Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 14
f .p <* . eftir Ingólf Margeirsson mynd Jim Smart Hótelherbergiö er lítið og skyggsýnt. A hillum við þröng- an gluggann standa förðunardósir, úðunarbrúsar og ilm- vötn. I sprunginni gluggakistunni er hálffull líkjörflaska. Náttborðið er lítið og ber öskubakka og stóra litmynd í ramma af ungbarni. Svefnsófinn er umbúinn; herbergið er snyrtilegt en yfir því hvílir þreyta og tómleiki. I dökkum stól situr nektardansmœrin Serena. Hún skemmtir borgarbúum þessa dagana á ýmsum öldurhús- um. Hún er klœdd í dökkar síðbuxur og bol og hefur sveip- að svartri ullarpeysu yfir herðarnar. Serena púar sígarettu þennan morgun; hún er elskuleg og brosmild en dálítið spennt og roðnar feimnislega annað slagið. Það fysta sem hún segir við mig er: „I dag er ég Hanne. “ Hin danska Serena heitir fullu nafni Hanne Jörgensen. Hún er 21 árs og þriggja barna móðir. Við höfðum hist stuttlega kvöldið áður. Hún var rétt ófarin inn á sviðið, og lagfærði vinnufötin sem öll voru hvítlit; lífstykkið, þunnur brjóstahaldarinn, aðskornar nær- buxur og leðurstígvél. Sömuleiðis sláin úr gagnsæju tjulli og fjaðrirnar sem hún bar í ennísbandinu og við uppháa hanskana. Hún sagði mér, örugg og þóttafull, að sér þætti gaman að veiða karlmenn en færi aðeins einu sinni með þeim í rúmið, kannski tvisvar ef þeir reyndust vel, en væri sjálfstæð og óháð öllum. Áhugamál hennar væri kynlíf. Islenskir karlmenn væru ástríðufullir en drykkju of mikið. Lífið væri fjör. Hún varð dálítið undrandi þegar ég bað hana um nán- ara viðtal næsta morgun en samþykkti það eftir smáumhugsun. Síðan gekk hún inn á sviðið. „Hanne er heiðarleg og ró- lynd stúika," segir hún. „Hanne er feimin og viðkvæm. Það eru fáir sem þekkja mig sem Hanne. Aðeins nánustu vinir. Serena fædd- ist þegar ég var 16 ára. En það er kannski réttast að byjar á byrjuninni." Hún blæs frá sér reyk og drepur í sígarett- unni. Hellir tei í bollann. ,,Eg fæddist í Kaupmannahöfn. Foreldrar mínir voru alltaf í peningabasli og við vorum í stöðugu húsnæðishraki.Þau skildu þegarég var fjögurra ára. Pabbi var drykkjumaður og það eina sem ég man úr þessu fjölskyldulífi eru stöðug rifrildi þeirra. Mamma giftist nokkrum árum síðar. Mér líkaði aldrei við stjúpföður minn. Hann var slátrari að at- vinnu en tolldi illa í vinnu vegna stöðugrar drykkju. Hann vann við hitt og þetta; var grænmetissali, þjónn, lagermaður og svo framvegis. En mamma þagði og beit á jaxl- inn. Við börnin urðum fjögur og hún vann úti sem afgreiðslustúlka í búð og hélt heimil- inu gangandi. Okkur stjúpföður mínum kom æ verr saman. Hann skráði sig sem öryrkja og sat drukkinn alla daga heima og reifst og skammaðist út í allt og alla. Sérstaklega var honum í nöp við mig og vini mína semkomu heim. 13 ára gömul flutti ég að heiman. Ég fór í fyrstu til eldri bróður míns en ári síðar giftist hann og flutti en ég hélt íbúðinni hans. Sama ár hætti ég í skóla. Ég hafði lokið skyldunámi en sá enga ástæðu til að halda áfram. Skólinn var leiðinlegur og fullur af heimskum kennurum og bjánalegum nemendum. Skólalíf átti ekki við mig. Ég fékk mér vinnu, afgreiddi í verslunum og hljóp í alls konar lausastörf. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á leikfimi og dansi og þeg- ar efnahagurinn vænkaðist fór ég í kvöld- tíma og lauk prófi sem leikfimikennari nokkrum árum síðar. En ég var alltaf blönk fannst mér. Mig langaði að eiga föt, vera flott eins og stóru stelpurnar. Fimmtán ára gömul varð ég ólétt og rétt orðin sextán þegar „Vasi“ kom í heiminn. Ég kallaði drenginn minn fljótlega „Vasa“ því hann hefur alltaf verið svo óframfærinn og feiminn og var varla farinn að ganga þegar hann stakk höndunum í vasana mína í hvert skipti sem óöryggið gerði vart við sig. Sambúðin við barnsföðurinn entist ekki Iengi og rúmlega sextán ára var ég orðin einstæð móðir. Og blankari en nokkru sinni fyrr. Svo var það einu sinni að vinkona mín bað mig að koma með sér á stað á Vesterbro, sem heitir Waterloo. Þar er fatafellu-keppni haldin um hverja helgi og þátttaka öllum opin. Mér fannst þetta hroða- lega klúr tilhugsun en Iét til leiðast. Þegar ég kom á staðinn varð ég hissa, því allar að- stæður voru mun geðþekkari en ég hafði búist við. Vinkona mín, sem fengist hafði við nektardans, bað mig að taka þátt í þessu starfi og lofaði háum tekjum. Umboðsmað- urinn hennar kom að máli við mig þetta kvöld og spurði hvort ég gæti hugsað mér að verða strip-tease dansmær, en ég var fljót að segja nei, sagðist vera allt of feimin. Þá spurði hann mig hvort ég hefði áhuga á að gerast ljósmyndafyrirsæta. „Nei!“ hrópaði ég um leið, og gat alls ekki skilið að nokkur maður gæti séð í mér ljósmyndafyrirsætu því mér fannst ég eins og lítill, þykkur tappi í laginu. En ég hélt áfram að fara með vinkonu minni á Waterloo. Einn daginn kom um- boðsmaðurinn hennar arkandi inn í salinn og tók stefnuna á bkkur. Hann staðnæmdist fyrir framan mig og spurði formálalaust: „Áttu bikini?" Eg svaraði játandi. Hann spurði hvort ég vlldi þéna dágóðan skilding fyrirhafnarlítið. Ég kinkaði hikandi kolli. Hann sagði mér að taka næstu lest til borgar á Jótlandi og þar yrði tekið á móti mér. Síðan strunsaði hann burt. Ég ákvað að taka séns- inn, skrapp heim og náði í sundfötin. Síðan tók ég Iestina til Jótlands. Tvær stúlkur tóku á móti mér á brautarstöðinni og við héldum á sýningarstað. í ljós kom að samkeppni i nektardansi var að hefjast. Stelpurnar sögðu mér að fara í bikiníið, hnýttu rauða hettu á höfuðið á mér og sögðu mér að fara fram á sviðið. Ég skalf og nötraði af geðshræringu en þær brýndu fyrir mér að gleyma ekki að dansa og taka spjarirnar rólega af mér. Ég man alltaf eftir laginu: „One for you and one for me.“ Ég var kynnt serri Serena. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum síðar að ég komst að því að kona með því nafni var fræg klámleikkona í Bretlandi, og hafði stunið inn á alimargar plötur sem orðið höfðu vinsæl- ar. Ég átti því að vera eins konar andstæða hinnar djörfu, veraldarvönu Serenu og leggja áherslu á sakleysi mitt. Sviðsatriðið varð að martröð. Ég þvældist um sviðið og notaði allar hugsanlegar leikfimiæfingar sem ég kunni meðan ég reyndi að fara úr bikinifötunum. Það tókst ekki betur en svo að þegar ég var kornin úr brjóstahaldaran- um og hugðist leysa hnútana á lendaskýl- unni, voru þeir kyrfilega bundnir enda hafði ég neytt allra krafta þegar ég batt hnútana í taugaæsingnum áður en ég fór fram á sviðið. Ég bullsvitnaði en reyndi að brosa til áhorf- enda sem hvöttu mig óspart með köllum og drykkjuöskrum. Loksins tókst mér að losa annan hnútinn en hinn var gjörsamlega fast- ur. Ég settist á hækjur mér og reyndi ör- væntingafull að smeygja mér úr skýlunni' þegar drukkinn deli kom og togaði í lenda- reimina svo ég steyptist næstum því um koll. Hvernig mér tókst að ljúka við atriðið er mér enn hulin ráðgáta, en ég man að ég hljóp út að lokum. Undrun mín var því algjör þegar mér var tilkynnt eftir keppnina að ég hafði hlotið fyrstu verðlaun. Fólki hafði líkað hin sakleysislega framkoma min og það sem meira var, þetta var amatörkeppni og ég var kjörin hinn sannkallaði amatör. Og þar með var ég orðin fatafella. Ég held að Serena hafi fæðst þetta kvöld. Ég hef haldið dagbækur frá ellefu ára aldri. Ég lími alltaf mynd af mér árlega á síðuna merkta 16. febrúar. Þá á ég afmæli. Þegar ég fletti í gegnum árin sé ég hve breytingin verður ör. Ellefu og tólf ára var ég barn. Þrettán ára varð ég æðisgengin; ég er alltaf afbrýðsöm út í mig þrettán ára. Þá var ég virkilega falleg. Fjórtán og fimm- tán ára er ég enn barnsfeg og feimin en skyndilega um sextán ára aldur er Serena komin til sögunnar. Ég man að ég skrifaði mikið um þessa breytingu eftir fyrstu fata- fellusýninguna. Ég skildi ekkert hvað var að gerast. Ég skrifaði að ég hefði verið á diskó- teki og skyndilega orðið villt og töff, stóð á sama um allt og bauð öllu byrginn. Ég hafði framkallað nýja manneskju í mér sem var Hanne miklu sterkari. Ég vissi ekki hver hún var en hún þróaðist hratt og varð að vernd- ara Hanne. Ég sé á Ijósmyndinni af mér 16 ára að ég hef litað hárið svart og augun eru orðin harðari og meira ögrandi. Sautján ára er ég ótrúlega reynd í útliti; ég hef lifað allt, nú kann ég allt. Hanne er horfin. En þó er hún til, inni í mér en ekki á ljósmynd. Mynd- irnar hafa orðið villtari með árunum. Ég lími aðeins geggjaðar myndir í albúmið núorðið; einhverjar ljósmyndir sem teknar hafa verið af mér drukkinni eða klikkaðri. Ég er fegin að Serena fæddist svona snemma. Ef nektardansinn hefði ekki komið inn í líf mitt, hefði ég bara verið hin ómeðvit- aða, óagaða og áhrifagjarna Hanne. Serena heldur í mér lífinu, hún segir Hanne hvað hún á að gera, hvernig hún á að komast af. Ég á vin sem er leikari. Hann er ósjálfstæður og hræddur. En i hlutverkum er hann örugg- ur og ákveðinn. Fólk elskar hann þegar hann stendur á sviðinu, hefur fullt vald á textanum og heldur áhorfendum í greip sinni með orðum eða einni hreyfingu. Utan sviðs er hann slytti. Þess vegna elskar fólk leikarann en hefur lítinn áhuga á persónu hans sjálfs. Þetta þjáir vin minn og einu sælu- stundirnar sem hann á eru á sviðinu. Þegar hann er í gervinu. Það sama gildir um Serenu. Hún er vinsælust. Þegar vinir mínir hringja, spyrja þeir oftast um Serenu. Hanne er til að mynda nær aldrei boðið í partí. Alltaf Serenu. Vinkonur mínar sem lenda í vandræðum þurfa líka á Serenu að halda. Af því að Serena er sterk og úrræðagóð. Einu sinni hringdi vinkona mín og bað Serenu að koma og hugga sig því hún væri að koma úr fóstureyðingu. Serena fór og talaði við hana af raunsæi; hún er persónulega á móti fóstureyðingum en sagði að úr því þetta væri búið og gert yrði ekki aftur snúið. Punktur og basta. Serena flækir ekki hlutina og kemur beint að efninu. Þegar Serena kvaddi, féll vinkonan grátandi um háls hennar og sagði: Hanne, ég elska þig.“ Þá varð ég að Hanne á augabragði og vissi eiginlega ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Ég hef eignast þrjú börn ' með þremur mönnum. Öll börnin eru dreng- ir: Vasi er elstur, síðan Peter og uppáhaldið mitt Dennis er bara 10 mánaða. Ég hef alltaf þessa innrömmuðu mynd af honum hvert sem ég fer. Ég hélt skírnarveisluna hans í Waterioo; eigandinn lánaði mér staðinn að degi til og Serena bauð hálfri borginni í skírnarveisluna. En á sama tíma og Hanne hefur hrúgað niður börnum hefur Serena orðið þekkt og virt nektardansmær i Kaup- mannahöfn og víðar. Hún hefur þess vegna Helgarpóstsv meyna Serei stúlkuna eru tveir pe

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.