Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 9
þá að þeir geti veitt sér einhvem
munað.
Þótt fólk gefi sér góðan tíma til
að velja sér lífsförunaut virðist það
vera staðreynd að skilnuðum fjölg-
ar hér á landi. Auðveldara er að fá
skilnað ef fólk er í óvígðri sambúð
og virðist þar vera nokkur skýring
á fjölda skilnaða. „Ég spái fækkun
skilnaða," segir Stefán Ólafsson.
„Efnahagsástandið hér á landi er
þannig að fólk reynir að hanga
saman, það hefur ekki efni á að búa
eitt.“ Skilnuðum fækkaði lítið eitt í
Bandaríkjunum á árinu 1982, vom
1,2 milljónir. Var þetta fyrsta fækk-
un skilnaða þar í landi í 20 ár. í
Bandaríkjunum virðast menn ekki
geta búið einir. Flestir þeirra sem
skilja geta varla beðið þess að
komast í sambúð aftur. 60-70%
þeirra sem skilja giftast aftur innan
fimm ára.
BYLTINGIN SEM
ÁT BÖRNIN SÍN
Þegar leið á sjöunda áratuginn
urðu miklar félagslegar breytingar.
Sagt er að sú kynlífsbylting sem þá
varð, hafi verið afsprengi efna-
hagslegrar velsældcir og Pillunnar.
Öllum gömlum venjum var koll-
varpað og fólk var fljótt að tileinka
sér nýjar. Hér ríkti mikið frjálslyndi
sem og annars staðar í hinum vest-
ræna heimi. Kommúnur blómstr-
uðu og hugtakið frjálsar ástir varð
vinsælt. Nýbökuðum stúdentum
fannst námið hér staðnað og Há-
skólinn eins og aftan úr grárri fom-
eskju. Flykktust menn því til ann-
arra landa, og þá sérstaklega til
Norðurlandanna. Svíþjóð og Dan-
mörk urðu vinsælir námsdvalar-
staðir. Þar lærðu menn nýjar
námsgreinar sem ekki voru kennd-
ar hér og kynntust nýjum viðhorf-
um gagnvart heimilisiífi og béim-
eignum svo eitthvað sé nefnt. Svo
komu menn heim uppfullir af því
sem þeir höfðu kynnst. En smátt og
smátt dró úr öllu frjálslyndinu.
Sagnfræðingcir framtíðarinncir
munu líklega tímasetja byltinguna
gróflega frá 1965 til 1975. Síðan um
miðjan áttunda áratuginn hefur
byltingin náð hámarki sínu, ef mið-
að er við ýmsar minni háttar at-
huganir gerðar í Bandaríkjunum.
Næstu kynslóðir tóku ekki við af
þeim róttæku. Egóisminn sem
hcifði ráðið ríkjum varð að víkja
fyrir þeirri staðreynd að fólk þráir
að hafa fastan lífsfömnaut. ,JÞeir
sem lengst höfðu tileinkað sér ein-
hleypingsformið snem baki við
því,“ segir Stefán Ólafsson. ,JFólk
þráir tilfinningafestu, einhvem
ákveðinn sem hægt er að treysta."
Þannig virðist byltingarkynslóðin
hafa látið af kenningum sínum og
snúið sér að hinu hefðbundna
formi fjölskyldulífs, bsimeignum
og húsbyggingum og öllu sem því
fylgir.
I Bandarfkjunum hefur íhalds-
semi í kynferðismálum fengið
mikilvægan en óvelkominn stuðn-
ing. Það er kynsjúkdómurinn
„herpes". Hálf milljón nýrra tilfella
finnst á ári. Skyndikynni em
áhættusöm og fólki finnst það
verða að kynnast vel áður en lagt
er út í náið samlíf. Sumir hverjir
sem lifað hafa í anda kynlífsbylt-
ingarinnar nota kynsjúkdóminn
sem ástæðu til að breyta um lífs-
form og hætta við það sem þeir
vom orðnir leiðir á. Hér á íslandi
hafa kynsjúkdómar herjað á lands-
menn og gera enn. Mönnum finnst
niðurlægjandi að smitast af kyn-
sjúkdómi og það hefur vissu-
lega áhrif á frjálslyndi í kynferðis-
málum. En menntaskólastúlkurnar
vom á annarri skoðun. „Ef fólk vill
sofa saman þá veltir það ekki slíku
fyrir sér,“ segja þær.
AUKIN ÍHALDSSEMI
Hver em þá viðhorf ungu kyn-
slóðarinnar í dag til frjálslyndis í
kynferðismálum? í Bandaríkjunum
verða þeir varir við aukna íhalds-
semi. I júli síðastliðnum var birt
könnun í tímaritinu „Psychology
Today" og sýndi hún aukna íhalds-
semi í viðhorfum til kynlífs, sér-
staklega hjá ungu fólki, samanbor-
ið við könnun gerða 1969. Helm-
ingi þess hóps sem var yngri en-22
ára fannst kynlíf án ástar lítt
unaðslegt og jafnvel hreint ótækt.
Önnur könnun sýndi að f jöldi stúd-
enta í Kalifomíuháskóla, sem
stunda kynlíf fyrir hjónaband,
jókst í 62% árið 1977, en hækkaði
síðan aðeins í 64% 1981. Stephen
Greer, 33 ára, meðeigandi í þremur
næturklúbbum í Chicago segir: ,£f
þú vinnur ekki í sælgætisbúð er
allt sælgæti mjög gimilegt. En í dag
vinna allir í sælgætisbúð - það er
svo auðvelt fyrir cilla að stunda
kynlíf. Fólk er að verða vandlátara,
það velur aðeins rétta sælgætið,
réttu manneskjuna." Það má segja
að þessi orð túlki vel það viðhorf
sem nú er svo algengt hjá ungu
fólki. Ann Clurman segir: „Við sjá-
um minnkandi stuðning við kyn-
lífsbyltinguna á seinni hluta ára-
tugarins. Fólk er að átta sig. Það
snýr frá öfgunum." Stefán Ólafsson
segir: „Ef litið er til nútímans ríkir
ekki frjálslyndi meðal 14-15 ára
unglinga. Strákunum finnst ekkert
fínt að stelpa hafi sofið hjá mörg-
(i
um.
AF ÞVÍ BARA. ..
Viðhorf til frjálscU'a kynlífs hefur
ekki mikið breyst frá sjöunda ára-
tugnum. Unga fólkið vill fáað prófa
sig áfram. Það byrjar yngra að sofa
saman en áður og giftir sig eldra Þar
sem fólk getur bókstaflega stjóm-
að hvenær það á böm, virðist svo
sem barnsfæðingum hafi fjölgað
meðal þrítugra kvenna og þar yfir.
Þá hafa þær kannski ferðast og séð
sig um, lært það sem þær hafa ætl-
að sér og em komnar í góða stöðu.
Þá er í lagi að eignast eitt til tvö
börn. I fæstum tilfellum verða þau
fleiri. Sumir taka þá ákvörðun að
eiga engin böm, finnst heimurinn
ekki bjóða upp á slíkt, þar sem
skuggi sprengjunnar nær yfir okk-
ur.
Einn níu ára naggur var spurður
hvort hcinn ætlaði að gifta sig. „Já,
ég ætla að gifta mig,“ sagði hann.
,Af hverju? Af því bara. Það hlýtur
að vera skemmtilegt."
OFNASMIÐJA NORÐURLANDS, ONA HEFUR NÚ FLUTT
STARFSEMISÍNA AÐ FUNAHÖFÐA 17, REYKJAVÍK.
ONA SÉRSMÍÐAR RUNTALOFNA ÚR 1,5-2,0 MM STÁLI
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA ERU ÞYKKUSTU
STÁLOFNARNIR Á ÍSLENSKA MARKAÐNUM.
KOMIÐ OG LEITIÐ TILBODA Á SKRIFSTOFU OKKAR
FUNAHÖFÐA 17, REYKJAVÍK, SÍMAR 82477 og 82980.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA17 - v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SÍMI82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK
Opiö
laugard.
frá 10-12
AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVAL AF
PRJÓNUM, SMÁVÖRUM
TILBÚNUM DÚKUM 0G
SMYRNA.
MIKIÐ ÚRVAL
PRJÓNAGARNI.
Mikið úrval af bóm-
ullargarni og alullar-
garni
TÍSKUGARN, VENJULEGT GARN
HVERGI MEIRA ÚRVAL.
SJÓ/V ER SÖGU RÍKAR/
PÓSTSENDUM DA GLEGA
- INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764
Norðurlandaráð óskar eftir að ráða
ritara
samgöngumálanefndar
Norðurlandaráðs
Forsætisnefnd Noröurlandaráös auglýsir
lausa til umsóknar stööu ritara samgöngu-
málanefndar Noröurlandaráös. Staöan er
laus frá 1. september 1984.
í Norðurlandaráði starfa saman ríkisstjórnir
og þjóðþing Noröurlanda.
Samgöngumálanefnd Noröurlandaráös fjall-
ar meðal annars um samstarf landanna um
samgöngu- og flutningsmál, feröamál, um-
feröarmál, fjarskiptamál og tölvutækni innan
þessara málaflokka.
Ritara nefndarinnar ber aö undirbúa nefnd-
arfundi, semja drög aö nefndarálitum og
ályktunum um þau mál, sem fyrir nefndinni
liggja. Auk þess ber honum aö sinna almenn-
um ritarastörfum fyrir nefndina. Ritarinn hef-
ur aösetur í Stokkhólmi og starfsaöstööu á
skrifstofu forsætisnefndar Noröurlandaráös,
sem er viö Tyrgatan 7, Stockholm.
Ritarastaöan er veitt til fjögurra ára, en
möguiegt er í vissum tiivikum aö fá ráön-
ingarsamning framlengdan. Ríkisstarfsmenn,
sem starfa hjá Noröurlandaráði, eiga rétt á
fjögurra ára ieyfi frá störfum í heimalandi
sínu.
Föst laun ritara samgöngumálanefndar veröa
á bilinu 10.286—12.851 sænskar krónur á
mánuöi auk staöaruppbótar. Viö ákvörðun
um launakjör er tekið tillit til fyrri starfa,
hæfni og reynslu. Staöa þessi er einungis
auglýst á íslandi. Góö kunnátta í dönsku,
norsku eöa sænsku er nauösynleg.
Nánari upplýsingar um stööuna veita Friöjón
Sigurösson, skrifstofustjóri Alþingis, í síma
15152, Snjólaug Ólafsdóttir, ritari (slands-
deildar Noröurlandaráös, í síma 11560,
ásamt llkka-Christian Björklund, aðalritara
forsætisnefndar Noröurlandaráös og Birgi
jGuöjónssyni, ritara samgöngumálanefndar
Noröurlandaráös, í síma 8/143420 í Stokk-
hólmi.
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 1984.
Umsóknum skal beina til forsætisnefndar
Noröurlandaráös og skulu þær sendar til
Nordiska rádets presidiesekretariat, Box
19506, S 104 — 32 Stockholm.
HELGARPÓSTURINN 9