Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 9
YFIRHEYRSLA nafn. Geir Hallgrímsson fæddur: 16.12.1925 staða. Utanríkisráðherra mánaðarlaun: 76.274 kr. HEIMILI: Dyngjuvegur 6f Reykjavík heimilishagir: Kvæntur Ernu Finnsdóttur; 4 börn áhugamál: Þjóðmál í víðtækasta skilningi bifreið: Mercedes Benz 280 árg. 1979 Þurfum að taka meiri þátt í störfum NATO eftir Óla Tynes myndir Jim Smart Ratsjárstöðvarnar sem hugsanlega verða reistar á Vestfjördum og Nordaustur- landi eru þegar ordnar mikid deilumál. Vinstri menn hafa tekið afstöðu gegn þeim, eins og vænta mátti, og það hefur verið ófriðlegt á fundum Framsóknar- flokksins fyrir vestan. Helgarpósturinn fékk Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra í yfirheyrslu, m.a. til að grafast fyrir um tiigang þessara stöðva. — Er sanngjarnt að segja að þessi rík- isstjórn standi fyrir meiri hernaðarupp- byggingu en aðrar, um langt skeið? „Eg tel ekki svo vera. Þær framkvæmdir sem fara fram á vegum varnarliðsins eru álíka að kostnaði og verið hefur síðustu ár- in.“ — Stefnir þú að þátttöku íslendinga í vörnum landsins? „Eins og kom fram í skýrslu minni um utanríkismál, til Alþingis, tel ég nauðsynlegt að íslendingar geri sér grein fyrir því sjálfir hvað er eðiilegt og nauðsynlegt að gera landinu til varnar og til að tryggja öryggi þess. í þeim tilgangi verðum við að taka meiri þátt í störfum Atlantshafsbandalagsins og fylgjast betur með athöfnum þess og áætl- unum. Við þurfum að sjálfsögðu einnig að fylgjast með störfum varnarliðsins og vita hvað það hefur fyrir stafni. — Hvert verður hlutverk ratsjárstöðv- anna sem til athugunar er að reisa á Vestfjörðum og Norðausturlandi? „Hlutverkið hlýtur að vera að auðvelda varnarliðinu það starf þess að fylgjast með umferð í námunda við Isiand, og gera þeim skiljanlegt sem hingað sækja að landið er ekki öilum opið og varnarlaust. Það er líka tilgangurinn með slíkum stöðvum að fylgjast betur með umferð yfir landinu sjálfu og að því leyti koma þær íslenskum flugsamgöng- um að gagni og auðvelda flugumferðar- stjórninni íslensku að inna af hendi flugum- ferðarstjórn á norðanverðu Atlantshafi. Það er ekki alveg jafn víst hve miklu hlut- verki slíkar stöðvar geta gegnt í þágu Land- helgisgæslunnar varðandi umferð skipa um- hverfis landið, en þó standa vonir til að með bættum tækjakosti geti hún haft gagn af þeim.“ — Uppsetning þeirra yrði þó fyrst og fremst í sambandi við varnir landsins? „Það er ljóst að eins og nú standa sakir geta ókunnar fiugvélar komist að og jafnvel yfir landið án þess að eftir þeim sé tekið. Það er vegna þess að ratsjárstöðvarnar á Reykja- nesi og í Hornafirði draga ekki nógu langt, og AWACS ratsjárflugvél varnarliðsins get- ur ekki verið á lofti 24 tíma á sólarhring né heldur alltaí vegna veðurs. Þá er þess að geta að flug Sovétmanna að landinu, sem fylgst hefur verið með.hefur tvöfaldast síð- ustu 7 árin.“ — Er ísland orðið aðili að herskárri stefnu Bandaríkjanna í vígbúnaðarmál- um? „Ég tel ekki að stefna Bandaríkjanna í víg- búnaðarmálum sé herská. Ég tel að stefna Bandaríkjanna sé í samræmi við stefnu At- lantshafsbandalagsins. Á leiðtogafundum og utanríkisráðherrafundum bandalagsins hef- ur verið lögð áhersla á að bandalagsríkin hafi yfir að ráða þeim lágmarks varnarvið- búnaði sem nauðsynlegur sé til að gæta ör- yggis aðildarríkjanna, hvers og eins og allra í heild. Um leið hefur Atlantshafsbandalagið lagt áherslu á að afvopnunarviðræður ættu sér stað. Það er sérstaklega tekið fram að bandalagið viðurkennir rétt Sovétríkjanna eða Varsjárbandalagsríkjanna til að tryggja öryggi sitt, aiveg eins og bandalagsríkin gera sjálf." — Hefur þú áhyggjur af andstödu manna á Vestfjöröum gegn ratsjárstöðv- unum? „Ég tel þessa afstöðu á misskilningi byggða, neina hún sé í raun og veru byggð á því að menn vilji ekki að fylgst sé með um- ferð í kringum landið. Ef menn láta sig ör- yggi landsins engu máli skipta er andstaða gegn ratsjárstöðvum eðlileg. En vilji menn fylgjast með umferð í námunda við landið.en það tel ég sjálfsagt, þá er hér um eðlilegar framkvæmdir að ræða. Hér er þá skoðana- munur tii staðar sem verður að útkljá með lýðræðislegum hætti." — Því hefur verid haldið fram aö rat- sjárstöövarnar og allur viðbúnaður varnarliðsins hér auki hættuna frekar en bægja henni frá. „Ég fullyrði að engar framkvæmdir í þágu varna og öryggis íslands, á vegum varnar- iiðsins eða Atlantshafsbandalagsins, eru með þeim hætti að öðrum þjóðum, sem með friði fara, stafi hætta af. Allar slíkar fram- kvæmdir eru háðar leyfi íslenskra stjórn- valda. Það er hættulegur leikur þegar svo- kallaðir herstöðvaandstæðingar eru að telja fóiki trú um, jafnt erlendis sem innaniands, að ástæða sé fyrir t.d. Sovétríkin að telja sér stafa hættu af Islandi. Með því er aðeins ver- ið að reyna að gera ísland að skotmarki í hugum þeirra." — Snúum okkur aðeins að ööru; hefur þér mistekist í Rainbow Navigation mál- inu? „Það er ekki komin nein lausn á málið enn sem komið er. Það hefur verið boðað að á næstunni muni berast svar frá Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og ekkert hægt að segja um úrsiit fyrr en eftir það.“ — Hefur þetta verið sett þannig fram, af hálfu íslenskra stjórnvalda, að fram- kvæmdir t.d. á Keflavíkurflugvelli og í sambandi við ratsjárstöðvarnar verði háðar lausn málsins okkur í hag? „Við stöndum nú ekki í neinum hrossa- kaupum. En við höfum sagt það skýrt og skorinort að við ætlumst til þess að fá viðun- andi lausn á þessu máli. Bandaríkjamönnum er vel kunnugt um þá áherslu sem við leggj- um á þetta. Ef ágreiningur kemur upp í sam- skiptum þjóða verður að leita eftir sam- komulagi. Sá samkomulagsgrundvöllur sem við ieggjum áherslu á er að samkeppni verði á jafnréttisgrundvelii, á flutningum fyrir varnarliðið." — Ef við lítum okkur nær þá hafa verið sendar óvenju harðorðar orðsendingar vegna Jan Mayen málsins; hefur norræn samvinna beðið hnekki vegna þessa máls? „Það er auðvitað slæmt ef ekki er hægt að komast að samkomulagi um loðnuveiðar á svæðinu milli Jan Mayen og Grænlands. Það má alltaf búast við því, jafnvel milii vinsam- legra þjóða, að sitt sýnist hverjum og leysa þurfi ágreiningsmál með úrskurði. Það var talið spor til efiingar norrænni samvinnu þegar við ísiendingar undirrituðum samning milli Norðurlanda um að þau skuli leggja ágreiningsmál stn í gerðardóm. Sá samning- ur var undirritaður á Alþingishátíðinni 1930. Ég tel það útaf fyrir sig ekki hnekki fyrir nor- ræna samvinnu að ágreiningsmál fari í gerð, þótt skemmtilegra væri að geta náð sam- komuiagi, sem líka sparaði tíma og pen- inga.“ — Nú standa yfir viðræður við Fram- sóknarflokkinn um nýjan verkefnalista. Hvar heldur þú að helst skerist í odda? „Ég er nú þannig skapi farinn að ég vil heldur leggja áherslu á þaö sem unnt er að ná samkomulagi um, en að vera að veita því upp fyrirfram sem gæti orðið ágreiningsmál. Meðan annað kemur ekki í Ijós vil ég ætla að við getum náð samkomulagi í höfuðþáttum stjórnarsamstarfsins og ég vil í það minnsta ekki gefa samstarfsflokknum ástæðu til að efna til ágreinings fyrirfram." — Steingrímur Hermannsson hefur sagt að hann teldi heppilegt að Þor- s teinnPálsson tæki sæti í rí kisstjórninni; ert þú sama sinnis? — Ég tel hvert það sæti sem Þorsteinn Pálsson skipar vel setið. í þessum efnum tel ég það vera undir hans ákvörðun komið, sem formanns Sjálfstæðisflokksins, hvar hann haslar sér völl.“ — Sú túlkun hefur heyrst að ef Þor- steinn taki ekki sæti í ríkisstjórninni sé það til marks um að Sjálfstæðisflokkur- inn leggi ekki mikla áherslu á þessa stjórn. Er það rétt? „Nei, ég tel það ekki vera. Eftir að Þor- steinn tók við formennsku í Sjálfstæðis- flokknum hefur hann sýnt að honum er annt um að þessari ríkisstjórn farnist vel. Hann hefur verið mikill stuðningur, okkur sem störfum í ríkisstjórninni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn." — Ertu ánægður með frammistöðu ríkisstjórnarinnar til þessa? „í höfuðþáttum er ég það. Ég tel ríkis- stjórnina hafa náð veruiegum árangri og í því sambandi nægir að benda á verðbólguna sem komin er úr 130—-180 prósentum niður í um 15, svo ekki sé meira fullyrt. Ég tel þó að enn séu erfiðir tímar framund- an og að ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar og raunar alþjóð verði að taka hönd- um saman til að staðfesta þennan árangur og tryggja hann til frambúðar. Það má ekki glata þessum árangri og fara aftur í farveg óðaverðbóigu, við íslendingar ættum að vera saddir reynslu af því. Á hitt vil ég einnig leggja áherslu, að við þurfum vissulega að huga að ýmsu sem miður hefur farið og bæta þar um. Til þess eru einmitt þær viðræður sem nú standa yfir milli stjórnarflokkanna. Þær eru haldnar til að hægt sé að gera sér fulla grein fyrir ástandinu, marka stefnuna og koma sér saman um úrlausnir sem tryggja þann árangur sem þegar hefur náðst og bæta úr því sem miður liefur.farið."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.