Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 21
II ■ ^Býtt gallerí mun opna í júlí- byrjun í Reykjavík. Galleríið mun verða til húsa í Pósthússtræti 9 þar sem ferðaskrifstofan Úrval er nú. Ferðaskrifstofan mun hins vegar flytja í nýbygginguna við hlið Hótel Borgar. Reykjavíkurborg á hús- næðið númer 9 en áður var það í eigu Almennra Trygginga. Frum- kvöðullinn að stofnun gallerísins, og sá sem gómaði leiguhúsnæðið eftir Úrval, er enginn annar en Úlfar Þormóðsson, fyrrvercindi ritstjóri Spegilsins. Stofnað verður hlutafélag um galleríið og eru aðrir hluthafa auk Ulfars m.a. þeir Arn- mundur Backman Iögfræðingur, Gísli B. Björnsson auglýsinga- stofueigandi og Sigurður AI- bertsson lögfræðingur. Galleríið mun verða rekið á hefðbundinn máta og leggja áherslu á sýningu olíumálverka, graffldistar og kera- míks ... hefur lýst því yfir að hann gleypi ekki við upplýsingum Mjólkurbús Flóamanna um verðmyndun um- ræddra framleiðsluvara. Fleiri taka í sama streng. HP hefur eftir áreið- anlegum heimildum að enginnþori að nefna hina raunverulegu ástæðu fyrir verðiagningunni. En hún er sögð vera sú, að á sama tíma og önnur mjólkurbú landsins hafi mjög arðbærar hliðarfram- leiðslugreinar, svo sem ostagerð (sbr. mjólkurbúið á Skagastönd), hafi Mjólkurbúi Flóamanna, sem er stærsta mjólkurbú landsmanna, verið falið að framleiða grunn- mjólkurvörur sem ekki hafi reynst arðvænlegar. Mjólkubúið hafi því bætt við sig hliðarframleiðslu- grein; freimleiðslu umræddra drykkja sem sloppið hafa við vöru- gjald og söluskatt. Þegar fjármála- ráðherra skar upp herör gegn mjólkurbúinu og hóf að innheimta fyrrnefnd gjöld lentu yfirmenn mjólkurbúsins og Framsóknar- flokkurinn allur í erfiðri stöðu svo hrikti í stjómarsamstarfinu: Að út- skýra hina óhóflegu verðlagningu mjólkurbúsins á drykkjunum þremur sem í raun stóðu undir rekstri Mjólkurbús Flóamanna ... Þ að ætlar ekki að ganga and- skotalaust að útvega erlenda popphljómsveit á Listahátíð, sem hefst eins og kunnugt er eftir rétt rúma tvo mánuði. Öll stærstu nöfnin sem höfð vom í huga í fyrst- unni, munu nú vera úr sögunni, svo sem Duran Duran, Culture Club og Queen. Augu Listahátíð- armanna em nú tekin að rýna í öllu ófrægari nöfn. HP hefur eftir áreið- anlegum heimildum að einkanlega sé rætt um tvö númer sem nú þyki koma til greina sem poppflytjend- ur hátíðarinnar. Er þar annars- vegar um að ræða bresku ,Boy George-týpuna" Marilyn, en pilt- urinn sá hefur verið að skapa sér umtalsverðar vinsældir í Englandi að undanförnu. Hinsvegar em góð- ir möguleikar á því að gítaristi Pink Floyd, David Gilmour, fáist hing- að upp á klakann að ieika fyrir landann, en hann hefur fyrir nokkm haf ið sólóferil sinn og þykir víst fengur í honum einum, hvar sem er, enda fortíð hans fráleitt ómerkileg á poppfræðilegan mæli- kvarða. Hvor þessara ólíku lista- manna verður ofan á, munu allra næstu tímar leiða í ljós... M ■ wBeira um umrædda Lista- hátíð. Fram hefur komið í fjölmiðl- um að efnt verði til norrænnar rokkhátíðar fyrstu helgi hátíðar- innar. Þetta mun nú vera afráðið og fara tónleikamir fram annan júní í Laugardalshöll. Ein rokk- hljómsveit mun mæta frá hverju hinna Norðurlandanna, en jafn- margar, eða fjórar, frá okkar hendi. Erlendu grúppumar verða: frá Noregi koma Cirkus Modera, frá Svíþjóð Imperiet, frá Finnlandi Heftyload og frá Danmörku kvennagrúppan Klinik Q. Ekki er enn afráðið hvaða hljómsveitir ís- lenskar munu mæta á staðinn. Þess má geta að þessir samnor- c fapD á hinn sami Úlfar Þórmóðs- son hefur nú nýverið lesið fyrstu próförk að bók sinni Bréf til Þórðar sem HP birti úr í desember, en hún er öll í ávarpsstíl til Þórðar Björnssonar saksóknara sem gerði upplag 2. tölublaðs spegils- ins upptækt í fyrra. Úlfar gefur bók- ina út sjálfur og er hún væntanleg á markað í maímánuði. Bókin hefur hlotið undirtitil: Með vinsamlegum ábendingum ... | hinni miklu umræðu um Kókómjólk, Jóga og Mangó-sopa hefur verið rifist um vömgjald, söluskatt, hollustugildi og laga- fmmvörp. Og nú er búið að skipa ráðherranefnd í deilumálið. Hins vegar hefur grundvallarspuming- unni aldrei verið svarað: Hvers vegna em umræddir drykkir svona dýrir? Hvers vegna kostar pelinn af kókómjólk 1235 kr. meðan peli af nýmjólk kostar 530 kr.? Albert Guðmundsson fjármálaráðherra rænu rokktónleikar eiga að verða upphaf að einskonar rokkfestivali Norðurlanda sem halda á framveg- is annaðhvert ár. Það em NOMÚS, samtök norrænna tónlistarflytj- enda, sem eiga heiðurinn að þess- ari hugmynd, sem hér með verður framkvæmd frá og með Islandi, annan júní 1984 ... ifftnn meira af poppi.AUt útlit er fyrir að engin erlend hljómsveit af rokkaða taginu heimsæki okkur á sumri komanda, fyrir utan þá popplistamenn sem að líkindum fást hingað á Listahátíð. HP hefur spurst fyrir um þetta efni hjá fjöl- mörgum aðilum sem staðið hafa í hingaðkomum erlendra hljóm- sveita á undanfömum árum, og mun enginn þeirra treysta sér í slaginn í sumar. Það er líka ósköp eðlilegt ef haft er í huga að allir konsertar útlendra banda hérlend- is á síðustu f jórum árum hafa kom- ið út með meiri eða minni halla... w% ■■^álítið skondna uppgötvun gerðu þau hjá Leikfélagi Akureyrar á dögunum. í skólanefnd Leiklist- cirskóla íslands eiga sæti fulltrúar frá helstu aðilum íslenskrar leik- menningar, eins og Þjóðleikhús- inu, Leikfélagi Reykjavíkur og Bandalagi íslenskra leikfélciga. Það sem þau uppgötvuðu fyrir hreina tilviljun fyrir norðan var að Leikfé- lag Akureyrar hefur einnig átt full- trúa í skólanefnd leiklistarskólans. Það hefur hcift þar fulltrúa í heil tvö ár án þess að hafa valið hann og án þess að vita af því. En sæti fulltrúa LA hefur engu að síður verið skip- að. Þar hefur setið, af einhverjum ástæðum, tiltekinn starfsmaður Þjóðleikhússins. Þegar þetta upp- götvaðist var brugðið við skjótt og nú situr leikhússtjóri LA, Signý Pálsdóttir, fund skólanefndarinn- cir í Reykjavík, - fyrsti „réttkjörni" fulltrúi LA þæ í tvö ár... D KiBjórinn er mál málanna þessa dagana. Mikið hefur verið spáð í hvorir væru fleiri á þingi, fylgjendur bjórs á íslandi eða and- stæðingar. Einn harðasti andstæð- ingur bjórsins á þingi hefur verið Páll Pétursson, þingflokksfor- maður framsóknarmanna. Það vakti því athygli fólks sem var að koma flugleiðis frá útlöndum fyrir stuttu að sami Páll Pétursson keypti ekki tólf bjóra, heldur tutt- ugu og fjóra, þ.e. hæsta skammt, til að flytja inní landið við komu sína að utan. Hcifði einhver nærstaddra á orði, þegar þingmaðurinn var að bisa með bjórkassann í tollinum, að hann væri trúlega að flýta sér niður í þing til að greiða atkvæði gegn þessari sömu vöru... || ■ in mikla aðsókn að sýning- um Þjóðleikhússins á „Gæjar og píur“, hefur vakið athygli leikhús- manna og annarra. Haldnar hafa verið 10 sýningar og alltaf uppselt upp í rjáfur. Hafa um 7 þúsund manns séð sýninguna hingað til og allir miðar uppseldir í upphafi hverrar viku... Viðbót við nærmynd í nærmynd af Jesú Kristi er birt- ist í páskablaði HP, var sagt að Ólöf Ólafsdóttir guðfræðinemi, einn viðmælendanna í greininni, væri um þessar mundir að vinna að rannsókn á frumtexta Nýja testa- mentisins. Rétt þykir að bæta við þetta, að Ólöf vinnur ekki ein nem- enda guðfræðideildarinnar að þessu verkefni, heldur og öll bekkj- arsystkini hennar. með fjölda stórra vinnínga Langar þig til útlanda en hefur ekki 35 þúsund krónur hverja. í hverjum mánuðí Auk þess 11 toppvinninga til íbúðakaupa á 500 þús- und krónur, 100 bílavinninga og fjölda húsbúnaðar- vinninga að ógleymdum aðalvinningi ársins: Full- gerðri verndaðri þjónustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ, að söluverðmæti 2,5 milljónir króna. Tl/TTnT PD TtffrtPTTT PTI/'T _____MlxJi JEiK MUUrULIiilKi_______ Saia á lausum midum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí 1 PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðsiu. • Á markaöinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferö. • Betra í öllu viöhaldi. • Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.