Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 24
^hfj^edan beðið er eftir nýj- um verkefnalista ríkisstjórnarinnar frá Steingrími Hermannssyni og Þorsteini Pálssyni, formönnum stjórnarflokkanna, hafa menn verið að velta fyrir sér baksviði þessara mjög svo leynilegu viðræðna þeirra. Á yfirborðinu bíða menn eft- ir tillögum formannadúósins með eftirvæntingu — tillögum um nýjar fjármögnunarleiðir atvinnuveg- anna, tiliögum um kerfisbreytingar í landbúnaði, m.m. — en undir niðri, innan stjórnarflokkanna, er beðið með jafnvel enn meiri óþreyju eftir áhrifum nýja stjórnarsáttmálans á stjórnarsamstarfið og stöðu for- mannanna tveggja. Takist þeim að koma tillögunum svo til átakalaust í gegn er talið að þeir styrki báðir stöðu sína sem formenn. Áfram- haldandi stjórnarsamstarf flokk- anna byggist á því að þeir nái sam- an og Steingrími Hermannssyni er ljóst að flokkur hans hefur ekki efni á að klikka á úrslitastundu og allra síst núna við kjördæmabreytinguna þegar Framsóknarflokkurinn þarf einmitt að taka sig saman í andlitinu til að ná upp fylgi á suðvesturhorn- inu. Steingrímur er því afar viljugur að þóknast hugmyndum Þorsteins Pálssonar og hann notar viðræð- urnar um leið til þess að sveigja Framsóknarflokkinn inn á ný mið í hinu pólitíska Iitrófi. Gert er ráð fyr- ir að eldri framsóknarmenn komi til með að malda í móinn þegar tillög- urnar koma loks í ljós í næstu viku en ekki er búist við neinu stórupp- gjöri í flokknum vegna þessa. í við- ræðum þeirra Steingríms og Þor- steins hefur ráðherrastóll handa formanni Sjálfstæðisflokksins ekki verið tekinn sérstaklega fram, en möguleiki á því að Þorsteinn taki sæti í ríkisstjórninni í kjölfar nýja verkefnalistans er þó engan veginn sagður útilokaður. Skerist þannig í odda vegna verkefnalistans, ef til dæmis einstakir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins telja sig ekki með góðu móti geta farið eftir slíkum lista, þá segja raddir innan Sjáif- stæðisflokksins að þessum sömu ráðherrum sé frjálst að taka pokann sinn hvenær sem er... EÍ ins og sagt var frá í síðasta Helgarpósti má búast við all hávaðasömu þingi Sambands ungra framsóknarmanna í Vest- mannaeyjum um þessa helgi. Við nefndum síðast, að líklega yllu til- lögur um gerbreytta stefnu í land- búnaðarmálum einhverju fjaðra- foki á þinginu, en nú lítur út fyrir að annar málaflokkur — varnarmálin — steli senunni með stórum hvelli. Varnarmálanefnd SUF hefur sett saman tillögur í öryggis- og varnarmálum, sem hljóta að telj- ast byltingarkenndar fyrir SUF; þar á bæ hafa andstæðingar varnar- samvinnunnar við Bandaríkjamenn löngum þótt nokkuð áberandi. Nú á að skipta um kúrs, því í nýja plagg- inu frá varnarmálanefndinni er tek- ið kröftuglega undir vestræna varn- arstefnu og öllu hlutleysi í varnar- málum hafnað. Hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd fá líka dræmar undirtektir. Þung áhersla er hins vegar lögð á aukna þátttöku íslands í störfum Atlants- hafsbandalagsins og eins miða til- lögurnar að því að íslendingar fái aukin áhrif á áætlanagerð og ákvarðanir í varnarmálum innan NATO. í tillögunum er líka gert ráð fyrir hertu eftirliti með sendiráðum erlendra ríkja og starfsemi þeirra hér á landi og lögð áhersla á varnir gegn hryðjuverkastarfsemi hér. • • ■ efnd útvarps- og sjónvarps- starfsmanna leitar nú leiða að bættu skipulagi og deildaskiptingu innan Ríkisútvarpsins, með tilliti til nýja útvarpshússins. Nefndin var sett á laggirnar að ráði tveggja ráðgjafa frá norska ríkisútvarpinu, NRK, sem könnuðu þessi mál fyrir RÚV í júní í sumar. Um leið og Norðmennirnir iögðu til í skýrslu sinni að starfs- menn kæmu sér niður á lausn á þessu máli bentu þeir á ýmislegt sem betur mætti fara í skipulagn- ingu útvarps og sjónvarps. Tillögur Norðmannanna munu hafa komið mörgum eldri starfsmönnum Ríkis- útvarpsins kunnuglega fyrir sjónir, því oft hafi verið talað um slíkar breytingar innanhúss, en ekkert orðið úr. En breytingar virðast í vændum hjá stófnuninni, þótt þessi gamla aðferð hafi verið notuð: að fá erlenda ráðgjafa til þess að segja mönnum það sem þeir gátu sagt sér sjálfir. Meðal þess sem rætt hefur verið er útvíkkun á hlutverki frétta- deildar útvarps og sameining tæknideilda útvarps og sjónvarps, svo og augiýsingadeildanna. . . l næsta mánuði verður opnuð að Laugavegi 8 dálítið nýstárleg versl- un. Hún mun eingöngu hafa á boð- stólum nýtt súkkulaði sem verður flutt flugleiðis frá Sviss. Eigendur verslunarinnar eru þau Ingibergur Þorsteinsson og Freygerdur Kristjánsdóttir og þau eru þegar búin að gera samning við sælgætis- framleiðanda í Sviss. Það verða að- allega konfektmolar og konfektkúl- ur sem verða á boðstólum og allt selt eftir vigt. Sælgætinu verður pakkað í sérstakar skrautöskjur sem verða af mörgum stærðum og verður hægt að kaupa frá einum mola uppí glás af kílóum. Fullyrt er, að þetta gotterí verði ekki mikið dýrara en það sælgæti sem hér er selt í dag... A ^^^^fleysingafréttamaður á út- varpinu fór í sumar til Kúbu sem far- arstjóri hópsins sem fer þangað á hverju ári til að vinna á sykurekrun- um.Samferða voru einnig hópar frá hinum Norðurlöndunum. Fyrir skömmu barst íslenska Kúbuvinafé- laginu bréf varðandi íslenska farar- stjórann, skrifað af fararstjórum frá hinum Norðurlöndunum. Kváðu þeir þar lýsa forakt nokkurri á lítt kommúnísku framferði íslenska far- arstjórans, en beiðast þess af Kúbu- vinafélaginu að það vandi betur val sitt næstu árin. Á meðal ávirðinga fararstjórans er einkum til nefnt að hann hafi skipt dollurum á svörtum markaði; ,,það er hvort eð er plag- siður í kommúnistaríkjum," á hann að hafa sagt á góðri stund. Þá mun hann hafa skorast undan því að fara að sofa á hverju kvöldi klukkan ell- efu, dansað stríðsdans þegar tilskip- un barst um að dansa einungis hringdans og þannig mætti lengi telja. En altént eru skandinavískir Kúbuvinir æfir. Er þetta mál allt ekki farið að minna dálítið á þá at- burði sem áttu sér stað hér um árið og enduðu með því að Steini Stein- arr var fleygt niður stiga?... HÆKNJM VIÐ imiÁMSVEXTI V/axtabreytingar frá 27. ágúst: SparireiKningar með 18 mán. uppsögn___________ Innlánsskírteini 6 mánaða_____________________ Verðtryggðir sparireikn. 3ja mánaða binding Verðtryggðir sparireiKn. 6 mánaða binding Tékkareikningar_______________________________ hækka í 25%, ársávöxtun 26,6% hækka í 24,5%, ársávöxtun 26% hækka í 3% hækka í 6,5% hækka í 10% Aðrir vextir eru óbreyttir frá 13. ágúst 5.1. HÆ5TU BAHHAVEXTIRHIR! Sparireikningar Búnaðarbankans með 18 mánaða uppsögn bera 26,6% ávöntun á ári. Þetta eru hæstu banhavextir sem bjóðast Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu venti sem í boði eru hverju sinni. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.