Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 11
Eg held mínu striki eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur mynd: Jim Smart Ármann Reynisson er kaupsýslumadur. Hann er fram- kvæmdastjóri tveggja fyrirtækja, annað þeirra er Ávöxtun sf. Hann hefur stofnað tónlistarsjóð. Hann hefur margt á sinni könnu; kannski tákn einkaframtaksins á íslandi í dag. Ávöxtun sf. býður upp á ávöxtunarþjónustu á sparifé. Fyr- irtækið kaupir skuldabréf af fyrirtækjum með sparifé við- skiptavina sinna, sem fá fasta vexti af fé sínu. Þaö eru ekki allir sammála um lögmæti fyrirtækisins. Þórð- ur Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins hefur til dæmis sitthvað við það að athuga eins og komið hefur fram í blöðum. Þrátt fyrir það heldur Ármann uppbyggingu fyrirtækja sinna áfram, staðfastur í þeirri trú að hann sé að gera rétt. „Starfsemin í Ávöxtun sf. er ný af nálinni á íslandi. Áður fyrr tóku menn eins og Aron í Kauphöllinni fjármuni í fjárvörslu. Það gera ýmsir lögfræðingar í dag. Fjár- varsla hefur nefnilega tíðkast í aldaraðir en það er framkvæmdin á minni fjárvörslu sem er ný. Þeg- ar ég lauk námi mínu í London School of Economics fyrir tveimur árum og kom heim, sá ég að ís- land er mörgum áratugum á eftir tímanum á fjármálamarkaðnum og þar með talið í bankamála- starfsemi," segir Ármann Reynis- son, en þá fékk hann hugmyndina að fyrirtækinu. Hann myndi hag- nýta menntun sína sem var á sviði verðbréfaviðskipta, fjármagns- markaðar og alþjóðaviðskipta og taka þátt í uppbyggingu á fjár- magnsmarkaði iandsins. Slá tvær flugur í einu höggi. Miklir .<< eignamenn „Avöxtun sf. er fyrirtæki stofn- að að fyrirmynd fyrirtækja í V- Evrópu og Bandaríkjunum, hlið- stæð starfsemi og það sem kallað er „broker" á ensku. Við tökum fjármuni í vörslu og sérhæfum okkur í skuldabréfakaupum fyrir viðskiptavini okkar, bjóðum fasta það fjármagn sem þeir hefðu und- ir höndum. Með slíku hugarfari finnst Ármanni að starfsemin sé ekki vegin og metin á hlutlausan hátt. En látum hann segja frá. „Bankaeftirlitið hafði samband við mig fyrir nokkru og bað um upplýsingar um starfsemi mína; þar sem ég starfa fyrir opnum tjöldum var mér það bæði Ijúft og skylt. En ég óskaði eftir því við Þórð að þetta yrði trúnaðarmál mitt og bankaeftirlitsins, svo og að ég fengi afrit af skýrslu sem hann myndi ef til vill gera. Þórður Ólafs- son brást því trúnaðartrausti sem ég sýndi honum. Ég hef ekki feng- ið afrit af skýrslu hans og hann lak eftirgrennslan sinni beint í NT. Svona framkomu kann ég ekki við. Það á að vera hægt að treysta formanni bankaeftirlitsins. Mér finnst eðlilegt að eftirlitið kynni sér starfsemi mína og kynni við- skiptaráðuneytinu hana síðan. Það er rhjög eðlilegt. Og Þórður má að sjálfsögðu hafa sitt persónu- lega álit á þessu máli en það ræður þar ekki úrslitum. Nútíminn blés þetta mál upp, mál sem upphaf- lega snerist bara um sakleysislega athugun á fyrirtæki." Helgarpósturinn bar þessi um- mæli Ármanns undir Þórð Ólafs- son forstöðumann bankaeftirlits- ins. Um þau hafði hann þetta að .Þórður Ólafsson brást trúnaðartrausti mínu," segir Ármann Reynisson. Armann Reynisson, framkvæmdastjori Avöxtunar vexti eftir því hvaða vextir eru á skuldabréfum almennt. Slík þjón- usta hefur verið á boðstólum í 15 ár í Bandaríkjunum þar sem þessir „brokers" ráða yfir 28% af fjár- málamarkaðnum. Það sem gerist þegar ég skipti við fólk er að það gerir samninga við mig um að taka fjármuni í fjár- vörslu og ávaxta þá á sem bestan hátt með skuldabréfakaupum. Það er öllum frjálst að gera samn- inga við aðra í lýðræðislegu þjóð- félagi. Fólk vill vita, þegar það gerir samninga við mig, hvað það fær fyrir fjármagnið sem það legg- ur fram, hve mörg prósent það fær. Ég gef því það upp þó svo það geti breyst dálítið eftir vöxtum á skuldabréfum almennt." Þeir sem standa að baki Ávöxt- unar sf. eru, auk Ármanns, miklir eignamenn, að því er hann segir sjálfur, Pétur Björnsson og Bjarni Stefánsson í Hljómbæ. „Fyrirtæki þessara manna hafa alltaf haft gott orð á sér. Þar sem þetta er svo sameignarfélag, eru þeir menn sem standa að baki því persónu- lega ábyrgir í viðskiptum þess.“ Til Sudur- Ameríku Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins hafði samband við Ármann nýlega og að sögn Ármanns vildi hann kynna sér hvorLþeir aðilar sem stæðu að baki Ávöxtun væru þesslegir að flýja til Suður-Ameríku með allt segja: „Þau ummæli sem eftir mér eru höfð um „one-way ticket" til Suður-Ameríku eru verulega brengluð og misskilin. í tilvitnun- inni í viðtal sem blaðamaður NT tók við mig og birtist hinn 21. þessa mánaðar kemur auk þess ekkert fram sem rennt gæti stoð- um undir þá fullyrðingu Ármanns Reynissonar að ég hafi framið stórfelld embættisglöp. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um fullyrð- ingar Ármanns." „Litid hornauga“ Starfsemi fyrirtækisins er nýj- ung og „þegar nýjungar berast til landsins og þær ganga vel, er það oft litið hornauga. Menn eiga oft erfitt með að sætta sig við að ein- hverjum gangi betur en öðrum hér á landi,“ segir Ármann. „Þess- ir aðilar reyna því að gera manni erfitt fyrir. Menn verða að sætta sig við að heimurinn breytist og mennirnir með. Nýjungar berast sem betur fer til íslands og það er ekki hægt að stöðva tímans rás. Lagasetningarnar koma venju- lega eftir að nýjungarnar hafa komið fram. Ef mér væri bent á að starfsemi mín væri ólögleg myndi ég breyta henni. Ekki færi ég að eyðileggja alla þá velgengni og menntun sem ég hef notið vegna brots á lögum.“ Og hann segir litla frásögn af því þegar íslenskir bændur fóru í mótmælaför gegn síma fyrr á öldinni. „Ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt þá værum við kannski ekki enn búin að fá þetta þarfaþing, símann." — Hvar stæðum við þá? „Ég er mjög hiynntur lagasetningu en meðan engin er, hlýt ég að halda mínu striki, — og framfylgja lögum, gegn stórsjó kerfismanna. Ég fagna því að ríkisstjórnin hefur gefið bönkunum meira frelsi en var, ég fagna því þegar framtak einkaaðila fær notið sín sem best. Peningamarkaðurinn verður allt- af bæklaður á meðan hann er mið- stýrður. Það sést best á íslandi sjálfu. Það er rétt stefna að gefa bönkum fullt frelsi til að stjórna sínum málum og ég tel, að á næstu árum verði miklar breytingar í þá átt á fjármálasviðinu og verði þjóðinni allri til góðs.“ Hann telur núverandi bankalög vera úrelt. Þau kveði ekki á um starfsemi Ávöxtunar sf. „Ný lög- gjöf er í mótun en það er furðulegt að það hefur enginn úr nefndinni sem endurskoðar bankalöggjöf- ina, haft samband við nokkurn þeirra sem eru framarlega á mín- um væng viðskiptaheimsins vegna þessa svo ég viti til. Ritari nefndarinnaf er Þórður Ólafsson, sem sagðist myndu beita öllum áhrif sínum til að stöðva starfsemi Ávöxtunar sf. og hliðstæðra fyrir- tækja." Ármann vonar að löggjöfin verði til góðs og taki þær nýjungar sem komið hafa fram í viðskipta- heiminum á liðnum árum til greina. Honum finnst eðlilegt að þingmenn og aðrir kynni sér hvað sé að gerast á fjármagnsmarkaðn- gegn stórsjó kerfismanna þeirra sem að baki okkur standa. Því er þar um að ræða aðhald fyrir mig að tapa því ekki út úr höndun- um á mér. Viðskipti byggjast á gagnkvæmu trausti, fólk kemur og treystir mér til að vinna að mál- um sínum. En samningar eru alltaf tryggingin sem við setjum fram. Ef fyrirtækið stæði sig ekki vel gagnvart fólkinu spyrðist það fljótt út. Og ef ég sæi að það væri halli á starfseminni væri ég fljótur að loka, færi að vinna í banka frá níu til fimm og hefði engar fjár- hagslegar áhyggjur. Það kostar alltaf viss átök fyrir mann sjálfan að reka svona fyrirtæki. Ég vil taka fram að í þeim samningum sem ég geri við fyrirtæki er kveð- ið á um að fyrirtækin kaupi aftur skuldabréf sem fara í vanskil; þar með tek ég í rauninni litla áhættu, viðskiptavinirnir enga, auk þess sem ég tek enga þóknun af kúnn- unum." Hjá Ármanni í Ávöxtun er allt í föstum skorðum. Hann tekur sömu afföll og sömu þóknun af öll- um fyrirtækjunum, „til að mis- muna ekki“. Hann hagnýtir sér ekki slæmt fjármálaástand fyrir- tækja með því að breyta samning- um við þau. Eftir að samningur hefur verið gerður, er hann gerð- ur. Og hann skiptir aðeins við virt og stöndug fyrirtæki. Hann skipu- leggur starfsemina langt fram í tímann og selur aldrei skuldabréf aftur vegna þess að veltan er það mikil að hann þarf þess ekki. „Það er mjög sjaldgæft að fólk þarfnist peninganna áftur mjög skyndi- lega, helst 100.000 til 200.000 króna og þegar það hefur komið upp, hef ég getað borgað fólki það beint út.“ Fyrirtækin borga þókn- anir. „Viðskiptavinir mínir þurfa ekki að borga fyrir að vera í við- skiptum." ,,Ekki laxveiöi, ekki bridds“ Ármann Reynisson, fram- kvæmdastjóri Avöxtunar sf. er sagður samkvæmismaður mikill. „Nú?“, hváði hann og hugsaði sig um. „Meðan ég var í námi ferðað- ist ég mikið um landið fyrir fyrir- tæki sem ég starfaði fyrir á sumr- in. Þá kynntist ég náttúrlega mörgu fólki. Getur það verið það? Mínir bestu persónulegu vinir eru fæstir bissnissmenn. Svo geri ég mikinn greinarmun á vináttu og kunningsskap. Ég á fjöldann allan af kunningjum í viðskiptum og öðrum störfum. Ég býð stund- um kunningjum eða viðskiptavin- um í málsverð. Ég vil hafa gott samband við þá. — Eða öfugt, þeir bjóða mér. Ég reyni að rækta minn garð. Þess þarf til að ná góð- um viðskiptum. En ég held við- skiptum og viðskiptasamböndum frá mínu einkalífi." Hann segist ekki hafa sömu áhugamál og margir aðrir stórlax- ar. Ekki laxveiði, ekki bridds. Heldur.. .tónlist, bókmenntir og útivist — honum finnst hann mega skokka meira. Hann hefur engan tíma fyrir ýmiss konar klúbba- starfsemi, nema þá tónlistarsjóð- inn sem hann fjármagnar sjálfur. Hann hugsar með söknuði til námsáranna í London þar sem hann var innan um jafnaldra sína. „Sjáðu til, ég fer í fertugs- og fimmtugsafmælin á meðan jafn- aldrar mínir eru enn að basla við að koma sér áfram. Það er stund- um erfitt að hafa unnið sig svona hratt upp.“ En stór þáttur í um- sýslun hans er að hitta fólk. Hjá því fær hann ýmsar hugmynd- ir, alveg eins og þegar hann er að vinna í garðinum sínum. „Mér finnst afslappandi að vinna í garð- inum, hlusta á tónlist og horfa á failegt málverk. Það er náttúrlega alltaf eitthvað að brjótast um í manni." um. Þeir geti ekki einskorðað sig við eitthvert kerfi. Það sé verið að setja lög fyrir nánustu framtíð. „Viö berum persónulega ábyrgd“ Það er mikil hvatning fyrir Ár- mann og félaga hans hve fyrirtæki þeirra hefur blómstrað það eina og hálfa ár sem það hefur starfað. Hann telur, að ef svona fyrirtæki hefði verið komið á laggirnar fyrir áratugum væru íslendingar ekki í eins miklum fjárhagskröggum í dag. „Ástæðu þess hve erlendur skuldabaggi landsins er mikill nú tel ég vera ranga fjármálastefnu ríkisins. Einnig þá, að peningar al- mennings brunnu upp í verð- bólgubáli. Þórður Ólafsson segir að bankarnir tryggi einstakling- um sem eiga peninga að þeir fái þá til baka. Það er svo fyndið þeg- ar hann og fleiri segja þetta, því allir vita að fólkið fékk ekki raun- gildi peninganna sinna til baka í áratugi. Við, hins vegar, í Ávöxt- un sf. berum persónulega ábyrgð á viðskiptum fyrirtækisins og allar okkar eigur eru í veði fyrir því. Allt það fjármagn sem ég tek á móti fer í að kaupa skuldabréf af fyrirtækjum. í þeim liggja svo pen- ingar viðskiptavinanna og ég myndi aldrei leggja þá í eitthvað svipað Kröfluævintýrinu þar sem enginn bar ábyrgð á neinu. Það er hægt að ganga beint að eignum HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.