Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 25
Konurnar segjast
koma á bingó á hverju
fimmtudagskvöldi:
.„Vid höfum ekkert
annaö að gera.“ Þær
spila vist í hléinu, „en
karlmennirnir spila
allt annað.“ Þeir segj-
ast spila mjög varleg-
an póker og vinna
meira í bingóinu.
Sumir segjast fara á
bingó fimm kvöld í
viku.
BINGÓ?
nú virðist fólk ekki kaupa nema
rúmlega einn bækling í hvert
skipti en áður var meðaltalið rúm-
ir tveir."
Bingóið er megintekjulind
templaranna. ,,Við ættum ekki
þetta hús ef ekki hefði verið fyrir
bingóið. Styrkurinn frá ríkinu er
ekki nema rétt svo fyrir fasteigna-
gjöldum. Annars eru þetta ekki
stórir peningar sem koma inn,"
segir Brynjar. Samkvæmt lögum
má ekki reka neins konar happ-
drætti nema með leyfi frá dóms-
málaráðuneytinu. Leyfin eru
munnieg, reglugerðin aðeins hefð
sem hefur erfst milli manna í ráðu-
neytinu. í þeirri „hefð" er meðal
annars kveðið svo á að leyfi til
bingóhalds fáist ekki nema um sé
að ræða fjáröflun til góðgerðar-,
líknar- eða menningarmála, eða
handa íþrótta- eða stjórnmála-
félögum. Templarar eru heldur
óhressir vegna samkeppninnar í
bingóinu frá Sigmari Péturssyni,
veitingamanni í Sigtúni. Báðir
fara þessir aðiljar í kringum lögin
hvað varðar peningavinninga en
templarar sjá ekki alveg rökin fyr-
ir því að Sigmar fái ieyfi, þar sem
henn rekur ekki neina góðgerðar-
stofnun. Sjálfur reynir Sigmar að
afgreiða þessa ásökun með því að
segja við HP: „Þetta er teknalaust
hjá mér. Þetta er þjónustustarf-
semi.“
Uti í horni í kjallara Templara-
hallarinnar það fimmtudagskvöld
sem ég var þar sat ungur maður,
Hörður Jónsson. Hann tekur
bingóið föstum tökum. Hjá hon-
um er þetta einskonar bisness.
Þetta kvöld var hann með átta
bæklinga en fékk engan vinning.
Hann var heppnari um daginn. Þá
vann hann aðalvinninginn í Tóna-
bæ, 15.000 krónur, og svo Skoda-
bíl á bingói hjá íþróttafélaginu
Leikni í Sigtúni sama kvöldið.
Hann seldi Skodann á 120.000
krónur. 135.000 krónur verða að
teljast sæmilegar kvöldtekjur.
Bæklingarnir kostuðu hann 1.200
krónur umrætt fimmtúdagskvöld
og ég spyr hann hvort það fari
ekki mikill peningur í þetta hjá
honum. „Það skilar sér aftur,"
segir hann. Öruggur á þessu,
Hörður.
„Ég vinn meira í bingóinu," seg-
ir hann. „Ekki mikið, en ég fæ eitt-
hvað einstaka sinnum."
Sex gamlar konur sitja
úti við vegg og spila vist.
„Þú verður að fara að
stunda þetta,“ segir ein
þeirra við mig. „Þú sérð nú bara —
ég var á fá vinning áðan‘,‘ Og hún
sýnir mér gula miðann sinn, vöru-
úttekt fyrir 800 krónur. Hún segir
að það sé vinningsvonin sem í og
með dragi fólk á bingó, en segist
halda að fólk komi aðallega til að
drepa tímann, að minnsta kosti
eldra fólkið. „Mér finnst sjón-
varpið ekki svo skemmtilegt á
kvöldin að maður geti ekki alveg
sleppt því. Það verð ég að segja.“
En það er með þessa vöruúttekt.
Hún er feimnismál meðal bingó-
haldara. Hún er feimnismál vegna
þess að hún er ekki vöruúttekt í
raun heldur aðeins ávísun á pen-
inga, en samkvæmt lögum um
happdrætti og hlutaveltu má eng-
inn greiða vinninga út í peningum
nema Happdrætti Háskólans.
„Happdrætti Háskólans hefur
einkaleyfi sem allir fara í kring-
um,“ segir Brynjar Eymundsson,
framkvæmdastjóri Templarahall-
arinnar. Þetta sem fólkið vinnur
eru vöruúttektir. Ég kaupi hins
vegar úttektirnar af fólki þegar
það fer út úr húsinu. Það fær ekki
peningana á staðnum.“ Nei,
kannski ekki í sjálfum bingósaln-
um en það faer útborgað í kjallara-
stiganum. „Ég má kaupa úttekt-
irnar eins og hyer annar,“ segir
Brynjar. „Þetta er eins löglegt og
það getur verið." Með öðrum orð-
um: þetta er eins löglegt og hægt
er að hafa það ef verið er að fara
kringum lögin. En Brynjar segir
að fólk komi ekki nema peninga-
verðlaun séu í boði. „Nema þá á
framsóknarbingó og annað þ.h.
þar sem fólk fer vegna trúarskoð-
ana.“
Hann segir að aðsóknin
hafi heldur aukist upp
á síðkastið. Kannski er
það vegna þess að fólk
fer að lifa fyrir lukkuna þegar allt
annað þrýtur, lotteríið verður síð-
asta hálmstráið í mögru ári. „En
öðru hafa harðjaxlarnir rottað sig
saman í pókerspil upp á peninga.
Potturinn hjá þeim er ekki miklu
stærri en 50 krónur. Það er ekki
svo mikið.
„Nei, það er sko spilað varlega
hérna vinur minn, mjög varlega,
segir höfuðpaurinn í pókergeng-
inu, digur maður fyrir enda borðs-
ins. Hann segist spila bingó fimm
sinnum í viku og alltaf taka póker
með félögunum fyrir bingóið og í
hléinu.
— Hvort vinnurðu meira í
bingóinu eða í pókernum?
MAZDA bílar halda verðgildi sínu betur en flestar
aðrar gerðir bíla og engin furða.
Til dæmis MAZDA 323:
• Hann er þrautreyndur, vandaður og vel
smíðaður.
• Hann hefur miklu meira rými en svokallaðir
„smábílar" og kostar samt svipað.
• Hann er með aflmikla 1300cc véi, sem er
ótrúlega sparneytin.
• Honum fylgir 6 ára ryðvarnarábyrgð.
• Hann hefur sérstaka LLPC lakkhúð, sem er
sérstaklega högg og veðrunarþolin.
Vandaðu valið,
veldu MAZDA
mazDa
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
HELGARPÓSTURINN 25.
Almenna auglyslngastofan hf. 10.8