Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Blaðsíða 20
MYNDLIST Hafblik Á sýningu Þorvaldar Skúlasonar í List- munahúsinu við Lækjargötu er ríkur þáttur ljóðlistarinnar í 44 verkum á veggjunum. Þar er hafblik, hrannir, vogar og jafnvei hvammar. Stundum eins og ég hef sagt er málaralistin meiri ljóðlist en Ijóðlistin sjálf, vegna þess að hin innri sýn er auðsæileg ber- um augum, og hún er í lit fyrir augað. En hið auðsæilega vinnur líka gegn málaralistinni, hana skortir oft þá innri óljósu sýn sem oröin eru gædd, og vekja. Nöfnin á myndunum eru oftast eitt orð eða tvö, og séu heiti myndanna borin saman við þær verður nafnið á hlutnum (málið) lítið við samanburðinn (hlutinn). Tunga myndlistar- mannsins er litatunga en orð hans og nafn- giftir á verkunum aðeins vísbending. Þegar myndlistarmaðurinn veit ekki hvað hann er að mála kallar hann það Komposition. Það orð fann málaralistin upp til að verja sig gegn kröfunni um að málarinn verði að vita hvað hann gerir. Slík krafa er reyndar líka gerð til annarra listamanna, en þeir sem stunda ritlist hafa ekki getað fundið jafn haldgóðan skjöld og myndlistarmenn, með sinni Komposition. Þó notuðu þeir mikið á tíma orðið Texti sem jafngilti Komposition. „Þetta á bara að vera texti," sögðu skáldin. Aftur á móti er fólk ekkert að spyrja sig ævinlega hvað það sé að gera. En detti því stöku sinnum í hug að inna sig eftir ein- hverju í sambandi við gerðir sínar, þá segist það hafa verið að vinna. Komposition, Texti og Vinna eru því nokkurn veginn það sama. Síðan koma aðrir sem eru ekki sáttir við skilgreiningu fólks sem textar, vinnur og komponerar. Það eru þeir sem þykjast hafa vit á hlutunum, eða eru að minnsta kosti heilabrotamenn, menn vangaveltu og efa. Ljóðlist Einars Ben. hefur haft rík áhrif á huga okkar, einkum fyrir þá sök að hún var almenningi ekki auðskilin. Hið aúðskilda hefur lítil áhrif en er ágætt til hvers kyns nyt- samlegs brúks, daglegs, í umgengni. Þau verk mannsandans sem fáir hafa lesið en færri skilið hafa haft mest áhrif, svo sem Biblían, Auðmagnið, Don Kíkóti. Ljóðlist Einars er áþekk, á okkar mælikvarða: hún var i senn torskilin og heillandi. Hver vill ekki brjóta heilann? Jafnvel þeir sem horfa á Dallas hafa dulda löngun til að brjóta heil- ann. En listin hefur látið samvinnu hægri- og vinstriafturhaldsins í heiminum hrekja sig næstum út í horn með kröfunni um hið auð- skilda og tekjutali í tíma og ótíma: Fólkið vill þetta. Allt fyrir fólkið." List Þorvaldar Skúlasonar er ósnortin af vinstri-hægri-stefnunni í andans málum og veraldlegum, þeirri að „hafa vit á peningum og berjast um þá á markaði" eins og skín gegnum sérhverja tískustefnu nútímans, bæði á listamarkaðinum og skómarkaðin- um. Yfir list hans hvílir andi lista og anda, hugsýnarinnar og handbragðsins. Höndin og hugurinn hafa svarist í fóstbræðralag með því að vera stöðugt í þjálfun, i stöðugu starfi, samt ekki blindu erfiði, heldur- er Iitið kringum sig með augunum, bæði til nálægð- arinnar (landsins og lita landsins og forma náttúrunnar, kvikunnar) og til fjarlægðar- innar (útlandsins og kenninganna um litina og forma hugvitsins, sem hreyfingarleysis sem hið æðra vit hengir sig í og við köllum „Yfir list hans hvflir andi lista og anda, hugsýnarinnar og handbragðsins,“ segir Guðbergur Bergsson m.a. í umfjöllun sinni um sýningu Þorvaldar Skúlasonar. eftir Guðberg Bergsson klassík). Öll góð æðri list er staðbundið atvik gætt alþjóðlegri vitund. Sérhver góður lista- maður verður því að vera mikill heimalning- ur, en hann má ekki vera það einvörðungu. Hér er ekki hægt að bera saman ljóðlist Einars Ben. og málaralist Þorvaldar, eða þessa sýningu og einstök ljóð. Ljóðlist Einars er þó undirtónn litanna og jafnvel formanna. Við sjáum land (ísland) rísa rautt (en gæti eins verið eitthvað aflangt oddmyndað form) upp úr hafís svarts hafs með stöku blá- um formum, til að undirstrika hin hvítu og gefa myndinni, hafinu, táknrænt gildi. Haf og himinn renna saman í dökkva. Það er vet- ur á myndinni og rauð sólin rís við hafsbrún, hún er lágt á lofti, og bregður rauðum blæ á landið. Allt er falið, yfir það brugðið leynd tákns- ins án þess að vísbendingin sé tekin burt og málverkið því myrkt og óaðgengilegt öðrum en sérfræðingum í því að leysa upp málverk- ið. Því það er hægt að leysa upp málverkið á svipaðan hátt og leyst eru upp dróttkvæði og þau gérð flöt og skiljanleg skólanemend- um. Eins ætti sá sem fjallar um list að geta leyst hana upp, flatt hana út, svo hún verði skólahugunum aðgengileg. En umfjöllun í blöðum getur ekki stundað slíkt að neinu ráði. Þess vegna hef ég tekið að mér að leysa aðeins upp myndina á boðs- kortinu. Aðrir sem áhuga hafa á íslenskri menningu verða að skoða sýninguna, geyma hana í huga sér og lesa Einar Ben. Um leið mun ljúkast upp fyrir þeim auðlegð íslenkrar menningar í nánum tengslum við hámenningu meginlands Evrópu þar sem vart sjást skil, hin andlega melting mennta- magans er í svo fullkomnu lagi. Og enginn vindgangur eins og hjá sumum. POPP Tvœr góðar The Cure — Japanese Whispers, The Cure Singles nov. 82 — nov. 83. Þegar hljómsveitin The Cure sendi frá sér plötuna Pornography, í maí 1982, mátti ljóst vera, af þeirri tónlist sem á henni var að finna, að þeir voru komnir á endastöð í þró- un þeirrar tónlistar sem þeir voru að leika. Þróun sem byrjaði é 17 Seconds, hélt áfram á Faith og náði sem sé hámarki á Pornograp- hy. Þegar hljómsveitin hafði lokið við heims- reisu sína árið 1982, var bassaleikaranum Simon Gallup ýtt út og þá gerðist það jafn- framt að Lol Tolhurst hætti að leika á trommur og hóf þess í stað að leika á hljóm- borð. Þeir Robert Smith gitarleikari og Tol- hurst ákváðu samfara þessu að framvegis yrði The Cure bara dúett en þeir myndu fá til liðs við sig aukahljómborðsleikara eftir þörfum. Annars hefur lítið farið fyrir The Cure, frá því þetta gerðist og í fyrra fóru þeir ekki nema í tvær eða þrjár stuttar hljómleikaferð- ir. Og síðan í nóvember 1982 hafa þeir ekki sent frá sér nema þrjár litlar plötur. Robert Smith hefur þó haft nóg að gera, þar sem hann er nú nær fullgildur meðlimur hljóm- sveitarinnar Siouxie & the Banshees. Auk þess sem hann og bassaleikari Banshees, Steve Severin, sendu á síðasta ári frá sér stóra plötu sem heitir Blue Sunshine, en sjálf- ir kölluðu þeir sig The Glove. Það er annars af þessum þremur litlu plöt- um að segja, að sú fyrsta, sem heitir Let's Go To Bed seldist fremur illa en aðallag hennar er eitt það poppaðasta sem The Cure hefur sent frá sér. Næsta plata hafði Thé Walk sem aðallag. Hefur mörgum þótt það líkjast nokkuð Blue Monday, með New Order, en það skal tekið fram að The Cure höfðu þegar tekið lag þetta upp, þegar New Order sendu sína plötu frá sér, en það kom hins vegar ekki út fyrr en síðar. Annars seldist plata þessi vel og var sötuhæsta litla Cure-platan fram að því. Þriðja skífan var svo með laginu The Love Cats. Lag þetta náði miklum vin- sældum í Bretlandi en einnig þó nokkrum hér á landi. Það sama er að segja um þetta lag og hin, þ.e. það var mjög ólíkt því sem hljómsveitin hafði áður verið að gera. I stað hins þunga trommutakts var að þessu sinni svo komið að trommarinn notaði bursta í stað kjuða og gaf það laginu, ásamt léttum gitarryþma, mjög léttan blæ. Nú er komin út stór plata með The Cure, sem heitir Japanese Whispers, The Cure Singles nov. 82—nov. 83. Eins og nafnið gef- ur til kynna er hér um að ræða samansafns- plötu, þar sem er að finna þrjú framantalin lög ásamt öðrum lögum sem á plötum þess- um voru, eða alls átta lög. Ekki verður ann- að sagt en að lög þessi myndi ágæta heild, þótt þau séu í mörgu frábrugðin hvert öðru. Það sem þau eiga þó sameiginlegt er að þetta eru allt fremur létt popplög, að minnsta kosti miðað við það sem The Cure hafa áður verið að gera. Eftir það stefnuleysi sem einkennt hefur hljómsveit þessa að undanförnu verður spennandi að heyra hvað þeir hafa fram að færa á næstu stóru plötu sinni, en hún mun væntanleg innan tíðar og samkvæmt nýj- ustu heimildum á hún að heita The Top. Black Uhuru — Anthem. Þegar Bob Marley lést fóru margir að líta í kringum sig eftir einhverjum til að taka stöðu hans sem leiðandi afl í reggae-tónlist- inni. Margra augu (eða eyru) staðnæmdust þá á söngflokknum Black Uhuru, sem sama ár og Marley lést sendi frá sér plötuna Sin- semilla, sem þá var af flestum gagnrýnend- um valin reggae-plata ársins. Ári síðar sendu þau frá sér plötuna Red og þó það væri ágæt- is plata, þá bilaði samt sem áður trú margra á þeim. Var það fyrst og fremst vegna þess að textar þeirra þóttu ekki komast í hálf- Það kemur þægi- lega á óvart hve góö plata Black Uhuru.Anthem.er. eftir Gunnlaug Sigfússon kvisti við það sem Marley hafði gert og satt er það, að á köflum er boðskapur þeirra heldur barnalegur. Á árinu 1982 komu frá þeim hljómleika- plata, dub-plata og stúdíóplatan Chill Out og var þá ekki nóg með að textarnir væru ekki góðir, heldur var plata þessi tónlistarlega séð það lakasta sem Black Uhuru höfðu sent frá sér. Það kom mér því reglulega þægilega á ó- vart, þegar ég heyrði nýjustu plötu þeirra, sem heitir Anthem, hversu góð hún er. Eg held að óhætt sé að segja að plata þessi sé einhver skemmtilegasta reggae-plata sem ég hef lengi heyrt. Hún er að vísu ákaflega létt en það er eitthvað ferskt við tónlistina sem Black Uhuru eru nú að flytja. Sums stað- ar má greina fönk-áhrif en annars er yfirleitt allt að finna á henni, sem þarf til að gera góða reggae-tónlist. Það er skemmtileg ekkó-notkun á köflum, góð notkun blásturs- hljóðfæra og ryþminn svífandi og þéttur. Söngurinn er góður og þar að auki eru lag- línurnar sterkari en oftast áður á plötum þeirra. Það er ryþmaparið góða, Sly Dunbar og Robbie Shakespeare, sem sér um stjórn upp- töku og útsetningar. Þeir hafa svo fengið til liðs við sig pottþétta session-menn. Raunar hafa Sly og Robbie komið nálægt nærri öll- um plötum sem Black Uhuru hafa sent frá sér, en þeir eru frábrugnir öðrum reggae- hljóðfæraleikurum að því leyti að þeir kjósa fremur að taka plötur sínar upp í Nassau á Bahamaeyjum en á Jamaica. Margir tala lika um svokallaðan Nassau-hljóm á plötum sem þar eru teknar upp og minnir hljómurinn á Anthem t.d. nokkuð á tónlist Grace Jones; þ.e.a.s. hljóðfæraleikurinn, ekki söngurinn. Að mínu mati eru Black Uhuru einhverjir bestu flytjendur léttrar reggae-tónlistar um þessar mundir. Hins vegar hafa þau ekki fyllt það skarð sem vonast var eftir í upphafi að þau myndi gera en ef menn líta nú raunhæft á málið, þá á enginn eftir að fylla það skarð sem Bob Marley skildi eftir sig. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.