Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 3
TÓMATSÓSA 500 gr ...vöruverð í lágmarki „Það er náttúrlega vitað mál að Pylsuvagninn hefui alitaf vantað sitt málgagn, og það oft á tíðum tilfinnan- lega. Pylsupósturinn sem nú lítur dagsins Ijós, er ekkerl nema uppfylling á þessari bráðu vöntun. Pylsuvagninn aftur á móti, heldur sínum rekstri áfram, einsog ekkerl hafi í skorist." - Má búast við því að Pylsuvagninn fari inn á fleiri svið f jölmiðlunar? „Sem stendur nýtum við okkur þetta gamla handverk Guenbergs bara af illri nauðsyn. Það erokkur hinsvegar ekkert launungarmál að þegar öldur Ijósvakans verða gefnar frjálsar, þá fer Pylsuvagninn út í útvarpsrekstur. Blaðaútgáfan er náttúrlega bara gamaldags úrræði til að láta bera á sér, og því skammtimaráðstöfun af okkat hálfu en útvarpsrekstur það sem koma skal, og þess er Pylsuvagninn sér fullkomlega meðvitaður." - Á hvaða kýlum þjóðfélagsins mun Pylsupóstur- inn taka meðan hann verður enn í blaðformi? „Okkar á milli sagt, þá er blaðið náttúrlega bara alls- herjar auglýsing og einhliða áróður fyrir ágæti pylsuáts. Það ber þetta fyrsta tölublað hans - afmælisblaðið - glöggt með sér. Til að gefa sýnishorn af efni málgagns- ins, þá verða þarna viðtöl við löggur sem verið hafa á næturvakt við Pylsuvagninn, hreinsunarmenn borgar- innar sem þrifiö hafa i kringum hann árla morguns. Svo verða líka greinar í blaðinu eftir ýmsa velunnara og trúnaðarmenn Pylsuvagnsins; ég nefni af handahófi úr- valsmenn eins og Indriða G., Jónas stýrimann, Sigurjón Pétursson, Jón Magnússon, formann Neytendasam- takanna, og Jón Baldvin Hannibalsson. Einnig munu ýmis borgarskáld eiga þarna kvæði, Gunnar Dal og fleiri." - Hvernig hefur annars rekstur Pylsuvagnsins gengið þau fimm ár sem hann hefur staðið í Austur- stræti? „Hreint alveg ágætlega, þakka þér fyrir. Þetta er eins og með öll önnur fyrirtæki, fyrst og fremst spurning um vinnu og yfirlegu." - Mer skilst að margir hafi ort fyrir pylsunum sín- um, og þar sé komin einhver hefð til sögunnar í starfi vagnsins? „ja, eg kalla þá vandræðaskáldin mín. Þetta eru nokkrir hagyrtir strákar, sem jafnan hafa litið til mín eftir ballreisur, auralitlir en sársvangir. Ef þeir hafa getað klambrað saman sæmilegu vísukorni á staðnum, joá hafa þeir fengið eina aö éta; tvær ef vísan hefur verið með innrími og þrjárpylsurþá sjaldan þeirhafagetaðort með sléttuböndum. Þetta er sem sagt ákaflega þjóðleg hefð sem hefur myndast á staðnum." - Láttu eina vísuna flakka. „Ja, mér finnst þessi hérna ansi dæmigerð fyrir kveð- skapinn við Pylsuvagninn: Góðskáldin fá í gogginn sinn, Gvendur jaki heiðurinn. Albert ætíð stuðninginn, Ásgeir hirðir peninginn. Þetta er að vísu bara einnar pylsu vísa, en samt skrambi góð finnst mér.“ - Hvað heldurðu að þú hafir handlangað margar pylsur í gegnum lúguna hjá þér síðustu fimm árin? „Ja, það er ekki gott að segja, en það máttu hafa eftir mér að ég sel helst bara eina pylsu í einu.“ Pylsuvagn Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í Austurstræti er orðinn næstum jafn fastur punktur í tilveru Reykvíkinga og klukkan á þaki Útvegsbankahússins. Þetta yfirlætislausafirma í miðbæjarkvosinni hefur nú náð fimm ára aldri, og af þeim sökum réðst það í blaðaútgáfu. Ekki á að láta deigan siga í þeim efnum á næstu misserum, heldur gefa út blaðið oftlega og síðan hefja útvarpsrekstur þegar tækifæri gefst. Ásgeir Hannes spjallar um þessar ráðagerðir hér að ofan. <X> IVA FRIGG ÞVOTTAEFNI 2,3 kg Pollar viö polla við Pollinn ☆ Það heitir þessi mynd náttúrlega, því hér gefur að líta þrjá patta úrlnnbænum sem hafa tyllt sér við gamlan polla úti á Höepfners- bryggju og dorga í Akur- eyrarpolli. Sjálfsagt hafa ömmur þeirra eða lang- ömmur starfað þarna líka á árum áður, því þá var Höepfnersbryggja eitt helsta síldarplan landsins þar sem fjármuriirnir urðu til fyrir eyðslu komandi kynslóða. Ólíkterhlutskipti Höepfners- bryggju lítilsverðara á dögum þessara afkomenda fiskvinnslukvennanna, því nú hefur hún verið klippt í tvennt fyrir breiða hraðbraut þar sem bifreiðar þjóta í gegn þar sem síldartunnurnar ultu um áður. Og allt útlit er að þessirpattar og jafnaldrar þeirra úr Innbænum fái ekki fyrir mömmu mikið lengur, því í bígerð er að má þetta sögufræga athafna- svæði þeirra af landakorti Akureyrarbæjar. Eftir ur þá hraðbrautin ein , sem ekkert gefur af sér nema bifreiðagný og bensín- fnyk...it Góðan dagtnn! LENI EL.DHUS- RULLUR SINNEP 500 gr <X> ÞVOL frígg ÞVOTTALÖGUR1/2 fl KORNI HRÖKKBRAUÐ 250 gr Er pylsuvagninn að breytast í pressu? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.