Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Otlit: Björn Br. Björnsson. Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: , Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: SteenJohansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Skólarnir í haust Innan skamms opna skólarn- ir dyr sínar fyrir þúsundum skólabarna eftir sumarfrí. Þessi börn eiga von á að koma inn í talsvert annað andrúmsloft á þessum vinnustöðum en • venjulega hefur ríkt þar. Spenna liggur í loftinu. Kennarar hafa hótað upp- sögnum og verkfalli. Þeim er full alvara að þessu sinni. Þeir vilja fá starf sitt endurmetið, að fullt tillit verði tekið til mennt- unar þeirra og ábyrgðarinnar sem þeir bera í nútíma þjóðfé- lagi. Kjör kennara eru til van- sæmdar hinu opinbera. Hið op- inbera verður strax að átta sig á því, að við svo búið má ekki lengur standa. Kennarar flýja nú unnvörpum stétt sína, segj- ast ekki hafa efni á að starfa í þeirri grein sem þjóðfélagið hefur menntað þá í. Hvílíkum verðmætum er þarna kastað á glæ! Og börnin, hvað er verið að gera þeim? Til hvers er verið. að mennta kennara, eiga börn- in ekki rétt á bestu uppfræðslu sem völ er á? Foreldrar myndu áreiðan- lega ekki telja það eftir sér að greiða örlítið meira í skatta til að tryggja það að sómasam- lega væri séð fyrir uppfræðslu barna þeirra, en kerfið er stirt og þvergirðir fyrir alla mögu- leika til að hlúa að sjálfri undir- stöðu skólakerfisins. I dag birtir Helgarpósturinn átta síðna blaðauka um skóla- mál, þar sem kennarar og aðrir skólamenn segja álit sitt á stöðu mála. Þeir eru ómyrkir í máli. Þeir segja: Hingað og ekki lengra. Menntamálaráðuneytið hef- ur að undanförnu verið að reyna að upplýsa hvaða áhrif sparnaður í skólakerfinu kemur til með að hafa á skólastarf í vetur. En ráðuneytinu hefur tekist illa upp. Almenningur fær enga skýra mynd af áhrif- um sparnaðarins, hefur engin áhrif á hvað skorið er niður. Menntamálaráðuneytið virðist íeins konar feluleik við kennara og almenning með þennan nið- urskurð. Það er ekki nema sjálfsögð kurteisi við foreldra skólaæsku þessa lands, að ráðuneytið leggi spilin á borðið og geri ná- kvæma grein fyrir þeim ieið- um sem það hyggst fara í nið- urskurðinum, fyrst hann er svona nauðsynlegur. BREF TIL RITSTJORNAR ✓ I tvísýnum leik Akureyri 20. ágúst 1984 Á bls. 19 í síðasta tölublaði Helg- arpóstsins birti Ingólfur Margeirs- son umsögn um eftirsóttan „þriggja spólu pakka“ af ákveðnum mynd- böndum undir fyrirsögninni „Herra leiksins". Fyrirmynd þessara mynd- banda er spennusagan „Master of the Game“ eftir Sidney Sheldon, sem trónaði lengi á metsölubóka- listunum í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Nauðsynleg er örlítil at- hugasemd af þessu tilefni. Bókaforlag Odds Björnssonar gaf fyrra bindið af „Master of the Game“ út í fyrra í þýðingu Hersteins Pálssonar undir heitinu „í tvísýn- um leik“. Síðara bindið kemur út í haust. Þar eð Ingólfur nefnir til sögunnar fleiri rit Sidney Sheldons á ensku, eins og fleiri þessa dagana, þá má líka upplýsa, að íslensku’þýðingarn- ar í útgáfu bókaforlagsins bera þessi nöfn: Fram yfir miðnætti, Andlit í speglinum, Blóðbönd og Verndar- englar. Með þökk fyrir birtingu, Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. Leidrétting frá rafmagnstj óra Hr. ritstjóri. Nú í sumar hefur blað yðar tvíveg- is birt alrangar upplýsingar um Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta skrif af þessu tagi. Helgarpósturinn upplýsir í fyrra skiptið (12. júií), að „núver- andi bygging" Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut sé „aðeins þriðjungur þess, sem koma skal. Eft- ir er að byggja önnur eins stórhýsi yfir tækjadeild fyrirtækisins og aðr- ar deildir, sem nú eru dreifðar víðs vegar um bæinn“. Hið sanna er: Engin áform eru uppi um að reisa fleiri byggingar á lóðinni, enda núverandi byggingar einmitt miðaðar við að hýsa allar deildir fyrirtækisins. Helgarpósturinn upplýsir í síð- ara skiptið (2. ágúst) m.a., að Raf- magnsveitan „hafi fengið miklar verðhækkanir síðustu misseri". Hið sanna er, að gjaldskrá fyrir- tækisins hefur verið óbreytt í rúm- lega eitt ár, eða frá 1. ágúst 1983. Ekki er ljóst, hvaða tilgangi þessi fréttaflutningur Helgarpóstsins á að þjóna. Rafmagnsveitan fer hins veg- ar fram á, að leiðrétting þessi verði birt þar í blaði yðar, sem ætla má, að hún nái tilgangi sínum. Virðingarfyllst, Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri. Helgarpósturinn biðst velvirðing- ar á því að fara rangt með hús- byggingaáform Rafmagnsveitunn- ar. Það er hins vegar hártogun að líta svo á, að orðalagið „síðustu misseri" tákni síðastliðið ár, sérstak- lega þegar það er haft í huga, að notkunar- og fastagjöld fyrir þjón- ustu Rafmagnsveitunnar hækkuðu samtals um 141% árið þar á undan, eða frá 1. ágúst 1982 til 1. ágúst 1983. Ritstj. SPENNANDI KVÖLD HEIMA í Grundvallarútbúnaöur ) Æsispennandi, drepfyndnar, hroiivekjandi eða hugljútar bíómyndir eftir smekk, frá Grensás Video, Púði, Cowboy- eða Bogart haltur,") ") Þessir liðir gera áhorfendur að þátttakendum í atburðarás kvikmynda, Þegar þú vilt hafa spennandi kvöld heima, líttu þá til okkar fyrst. Við eigum alltaf til góða bíómynd handa þér, hvað sem þig fýsir að sjá, James Bond eltast við skvísur eða skúrka, lögreglufulltrúann Clouseau spranga um París í Lautrec dulargervinu, Dracula skvetta í sig einum O+, eða bara eitthvað sætt. Hjá okkur eru til yfir 1000 mismunandi bíómyndir og í hverjum mánuði skiptum við um að minnsta kosti 100 titla, þannig að við eigum alltaf eitthvað nýtt, jafnvel fyrir reglulega neytendur. 4. HVER SPÓLA FR'ITT! GRENSÁSVIDEO Grensásvegi 24, sími 686635 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.