Helgarpósturinn - 19.04.1984, Page 20

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Page 20
ÞJÓÐLEIKHllSlti Gæjar og píur (Guys and dolls). 7. sýn. miðvikudag kl. 20.00, upp- selt, 8. sýn. fimmtudag 26. april kl. 20.00. Amma þó skirdag kl. 15.00, annan páskadag kl. 15.00. Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni skírdag kl. 20.00. Öskubuska annan páskadag kl. 20.00, þriðjudag 24. april ki. 20.00, miðvikudag 25. april kl. 20.00. Síðustu sýningar. Miðasalakl. 13.15-20. Simi11200. WfWIATA miðvikudag kl. 20.00. Siðasta sinn. ^akarinn iSevWa mánudag 23. apríl kl. 20.00. Miðasala opin frá kl. 15-19, nema sýningardaga kl. 20. Sími 11475. Bflbeltin hafa bjargaö UUMFERÐAR RÁÐ AlþýðuMkhúslð A Hótsl LoftMðum Undir teppinu hennar ömmu Sýning 2. í páskum kl. 21.00. Miðasala alla daga frá kl. 17.00. Simi22322. Matur á hóflegu verði fyrir sýningar- gesti I veitingabúð Hótel Loftleiða. Ath. leið 17ferfráLækjargötuáheil- um og hálfum tíma alla daga og það- an á Hlemm og svo að Hótel Loftleið- um. Litli prinsinn og Píslarsaga séra Jóns Magnússonar Tónverk eftir: Kjartan Ólafsson. Látbragösgerð og leikstjórn. Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Grímurog búningar, leikmynd: Dominique Poulain og Þórunn Sveinsdóttir. Lýsing: Ágúst Pétursson. Frumsýning: 2. í páskum kl. 20.30. 2. sýning: 25. apríl kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta. Veitingar. Miðapantanir í sima 17017. LEiKFÉLAG REYKjAVlKUR SÍM116620 GUÐGAFMÉR EYRA í kvöld kl. 20.30. Næst siðasta sinn. GÍSL Skirdag uppselt. BROS UR DJÚPINU 4. sýn. þriðjudag kl. 20.30. Blá kort gilda. Stranglega bannað börnum. Miðasala i Iðnó kl. 14 - 20.30. HÖGGDEYFAR í MIKLU ÚRVALI Viö opnum kl. 8.30 og höfum opið í hádeginu Næg bíiastæði TTT ■ " n Skeif unni 5a, sími 84788. 20 HELGARPÓSTURINN LEIÐARVÍSIR PÁSKANNA og Björn Karlsson hiö geð- þekka yfirvald bæjarins. Reynir Antonsson lýkur leik- dómi sínum um sýninguna á þennan hátt: „Mestu máli skiptir aö hér er um að ræða hugljúfa sýningu sem allir, líka fullorðnir, hafa ekki nema gott af að sjá. Ekki síst á þessum tíma kvóta og óuppfylltra fjár- lagagata.“ Leikfélag Hafnarfjarðar Grein 22 Leikfélag Hafnarfjarðar iðar af lífi um páskana undir hand- leiðslu leikstjórans Karls Ágústs Úlfssonar sem þýddi fyrir félagið bandaríska leikrit- ið Catch 22. Höfundurinn, Jospeh Heller, hefur um langt skeið verið vinsæll höfundur í sínu heimalandi. Leikritið er leikgerð hans upp úr þeirri skáldsögu sem hann hefur fengið mest lof fyrir, reyndar verið kvikmyndað líka. Tuttug- asta og önnur grein fjallar um ungan flugmann í bandaríska flughernum sem sinnir her- skyldu á Ítalíu seinni heims- styrjaldarinnar. Þaðan erhann sendur vítt og breitt til að sprengja mann og annan. Það er hinsvegar hans heitastaósk að lifa að eilífu og því er greyið óneitanlega ekki í sem heppi- legustum starfa. Leikritiðsegir síðan frá ýmsum tilraunum þessa ólánssama piltungs til að losna undan herskyldunni, sem illa tekst sakir 22. greinar herlaganna sem enginn veit hvort til er, en yfirmenn nota óspart ef undirmenn þeirra eru með einhvern derring. Gunn- laugur Ástgeirsson segir um. uppfærslu L.H. á verkinu: „Leikstjóranum tekst nokkuð vel að halda utan um sýning- una og halda góðum hraða og lipru samspili.“ Leikendur eru um tuttugu í þessu verki Hafn- firðinga. Stúdentaleikhúsið Hljóðleikhús Stúdentaleikhúsið fer ekki troðnar slóðir í efnisvali sínu. Það sannar nýjasta viðfangs- efni hóþsins sem er útfærsla á tveimur ólíkum sögum fyrir hljóð og látbragð. Annarsveg- ar er píslarsaga Jóns Magnús- sonar tekin fyrir, valdir kaflar lesnir inn á segulband og síð- an fiffaðir í hljóði þanng að fram náist sem mest áhrif og sá hugarheimur sem Jón geggjaði lifði í á sínum tíma. Síðan túlkar einn leikandi efn- ið undir hljóðfiffaða lestrinum. Hinsvegar er frönsk smásaga tekin fyrir, fallegt barnaævin- týri fyrir fullorðna sem segir af prinsi sem 6ýr-á_plánetu úti í alheirrii. Hann tekór að ferðast ^iLjárðar, kemurviq á sex plán- ^etum í þeirri reisu/bg hittir þar tyrir einn karakter á hverjum stað. í þessu verki sem hinu fýrra er notast við upplestur irjn á band til að auka áhrif tulkunarinnar. Þessi upp- f^ersla Stúdentaleikhússins er updir stjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur og verður frum- sýning í Félagsstofnun stúd- enta á annan í páskum. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framsúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð -¥■ þolanleg O léleg Bíóhöllin Heiðurskonsúllinn **A Þessi kvikmynd er byggð á kunnri skáldsögu rithöfundar- ins Graham Greene, The Hon- orary Consul. Sagan fjallar um drykkfelldan og sjúskaðan heiðurskonsúl Breta í Argent- ínu, sem heldur meiri reisn en aðrir, þegar ungur læknir ræn- ir frá honum konunni og hon- um er sjálfum rænt af skæru- liðum frá Paraguay í misgrip- um fyrir bandaríska sendiherr- ann. Leikstjóri myndarinnar er John MacKenzie, en í aðal- hlutverkum eru Michael Caine og Richard Gere. „Vönduð mynd og meira en Breiðholts- ferðar virði, ef menn búa þar þá ekki á annað borð.“ - ÁÞ. Silkwood *** Myndin gerist í Kerr McGee kjarnorkuverinu í Cimarron, Oklahoma í Bandaríkjunum. Grunur leikur á að verið leki geislavirkni út í umhverfið. Karen Silkwood er einn starfs- maður versins sem veit hvað er að gerast í fyrirtækinu, en hún finnst látin þegar mest ríð- ur á að njóta vitneskju hennar um dularfulla atburði sem ger- ast í verinu. Þetta er svoiítil spennumynd, leikstýrð og framleidd af Mike Nichols, en í helstu hlutverkum eru Meryl Streep, Kurt Russell og Cher. „Langdregin með ákveðinni undirspennu. Streep æðisleg í sínu hlutverki.“ - IM. Mjallhvít og dvergarnir sjö Geðþekk framleiðsla Walt Disney-frabrikkunnar fyrir börnin. Þetta er glæný útgáfa af sögunni sem allir þekkja, en verða seint fullsaddir á, hvað sem aldri líöur. Tónabíó Svarti folinn snýr aftur ** Coppola ríður svörtum hesti austur Skipholtið um páskana. Þeir í Tónabíó sýna þar fram- haldsframleiðslu hans á The Black Stallion eftir sögu Walters Farley. Hann skrifaði á sínum tíma sextán bækur um þennan gjörvilega gæðing og er hér um að ræða annað hefti þessa bókaflokks, Svarti folinn snýr aftur. Kelly Rino heldur áfram að leika litla strákinn með þeim blakka, en Mickey Rooney nennti ekki að leika meira í sona hestamynd- um og er því ekki með núna. Kvikmyndataka mun sem fyrr vera aðal þessa verks, fögur og litrík a la Coppola, en sögu- þráður helst til væminn. „Engu aö síður má hafa gam- an aö þessu ævintýri sem er fallega fram sett, en því miður of fallega á stundum og skemmir það fyrir annars Ijúfri kvöldstund.“-SER„ Regnboginn Return of the Soldier ** Alan Bridges leikstýrði þessu verki sumarið 1981 með nafna sínum Bates, Julie Christie, Ann Margareth og Glendu Jackson í megin rull- um. Þessi mynd fjallar um her- mann sem styrjöldin skilar minnislausum heim til sín, en þar taka við honum þrjár konur sem allar eru meira og minna sálræn reköld þegar lífsakker- ið (nefndur dáti) slitnar frá. „Vönduð en frekar ruglingsleg og tilgerðarleg sálfræðistúdía. Góður leikur bjargar ansi brotakenndu handriti.“-ÁÞ. Stjörnubíó Educating Rita Þessi kvikmynd er unnin upp úr all vinsælu leikriti Willy Russell sem enn gengur á fjöl- um West End í Lundúnum. Segir hér af ungri breskri al- þýðustúlku sem leitar sér full- orðinsfræðslu hjá miðaldra prófessor sem hefur hallað sér að flöskunni með árunum. Kvikmyndagerð Lewis Gilbert á verki Russell þykir afar hugguleg, en hann fékk þau Michael Caine og Julie Walt- ers til að leika aðalhlutverkin í myndinni og mun hann ekki sjá eftir því vali. Hvorttveggja góðir leikarar, sem svíkja ekki áhorfandann hér sem endra- nær. Austurbæjarbíó Atómstöðin ★ ** Þetta er eina íslenska kvik- myndin sem höfuðborgarbúar og nágrannar þeirra hafa möguleika á að sjá yfir páska- hátíðina, og því ástæða til að hvetja alla þá sem ekki hafa þegar séð stykkið að nota til þess frídagana sem nú fara í hönd. Þessi útfærsla Þor- steins Jónssonar og félaga á sögu Laxness þykir enda vel heppnuð. Myndin er fögur og áhrifamikil, aukinheldur spennandi á köflum. Gunnar Eyjólfsson fer á kostum í aðal- hlutverki myndarinnar ásamt Tinnu Gunnlaugsdóttur í mót- hlutverki. Nýja bíó Wargames John Badham getur ekki kvartað yfir því að þessir stríðsleikir sínir hafi ekki notið athygli frá því hann setti þá fram fyrir þremur misserum eða svo. Óhætt mun að full- yrða að þetta sé einhver um- talaðasta mynd síðustu ára, enda efnið ekki með öllu óvið- komandi nútímabörnum. Strákpatti nær með tölvufikti sínu sambandi við sjálfvirkan sleppibúnað á kjarnorkuvopn- um Bandaríkjahers. Og þar með er spennan komin til sög- unnar og helst út alla myndina, sumum um megn að því er sagt er. Helstu leikendur eru Matthew Broderick, Ally Sheedy og John Wood. Laugarásbíó Scarface Þetta er nútímamafíósi, ekki óskyldur Guðföðurnum að eðli og uppbyggingu, enda Al Pacino enn í megin rullunni. Myndin gerist í undirheimum Miami þar sem bófaflokkar eigast við og fyrsta boðorðið heitir: Dreptu, eða þú verður dreþinn. Þetta er krassandi spennumynd þar sem allur hryllingur leikstjórans Brian de Palma finnur sér stað, en sem fyrr fer hann ansi fag- mannlega með viðbjóðinn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.