Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 12
MATKRÁKAN Enn af grjónaæði og holdsveiki Þaö eru engin ný sannindi aö þjóðhagsleg hryðjuverk (alias kapitalísk kreppa) marki mjög líf einstaklinga og jafnvel heilu stétt- anna; frjó hugsun og listsköpun rísi þá upp í hæstu hæðir og skemmtanalíf verði furðu fjölskrúðugt. A daginn gjörnýtir fólk at- vinnutæki sín, líkamina, og allt þeirra inn- vols, en fer síðan hamförum í skjóli nætur. Hvað skemmtanalífið varðar er ljóst að danska kreppuholdsveikin hefur stungið sér niður í höfuðstaðnum og áreiðanlega víðar. Æ færri hafa ráð á að sækja sér „tilbreyt- ingu" til sólarlanda eða í sælkeraferðir til Parísar og flykkjast þess í stað út á hála braut skemmtanalífsins. Girndin og eirðarleysið teyma menn inn í tómt og tímalaust ástríðu- flæði diskóljósa; holdsveikir eigra út og inn um göngudeildir holdsveikrahælanna, hvaðan sjúklingarnir útskrifast aldrei en eyðast fremur í angist sinni. Stefán Snævarr lýsir slíkri hælisvist svo í Ijóði sínu Diskó- landid í ljóðabókinni Sjálfssalinn (1981); Þú ferö ekki heim þegar fjörið er búið en finnur þér loftpúða: vodka í kók þú ferð ekki heim þegar fjörið er búið en dreymir hið fullkomna partí þess frummynd meðan þú dansar í flogaveiku Ijósi Diskóland! Danslandslag! „Með hljómandi skálabumbum . með gígjum og hvellibjöllum“ með pákum og lúðraþyti Og eftir ballið efnaskipti okkar. En ég veit svei mér ekki hvað ég á að halda um andríki og listsköpun þjóðarinnar um þessar mundir. T.d. voru umræðurnar um stöðu íslensku skáldsögunnar, sem stúdentar í bókmenntum við HI efndu til í vikunni sem leið, harla dauflegar. Umræður um grjónagraut hafa verið þeim mun fjör- ugri af gefnu tilefni forsætisráðherra. Frú hans varð við fjölda tilmæla og birti í DV uppskrift að uppáhalds vellingi Steingríms. Morgunhanar Rásar 1 buðu fólki að ræða þjóðmálin í rauðabítið sl. mánudag á Arnar- hóli og síminn hjá mér hefur verið rauðgló- andi eftir að ég birti nokkrar hrísgrjónaupp- skriftir í síðasta blaði. Margir skömmuðu mig fyrir að hafa ekki útlistað í smáatriðum hvernig eigi að sjóða grjón, en um það eru uppi ýmsar kenningar. Eg verð hér með við þessum tiimælum og held áfram umfjöllun um þetta eftirlæti Islendinga þessar vik- urnar, grjónin. Ég mæli að sjálfsögðu með hýðishrísgrjón- um sem eru miklu næringarríkari en þau hvítu; einkar auðug af eggjahvítu- og trefja- efnum, svo og B-6-vítamíni en það eyðist mjög eins og annað B-vítamín úr líkama þeirra er neyta áfengis .. . Soöin hvít hrísgrjón Sjóðið hvít hrísgrjón í stórum potti með ríkulegu vatni, a.m.k. 6 dl á móti hverjum dl af grjónum. Setjið salt út í vatnið, smjörklípu og gjarnan nokkra dropa af sítrónusafa. Látið suðuna koma upp og látið grjónin þá út í vatnið í litlum skömmtum og hrærið í á meðan með sleif. Lækkið hitann og látið grjónin sjóða í 15 mín. Smakkið þá á grjón- unum. Þau eiga, eins og spaghettí, að verða meyr en ekki að mauki, al dente eins og ítalir segja, þ.e. þau eiga að veita tönnunum ör- lítið viðnám þegar bitið er í þau. — Ef ykkur finnst þau enn of húrð, ættu þau að soðna á 2-3 mín. til viðbótar. Þegar hrísgrjónin eru orðin hæfilega soðin er vatnið látið drjúpa vel af þeim. Ekki setja þau undir kalt vatn né hræra í þeim með skeið, því lítið þarf til að merja soðin hrís- grjón í mauk. Heillavænlegast er að losa grjónin varlega í sundur með tveimur göffl- um. Best er að bera grjónin fram um leið og þau eru orðin soðin. Ef þau þurfa af einhverj- um ástæðum að bíða í nokkrar mínútur, setjið þau þá aftur í pottinn (þurran) og lok yfir. (Gufu)soðin hýöishrísgrjón Hýðishrísgrjón er gott að gufusjóða í hrað- suðupotti; það tekur mun lengri tíma að sjóða þau en hvít hrísgrjón. Byrjið á að þvo þau vandlega. Setjið svo í pott '/21 af vatni á móti hverjum dl af hýðishrísgrjónum. Sjóðið þau án loks í 5 mín., lækkið hitann síðan eins mikið og hægt er og lokið pottinum kyrfi- lega (!) og sjóðið áfram í 45 mín. Ekki lyfta lokinu af á meðan á suðu stendur, það raskar ró grjónanna. Slökkvið á hellunni eftir þessar 45 mín. og látið lokaðan pottinn standa á henni í 10 mín. til viðbótar. Þá er loks óhætt að lyfta lokinu af pottinum og grjónin birtast hæfi- lega soðin og allt vatn er gufað upp. Losið um grjónin með gaffli og berið fram. Ur 2 dl af hráum hrísgrjónum fást 6 dl af soðnum sem er hæfilegur skammtur handa 4. Svo koma hér tvær hrísgrjónauppskriftir, önnur handa láglaunafólki, hin handa þeim sem eru bjargálna. Hrísgrjónaréttur láglaunamannsins (h. 4-6) 8 dl af soðnum hýðishrísgrjónum 3 msk smjörlíki 2 msk heilhveiti eftir Jóhönnu Sveinsdóttur 1 dl mjólk 1 dl heitt grænmetissod eda vatn '/2 tsk salt 1 egg safi úr '/2 sítrónu 2á dl rifinn Parmesanostur 1. Bakið upp sósu úr 2 msk af smjörlíki, hveiti, mjólk og grænmetissoði; saltið. Takið pottinn af hellunni og látið sósuna kólna lítillega. 2. Þeytið saman egg og sítrónusafa og hrær- ið saman við sósuna. Setjið pottinn aftur á heita helluna, og hrærið í henni þar til hún þykknar. Hrærið þá út í hana 1 msk. af smjörlíki og helmingnum af ostinum. Hellið sósunni yfir nýsoðin hrísgrjónin og stráið yfir því sem eftir er af ostinum. Risotto Genovese (h. 4-6) ítalir borða töluvert af hrísgrjónum. Hvert hérað og borg á Italíu á sínar eigin útgáfur af. risotto, pottréttum sem hafa hrísgrjón að meginuppistöðu. Þessi réttur er kenndur við Feneyjar. Þeir sjóða grjónin öðruvísi en sagt er frá hér að framan og í þessari uppskrift er gert ráð fyrir hvítum hrísgrjónum. 1 stór gulrót 1 stór sellerístöngull 1 stór Iaukur 3 msk ólífuolía 2' msk smjör 2 dl skinka í bitum 3 dl hrísgrjón 2 dl þurrt hvítvín 3 dl kjúklingasoð u.þ.b. 1 tsk þurrkað basil salt og pipar 2 greinar steinselja eða u.þ.b. 2 msk þurrkuð 1. Þvoið og saxið gulrót og sellerí, afhýðið laukinn og saxið og léttsteikið þetta þrennt í olíu og smjöri í 5 mín. Bætið skinkunni saman við og steikið í 1 mín. til viðbótar. Hrærið hrísgrjónin saman við þar til þau hafa drukkið í sig feitina. 2. Hellið víninu út í pottinn og aukið hitann. Bíðið þar til allur vökvi er gufaður upp og hrærið stöðugt í á meðan. Setjið þá 1 d! af kjúklingakrafti út í svo og basil, salt og pipar og lækkið hitann. 3. Látið réttinn malla áfram og hrærið oft í honum á meðan og bætið út í því sem eft- ir er af kjúklingakraftinum, 1 dl í senn, og sjóðið þar til grjónin eru orðin hæfilega meyr (u.þ.b. 20 mín.). Hrærið þá saxaðri steinseljunni saman við og berið fram. 12 HELGARPÓSTURINN r NÝJA ROKKIDI n k. laugardagskvöld Nýja rokkiö eitthvaö sem allir veröa aö sjá — stanzlaust stuö GUNNAR ÞÓRÐARSON, með 25 listamönnum ásamt ZORRO, TARZAN og DÚA- KVARTETTINUM. Matsediil Kjúklingapaté í vatnsdeigi meö kjöthlaupi. Broadway-steik meö smjörsteiktum svepp- um. gljáöum gulrótum, rjómasoönu blóm- káii, hrásalati. bökuöum jaröeplum og béarnaise-sósu. Broadway-pakki Flugleiða fyrir aðeins 3.445 krónur! Flugleiðir bjoða flug. gistmgu i 2 nætur. kvoldverð | og skemmtun a Broadway fvrir 5 345 krónur' IJMAIMr FLUGLEIÐIR Tryggið ykkur borð strax ídag ísíma 77500. Á laugardags- kvöld veröur haldið hátíð- legt Goldie- kvöld á Broadway Model 79 sýna það allra nýj- asta frá Goldie. Dansflokkurinn Fantasy sýnir. Grínararnir Viktor og Baldur skemmta. Kung-Fu flokkurinn sýnir bardagalist Húsiö opnaö kl. 20.30 Lystauki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.