Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 7
NÆRMYND Magnús Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 6. september árið 1946, sonur hjónanna Gunnars Magnús- sonar skipstjóra og Kristínar Valdimarsdóttur húsmóður. Þau eru þrjú systkinin og eru systur hans þær Lína Gunnarsdóttir sem starfar sem hjúkrunarfræðingur á Dalvík og Kristín Gunnarsdóttir sem starfar hjá Samvinnuferðum- —Landsýn hf. í Reykjavík. Magn- ús ólst að mestu upp í Vesturbæn- um. Bjó lengst af á Öldugötunni, eða allt til 12 ára aldurs, en einnig um tíma á Sólvallagötu og svo úti á Seltjarnarnesi. Eins og títt er um borgarbörn var Magnús í sveit á sumrin og var í Bræðratungu í Biskupstungna- hreppi á hverju sumri frá 8 ára aldri til 13 ára aldurs. Sigríður Stefánsdóttir þar á bæ man vel eft- ir honum þótt langt sé um liðið frá því hann var þar í sveit. „Hann var þó nokkuð þrekmikill strákur og góður í sér og það var tekið eft- ir hversu greindur hann var,“ seg- ir hún og kveður hann þó nokkr- um sinnum hafa heimsótt staðinn síðan þetta var. Einn viðmælenda Helgarpósts- ins telur að á vissan hátt hafi Magnús átt svolítið erfitt í æsku. Fjölskylda hans flutti oft og þótt ekki sé hægt að segja að hann hafi liðið skort, þá fæddist hann alla- vega ekki með silfurskeið i munni. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, tekur einnig til þess, þegar hann metur Magnús í viðtali við Helgar- póstinn, að hann sé ekki kominn af neinum auðkýfingum og þekki kjör alþýðunnar af eigin raun. Sem Vesturbæingur hlaut leið Magnúsar að liggja í gegnum Melaskólann og siðan Hagaskóla. Hann virðist ætíð hafa átt fjölda vina og öilum viðmælendum Helgarpóstsins, sem þekktu hann á þessum árum, ber saman um að hann hafi alltaf verið léttur og skemmtilegur félagi. Niels Chr.Nieisen, svæfingalæknir á Landakoti, var einn félaganna og raunar samferða Magnúsi upp all- an skólastigann, allt til stúdents- prófs, og þeir hafa ætíð verið kunningjar síðan. „Magnús var alltaf mjög dríf- andi í öllu félagslífi. Hann er fædd- ur leiðtogi," segir Niels. „Þrátt fyr- ir þetta stundaði hann námið sam- viskusamlega, þótt hann væri aldrei neinn kúristi, og fékk held ég ævinlega góðar einkunnir. Hann var þó alveg sérstaklega af- gerandi i félagslífinu á meðan hann var í Verslunarskólanum." Hörður Bergmann var einn af kennurum Magnúsar í Hagaskól- anum. Hörður minnist hans ekk- ert sérstaklega sem nemanda en fremur þannig að ævinlega hafi verið meiri hreyfing og líf í kring- um hann en aðra. „Hann var vel hress nemandi og þægilegasti ná- ungi og í góðu sambandi við hóp- inn sem þarna var.“ Fljótlega virðist Magnús hafa látið sig þjóðmálaumræð- una varða, þótt það væri ekki fyrr en í Verslunarskólanum sem hann gekk formlega í pólitísk samtök. „Það var.þegar Jóhann Briem innritaði rúmlega 90% Verslunarskólanemenda í Heim-' dall," að sögn Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, sem var þar samtímis við nám. Sæmúndur Árelíusson, framkvæmdastjórl Sigló hf. á Siglufirði, hefur verið einn af nán- ustu kunningjum' Magnúsar allt frá barnaskólaárunum og telur að Magnús hafi þá þegar verið kom- inn með einhverjar pólitískar meiningar. „Hann hefur farið á kostum síðan hann var smástrák- ur,“ segir Sæmundur. Hann segir fram undir 1970, virðist hann hafa verið hvað virkastur í pólitískum afskiptum. Kjartan Ragnarsson leikari var í hópi æskuvina Magnúsar og hefur þekkt hann vel síðan. „Við Maggi höfum verið miklir vinir í mörg ár, m.a. vorum við saman í skátunum og svo bjuggum við saman í 2 ár í Næpunni. Það var á umbrotaárun- um í kringum ’68. Hann var þá í Heimdalli en ég í Æskulýðsfylk- ingunni á hinum kantinum og við rifumst oft mikið. Það var mjög örvandi að geta rifist við Magnús um pólitík og hann gat orðið voða æstur, en ég varð það sjálfsagt líka. Hann hefur alltaf verið stemningsmaður. Sanngjarn en dálítið leitandi á þessum árurn." Kjartan segir þá gömlu skátafélag- ana stundum rifja upp gömul kynni með því að borða saman einu sinni á ár. Magnús tekur þátt í því. 1965 sigrar Magnús í árlegri mælskukeppni Verslunarskólans. Tveimur árum síðar vinnur náinn vinur hans(og forveri í VSÍ-starf- inu síðar), Þorsteinn Pálsson, mælskubikarinn. Ásgeir Hannes minnist þess er Magnús lék lækn- inn i leikritinu Deleríum búbónis í uppfærslu nemendafélagsins. „Ræðumaðurinn vildi oft bera leikarann ofurliði," segir hann. Öllum viðmælendum Helgar- póstsins ber saman um að Manúsi hafi gengið vel í náminu, þrátt fyr- ir geysilega drift í félagslifinu. „Hann tók námið mjög skynsam- lega,” segir Bjarni Lúðvíksson, sem verið hefur góðkunningi Magnúsar og skólabróðir bæði í Versló og Háskólanum. „Menn höfðu auðvitað vinnuhagræðingu í þessu og skiptust á glósum og svoleiðis, en hann var í lærdóms- deildinni og ég held að hann hafi flotið vel upp hana.“ „Hann var helsta driffjöðrin í félagslífinu og átti glæstan feril á þessum árum,“ segir annar skólafélagi. Magnús Gunnarsson eftir Ómar Friðriksson teikning Ánna Gunnlaugsdóttir Magnús Gunnarsson, 37 ára viðskiþtafrædingur, hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra VSÍ í brádum 2 ár og tók við því af þorsteini Pálssyni er hann sté úr þeim stóli í sæti formanns stærsta stjórnmálaflokks landsins. Á þessum tíma hef- ur ýmislegt gengið á í kjaramálunum, og Magnús þegar orðinn vel kúnnur lands- mönnum gegnum fjölmiðla sem oddamaður í herbúðum vinnuveitenda í umræðu um kaup og kjör og á vettvangi samningagerðar við launþegasamtök. Hvaða álit sem menn kunna að hafa á þessu hlutverki ættu flestir að vera sammála um að Magnús er þarna í mjög vandásamri stoðu og áreiðanlega engir aukvisar valdir til slíks starfs. Helgarpósturinn ékvað að gera tilraun til að draga úpp nærmynd af Magnúsi og kynnast örlítið lífshlaupi hans til þessa. Magnús hafa verið með afbrigð- um virkan í féiagslífi og strax í Hagaskóla verið kominn í sviðs- ljósið. „Ákaflega góður félagi og skemmtilegur strákur,” segir hann. Margir af kunningjum Magnús- ar kynntust honum einmitt á þess- um árum, og þá sérstaklega í Verslunarskplanum. Hafa þau kynni yfirleitt haldist síðan. Af samtölúm við flesta virðist mega ætla að á sínum námsferli hafi Magnús verið hvað virkastur í fé- lagsstörfum á Verslunarskólaár- unum. „Ég var formaður Mál- fundafélagsins, sem var aðal nem- endafélagið í Veslunarskólanum á þessum árum.áuk þess sem ég var formaður nemendámótsnefnd-' ar,“ segir Magnús í samtali við Helgarpóstinn. „Svo var ég í stjórn Heimdallar í 2 ár ásamt þeimSíyrmi Gunnarssyni og Ólafi B. Thors sem formönnum." Þetta var um miðbik 7. áratug- arins og á þeim árum, og kannski Sæmundur Árelíusson nefn- ir sem dæmi um þann hæfi- leika Magnúsar að geta leyst mál á stuttum tíma og með skömmum fyrirvara að eitt sinn hafi þeim borið að sjá um starfs- kynningu á Verslunarskólanum þegar Magnús var formaður. „Þessu hafði lítið verið sinnt áður, en Magnús vildi drífa í þessu og hringdi í okkur fyrir hádegi á laug- ardegi og sagði að við yrðum að hafa þessa kynningu á Selfossi eft- ir hádegið. Nú, við rukum af stað, þótt við hefðum engan undirbún- ing og ekkert í höndunum en hann ákvað þá að koma við í kaupfélaginu og fá lánaðar aliar vélarnar þar fyrir bókhaldið og slíkt, og reddaði þannig kynning- unni. Hann á auðvelt með að gera mikið úr litlu og fór alveg á kost- um á þessum árum. Það var með ólíkindum hverju hann gat afkast- að. Ég var um tíma gjaldkeri skólafélagsins og það var hrein- lega erfitt, því Magnús vildi fram- kvæma svo margt." 1968 hefur Magnús tekið stúd- entspróf og innritast í Háskólann. Þar varð læknisfræðin fyrir valinu í fyrsfu. Vinir hans kölluðu hann doktor Magnús þann vetur, en vegna veikinda varð hann þó að hverfa frá námi um tíma og að háps eigin sögn gerði það útslagið rpéð að hann hætti við Iæknanám- \ö. Þess í stað fór hann í viðskipta- fræðjna og Iauk þar prófi 1971. Lokaritgerðin nefnist „Þróun ís- lénska kaupskipaflotans”. Um framhaldsnám hefur ekki verið að ræða hjá Magnúsi, að öðru leýti eh því að tvívegis hefur hann sótt seminarnámskeið erlendis, fyrs.t við háskólann í Osló í alþjóða sigl- ingafræðum, og síðar í Bandaríkj- unum í stjórnun. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.