem hjálpa honum. Nokkuð
skemmtilega sagt ævintýri. Það sem gefur
þessari bók þó gildi umfram margar aðrar
bækur eru frábærar myndir Péturs Halldórs-
sonar sem mikið er lagt i og eru fagurlega lit-
prentaðar.
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
Sigrún Eldjárn hefur samið og mynd-
skreytt lítið hversdagsævintýri sem fjallar
um langafa og stelpuncL. Önnu sem hann
passar. Langafi er blindur en það aftrar hon-
um ekki frá því að taka þátt í ýmsu skemmti-
legu eins og að fara í herfilegan drulluköku-
leik. Langafi drullumallar er skemmtilegt lít-
ið kver fyrir yngstu lesendur og skoðara.
og yfir í þann gráa raunueruleika
Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari, sem
tók myndirnar í Húsdýrabókina sem kom út
í fyrra, og Sigrún Einarsdóttir hafa sett sam-
an snotra bók sem segir aðallega í ljósmynd-
um frá degi einnar lítillar stúlku á dagheim-
ili. Heitir þessi bók Kátt er í koti — dagur á
barnaheimili. Þetta eru mjög vel gerðar
myndir, lausar við að vera uppstilltar og lýsa
vel einum degi á dagheimili.
Lena sól heitir stutt saga eftir Sigríði Ey-
þórsdóttur sem virðist ætluð börnum sem
eru nýfarin að lesa. Hér erum við komin
með nánast hefðbundna vandamálabók
(það er ekkert Ijótt við það). Lena sól er ný-
flutt utan af landi til Reykjavíkur með
mömmu sinni, sem er skilin við pabba Lenu.
Þeim mæta báðum aðlögunarerfiðleikar og
Lena er ekkert sérlega ánægð með mömmu
sína og strýkur burt. En að lokum ákveða
þær að standa saman og glíma við erfiðleik-
ana. Þetta er stutt saga og nokkuð vel sögð,
hentar trúlega ágætlega sem byrjendabók í
lestri.
Frá Kjörbúð Vesturbæjar
Nýir eigendur auglýsa
Ertu í kapphlaupi við tím-
ann? Leitaðu ekki langt yfir
skammt. Við erum hér á
Melhaga 2, tilbúin að taka á
móti ykkur.
Fjölbreytt úrval í hátíðamat-
inn, góðar vörur á góðu
verði.
Kjörbúð Vesturbæjar Melhaga 2,
Kjöt — mjólk
— nýlenduvörur
Verslaðu í rólegheitum
Sælgæti — gosdrykkir —
kerti — servíettur
Kreditkortaþjónusta
Visa og Eurocard
Opið:
Fimmtud. 22.12. frá9 til 20
Föstud. 23.12. frá 9 til 23
Aöfangad. frá 9 til 12
Dagana 27. til 29. frá 9 til 19
Föstud. 30.12. frá 9 til 23
Gamlársd. frá 9 til 12
Sendum heim
sími 19141
HELGARPÓSTURINN 23