Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 15
engan tíma fyrir krakka og veit að móðir
sem er fatafella er óæskileg móðir. Hún hef-
ur þess vegna talað við mennina þrjá og
fengið þá til að samþykkja að taka að sér
börnin. Hanne fer oft í heimsókn til þeirra og
hefur mjög gott sambandi við þau og feð-
urna.
Hún veit að börnin fá gott uppeldi og að
þeim líður vel. Hanne veit líka að hún kemur
aftur til barnanna sinna þegar Serena hættir
að dansa sem fatafella. Serena á einnig þessi
þrjú börn en í hennar augum eru börnin án
ásjónu; þau eru þrír óljósir blettir úti í heimi.
Hún skiptir sér ekkert af þeim.
Serena er þó ekki tilfinningalaus. Hún
þekkir hins vegar heiminn og tekur hlutina
ekki of alvarlega. Hún er reyndar mjög opin
manneskja og brosir til þeirra sem brosa til
hennar. En hún lætur engan vaða yfir sig og
borgar umsvifalaust í sömu mynt ef eitthvað
er gert á hlut hennar. Serena er mjög stolt
kona. Hún hlær þegar aðrir gagnrýna hana.
Hún veit að lífið er fallvalt og hagar sér eftir
því.
Ég hef komið einu sinni áður til íslands
sem fatafella. Það var fyrir nokkrum árum.
Á íslandi er ég nær alltaf Serena. Ég er ein-
staka sinnum Hanne þegar ég er ein uppi á
herbergi en um leið og ég geng út fyrir dyr
hótelsins er ég orðin Serena. Serena óttast
ekki framandi lönd eða ókunna skemmti-
staði. Á íslandi fellir Serena fötin á öldurhús-
um og brosir framan í áhorfendur. Hún kann
ágætlega við sig í þessu fásinni og snýr sig
auðveldlega úr höndum ágengra, drukkinna
gesta. Hanne hefði ekki lifað af einn dag á
Islandi undir sömu kringumstæðum. En auð-
vitað er ísland ekkert óskaland Serenu. Ég
held að Serena sé rokókó-manneskja. Hún
hefði sennilega kunnað best við sig við hirð
franska sólkonungsins. Og Serena er borgar-
manneskja; hún fyrirlítur fábrotið sveitalíf.
Hanne elskar aftur á móti sveitina og hræð-
ist stórborgir. Serena fyrirlítur flestar konur
og henni finnst nútímakonur ekki vera nein-
ar konur. Hanne lítur aftur á móti upp til
sjálfstæðra nútímakvenna og óskar í hjarta
sínu að hún væri ein þeirra. En hún veit að
svo verður aldrei og huggar sig við að hafa
Serenu til halds og trausts. Serena er nefni-
lega útspekúleruð og bjargar sér við allar
aðstæður. Stundum þegar Serena er í bæn-
um og hittir aðra Serenu verður hún strax að
Hanne, því hún veit að þessari manneskju
getur hún treyst. Hanne kemur aðeins fram
í dagsljósið þegar ég er ein eða innan um
fólk sem ég get treyst.
Stundum er ég þó Serena og Hanne sam-
tímis og á erfitt með að ákveða hvor þeirra
á að taka völdin. Einkum gerist þetta þegar
ég hef verið Serena í Iengri tíma og á erfitt
með að kalla Hanne fram á nýjan leik. Sumir
vina minna eiga þá erfitt með að vita hvor
manneskjan ég er og gengur erfiðlega að
greina þær í sundur. En ég skipti hratt og
það er oft erfitt fyrir aðra að elta hugrenn-
ingar mínar. Sérstaklega þegar Serena tekur
völdin. Hún framkvæmir nefnilega hlutina
tafarlaust líkt og af eðlisávísun. Viðbrögð
hennar eru oft ósjálfráð en alltaf rétt. Einu
sinni man ég að stúlka stóð við senuna og
glápti eitruðu augnaráði á Serenu fella fötin.
Eg ákvað að brosa til hennar brosi Hanne en
fékk bara fyrirlitningarglott í staðinn. Þá
brást Serena fljótt við og laut eldsnöggt að
stúlkunni og rak henni rembingskoss á
munninn. Stelpan öskraði eins og stunginn
grís og hljóp út úr húsinu. Hanne dauð-
skammaðist sín eftir á, en Serena hló inni í
sér.
I annað sinn sýndum við tvær stúlkur
nektardans með þeyttan rjóma á líkaman-
um í stað fata. í salnum var svoli sem öskraði
á okkur allan tímann og var á góðri leið með
að eyðileggja skemmtunina fyrir nærstödd-
um. Serena reyndi að umbera hann en að
lokumgafst húnuppog dansaði eggjandi til
hans á meðan hann hélt áfram að demba yfir
hana fúkyrðum. Serena tók handfylli af
þykkum rjóma, angandi af vellyktandi, og
steypti eldsnöggt yfir hár mannsins og höf-
uð. Allur salurinn lá í hlátri og náunginn
varð orðlaus. Eftir skemmtunina kom kann
sneyptur bak við sviðið og bað okkur með
grátstafinn í kverkunum að ieyfa sér að þvo
sér í búningsherberginu því það myndi kosta
hjónaskilnað ef hann kæmi svona á sig kom-
inn heim. Þá brosti Hanne og þvoði honum
um hárið og kvaddi hann með kossi.
Serena lítur ekki á vinnu
sína sem niðurlægjandi. Hún veit að strip-
tease eða nektardans er list sem krefst mikils
af dönsurum. En auðvitað er nektardans
eins og hver önnur list þar sem margir
svindla og svíkjast um. Serena finnur mátt
sinn þegar hún hefur vald á öllum hreyfing-
um og veit að hún hefur karlmennina í hendi
sér. Pá glottir hún.
Ef hún verður fyrir aðkasti kvenna launar
hún þeim lambið gráa á augabragði. En yfir-
leitt hlær hún að konum. Hún dansar fyrir
framan þær sakleysislega en með sömu
hreyfingum klýfur hún hugsanir eigin-
manna þeirra án þess að þær hafi hugmynd
um. Serena er hafin yfir skinhelgi hjóna-
bandsins og siðgæði. Hún er hún sjálf; sjálf-
stæð og óhrædd og fyrirlítur veraldlegt
brambolt mannanna.
Serena drekkur ekki, hún neytir aldrei
fíkniefna. Hanne reykir stundum sígarettur
en fer varlega með áfengi. Hvorug þeirra
stundar vændi en öðru hverju biður Serena
um peninga ef henni leiðist næturgesturinn.
Og er reyndar skítsama hvort hann borgar
eða ekki. Hanne verður stundum yfir sig ást-
fangin en Serena sefur hjá af því að henni
finnst gaman að því eða vegna þess að henni
leiðst stundum tilveran. Fyrir henni er kynlíf
ekkert stórmál. Og ekki ástin heldur.
Stundum verður Hanne hrædd við styrk
Serenu. Hún óttast að Serena taki af henni
öll völd og þurrki hana endanlega út. Útrými
henni. En Hanne getur verið óhrædd. Þær
þurfa hvor á annarri að halda.
Serena myndi ekki lifa dauða Hanne af.
Serena yrði köld, tilfinningalaus og kald-
hæðin án Henne.Hún myndi glata öllu því
mannlega sem hún hefur, litla brosinu sínu,
meðaumkun sinni og Iífsgleði. Og Hanne
yrði gjörsamlega hjálparvana án Serenu.
Þeim kemur vel saman. Hanne er hreykin
af Serenu; hún lítur upp til hennar. Serena
lítur hins vegar niður á Hanne og finnst hún
óttalegur krakki sem hún verður að gæta.
Hanne er háð Serenu en Serena er ekki háð
Hanne. En það heldur Hanne. Serena hefur
aðeins einnar skyldu að gæta: Að verja
Hanne gegn umheiminum. Hanne getur
ekkert án Serenu. Hún er oft hrædd og óviss.
Eins og t.d. þegar hún hittir stjúpföður sinn.
Hann setur upp gamla svipinn og ætlar að
hella sér yfir hana. En þá kallar Hanne á
Serenu. Og Serena kemur og horfir með
fyrirlitningu á þennan bæklaða drykkjurút
og tekur hann í gegn svo hann verður eins
og lúbarinn hundur. Hanne er svo lítill
mannþekkjari. En Serena sér í gegn um alla
og greinir hismið ávallt frá kjarnanum.
Stundum áttar Hanne sig ekkert á fólki en
Serena kemur henni þá strax til hjálpar og
útskýrir einstakar persónur fyrir henni á
svipstundu. Stundum öfundar Hanne Serenu
og reynir að vera hún. En það mistekst alltaf
hrapallega. Það þýðir nefnilega ekkert að
vera Serena. Serena kemur að innan. Þegar
Hanne kallar á Serenu verður Hanne að
víkja alveg. Hverfa og gefa Serenu völdin.
Aftur á móti man Hanne alltaf allt sem
Serena hefur gert. Serena er hins vegar búin
að gleyma því. Serenu er líka skítsama hvað
hún eða Hanne hefur gert. Hún horfir ekki
um öxl. Aðeins fram á við. Gert er gert.
Ég mun alltaf verða þessir tveir persónu-
leikar. Ég mun sennilega aldrei þora að
sleppa Serenu alveg þótt ég eigi eftir að
þroska Hanne með aldrinum. Ég er jú aðeins
tuttugu og eins.
Kannski róast líka Serena með aldrinum.
Hún og Hanne eiga sér sameiginlegan
draum: Þegar Serena er orðin of gömul til að
fella föt ætlar hún að kaupa hús úti í sveit fyr-
ir peningana sem hún hefur safnað saman
sem nektardansmær. Hanne ætlar að taká
börnin sín og búa með þeim í húsinu og
bjóða mönnunum sínum þremur að búa þar
einnig ef þeir kæra sig um. Svo ætlar Hanne
að kenna þar leikfimi og Serena getur átt
náðuga daga það sem eftir er. Þá verður hún
orðin roskin og ekki lengur villt, heldur bara
yfirveguð og sterk."