Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 19
HRINGBORÐIÐ Mump sagði múkurinn eftir Magneu J. Matthíasdóttur „Lítið hefég lag mitt lagt við fiskveiðar um dagana. Um mig verður eflaust sagt ,,Hann var aldrei á síld. ““ Svo kvað skáldið. Þessi hliðargrein Æmarkýrog- smalinnismans hefur mér þótt ákaflega heillandi um langt skeið, einkum þó síðustu vikur, og varpa gjeu-na frótm vísukomi við vaiin tækifæri. Við þá iðju hef ég afturámóti ítrekað tekið eftir því, að fólki almennt þykir þetta ekki mjög fyndinn kveðskapur og raunar öðm, að sumum þykir þetta kveðskapur. Það finnst mér dapurlegt. Mér þykir það nefni- lega sýna, að brageyrað er al- mennt að fara forgörðum, að minnsta kosti hjá yngra fólki, og þýðir líkast til lítið að leita til háls-, nef- og eymalæknis við þeim kvilla. Kannski er það fylgikvilli próf- arkalestrar að æsa sig yfir slíkum smámunum, einhvemveginn vill- ast flestar nýjar uppfinningar prentvillupúkans inná borð hjá fólki sem stundar það starf. Þannig hefur fleirtölusýkin hrellt mig svo gífurlega og lengi, að liggur við að ég forðist að setja nokkurt orð í fleirtölu lengur. Ný og spennandi ástríða: Að bæta „lega“ aftan við orð. Dæmi: Út- litslega, vaxtarræktarlega, akst- urslega og alltmögulegtlega - og slaufan á endanum - séð. Próf- arkalestrarlega séð gerir þetta mér gramt í geði, skapsmunalega séð. Hvaðan smitið berst veit ég ekki, enda kannski sama. En voðalega er þetta hvimleitt. Þeim virðist líka finnast þetta hvimleitt hjá útvarpinu, að minnsta kosti hafa þeir komið sér upp sérlegum málfarsráðunauti sem á aðilega að spúla skríls- málið á rás tvö. Sem eflaust er gott og blessað. Það þarf bara að spúla málið svo víða annarsstað- ar líka og mundi æra óstöðugan að tíunda dæmi um það allt. Hvemig væri að fjölga málfars- ráðunautunum all hressilega, hafa til dæmis einn á hverju heimili? Jafnvel einka-málfars- ráðunaut, handa hverjum og ein- um, jcifnvel hlekkjaðcin fastan við menn eða handjámaðan, svo enginn slyppi undan? (Og af því að ég er kynóð, einsog öllum er kunnugt, get ég ekki látið hjá líða að nefna hér að annað gagn má hafa af þessu ágæta fólki, einkum ef vel tekst til um val. Persónu- lega vil ég hafa minn málfars- ráðunaut grannan, geðgóðan, græneygan, u.þ.b. 1.90 á hæð og listagóðan í bólinu.) Eg nenni ekki að rífast eina ferðina enn um málfar á íþrótta- og popp-þáttum í fjölmiðlum, þá einkum blöðum auðvitað. Hver sem nennir að yfirfara þá spalta hlýtur að sjá að þar em ekki bara brotnir pottar, heldur þverbrotn- ir. Aftur finnst mér sorglegt að langskólamenntað fólk sem finn- ur hjá sér hvöt að stunda þjóðar- íþróttina minningargreinaskrif, nú, eða langar að tjá sig af ein- hverju öðm tilefni á prenti, kann ekki skammlaust að stí'la greinar- korn. Mál- og stafsetningarvillur vaða uppi, jafnt hjá kennumm, læknum og lögfræðingum. Skyldi einhver ætla, að í tuttugu ára námi (nokkur ár til eða frá skipta ekki meginmáli) gefist einhvem tíma tækifæri til að lauma nokkr- um undirstöðuatriðum íslenskr- ar tungu að mönnum. Ekki meira um það. Ég læt hér flakka vísu eftir óþekktan snilling (alþýðu- skáld): ,,Kjötið fór í Kjósina, kárna fór þá gamanið. Timbrið fauk afÞyrlinum. Lausavísan lifir enn. “ Og nokkuð laglega ort, eða hvað finnst ágætum lesendum? - Um þetta leyti Hringborðs finn ég að ég er fullkomlega að missa stjóm á ástríðufullri ást minni á ambögum. Freistingin að breyta pistlinum endanlega í vísnaþátt er að verða mér um megn, enda freistingamar alfarið og viðvcirandi (einsog menn segja í pólitískum greinum) til þess að falla fyrir þeim. „Úlfar sterki lamdi með lurk, líða á heiðum engi. Það œtlaði að verða í götunni slark undir móabarði. “ Að lokum ein hreinræktuð Ærnarkýrogsmalinnismavísa (til að lesanda gefist nasasjón af þeirri göfgu list): „Gamli máninn grœnn og hlýr glottiryfir dalinn. Ærnar hátt á himni kýr hrímfölur og smalinn. “ Hafa skal það hugfast, sem seg- ir í máltækinu: Betri er góður ostur en gæsa- vængir. Ékkert shampoo jafnast á við EL’VITAL frá L’ORÉAL wm&wgixw ® ©©• Laugaveg 178 - P.O. Box 338 - 105 Reykjavík- lceland Litla matreiðslubókin útgefin af Erni og Örlygi Ib Wessman tók saman. BUFFSTEIK MEÐ KRYDDJURTASMJÖRI • 4 þykkar sneiðar nautafilet = úr hryggvöðva u.þ.b. 200 g hver sneið • matarolía • 75 g smjör • salt, malaður pipar Ofnsteiktir tómatar: 4-8 tómatar, olía, salt. Kryddsmjör: 200 g smjör, 2 msk söxuð steinselja, 2 msk söxuð garðperla (karse) 1 msk smátt klipptur graslaukurog ef vill 1 msksmáttsaxaðurkjörvilleða estragon, smávegis sítrónusafi, mulinn pipar og nokkrir dropar af enskri sósu. Meðlæti: Franskar kartöflur, ofnsteiktirtómatar, hrafnaklukkublöð (bröndkarse), kryddsmjör. Sláið buffsteikurnar létt til með lófanum eða berjið þær varlega og létt með kjöthamri og formið þær síðan til. Þerrið síðan steikurnar með eldhúsþurrku. Hitið þykkbotnaða steikarpönnu með 1 -2 msk af matarolíu. Snöggsteikið buffin á báðum hliðum á vel heitri pönnunni svo að yfirborð kjötsins loki sér. Takið steikurnar af pönnunni og þerrið en síðan er smjör/smjörlíki brúnað á pönnunni og steikurnar steiktar í 2 - 3 mín. á hvorri hlið allt eftir gæðum og þykkt kjötsins. Snúið steikunum 2-3 meðan á steikingu stendur. Framreiðsla: Steikurnar settar á heitt fat og heitu smjörinu hellt yfir. Ofnsteiktum tómötum raðað til hliðar við steikurnar. Franskar kartöflur og hrafna- klukkublöð borin með. Framreitt strax. Ofnsteiktir tómatar: Skerið lítinn kross í hvern tómat og penslið þá með olíu og stráið salti í þá. Tómatarnir settir í ofnfast fat og bakaðir í miðju ofnsins í 8 - 12 mín. við 200° hita. Kryddsmjör: Hrærið saman linu smjöri og söxuð- um kryddjurtum og bragðbætið með sítrónusafa, pipar og enskri sósu. Smjörinu síðan rúllað inn í smjörpappír og kælt í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Vel má laga kryddsmjörið deginum áður. Smjörið skorið í sneiðar og framreitt með steikinni. Þegar steikin er látin á diskinn er smjörið látið á hana en ekki fyrr því þá bráðnar það niður. Verið velkomin NAUTASNITCHEL KR. 390 KG. NAUTAFILET - LUNDIR KR. 467 KG. KJOTMIOSTOOIN Laugalsek 2.S.86JII Opið tilkl.10 miðvikudag og 7 - 4 laugardag fyrir páska. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.