Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 8
er allt orðið einhvernveginn lit- lausara en áður," segir einn sár bílasali. Halldór Snorrason, sem áður er vitnað í, bætir við þetta: ,,Glæíra- salarnir eru einfaldlega farnir að átta sig á því að það er ekki eins auðvelt að snúa á fólk og áður. Þaö er varara um sig. Bílaviðskipt- in njóta almennt meira aðhalds nú orðið, til dæmis frá hinu opinbera. Það er kominn meiri stöðugleiki og gætni í bísnessinn. Menn kom- ast ekki lengur eins glatt upp meö svindl og áöur, og ef þeir reyna eru þeir fyrr gripnir, fá ekki að ganga eins lengi lausir og fyrrum. Því er svo við að bæta að allveru- legur fjöldi manna í bilabraskinu er annaðhvort flúinn úr landi vegna yfirvofandi sekta eða búið er að dæma þá frá frekari afskipt- um af þessum bísness. Það er óð- um að grynnka í grautarskálinni." En ólöglegir viðskipta- hættir og siðleysi í bílabraskinu eru þó síður en svo með öllu horf- in. Möguleikarnir á svindli eru ennþá'jafn margir á þessum vett- vangi og var; allslags auðgunar- brot í bílabísnessnum eru enn að skjóta upp kollinum. Og sum þeirra eru síöur en svo veigaminni en þegar verst lét um miðjan síð- asta áratug; á blómaskeiði brasks- ins. Aður en farið verður ofan i saumana á helstu leiðum sem bila- salar og braskarar fara um þessar mundir í ólöglegum viðskiptahátt- um, er rétt að greina frá því í fá- einum línum hvernig heilbrigð sala á notuöum bilum fer fram í dag. Við verölagningu bíla í end- ursölu er tekið mið af ríkjandi gangverði viðkomandi ökutækis. Það ræðst af aldri bilsins og teg- und, svo og lögmálum markaðsins hverju sinni, framboði og eftir- spurn eftir týpunni. Inn í þessa verömynd bætast síðan eðlileg af- föll vörunnar, svo sem keyrsla, ásigkomulag og viöhald sem reiknast frá því að bíllinn var keyptur nýr og þar til hann fer í endursölu. I þessu sambandi er rétt að benda fólki, sem hugleiðir endursölu bifreiöar sinnar, á þá leið að fara á nokkrar bílasölur áöur en haldiö er út í viöskiptin og kanna gangverö bilsins með því aö spyrja nokkra sölumenn um hvaða verð þeir myndu setja á bíl- inn. Eigandi notaðs ökutækis getur valiö um fimm leiðir við endur- sölu. Því er fyrst til að dreifa að hann selji kunningja sínum eða öðrum bilinn milliliðalaust, í ann- an stað má nefna smáauglýsingar dagblaðanna, þá koma bílabrask- arar, en tveir síðustu möguleik- arnir eru þeir að seljandinn Iáti bíl- inn sinn í umboðssölu, annað- hvort hjá bílasala, ellegar hjá við- komandi bilaumboði, svo framar- lega sem það rekur umboðssölu. í síöastnefnda dæminu er yfirleitt um aö ræða bileigendur sem eru að endurnýja, kaupa sér nýja týpu af sömu bílgerð og láta þann gamla upp í kaupverð hans. í |)ví dæmi kaupir umboöið yfirleitt gamla bilinn til endursölu á eigin vegum. Þegar farið er með notaðan bíl í umboðssölu bílasala, gefst selj- andanum annaötveggja að setja bílinn á skrá eða geyma hann hjá salanum og tekur þá hinn síðar- nefndi yfirieitt eitthvert gjald fyrir vörslu hans. Alla jafna eru nieiri líkur á skjótri sölu bílsins ef hann er geymdur hjá bílasalanum og nota því fleiri sér þann kost. Að höfðu samráði við eiganda bílsins getur bílasalinn síðan lækk- að verð bílsins ef hann reynist erfiður í sölu, ellegar gert væntan- iegum kaupanda alls konar tilboð og stungið upp á greiðsluleiðum, en fyrir því verður að fá samþykki seljandans. Þegar að því kemur að kaup- MUNDIRÐU KAUPA . . andi hefur fengist að bílnum, þurfa skiptaaðilar að undirrita tvö plögg. Þar er annarsvegar um að ræða afsal, sem er í raun einföld kvittun fyrir borgun bílsins. Hins- vegar þurfa aðilarnir, kaupandi og seljandi, að undirrita tilkynn- ingu um eigandaskiptin sem kaup- andinn fer síðan með til bifreiða- eftirlitsins sem vottar að eigenda- skiptin hafi farið fram að fram- lögðu opinberu skráningargjaldi. Bílasalinn á rétt á pró- sentuþóknun af sölunni, sem nem- ur tveimur prósentum af um- sömdu kaupverði bílsins. Hér er farið eftir sömu prósentu og fast- eignasalar fá af umboðssölu hús- eignar. Ef kaupandi fer fram á það við seljanda að fá að greiða söluverð bílsins með víxlum, er það skylda bílasalans að kanna fyrir við- skiptavin sinn hvort umræddir víxlar reynast hafa ábyggilegan samþykkjanda, Allir bílasalar eiga að hafa undir höndum vanskila- skrá sem er ítarlegt yfirlit yfir þá menn sem ekki hafa reynst geta borgað samþykkta víxla þegar til hefur komið. Ef bílasalan fer þannig fram að um skipti á bílum er að ræða, kaupandi lætur eigin bíl ganga upp í söluverð keypta bílsins, á bílasalinn rétt á tveimur prósent- um af báðum bílunum sem í skipt- unum eru. Það vill því oft brenna við að bílasalar séu ginnkeyptari fyrir þeim kaupendum sem eru fúsir til að láta eigin bíl upp í sölu- verð umbjóðanda síns. í Ijósi þess að þeir fá fjögur prósent sölulaun af slíkum viðskiptum en tvö pró- sent ella, reyna þeir stundum að þrýsta á seljendur að taka bíl upp í sölu gamla bílsins. Þá er okkur ekkert aö vanbún- aði að skoöa óheiðarlega við- skiptahætti bílasala og bílabrask- ara. Sem fyrr segir er beitt marg- víslegum leiðum á þeim vettvangi og skulu þær helstu og varhuga- verðustu tíundaðar hér á eftir. Að mati heimildamanna HP viö gerð þessarar greinar er víxla- svindlið algengasta en jafnfraint alvarlegasta dæmið um óheiðar- lega bílasölu. Þar er um kaupend- ur bíla aö ræða sem borga kaup- verö ökutækisins til seljenda með ónýtum pappírum, víxlum sem gjaldþrota eða eignalausir sam- þykkjendur eru fyrir. í tilfellum sem þessum er það oftast nær hugsunin á bak við svindl kaup- andans að afla sér skjótfengins gróða, því með því að greiöa sölu- verðið með ónýtum pappírum er augljóst að seljandinn fær aldrei krónu fyrir bílinn sinn. Aö vísu á hann kröfu á samþykkjanda víxl- anna, sem í þessum dæmum er jafnan annar maður en kaupand- inn, en krafan er einskis virði og óframkvæmanleg þar sem sam- þykkjandinn verður ekki krafinn um neitt sökum eignaleysis. Þaö er mál seljandans en ekki kaup- andans að búa svo um hnútana að ávísun greiðslunnar sem hann hefur innt af hendi sé einhvers verð og örugg. Tökum dæmi um víxlasvindl af þessu tagr þar sem þáttur bílasala kemur við sögu. Og þetta dæmi er alþekkt úr raun- veruleikanum: Bílasali er orðinn óþolinmóður eftir sölulaununum sínum af bíl sem staðið hefur lengi óhreyfður á stæði hans. Til hans kemur kaup- andi sem býðst til aö borga upp- hæðina út í hönd, svo framarlega sem hann fái að nota víxla eim vörðungu fyrir þeim viðskiptum. I gleði sinni samþykkir bílasalinn þessi kaup strax að sínu leyti og í ákafanum að ná í samþykki selj- andans gleymir hann að kíkja í vanskilaskrána. í sakleysi sínu gleypir seljandinn strax við stað- greiðslutilboðinu, án þess að velta fyrir sér áreiðanleika víxlanna sem hann tekur fyrir greiðslu eignar sinnar. Þessi viðskipti eru undirrituð og allir ganga glaðir frá borði, og þó kaupandinn sínu ánægðastur. En þegar fyrsti víxill- inn fellur á hann, kemst seljand- inn að því að samþykkjandinn er eignalaus samkvæmt skjölum. Um kröfu á þennan ábyrgðar- mann greiðslunnar er því ekki að ræða, seljandinn hefði allt eins getað keyrt bílinn sinn á haugana í stað þess að setja hann á um- rædda bílasölu. Hann á heldur enga lögmæta kröfu á bílasalann, því hér er aðeins um grandaleysi hans að ræða. Sem heiðvirður bílasali hefði hann að vísu átt að sannreyna áreiðanleika víxlanna sem er sjálfsögð þjónusta hans við umbjóðanda sinn, en þar er þó að- eins um óskráð lög bílasala að ræða. Því fór sem fór. Samkvæmt heimildum HP hjá þeim sem gjörþekkja bílamarkað- inn eru starfandi bílasölur á höfuð- borgarsvæðinu mjög misjafnar hvað þessa „sjálfsögðu þjónustu" snertir. Siðlausir kaupendur af því tagi sem á undan greinir virðast þó eiga auðveldara með að stunda þessa glæpastarfsemi sína hjá vissum sölum en öðrum. Eða eins og einn þeirra segir: „Bílasalar eru mjög misjafnlega gráðugir í sölulaunin sín, þeir gráðugustu láta sig litlu skipta þó kaupandinn reynist glæframaður, svo framar- lega sem kaupin fara fram og þeir fá prósenturnar sínar." Smáauglýsingar dagblaðanna vilja oftlega reynast jafn varhuga- verðar að þessu leyti og verstu bílasalarnir. „Við þekkjum vel þessa óheiðarlegu kaupendur," segir einn vel látinn bílasali i borg- inni, „og þess eru mörg dæmi að þeir sjáist akandi um á nýjum bíl- um íáeinum dögum eftir að við höfum vísað þeim frá okkar við- skiptum, þá búnir að pranga ónýt- um pappírum inn á saklaust fólk sem hefur verið að auglýsa bíla sína til sölu í dagblöðunum. Fólki er svo gjarnt að stara blint á hæstu tilboðin, en gleyma jafnframt áreiðanleika þeirra." Þessi heimildamaður okkar bætir því við að víxlasvindlararn- ir hafi í mjög auknum mæli fært sig frá bílasölunum yfir á smáaug- lýsingarnar á síðustu árum, enda fækkar þeim bílasölum óðfluga sem hætta sér út í viðskipti við þá. Þess eru fjölmörg dæmi að bíla- salar standi sjálfir leynt í bílakaup- um, og fari þannig út fyrir starfs- svið sitt sem eiginlegir umboðssal- ar. „Salarnir setja sig gjarnan í sér- stakar stellingar þegar þeir fá til sín seljanda með bíl sem hann verður að selja sem fyrst sakir tímabundins fjárskorts, en þá er einmitt auðveldast að gera kjara- kaup. Og margir bílasalar standast þá ekki freistinguna sjálfir, enda eru þetta alla jafna menn sem elska bifreiðar," segir einn gamal- gróinn bílasali í höfuðborginni. í þessum tilvikum leyna bílasal- arnir eigin kaupum á^viðkomandi bíl með því að nota sér svonefnda leppa fyrir kaupendur. I undirrit- un kaupanna fá þeir þá einhvern vin sinn, venslamann ellegar jafn- vel eiginkonu til að vera kaupand- inn að nafninu tií, svo hinn eigin- legi umboðsmannatitill máist ekki af þeim. Bílasalar hafa notað sér margs- konar leiðir í þessum viðskiptum sínum við grandalausa seljendur. Við nefnum hér á eftir nokkrar þeirra, gripnar glóðvolgar úr grá- um hversdagsleikanum: Bíleigandi kemur til bílasala með fólksbíl sem hann biður um að verði -seldur sem fyrst, en hann er ekki til viðræðu um kaupverð mikið undir gang- verði þar sem hann telur þessa eign sína vel með farna. Þetta er amerískur kaggi, fimm ára gam- all, og verð hans er hálft fjórða hundrað þúsund samkvæmt gangverði sem bílasalinn lætur á hann í viðurvist votta og seljand- ans. Um kvöldið hringir salinn í seljandann, glaðvær í tali og segist vera með kaupanda að kagganum sem hann segir geta borgað tvö- hundruð og fimmtíu þúsund á borðið. Seljandinn tekur dræmt í þetta tilboð, en þá hefur bílasalinn upp vinsamlegt sérfræðingahjal við hann um að hann megi nú gera sig ánægðan með þetta til- boð, eftirspurnin sé ekki mikil eft- ir svona amerískum köggum og hann hafi einnig orðið þess var við nánari skoðun bílsins að talsvert margt smátt þurfi að lagfæra í honum, svo sem eins og í vél og grind, til þess að raunhæft sé að setja á þennan bíl það verð sem þeir ákváðu í upphafi. Seljandinn sem þekkir lítið til innviða bif- reiða, linast við þetta samtal, seg- ir; jæja, ég samþykki þetta þá, en það máttu eiga að þú ert lélegur bílasali! Daginn eftir kemur eigandi bíls- ins til bílasalans til að undirrita söl- una. Salinn segir honum að kaup- andinn hafi því miður þurft að bregða sér frá. Hann sé búinn að skrifa undir afsalið og tilkynning- una þar sem við á, og hafi beðið sig að sjá um undirskrift seljand- ans. Þessu trúir seljandinn, skrifar undir sinn hluta af skjölunum og hverfur á braut með sínar tvö- hundruð og fimmtíu þúsund krón- ur, án þess að sjá þennan kaup- anda sem bílasalinn talaði allan tímann um. Raunin er enda sú að bílasalinn er sjálfur kaupandinn, en páraði í stað eigin heitis eitthvert tilbúið nafn og nafnnúmer á pappírana. Eftir að hafa sent kaggann á verk- stæði til smávægilegra viðgerða, fær bílasalinn nýjan kaupanda að bílnum. Hann útskýrir nafn kaup- andans, sem fyrir er á pappírun- um, þannig að sá hafi hætt við kaupin á síðustu stundu. Með það fær hann þennan kaupanda sinn til að skrifa raunverulegt nafn í línurnar þar sem áður stóð tilbúna nafnið. Þar með er ekkert við þessa sölu að athuga, því til staðar eru á plöggunum rétt nöfn selj- anda og kaupanda, allt sem til þarf. Á þessum kagga, sem bílasal- inn keypti með launung, græðir hann ríflega, því hann lætur kaup- andann fá bílinn á gangverði, þessum þrjúhundruð og fimmtíu þúsundum sem bíllinn átti upphaf- lega að fara á, í stað eitthundrað þúsund króna lægra verðs sem hann keypti bifreiðina á. Hér er um alþekkt dæmi úr bílabransanum að ræða, sem selj- endur gætu auðveldlega varað sig á með því einu að líta í nafnnúm- eraskrá og sjá hvort nafn kaup- anda stenst með réttu. Annað kunnugt dæmi af þess- um meiði meöal bílasala er þegar þeir frysta ákveðna bíla á sölun- um hjá sér. Með því er átt við að salarnir ljúgi til um eftirspurnina eftir viðkomandi bíl, dragi hægt og sígandi úr söluvonum seljand- ans með því að færa honum þær fréttir með ákveðnu millibili að enginn kaupandi líti við bílnum. í þessu tilviki girnist bílasalinn bíl- inn sjálfur, og tekst að lækka kaupverð hans hægt og sígandi með þessu móti, uns svo er komið að seljandinn gefst gramur upp og selur bílinn langt undir gangverði. Þar kemur leppur umboðssalans til sögunnar og staðgreiðir vöruna með fjármunum bílasalans. Þessi leppur selur síðan sama bíl á há- marksverði nokkrum dögum eftir viðskiptin, og gróði bílasalans er ótviræður og auðfenginn. Næst má nefna til svonefnd skiptasvindl bilasala, en sú auðg- unarleið er talsvert notuð þegar menn eru með bíl utan af landi í umboðssölu og þar með tryggara en ella að kaupandi og seljandi þekkist ekki. Hér kemur dæmi til skýringar: Utanbæjarmaður afhendir bílasala bifreið sína til umboðssölu. Hinn fyrrnefndi seg- ist geta hugsað sér að taka annan bíl upp í kaupverðið. Daginn eftir kemur maður til bílasalans sem segist geta hugsað sér bíl utanbæj- armannsins ef hans eigin bíll geti gengið upp í verðið. Sín á milli ákveða þeir skiptaverð; kaupand- inn þarf að borga tíu prósent í milli. Að fengnu samþykki hringir bílasalinn til seljandans utan af landi og segist vera með kaup- anda að bílnum hans, sá vilji ein- mitt skipta á bílum. Bílasalinn út- listar fyrir seljandanum ásigkomu- lagiö á bíl kaupandans, segir það gott og spyr síðan hvort seljand- inn sé ekki tilbúinn til að ganga í 8 HELGARPÓSTURINM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.