Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 8
eftir Brynju Baldursdóttur mynd Valdís Óskarsdóttir
NÝ SIÐVÆÐING í STAÐ GAMALLAR BYLTINGAR:
FRJÁLSAR ÁSTIR
FYRIR BÍ?
,,Fyrst búum við saman í nokkur
ár, svo giftum við okkur, ef við
pössum saman, “ segir ungt par í
viðtali við Helgarpóstinn. Þessi orð
segja mikið um þann móral ogþað
hugarfarsástand sem nú ríkir hjá
ungu fólki. Það kærirsig kollótt um
augngotur gömlu frœnku og
hneykslunartautið í ömmu yfirþví
að þau skuli ,,lifa í synd" í stórum
stíl. Pillan og aðrar getnaðarvarnir
koma í veg fyrir ótimabœr börn,
svo nú hefur unga fólkið nokkuð
frjálsar hendur um hvernigþað vill
lifa lífinu. Ekkert liggur á að binda
sig. Nú er um að gera að lœra,
ferðast og kynnast sem flestu áður
en alvaran tekur við. Helgarpóst-
urinn gerði fyrir skömmu skyndi-
athugun á ríkjandi viðhorfum ungs
fólks til samskipta kynjanna og
fjölskyldulífs.
„Það er sko langt þangað til við
leggjum í sambúð og hjónabönd,"
segja nokkrar hressar mennta-
skólastúlkur við HP. ,JÞað er svo
margt annað sem við eigum eftir
að gera.“ Hvemig var þetta þá
hérna áður fyrr? I byrjun sjöunda
áratugarins var enginn tvítugur
maður með mönnum nema hann/
hún væri gift(ur) eða að minnsta
kosti með hring. Aðalmarkmið
flestra var að vera á föstu.
„Mamma segir að allir hafi verið
trúlofaðir eða giftir á mínum aldri,"
segir ein 18 ára.
VANTRÚÁ
SJÁLFUM SÉR?
„Þegar ég hóf starf mitt sem
prestur hér í Bústaðasókn árið
1964 vom hin svokölluðu stúd-
entabrúðkaup mjög algeng," segir
Ólafur Skúlason dómprófastur.
Unga fólkið var ástfangið og
langaði til að vera saman. Þá
kom ekki annað til greina en að
gifta sig, svo öllum formsatriðum
væri fullnægt. Það skipti engu þótt
annar aðilinn eða jafnvel báðir
ættu langskólanám fyrir höndum. í
hjónaband vildu þau. „Nú hefur
stórlega dregið úr hjónavígslum,"
bætir Ólafur Skúlason við. ,3túd-
entabrúðkaup em orðin fátíð.
Ástæðan er vantrú ungs fólks á
sjálfu sér. Það þorir ekki að leggja
út á þessa braut af ótta við að það
sé að gera einhverja vitleysu. Það
þorir ekki að axla þá ábyrgð sem
fylgir hjónabandi."
Nú er það óvígða sambúðin sem
gildir. , j’lest ungt fólk í Háskóla
Islands kýs þetta sambúðarform,"
segir Aðalsteinn Steinþórsson, for-
maður Stúdentaráðs, við HP. Það
vill ekki binda sig um of. Fyrst er að
reyna sambúð og ef hún gengur vel
í nokkur ár og virðist ætla að vera
vænleg, þá er ákveðið að lauma sér
inn til fógeta eða jafnvel prestsins
og láta hann leggja blessun sína
yfir sambúðina.
HJÓNABANDIÐ -
STEFNA RÍKIS-
STJÓRNARINNAR
En þá er hægt að spyrja: Af
hverju að vera að gifta sig ef allt
gengur svo vel í sambúðinni, þjón-
ar hjónavígslan einhverjum til-
gangi? ,)4jónabandi fylgir efna-
hagslegt öryggi,“ segja mennt-
skælingarnir. Þjóðfélagið bókstaf-
lega krefst þess að fólk sé í hjóna-
bandi. Boðið er upp á skattafrá-
drátt og eitthvað verður skattaút-
reikningurinn hagstæðari en ef
tveir einstaklingar telja fram.
„Hjónaböndum og fæðingum f jölg-
ar, skilnuðum fækkar," segja þeir í
Bandaríkjunum. Skýrslur sýna að
2,5 milljónir para gengu í hjóna-
band árið 1982. Það var þriðji
mesti fjöldi giftinga á einu ári síðan
1950. Ástæðan fyrir því að fólk
gengur í hjónaband virðist því vera
að treysta tilfinningaböndin og
bæta efnahaginn.
„Þetta er stefna ríkisstjómarinn-
ar,“ segir Stefán Ólafsson iektor
við HP. ,)4ún virðist stefna að því
að gera fólki ókleift að lifa af einum
launum." Það sést berlega þegar
athugaðir em hagir margra ein-
stæðra foreldra. Þeir eiga bókstaf-
lega ekki til hnífs og skeiðar, hvað
8 HELGARPÓSTURINN