Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 27
jalakötturinn, hin umdeilda eign Þorkels Valdimarssonar, verður afgreidd á fundi borgar- stjórnar þ. 1. mars. Talið er öruggt að borgarstjórn muni samþykkja að honum verði heimilað að rífa húsið. Formlega fer síðan málið til bygg- inganefndar þar sem það mun einn- ig verða samþykkt. En húsið stend- ur þó að öllum líkindum áfram. Leikur sjálfstæðismanna er nefni- lega sá, að þeir vilja ekki að borgin kaupi húsið og sitji uppi með útgjöld til endurbyggingar og viðhalds. Hins vegar mun borgarstjórnar- meirihlutinn hvetja einstaklinga, fé- lög og aðra áhugahópa um friðun gamalla húsa til að kaupa Fjalakött- inn og sanna þar með friðunarbar- áttuna í verki. Mjög líklegt er talið að sú verði lausnin, en samtals mun Þorkell vilja fá 15 milljónir fyrir hús og lóð ... D.,...,................ mun að öllum Iíkindum sigla auð- veldlega gegnum stórsjó Borgarís- film. Þótt óánægja ríki meðal ým- issa sjálfstæðismanna vegna fram- göngu hans í því máli, hefur það verið tiltölulega auðvelt fyrir Davíð að settla óánægjuraddirnar innan flokksins. Hins vegar mun Davíð vera mjög óánægður með þá stöðu LAUSNA SKÁK Úr tefldu tafli 1. d6 nægir til vinnings, en öflugra er 1. Dg4 Bf6 2. Bxg7 Bxg7 3. f6 og mátar. Eða: 1. - g6 2. d6axb3 3. dxe7 He8 4. f6 og mátar að lokum með Dg4-h4 osfrv. 36. Healey 1. Be6! Hxe6 2. Rd5 mát 1. - Bxe6 2. Re2 mát. sem upp kom er Þorsteinn Páls- son var kjörinn formaður. Davíð hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og víst er að Þorsteinn hefði vikið úr sæti fyrir Davíð. Borgarstjórinn átti því formannsstöðuna og forsætis- ráðherrastólinn vísan í næstu kosn- ingum. En hann var það nýsestur í borgarstjórastólinn að það hefði verið pólitískt siðleysi að spretta strax upp úr honum aftur. Því kaus Davíð nauðugur viljugur að bíða. En biðin getur orðið löng, og að dómi þeirra sem til þekkja um tíu ár. Þá ætti Davíð að eiga möguleika á formennsku en það veltur náttúr- lega mikið á því hvort hann heldur borginni eða ekki. . . ær eru kaldar kveðjurnar sem ganga á milli manna í blöðum og bókunum vegna hitaveitunnar á Akureyri þessa dagana. Hitaveitan hefur verið eitt meginþrætuepli bæjarbúa síðan hún tók til starfa og er nú skuldugasta fyrirtæki bæjar- ins. Nýlega réðist forstjóri hitaveit- unnar Vilhelm V. Steindórsson með offorsi á hönnuði hennar, verkfræðingana Pétur Pálmason og Harald Sveinbjörnsson í grein í Degi. Þar sakaði forstjórinn hönnuðina um mistök og agnúa í hönnun, og rakti fjárhagsvandræði H.A. til þessara „mistaka". Hita- veitustjórinn vill að verkfræðing- arnir verði dregnir til ábyrgðar og segir að allt hafi verið gert til að hlífa þeim. Haraldur svaraði með blaðagrein og Pétur, sem á sæti í stjórn hitaveitunnar, lét hafa harð- orða bókun eftir sér, þar sem hann talar um róg, dylgjur og offors hita- veitustjórans og kallar framferði hans tilraun til að kúga aðra til undirgefni. Kveikjan að þessum hatrömmu deilum mun m.a. vera sú, að Pétur lagði fram tillögu í hita- veitustjórninni um hitastýrikerfi á apparatið í desember sl. Hitaveitu- stjórinn segir að stýrikerfishug- myndin sé bara tilraun til að breiða yfir mistökin. Verkfræðingarnir segja það fráleitt. Ekki vantar hit- ann þarna þessa dagana . . . hefur nú ákveðið eftirmann Gud- rúnar Jónsdóttur, forstöðumanns borgarskipulags. Að því er HP kemst næst er þetta karlmaður, arkitekt að mennt og velliðinn í öll- um flokkum. Og gettunú. Þá er einnig afgert að eftirmaður Guðrún- ar njóti fulls sjálfstæðis og að samn- ingurinn verði til 5 ára sem fyrr. Ekki eru fyrirhugaðar neinar breyt- ingar á borgarskipulagi. Samningur Guðrúnar rennur út 1. apríl og er án uppsagnar ... A D^^Dlbert Guðmundsson, fjar- SVÍNAKJÖT ÁÚTSÖLU Svínalæri Svínasnitchel Svínakótileggur Svínahamborgarhryggur Baconsneiðar Bógur aðeins kr. 150 pr. kg. aðeins kr. 250 pr. kg. aðeins kr. 225 pr. kg. aðeins kr. 250 pr. kg. aðeins kr. 150 pr. kg. aðéins kr. 150 pr. kg. Opið alla daga til kl. 19 Opið laugardaga til kl. 16 Alltaf opið í hádeginu málaráðherrann okkar heimsfrægi, dvaldi sér til hressingar í London nýverið, sem kunnugt er. Við heyr- um að Albert hafi meðal annars slappað af við fjárhættuspil í heims- borginni. Albert ku vera lunkinn fjárhættuspilari og er sagður venju- lega koma út með gróða. Hingað kemur Albert beint í annað pen- ingaspil: samningana við opinbera starfsmenn. Vogun vinnur, vogun tapar ... PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaðinn er nú komið parket með nýrri lakkáferö, sem ,er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viöhaldi. • Komið og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markað- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. HELGARPOSTURINN 2 f

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.