Helgarpósturinn - 22.12.1983, Page 28
Bíóin
Háskólabíó
Skilabod
til Söndru
* *
Þetta er eina íslenska kvikmyndin
sem bíóunnendur eiga kost á að
sjá um hátíðirnar. Myndin er
byggð á samnefndri skáldsögu
Jökuis Jakobssonar og fjallar um
rithöfundinn Jónas sem hlotnast
stóra tækifærið þegar ítalskt kvik-
myndafirma býður honum að
skrifa handrit að mynd um líf og
störf Snorra Sturlusonar. Til að
skapa sér næði við skriftirnar flyt-
ur hann úr skarkala borgarinnar í
sumarbústað ög ræður sér ráðs-
konu sem veldur tímamótum í lífi
hans. Rithöfundinn Jónas leikur
Bessi Bjarnason og er þetta fyrsta
stóra kvikmyndahlutverk þessa
kunna sviðsleikara. Ásdís Thor-
oddsen leikur Söndru, ráðskonu
Jónasar, en í öðrum hlutverkum
eru meðal annarra Bryndís
Schram, Benedikt Árnason, Þor-
lákur Kristinsson, Bubbi Morth-
ens, Andrés Sigurvinsson og Rósa
Ingólfsdóttir. Leikstjóri myndar-
innar er Kristín Pálsdóttir.
— sjá umsögn í Listapósti.
— frumsýning á landsbyggðinni
verður á annan í jólum í Isafjarð-
arbíói, klukkan 17.00 og 19.00
Nýja bíó
Stjörnustríð
av
Jólamyndin í Nýja bíói, er þriðja
myndin í framhalds kvikmynda-
flokknum bandaríska, Stjörnu-
stríð. Fyrsta Stjörnustríðsmyndin
vakti gífurlega athygli og aðsókn,
enda má segja hana hafa brotið
rifrildi í sögu afþreyingarmynda.
Bæði var að þessi mynd gerðist
annarsstaðar en á jarðríki og svo
var það líka að tæknileg vinnsla
myndarinnar þótti takast með ólík
indum vel miðað við það sem áð-
ur hafði gerst í kvikmyndasög-
unni. Priðja Stjörnustríðsmyndin
þykir bæta um betur hvað þetta
atriði varðar, tæknileg útfærsla
hennar ku vera einstök og spenna
ævintýrsins meiri en nokkurn-
tíma áður. Harrison Ford, skær-
asta stjarna ævintýramyndanna,
er hér i aðalhlutverki svo sem áð-
ur í stríði stjarnanna og svo koma
ýmsar furðulegar tölvufígúrur
náttúrlega við sögu.
— sjá umsögn í Listapósti.
Tónabíó
Octopussy
Enn er „múrarinn" á fullu í Bond-
hlutverki sínu, enn snarpari,
spaugsamari og umvafðari kven-
fólki en i fyrri myndum sínum um
núll núll sjö njósnara hennar há-
tignar Bretiandsdrottningar.
Octopusssý heitir hún og er jóla-
mynd Stjörnubíós í ár. Að þessu
sinni er Bond að eltast við harðvít-
ugan Rússa sem er að stela sér
skartgripum úr flestum fylgsnum
jarðríkis. Til þess að hafa upp á
kauða þarf Bond að hlaupa yfir
fleiri en ein landamæri og fleiri en
tvenn, og er sá eltingaleikur æsi-
spennandi eins og nærri má geta.
„Múrarinn" Roger Moore hefur
sjaldan verið sprækari en í þessari
mynd, orðinti þó hálísextugur að
aldri. John Glenri heidur hér um
stjórnvölinn einsfag í síðustu
Bond-myndinni, o|| leysir hlut-
verk sitt með miklum ágætum,
svo miklum reyndar að margir
telja Octopussy bestu Bond-tnynd-
ina til þessa.
— sjá umsögn í Listapósti.
Stjömubíó
Bláa
* * *
man
frst og fremst mynd
PÓSTURINN
spennunnar, og nokkuð óvenju-
leg að því leyti að hún gerist að
miklum hluta til í loftinu, um borð
í afar fullkominni lögregluþyrlu,
brynvarinni og búinni yfirburða
vélarafli. Nánar skal ekki lýst efni-
viði þessarar jólamyndar Stjörnu-
bíós í ár, en láta það nægja að flug-
manninn í þyrlunni leikur enginn
annar en Roy Scheider og honum
hefur hingað til ekki mistekist
hrapallega í hlutverkum sínum.
Aðrir leikarar myndarinnar eru
ekki ónýtir fyrir framan kvik-
myndavélina, stirni á borð við
Warren Oats og Malcolm McDow-
ell. Þetta ætti að vera tilvalin
mynd til að hrista upp í sér hátíð-
leika og helgislepju jólahaldsins.
Það finnst leikstjóranum John
Badham að minnsta kosti.
— sjá umsögn í Listapósti.
Pixote
*
Brasilísk-frönsk. Árg. '82. Handrit:
Jorge Duran og Hector Babenco
eftir skáldsögu Jose Louzeiro
„Æska hinna dauðu". Leikstjóri:
Hector Babenco. Aðalhlutverk:
Fernando Ramos da Silva, Marilia
Pera, Jorge Juliao og fl.
„Atburðarásin er hæg, þrátt fyrir
safaríkt efni, kvikmyndatakan
ómarkviss og skeytingarnar iðu-
lega höstuglegar".
Annie
Ný amerísk mynd um teikni-
myndasöguhetjuna Annie. Hressi-
leg mynd fyrir alla fjölskylduna.
Leikstjóri: John Huston. Aðalhlut-
verk: Alleen Quinn, Albert
Finney, Carol Burnett og Ann
Reinking.
Austurbæjarbíó
Superman III
Superman verður að teljast ein-
hver frægasta hetja teiknimynda-
bókanna, og hin síðari ár líka í
kvikmyndum. Þriðja myndin um
ævintýri og áhættur þessa frækna
ofurmennis er jólaefni Austurbæj-
arbíós. Superman á hér enn í bar-
áttu við vonda menn sem sækja
að þjóðfélaginu, en sem verndari
þess númer eitt á hann í litlum erf-
iðleikum með að afgreiða þá þó
stundum muni vissulega mjóu
sem endranær í ævintýrum þess-
um. Supermyndirnar hafa verið
lofaðar fyrir tæknilega fágað
handbragð, spennu og góða
skemmtun, og mun nýjasta mynd-
in bera þá kosti ekki síður en hinar
fyrri. Sjálfan Superman leikur
Christopher Reeve að sjálfsögðu,
en meðal annarra leikara í mynd-
inni má nefna hinn góðkunna
grínleikara Richard Pryor.
sjá umsögn í Listapósti.
Bíóhöllin
Segdu aldrei aftur aldrei
* *
Jólamynd Bfóhallarinnar er að
þessu sinrti glæný Bond-mynd
með gömlum Bondara í aöalhlut-
verki, Sean Connery. Connery lék
þennan kunna njósnara áður en
Roger Moore tók að sér þetta hltit-
verkið þykir hafatekisf meö ágæt-
um, að rninnsta kosti er spennan í
hámarki aila myndina út í gegn og
grtniðlær að fljóta með svo sem
einkennt hefur flestar Bond-
iityndirnar hingað til. Kunnir leik-
' jarar eru í öðrum hlutverkum
myndarinnar. eins og Svíinn Max
Von Sydow, Edward Fox og hin
undurfagra Barbara Carrera.
Leikstjóri myndarinnar er Irvin
Kershner.
„Never Say Never Again er Bond-
mynd eins og þær voru á dögum
Connerys, þar sem meiri áhersla
er jafnvel lögð á rómantíska hlið
hetjunnar en húmoríska. Mynd
Connerys er prýðileg afþreying,
en geldur tiltölulega dauflegs
handrits og heldur þunglamalegr-
ar leikstjórnar Irvin Kershners,
sem stundum er hreinlega vond
og hallærisleg (t.d. dans Bond og
kvenhetjunnar) og notar illa mun
betri leikhóp en Octopussy hefur
uppá að bjóða“.
— ÁÞ
Skógarlíf og jólasyrpa
Mikka mús
* * *
Bandarísk. Árg. ’67 og '81. Fram-
leiðandi: Walt Disney-samsteyp-
an. Handrit eftir sögum Charles
Dickens og Rudyard Kipling.
„Hin einstaka kvikmyndagerðar-
list Disney hefur ætíð verið for-
múlunni trú og er ávallt til yndis
ungum sem öldnum. Því má segja
að Disney geri sígildar sögur
ógleymanlegar í teiknimynda-
formi: geri klassík að nýrri
klassík”.
- IM
Sá sigrar sem þorir (Who
dares wins)
Aðalhlutverk: Lewis Collins, Judy
Davis.
La Traviata
* * *
Bandarísk. Árg. ’82. Handrit, svið-
setning og leikstjórn: Franco
Zeffirelli. Librettó: F.M. Piave.
Tónlist: Giuseppe Verdi. Flytjend-
ur tónlistarinnar: Kór og hljóm-
sveit Metrópólítanóperunnar.
Stjórnandi tónlistar: James
Levine. Kvikmyndataka: Ennio
Guarnieri. Söng- og leikhlutverk:
Teresa Stratas, Placido Domingo,
Cornell MacNeil og fl. Dansarar:
Ekaterina Maksimova, Vladimir
Vassiljev og Bolshojballettinn.
„La Traviata er fyrst og fremst
kvikmynd tónlistarunnenda og
sem slík er hún heimsviðburður
og það merkasta sem er á boðstól-
um í íslenska svartnættinu þessa
dagana".
— IM
Seven
Sjö glæpahringir ákveða að
sameinast í eina heild. Leyniþjón-
ustan kemst á spor þeirra og
ákveður að reyna að útrýma þeim
á sjö mismunandi vegu. Aðalhlut-
verk: William Smith, Cuich
Koock, Barbara Leith og Art
Metrana.
Dvergarnir
Walt Disney-mynd, líklegast um
dverga.
Zorro og hýra sveröið
>W\
",Zorro og hýra sverðið éljekki
óskemmtileg mynd, enda unrtin af
vel þokkalegri íagmennsku á
flestum sviðum. Grínið feLst ein
um í því að hinn hefðbundni.svart-
klæddi Zorro á hýran tvíbura-
bróður, sem hllypur i skarðið fyr-
' m þegar mikið liggj||||p%
veldur ór
— GA
Herra fnamma (Mr. Mom)
Bandarísk. Árg. '83. Handrit: John
Hughes. Aðalhlutverk: Michael
Keaton, Teri Garr. Leikstjórn:
Stan Dragotti. „Þeim hefur tekist
að gera grínmynd".
— GA
Regnboginn
Eg lifi
Sjálfsævisaga pólskættaða Gyð-
ingsins Martins Grey, „For those I
loved", vakti gífurlega athygli er
hún kom út fyrir fáeinum misser-
um ekki síður hér á íslandi en í
öðrum löndum þar sem hún hefur
birst. „Ég lifi” nefnist bókin í ís-
lenskri þýðingu og segir á nærfær-
inn og magnaðan hátt frá ævin-
týralegu og háskasömu lífshlaupi
Greys, frá því hann varð að sjá af
fjölskyldu sinni inn í útrýmingar-
búðir nazista í Treblinka í Póllandi
árið 1939, hvaðan hann slapp
með naumindum og náði að flýja
yfir víglínuna til Rússa. Þar gekk
hann í Rauða herinn sem ásamt
bandamönnum náði að yfirbuga
Þjóðverja í Berlín 1945. Þegar
þangað var komið flýði Grey úr
herflokki sínum, náði skipi í Ham-
borg og sigidi til Bandaríkjanna
þar sem hann auðgaðist fljótlega
og kvæntist. Þaðan lá leiðin til
Frakklands, þar sem ný ógæfa
dundi yfir hann. Leikstjóri þessar-
ar örlagasögu í kvikmyndinni er
Frakkinn Robert Enrico en mynd-
in er unnin í samvinnu Frakka og
Kanandamanna og gerð á þessu
ári. í hlutverki Greys er Michael
York, en með önnur stór hlutverk
fara Brigitte Fossey og Helen
Hughes.
Hnetubrjótur
Ný bresk grínmynd með Joan
Collins og Carol White og Paul
Nicholas í aðalhlutverkum. Leik-
stjóri: Anvar Kawadi.
Megaforce
Ný bandarísk fantasíu-mynd sem
Hal Needham leikstýrir. Áðalhlut-
verk: Barry Bostwick, Michael
Beck og Persis Khambatta.
Flashdance
* *
„Dansatriðin eru að vísu vel unnin
og afar „smart”,- eins og reyndar
myndin í heild, því lýsing, kvik-
myndataka og sviðsetning er unn-
in með dálitlum stæl. Þetta er það
sem má telja vel gertá Flashdance,
en er kannski um leið feillinn —
myndin er nefnilega lítið annað
en fallegt yfirborð, hvernig sem á
hana er litið”.
— GA
Foringi og fyrirmaður
* *
Bandarísk. Árg. '82. Aðalhlut-
verk: Richard Gere, Debra
Winger, Louis Gosset jr„ David
Keith og Lisa Blount. Leikstjóri:
Taylor Hackford.
Svikamyllan «
* *
Bandarísk. Árg. 83 Handdt Manjl
Sharp, byggt á bók eítir Robert
Ludlum. Kvikmyndataka: John
Coqullion. Tónlist: Lalo Schifrm.
Leikendur: Rutger Hauer. Johrt
Hurst, Burt Lancaster o.fl. Leik-
stjón: Sam Peckinpah.
„Semsagt ýmislegt laglega gert.
Eftir Öðru að þetta verði vinsæl
rnynd. Meðan maður situr þarna
értir hún nokkra kirtfa, en eftir að
efnaskiptin hafa jafnað sig er
skammdegiskvöldið eftirminni-
- LÝÓ.
rá Veroniku Voss
* * * *
„Þrá Veroniku Voss er frábær
kvikmynd og ráðlegg ég hverjum
þeim sem hefur snefil af kvik-
myndaáhuga að sjá hana. Hún fær
mína hæstu einkunn”.
- LÝÓ.
Laugarásbíó
Psycho II:
Laugarásbíó býður jólagestum
sínum upp á framhaldsmynd af
einhverjum kunnasta þriller hvíta
tjaldsins. Myndin er viðbót við
snilldarverk meistara Hitchcocks,
Psycho, og gerist tuttugu og
tveimur árum eftir að þeirri mynd
lauk, um það þegar aðalsöguhetj-
unni, Norman Bates, er sleppt úr
fangelsi. Þetta hlutverk í Psycho II
leikur Anthony Perkins, en hann
lék einnig sama hlutverk í upp-
runalegu útgáfunni og eykur þátt-
ur hans í verkinu vissulega á gildi
þess sem framhaldsmyndar. í öðr-
um stórum hlutverkum eru leik-
konurnar Vera Miles og Meg Tilly.
Leikstjóri Psycho II er Richard
Franklin og hafa langflestir gagn-
rýnendur borið lof á frammistöðu
hans í þessari hrollvekju.
— sjá umsögn í Listapósti.
Leikhús
Þjódleikhúsid
Jólaleikrit Þjóðleikhússins verð-
ur að þessu sinni „Tyrkja-Gudda”
eftir Jakob Jónsson frá Hrauni, en
þetta er öðru sinni sem verkið
kemur á fjalir þess. Það var sýnt á
fyrstu árum leikhússins en frá því
eru liðin þrjátíu ár og hefur höf-
undurinn gert umtalsverðar
breytingar á verki sínu.
Tyrkja-Gudda — Guðriður
Símonardóttir ætti að vera flest-
um kunn í stórum dráttum, ef ekki
vegna sagna um lífshlaup hennar
sem gengið hafa mann fram af
manni, þá sakir þess sem skrifað
hefur verið um hana í íslenskum
námsbókum. Henni var rænt af
Tyrkjum sem hér hjuggu strand-
högg á ofanverðri sautjándu öld
og flutt til Algeirsborgar þar sem
hún dvaldist árum saman í þrælk-
un. Um síðir var hún keypt laus
ásamt öðrum löndum sínum sem
hnepptir höfðu verið úr heimatúni
og fjuttir járnaðir á fjarlægar slóð-
ir. Á leiðinni heim til íslands var
höfð viðdvöl í Kaupmannahöfn.
Þar var Hallgrímur sálmaskáld og
klerkur Pétursson fenginn til að
uppfræða Islendingana frá Alsír í
kristnum fræðum og felldu Guö- -
ríður og Hallgrímur hugi saman,
Það er Steinunn Johannesdóttir
seni fa;r það veigamikla hlutverk
að túlka Guddu í 'þetta sinni, en
Sigurður KarJsson veröur hins-
vegar í hempu sálmaskáldsins.
Hér um bi) tutlugu aðrir leikarar
eru í öörum hlutverkum uppfærsl-
unnar, misstórum rullum. -
Leikmynd og búningar vegna
uppfærslunnar eru í höndum
Sigtirjóns Jóhanrissonar, tónlist-
ina samdi Leifur Þórarinsson, en
Ásmundur Karlsson stýrir ljósum.
Leikstjórn Tyrkja-Guddu er
leyst af hendi Benedikts Árnason-
ar.
Frumsýning leikverksins verð-
ur annan dag jóla, en sýningar
milli jóla og nýárs verða aðrar
sem hér segir; 28., 29. og 30.
desember.
Lína Langsokkur
Fimmtud. 29. des. kl. 15
Fáar sýn. eftir.
Lokaæfing
Miðvikudaginn 4. janúar ’84 kl. 20
Fáar sýn. eftir.
Miðasala kl. 13.15-20.00. Sími 1-
1200.
Leikfélag
Reykjavíkur
Gud gaf mér eyra
Þriðjud. 27. des.
Hart í bak
Fimmtud. 29. des.
Gud gaf mér eyra
Föstud. 30. des.
Islenska operan
La Traviata
Föstudaginn 30. des. kl. 20.00.
Frumsýning
Rakarinn í Sevilla
Frums.: föstud. 6. janúar ’84 kl.
20.00
Pantanir teknar í síma 27033 frá kl.
13-17.