Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 11
lokið við að plægja Evrópu og nu skal plógnum beitt annars staðar: ,,Það má segja að fjarlœgaristaðir séu að mestu óplœgður akur, en farþegar t.d. frá Austurlöndum fjœr og Suður Ameríku sœkja í sí- auknum mœli til Evrópu. “ Það er greinilegt, að enginn heimshluti er lengur óhultur fyrir Amarflugsplógnum. Og nú er upp- skeran farin að velta fram, mikil að vöxtum, því í mars sendi félagið út nýjan boðskap: . er aukning hollenskra ferðamanna tilíslands í byrjun ársins um 100% miðað við sama tíma í fyrra. “ Þetta lítur vel út Óli minn, þar til maður flettir upp í skýrslum út- lendingaeftirlitsins og sér að fyrstu tvo mánuði ársins komu 100 Hol- lendingar til landsins, en 84 á sama tíma í fyrra. Fjölgun um 16 mann! Þú spyrð hvort mér þyki ekki skondið að Flugleiðir vilji ekki selja starfsfólki Amarflugs hluta- bréf, sem búið sé að afskrifa. Ég veit ekki betur en starfsfólk Amar- flugs hafi átt þess kost að kaupa allan hlut Flugleiða á sínum tíma, en látið hjá líða. En þú veist eins vel og ég, að þrátt fyrir 13 milljóna króna tap Amarflugs árið 1982 var eiginfjárstaðan jákvæð um liðlega8 milljónir króna í árslok þess árs. Útkoma ársins 1983 er öllu skugga- legri, án þess að ég ætli að hafa fleiri orð um hér. Það var því ekki að ástæðulausu sem bókfært verð- mæti hlutabréfanna var fært niður í núll. Þar var bara um að ræða viðurkenningu á staðreyndum. Nú segist þið vera að komast út úr erfiðleikunum og því vill stjóm Flugleiða greinilega hinkra við og sjá hverju fram vindur, áður en farið er að selja umrædd bréf. Ég sé að þetta er óhæfilega langt bréf af litlu tilefni og slæ því botn- inn í það hið snarasta, þótt enn sé margt ósagt. Með bestu kveðjum, Sœmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða Kœri Sœmundur. Þakka þér hlý orð í minn garð. Ég er að hlaupa í skarðið hjá ' HP þangað til þeir fá einhvem ai- mennilegan mann. Það hefði nú ekki átt að koma ykk- i ur á óvart að fólki var sagt upp hjá Arnarflugi. Hjá Flugleiðum vinnur fólk sem hefur fengið uppsagnar- bréf einusinni á ári, í áratugi. Þetta er venja hjá flugfélögum þegar mögulegur verkefnaskortur er framundan, svona einskonar var- nagli. Fólkið er svo endurráðið, eins og raunin hefur orðið á hjá Arnarflugi, í flestum tilfellum. Hvað snertir ábyrgð á lán þá er þar held ég um lægri upphæð að ræða en þið fáið í ríkisstyrk í ár. Nígeríuflugið var samningur sem brást vegna þess að þeir sem Arnarflug var að fljúga fyrir gátu ekki staðið við hann. Amarflug stóð hinsvegar við sitt í einu og öllu, allt útí að sjá um prentun far- seðla. Það er ánægjulegt að þið skulið hafa verið heppnari með ykkar samningsaðila. Hvað markaðsplóginn snertir þá em dráttardýrin fyrir honum enn- þá hin hressustu og fara sem víð- ast. Og uppskeran lítur ágætlega út. Að lokum hlýtur það að gleðja oss mjög að Flugleiðir skuli þó hafa þá trú á Amarflugi að þið tímið ekki að selja hlutabréfin ykkar. Kcer kveðja Óli Tynes Friðarhreyfingin og vinstri menn í páskablaði HP skrifar Óli Tynes blaðamaður Innlenda yfirsýn og fjcdlar, þar um friðarhátíðina sem haldin var í Norræna húsinu í dymbilviku. Fyrirsögnin er „Friðar- páskar - einhvers virði?" og gefur hún nokkuð góða mynd af efni yfir- sýnarinnar. Ég ætla ekki að fjalla um þessa grein í heild, um hana er svo sem ekki mikið að segja, utan hvað ég hnaut um svofellda málsgrein í aft- asta dálki: „...Vegna þess hve vinstri menn hafa víða misnotað friðarhreyfing- ar í pólitískum tilgangi og til ein- hliða áróðurs gegn Vesturlöndum, eiga friðarhreyfingamar ekki upp á pallborðið hjá þeim sem til hægri eru...“ í þessari stuttu málsgrein er að finna tvær staðhæfingar og eina ályktun sem ég á bágt með að fella mig við. 1 fyrsta lagi vil ég biðja Óla að nefna mér einhver dæmi um að vinstri menn hafi „víða misnotað friðarhreyfingar í pólitískum til- gangi“. / öðru lagi kannast ég ekki við að vinstri menn hafi ástundað í mikl- um mæli einhliða áróður „gegn Vesturlöndum". Þeir lifa jú og starfa á þessum Vesturlöndum og vilja þau því varla feig, eða hvað? Það sem ég held að Óli meini með þessu er að vinstri menn hafi lagt stund á áróður gegn valdamönn- um á Vesturlöndum, þeim sem hafa tekið sér einkarétt til þess að móta stefnu Nató og þar með stefnu Vesturlanda í öryggis- og hermálum. Þeir hafa ma. gætt þess vandlega að fulltrúar vinstriflokka í Vestur-Evrópu fái engan aðgang að þeim stofnunum Nató sem móta stefnu Vesturlanda í kjam- orkumálum, og skirrast þar einskis, sbr. hamagang Kissingers hér um árið þegar horfur voru á að ítalski kommúnistaflokkurinn fengi aðild að ríkisstjóm. Það er einmitt gegn þessari valdaeinokun sem friðarhreyfingar Vesturlanda beita sér og af henni helgast tilvera þeirra og tilgangur. I þriðja lagi ætti nú að vera ljóst af hverju ég get ekki fallist á skýr- ingu Óía á því hvers vegna hægri mönnum er svo uppsigað við frið- arhreyfingar Vesturlanda sem raun ber vitni. Hægri rnenn hafa einfaldlega tekið afstöðu með þeim fámenna hópi vesturlenskra Vcúdamcmna sem halda um stjóm- völ Nató og móta stefnu banda- lagsins í kjarnorkumálum. Af slíkri afstöðu leiðir að sjálfsögðu að hægri menn geta ekki tekið undir með neinum þeim sem draga rétt- mæti stefnunnar í efa. Svo einfalt er það og alger óþarfi að draga til ábyrgðar einhverja vonda vinstri menn. Sem betur fer berum við vinstri menn enga ábyrgð á skoð- anamyndun hægri mcinna, þeir sjá um það sjálfir. Og ættu því að vera menn til að kannast við það. Að lokum vil ég bara ítreka ósk mína til Óla: Nefndu mér þó ekki væri nema eitt dæmi um misnotk- un vinstri manna á friðarhreyfing- unni. Ég bíð spenntur eftir sveirinu vegna þess að staðhæfingar á borð við þær sem ég hef hér gert að umtalsefni hafa tröllriðið hægri- pressu Vesturlanda undanfarin misseri. Sú ágæta pressa hefur þó ekki haft mikið fyrir því að rök- styðja sitt mál eða nefna dæmi. En fyrst óháð blað eins og HP ber þær á borð hlýtur eitthvað að vera hæft í þeim. Eða hvað? Með kveðju, Þröstur Haraldsson blaðamaður. Svar blaðamanns: Það er mörg dæmi hægt að tí'na til um óheiðarleika vinstri manna þegar friðarhreyfingar eru annars- vegar. Þar sem pláss í þessum dálkum er takmarkað læt ég að sinni nægja að nefna það nýjasta og nærtækasta. Ekki færri en sex- tán aðilar stóðu að Friðarpáskum svonefndum. Þcir var til undirrit- unar áskorun til stjómvalda um að taka upp einarða andstöðu gegn kjcimorkuvígbúnaði og vopna- kapphlaupi. Þar var skorað á Bandaríkin og Sovétríkin og önnur kjamorkuveldi að gera samkomu- lag um stöðvun vígbúnaðar og hefja kerfisbundna aúvopnun. Með- an unnið væri að því ætti hvergi að koma fyrir kjamorkuvopnum eða tækjum tengdum þeim. Líklega finnast ekki margir menn á íslandi sem ekki geta heilshugar skrifað undir þetta. En þetta dugði ekki kommum, enda er þeirra eina hugsun í sam- bandi við friðarhreyfingar eða af- vopnun sú að spilla fyrir vestræn- um ríkjum. Þjóðviljinn, það blað sem Þröstur Harcúdsson vinnur fyrir, nuddaði látlaust á því að í yfirlýsingu Friðarpáska fælist for- dæming á utanríldsstefnu Islands og aðildinni að NATO. Þetta var m.a. sagt í tveimur leiðurum til að útvarpshlustendur misstu ekki af boðskapnum. Þetta er hrein fölsun og misnotkun á yfirlýsingu Friðar- páska. Þetta var ekki það sem gest- irnir (að undanskildum kannske Þresti og kumpánum) vom að skrifa undir og þetta var ekki það sem aðstandendumir sextán höfðu komið sér saman um. En þetta sýnir að það er nákvæmlega ekkert að marka orðagjálfur komma um að þeir vilji alheimsfrið og afvopnun. Það er NATO, NATO og aftur NATO sem skal afvopnast. Þetta hefur verið meginvers margra friðarhreyfinga, enda svo margar þeirra ekici annað en mál- pípur komma að alvöm friðar- hreyfingar sem hafa áhyggjur af kjarnavopnum hver svo sem á þau, eiga litla möguleika á að ná árangri. Það er vert að minnast þess að friðarhreyfingar höfðu lítið haft sig í frammi fyrr en NATO ákvað að ef Sovétmenn fjarlægðu ekki SS-20 flaugcir sínar yrði svæað með nýjum flaugum NATO í Evr- ópu. Þá, allt í einu, spmttu friðar- hreyfingar upp eins og gorkúlur. Þær vom þó ekki að berjast fyrir að Rússar hættu að setja upp SS-20 flaugarnar, hvað þá að þeir fjar- lægðu þær sem þegar vom komn- ar. Nei, baráttan var gegri ÁÆTL- UN um að NATO setti upp flaugar EF Rússar fengjust ekki til að semja. Og út á þetta hefur baráttan gengið, en á meðan hafa Rússar átölulaust haldið áfram að hranna upp SS-20 flaugum sínum. ' Það er dálítið broslegt þegar Þröstur segir að hann kannist ekki við að vinstri menn ástundi ein- hliða áróður gegn Vesturlöndum. Sannleikurinn er sá að öll afstaða þeirra til heimsmála ræðst af því hvort Vesturlönd eiga þar ein- hverja aðild. Þetta hefur sést, eink- ar skýrt, við lestur Þjóðviljans í gegnum árin. Tökum nokkur dæmi. Meðan Bandaríkin stóðu í Viet- nam-stríðinu leið ekki sá dagur að ekki væri í Þjóðviljanum tíunduð grimmdarverk þeirra þar í landi. Síðan stríðinu lauk hafa milljónir manna fallið fyrir morðsveitum hinna ýmsu kommúnista í Suð- austur-Asíu og milljónir í viðbót flúið frá því Vietnam sem Þjóðvilj- inn barðist hvað mest fyrir. Þessi harmsaga hefur hinsvegar að mestu farið framhjá Þjóðviljanum. Meðcm írcinskeisari var við völd og naut stuðnings Bandaríkjanna leið varla sá dagur að Þjóðviljinn býsnaðist ekki yfir ógnarstjóm hans. Síðan hann féll frá hafa tug- þúsundir fallið fyrir morðsveitum núverandi valdhafa. Skólaböm eru dregin út af heimilum sínum og hengd fyrir það eitt að vera Baháí- trúar. Jú, jú, Þjóðviljinn tekur af- stöðu gegn bamamorðum. En Bandaríkjamenn koma þama hvergi nærri og bömin fá því snöggtum færri dálksentimetra en ef keisarinn hefði verið við völd. Sovétríkin hafa um árabil stund- að fjöldamorð á íbúum Afganistan, en það er ekki svo fréttnæmt að það dugi Þjóðviljanum í eina grein á mánuði. Grátbroslegt var svo brölt vinstri manna í Falklandseyjastríð- inu. Þjóðviljinn hefur löngum bar- ist gegn herforingjastjómum í Suð- ur-Ameríku og af þeim var sú í Argentínu ein hin grimmúðugasta. En þegar NATO-ríkið Bretiandvar. komið í stríð við Argentínu fengu hershöfðingjamir uppreisn æm. Þröstur segir að vinstri menn lifi jú og starfi á Vesturlöndum og vilji þau þvi varla feig. Mér þætti gaman að sjá hvemig þeir hegðuðu sér gagnvart löndum sem þeir þá VILDU feig. Óli Tynes. Frískur og fjörugur...>

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.