Helgarpósturinn - 26.01.1984, Síða 13

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Síða 13
Vasili Smyslov og Garri Kasparov um Lundúnaeinvígin: IflLDUM AÐ RÉTTLÆTIÐ SIGRAÐI Askorendaeinvígin í London sl. haust vöktu ad vonum mikla athygli um heim allan. Eins og menn muna, áttust þeir við Kasparov og Kortsnoj en viöureign þeirra lauk 7:4, og Smyslov og Ribli en þar fóru leikar 6‘/2:4!á. Sigurvegararnir Kasparov og Smyslov munu heyja einvígi um áskorunarréttinn á heimsmeist- arann Karpov eftir rúman mánuð. Þegar þeir Kasparov (19) og Smyslov (61) komu til Sovétríkjanna að loknu áskorendaeinvígunum, áttu blaðamenn sovéska tíma- ritsins Sovetski Sport viðtal við þá félaga þar sem þeir rœða ein- vígin í London, aöstoðarmenn sína, styrkleika sinn og heims- meistarann í skák. Helgarpósturinn hefur fengið einkaleyfi á birt- ingu viðtalsins á /slandi. — Forseti FIDE ákvað að dæma ykkur ósigur þegar þið samþykktuð ekki stað einvíg- anna. En fyrir góðra manna milligöngu tókst aö afstýra því og London var samþykkt sem taflstaður. Höfðu þessar deilur einhver áhrif á ykkur? Hvenær voruð þið t.d. í besta forminu — í júlí eða nóvember? Kasparov: ,,Mér finnst að ég hafi verið í góðu formi í júlí og andlega búinn undir einvígið og frammi- staða mín á mótinu í Nikits í Júgóslavíu sýndi, að ég var í formi til að taka þátt í svo mikilvægri keppni sem áskorendaeinvíginu. Auðvitað varð það til að kippa undan manni fótunum, þegar tek- in var sú óréttmæta ákvörðun að dæma okkur ósigur án keppni. Þegar ég frétti að einvígin færu fram í nóvember, varð ég að koma mér í samt lag aftur í flýti. . . Jafnframt hafa þessir örðugleik- ar að einhverju leyti hert mig og gert mér kleift að afbera ósigurinn í fyrstu skákinni, þar sem ég hafði hvítt og tapaði. Ég er fyllilega ánægður með íþróttaárangurinn í desembereinvíginu." Smyslov: „Auðvitað neyddu hinir óvæntu atburðir kringum einvígin mann til að beina athygl- inni frá skákinni. Og núna er mér efst í huga, að íþróttagyðjan hefur reynst okkur hliðholl og hefur að einhverju leyti bætt okkur upp það móralska tap, sem við urðum fyrir vegna þess að við vorum svo óréttlátlega dæmdir úr leik. Það er dapurlegt, þegar ekki er tekið tillit til álits þess, sem maður hefur varðandi þann stað, sem halda skal einvígið á,og manni dæmdur ósigur. — Hvernig gekk samstarfið viö aðstoðarmenn ykkar? Smyslov: „Það var mér ánægju- efni að undirbúa mig fyrir einvígið við R. Húbner og síðasta einvígið við Z. Ribli með aðstoð Viktors Davidovits Kupreitsik, stórmeist- ara frá Minsk. Hann er skákmað- ur, sem hefur gott vit á leikfléttum og snöggur að meta stöðuna. Hann er gagnrýninn og kom mér vel að gagni við að meta áhættu. Annar aðstoðarmaður minn var Júrí Levovits Averbakh og hann veitti mér ómetanlega aðstoð við að meta endataflsstöðu. Hann er sérfræðingur á þessu sviði. Skýrt mat hans hjálpaði mér í flóknum stöðum. Mig langar að taka það fram, að Nadezhda Andrejevna, konan mín, er líka traustur „aðstoðar- maður“ minn. Hún man eftir öllu og tekur eftir öllu." Kasparov: „Ég hafði þrjá aðstoðarmenn, þrjá þjálfara. Eg hef lengi haft samband við Alexander Nikitin á skáksviðinu. í ágúst voru liðin 10 ár síðan hann byrjaði að vinna með mér. Undan- farin tvö ár, þegar ég hef þurft að leysa erfiðari verkefni heldur en í æsku, hafa komið mér til hjálpar Evgeni Vladimirov, alþjóölegur meistari frá Alma Ata.og Gennadi Timoshenko, alþjóðlegur stór- rneistari frá Novosibirsk. Við unn- um saman fyrir millisvæðamótið, síðan fyrir einvígið við Beljavsky og svo fyrir einvígið í London. Við höfum ekki nákvæma vinnuskiptingu. Þegar síðasta ein- vígið stóð yfir, urðum við aðallega að liggja yfir skákbyrjunum. í fyrstu skákinni komu upp vissir örðugleikar, sem biðu mín, þegar ég hafði hvítt. Það varð stöðugt að fullkomna það sem við fundum út. Byrjunin, sem ég notaði í síðari hluta einvígisins, var ekki af tilvilj- un. Það varð að vinna mikið til þess að gera byrjunina að aðal- vopninu. Auk þess varð stöðugt að leysa vandamálin hjá svörtu mönnun- um. Það var nokkru erfiðara vegna þess að andstæðingur minn skipti sífellt um byrjunarkerfi. Og við urðum að sigrast á þessu vandamáli. Og útkoman hjá hvít- um í síðari hluta einvígisins talar sínu máli — 3’/2 af fjórum . . . Það sama varð uppi á teningnum hjá andstæðingi mínum, þegar hann hafði hvítt; ég vann einvígið með 7:4 eins og kunnugt er. í heild gat þjálfarahópurinn leyst öll þau vandamál, sem urðu á vegi okkar. Og þess vegna var ég öruggur, þegar leið að lokum, 'en þá fór Kortsnoj að verða óró- legur. Þar sem ég hef fengið bréf frá lesendum, þar sem ég er spurður að því hvaða hjálp móðir m'm, Klara Shagenovna, veiti mér, verð ég að segja að það er að þakka áhrifum hennar, að ég var óbugandi og gat rólegur haldið áfram í síðari hluta einvígisins." — Hvers vegna notaðir þú ekki indverska vörn, þegar þú hafðir svart, sem þú ert svo hrifinn af? „Það var ekki skynsamlegt að gera það í London. í fyrsta lagi vegna þess að andstæðingur minn var búinn að búa sig vel undir ind- verska vörn — það var mér ljóst. Hann varð að leggja áherslu á þetta atriði, þar sem þetta er meginatriðið í byrjunum mínum með svart. 1 öðru lagi vegna þess að Kortsnoj vænti þess að þegar ég færi að tapa, mundi ég leika af mér og grípa til eftirlætisaðferðar- innar með svart. Og í lok einvígis- ins skildi ég, að andstæðingur minn hafði ekkert á móti öðrum varnarkerfum, sem ég reyndi, og var stöðugt að leita fyrir sér og breyta til. Ég notaði eina vörn í einvíginu og eins og sést tókst það nokkuð vel.“ — Hvernig voru viðbrögð ykkar við árangri hins — sigr- um og ósigrum? Smyslov: Auðvitað gladdist ég, þegar okkur tókst vel. Við áttum eitt sameiginlegt — að báðum hafði verið dæmdur ósigur og þess vegna höfðum við áhuga á hvor um sig að hinum gengi vel. Við liðum báðir vegna hins órétt- láta dóms og vildum að réttlætið sigraði." - Kasparov: „Ég segi hreint út að í upphafi var einvígið milli Smy- slovs og Zoltan Ribli eins og í móðu hjá mér. Mín eigin málefni tóku alían minn tíma. Síðar fylgd^ ist ég af ánægju rrieð þvr hversu fersk og glæsileg taflmennska Smysiovs var.“ — Hvernig standa stigin á milli ykkar? Stórmeistararnir Vasili Smyslov og Garri Kasparov. Smyslov: „Það er best að Garri svari. Hann hefur betra minni.“ Kasparov: „Já, ég verð að segja að þarna hef ég betur. En mig langar til að minna á það að þú vannst mig árið 1975 og alla hina í liði Ungherjahallarinnar í Bakú, þegar þú tefldir fjöltefli þar. Það er sennilega metið í slíkum mótum. Og árið 1981 tókst mér tvisvar að sigra þig þegar ég tefldi fyrir ungl- ingaliðið á landsmótinu. Og sama ár hittumst við á „Stjörnumótinu" og þar lauk viðureign okkar með jafntefli." — Einhvern tíma var Fisc- her beðinn að nefna tíu bestu skákmenn heimsins. Getið þið gert það? Smyslov: „Sérhver mikill skák- maður hefur endurspeglað anda síns tíma. Það var tími Steinitz, Morfie var á tindinum og átti sitt tímabil. Ég sá Lasker, fylgdist með Capablanca, sá hina stórfenglegu tækni hans og mat mikils byrjanir hans, sem voru fullar innsæi. Það má ekki gleyma Alekhin, glæsi- legum leikfléttum hans og sam- ræmdri taflmennsku. Ég tefldi hundrað skákir við Botvinnik, samtímamann okkar. Nú eru aðrir tímar — timinn er farinn að nálg- ast tölvurnar. Það þarf mikið starf til að vinna tæknilegt kerfi í smá- atriðum . . .“ Kasparov: „Já, og það má bæta því við að heimsmeistarinn er besta dæmið um sína tíma. Af honum getum við dæmt um þró un skákarinnar. Skákin þróast hröðum skrefum og fulltrúar hennar eru dæmi umþær framfar- ir. Núverandi meistarar þekkja eftirmenn sína miklu betur. Ein- mitt þess vegna er ekki hægt að bera þá saman, Capablanca og Karpov." — Hvað f innst ykkur um þaö fyrirkomulag að undanúrslit heimsmeistaraeinvígisins taki tvö ár? Smyslov: Baráttan mun þá ein- kennast af hraða. Ég tel, að reynsl- an leiði að lokum í ljós, hversu gott þriggja ára kerfið er. Ég er á móti breytingum í skákinni." Kasparov: „Mig langar til að segja eindregið að heimsmeistar- inn er mikilvæg persóna á íþrótta- himninum. Og það er óhugsandi að setja hann í þá aðstöðu að hann þurfi að vera undir of miklu álagi. Það er gert ráð fyrir að tveggja ára kerfið feli í sér það sem skákmenn eru að gera núna á 6—8 árum. Þetta er aðeins þeim í hag, sem eru með skák-„show“ á Vestur- löndum. Á að gera heimsmeist-- araeinvígið að einhverri hring- ekju? Þetta hentar aldrei þeim sem eru sannir skákmenn. Hvers vegna dettur engum í hug að breyta því kerfi, sem er í knatt- spyrnu, þar sem liðið heldur heimsmeistaratitilinum í fjögur ár . . .?“ — Smyslov, muntu halda áfram aö sinna tónlistinni? „Ég hef verið að hugsa um hvernig ég á að skilja eitthvað eft- ir mig. Ég held að það væri of erfitt að vera með tónleika. Það- nægir að taka þátt í skákmótum. En ég hætti ekki við þá hugmynd að skilja eitthvað eftir mig á tón- listarsviðinu. Og svo var mér boð- ið að leika er ég tók þátt í móti og þar lék ég inn á plötu . ..“ — Verda einhverjar breyt- ingar á fjölskyldulífi Kasparovs á nýbyrjudu ári? „Nei, ég tel það ekki tímabært. Þess heldur sem ástandið hjá mér á fjórða ári í Kennaraháskólanum i Bakú er talsvert lakara en í skák- inni. .. Ég hef sem sagt ekki náð þeim markmiðum sem ég setti mér.“ SKAKBÆKUR Yfir 300 skákbókatitlar fyrirliggjandi og nýjar bækur bætast viö daglega. Sýnishorn erlendra skákbóka: kr. Karpov: Chess is My Life........... 792 Karpov: Chess Kaleidoscope......... 146 Karpovs Games as World Champion 788 Kasparov: Fighting Chess — My Games and Career............... 436 Korchnoi: Chess is My Life......... 251 Korchnoi’s Best Games ... ......... 739 Korchnoi’s 400 Best Games.......... 524 Chess Openings...................... 524 B. Fischer: My 60 Memorable Games 340 Bronstein: 200 Open Games......... 524 Spasskys 100 Best Games............. 313 The French Defence.................. 524 Bronstein: 300 Open Games......... 524 Botvinnik: Selected Games, 67—70 . 1.053 Smyslov: Selected Games............1.053 Portisch: Six Hundred Endings..... 842 Petrosian: His Life and Games..... 684 Levy: How Fischer Plays Chess..... 578 Matanovic: Encyclopaedia of Chess Openings, A, B, C, D, E, væntanlegar f Ijótlega. Matanovic: Encyclopaedia of Middle Games Combinations, væntanleg fljótlega og hundruð annarra skákbóka. Við sendum í póstkröfu TAFLMENN SKÁKKLUKKUR TAFLBORÐ TAFLDÚKAR í ótal geröum Skákbækur á íslensku: kr. Lærið að tefla..................... 50 Æskan aó tafli................... 120 Þrjú skref: Suetin, nýútkomin....1.235 Við skákborðið i aldarfjóröung... 494 Skák i austri og vestri Þýö. G. Arnlaugsson ............ 494 Skákdæmi og tafllok............... 593 Besti leikurinn: Hort............. 618 Handbók Skáksambandsins........... 431 Hagnýt endatöfl: Keres.... .......... 494 Áætlunin: Romanovsky ............. 494 Hvernig ég varð heimsmeistari: Tal .. 494 o.fl. o.fl. INFORMATOR Slöustu tvær bækurnar: Nr. 34 kr. 747.- Báöar saman kr. 1.400.- Nr. 35 kr. 850.- SKAKHUSIÐ Sérverslun með skákvörur Laugavegi 46 — sími 19768 — Box. 491 HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.