Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 19
HRINGBORÐIÐ Þrengt að þrykktu máli í dag skrifar Siguröur A. Magnússon I austantjaldslöndum og raunar í alræðisríkjum um víða veröld líta valdsmenn prentað mál svo uggsömum augum, að lagðar eru margvíslegar hömlur á útgáfu bóka, blaða og tímarita, og toll- verðir látnir gæta þess kostgæfi- Iega að skaðvænar bókmenntir berist ekki innfyrir landamærin og ýfi ördeyðu þagnarvatnanna. I lýðræðisríkjum þykja afturámóti skoðanaskipti og upplýsingamiðl- un svo veigamikill þáttur í mennt- un hins almenna borgara og mót- un heilbrigðra þjóðfélagshátta, að þau hafa flest hver, nema Island, kostað kapps um að veita opin- berri umræðu sem allra ríflegast svigrúm og fella úr gildi lög sem þrengdu að frjálsum og opinská- um skoðanaskiptum. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur einnig mjög hvatt til þess að greidd verði gata prentaðs máls til lesenda eftir því sem föng eru á, svosem með afnámi tolla og annarra opinberra skatta á bækur og blöð, enda hafa fjölmörg ríki aflagt þá ósvinnu að skattleggja prentað mál. Á íslandi gegnir allt öðru máli í þessum efnum einsog ýmsum fleiri. Hér eru í gildi löngu úrelt lög sem heimila einstaklingum eða hópum manna með ötulu fulltingi dómstóla að ganga inilli bols og höfuðs á skriffinnum sem með eft- irtektarverðum eða nærgöngul- um hætti hrófla við hinu rótgróna valdakerfi og ginnheilögum kúm þess. Dæmi um það eru VL-mál- sóknirnar alræmdu fyrir áratug og hið dæmalausa Spegilsmál á liðnum vetri. Og nú hefur einn helsti gæðingur og formælandi kerfisins, VL-garpurinn Þór Vil- hjálmsson, forseti Hæstaréttar, kveðið uppúr með það á erlend- um vettvangi, að skerða beri tján- ingarfrelsi íslenskra blaðamanna ogveifayfir þeim málshöfðunumí tíma og ótíma. Mér var reyndar löngu ljóst, að íhaldsöflin á Islandi hefðu jafnan verið höll undir sovéskan þankagang og stjórnar- hætti, en átti satt að segja ekki von á svo purkunarlausri afhjúpun innrætisins utan landsteinanna. Að minnstakosti var annað uppá teningnum þegar ég leyfði mér að fjalla um málsóknir VL-manna á hendur íslenskum rithöfundum á ársfundi Norræna rithöfundaráðs- ins haustið 1975. Þá fékk Morgun- blaðið eitt af. sínum tíðu móður- sýkisköstum, kvaddi til hóp leigu- penna og lét þá lýsa yfir í sam- radda kór, að málsóknirnar væru íslenskt innanríkismál og kæmu erlendum rithöfundum ekki hót við. Það var reyndar á sama tíma og Mogginn bölsótaðist útí vald- hafa austantjaldslanda fyrir of- sóknir á hendur rithöfundum, og þótti mörgum umhugsunarverður sá orwellski tvískinnungur sem fram kom í þeim málflutningi. Hitt mátti marka af bægslagangi Moggans og leigupenna hans, að þeir vildu fyrir hvern mun koma í veg fyrir að uppskátt yrði erlendis um þann formyrkvaða sovéska hugsunarhátt sem ríkir í herbúð- um hérlendra íhaldsmanna. En nú hefur Þór Vilhjálmsson semsé rof- ið þagnarmúrinn, og aldrei þessu vant heyrist ekki æmt úr þeim herbúðum! Á íslandi leggur ríkið 23% sölu- skatt á bækur og hefur að sjálf- sögðu gert bókaútgáfu í landinu ákaflega erfitt fyrir, en slík skatt- lagning gengur sem fyrr segir í berhögg við tilmæli og samþykkt- ir UNEiSCO. Nú hefur það enn gerst að mannvitsbrekkan á stóli fjármálaráðherra fékk sovéska vitrun og afréð að láta koma til framkvæmda lagagrein sem lengi hafði verið óvirk, semsé að leggja söluskatt á bækur sem keyptar eru til landsins á vegum stofnana og einstaklinga, og raunar líka gjafabækur. Með því úrræði sló ráðherrann tvær flugur í eiþu höggi: fékk einhverja smáaura í ríkiskassann, sem hann hefur ver- ið svo kappsamur við að tæma með tollaívilnunum til ættmenna sinna og kauphækkunum til vild- arvina á ríkisjötunni, og dró í ann- an stað mjög úr bókaflæði til landsins með afleiðingum sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Toll- afgreiðslumenn í pósthúsum eru vitaskuld æfir yfir þessu aukna vinnuálagi, sem útheimtir óhemjulega pappírsvinnu, enda tekur afgreiðsla einnar bókar frá útlöndum allt uppí klukkutíma. Sú var að minnstakosti reynsla mín þegar ég var kvaddur til að sækja gjafabók í tollinn sem síðan var send aftur til föðurhúsanna. Af- greiðslan í tollinum og allt pappírsflóðið kringum þessa einu bók minnti mig á ekkert fremur en aðfarir tollvarða á landamær- um austantjaldsríkja, enda er til- gangurinn strangt tekið sá sami: færri bækur til landsins og þaraf- leiðandi færri frjóar og viðsjálar hugmyndir, minni almenn upplýs- ing og þarafleiðandi handhægara að hafa hemil á þegnunum. Geta má nærri hvernig þessi síð- asta tiltekt fjármálaráðherra kem- ur við bókasöfn í landinu sem öll eru í fjársvelti og rísa fæst undir nafni. Talsmaður bókasafns Nor- ræna hússins, sem sennilega hefur mest fjárráð allra safna hérlendis (að því bandaríska undanskildu), ber sig að vonum aumlega yfir tíðindunum og telur að talsvert muni sneyðast um bókakaup til safnsins vegna hinnar nýju skatt- heimtu. Að því er vitanlega mikill skaði, þareð þetta safn hefur verið eini nothæfi gluggi okkar til sam- tíðarbókmennta á Norðurlönd- um. Hitt er ekki síður uggvænlegt að Landsbókasafnið og önnur þau söfn, sem af veikum burðum íeit- ast við að hafa einhverjar erlend- ar bækur í hillum sínum, munu neyðast til að skera af þeim sára- litlu fjármunum sem þau hafa til bókakaupa erlendis — og vísast verða þau líka að greiða fullan söluskatt af bókagjöfum, ef marka má yfirlýsingar ráðamanna. Og er þá komið að alvarlegu máli sem mun ekki almennt vera á vitorði bókaþjóðarinnar marg- rómuðu. Þau tvö höfuðsöfn sem mynda uppistöðuna í opinberum bókakosti landsmanna, Lands- bókasafn og Háskólabókasafn, eru svo fátæklega búin að erlend- um bókum, að hér á landi mun vera nánast ógerningur að stunda alvarleg fræði- eða vísindastörf í nokkurri grein annarri en íslensk- um fræðum. Að ekki sé minnst á helstu öndvegisrit fagurbók- mennta þessarar aldar á frummál- um. Þar blasir við sú víðáttumikla sovéska eyðimörk sem virðist vera valdsmönnum í öllum lönd- um hjartfólgnust. Nú væri kannski fátt við þessu að segja ef við værum örsnauðir og létum okkur lynda að vera menningarleg hjálenda annarra þjóða og voldúgri. Það viljum við samt aldeilis ekki vera, enda gefur alþingi landsmönnum heila þjóð- arbókhlöðu í stórafmælisgjöf til að sanna umheiminum að bókin sé enn sem fyrr hið sanna aðal ís- lendinga. Það merka mannvirki er að vísu búið að vera í smíðum heilan áratug og flest á huldu um hvenær það kemst í gagnið. En þjóðarbókhlaða skal það heita. Og hvað skyldi hún svo eiga að hýsa? Vitanlega þann sundurleita og handahófsvalda bókakost sem höfuðsöfnin tvö eiga í fórum sín- um. En þá vantar ansi mikið á að þjóðarbókhlaðan rísi undir nafni, því réttnefnt þjóðbókasafn á ekki einungis að vera geymsla þeirra bóka sem komið hafa út í landinu ásamt einhverjum reytingi af er- lendum bókum, heldur á það að vera vel birgur vinnustaður þar- sem þrotlaust er unnið með þann innlenda og erlenda bókakost 'sem fyrir hendi er og hann látinn bera sýnilegan ávöxt í samtíman- um. Til að svo megi verða er ekki síst þörf á víðtæku og vel völdu safni heimsbókmennta á frum- málum. Mér varð örbirgð íslensku bóka- safnanna fyrst óþyrmilega ljós fyr- ir fáeinum árum þegar ég dvaldist um nokkurra mánaða skeið í litl- um háskólabæ í Bandaríkjunum, Iowa City (íbúar 40—50.000, þaraf helmingur háskólastúdentar). í þeim fámenna bæ var háskóla- bókasafn sem að bókakosti var minnst helmingi stærra en tvö höfuðbókasöfn okkar samanlögð, og skipulag allt, skrásetning og þjónusta með þeim hætti að mað- ur stóð nánast höggdofa eftir reynsluna heima á Fróni. Nú mun það að vísu ganga kraftaverki næst og er kannski brot á náttúrulögmálinu, að gamla safnahúsið við Hverfisgötu, sem reist var af meiri stórhug en aðrar byggingar hérlendis miðað við efnahag þjóðarinnar við upphaf heimastjórnar, skuli ekki vera sokkið ofaní klöppina með öllum þeim bókastöflum sem þar fylla hvern krók og kima, kjallara jafnt sem háaloft, á ekki stærri fleti, megnið af þeim óskipulagt og óskrásett. Fráleitt er það nema að litlu leyti sök safnvarða að þannig skuli vera í pottinn búið. Þar bera ráðamenn og þá fyrst og fremst fjárveitingavaldið langþyngsta sök. Þó er ekki fyrir það að synja að mann undrar að ekki skuli enn vera búið að ganga frá skrá yfir greinar í dagblöðum sem Þórhall- ur Þorgilsson vann að af mikilli elju meðan hans naut við. Og spjaidskráin yfir rit íslenskra höf- unda er með þvílíkum gloppum að teljast verður til endema í virðulegu þjóðarbókasafni. Ég er ekki einn um að finnast ég vera kominn í bókagrafreit í hvert sinn sem ég legg leið mína á Landsbókasafnið. Þar innandyra ríkir einhver annarlegur líkhús- andi. Ósjaldan hefur þeirri ókristi- legu hugsun flökrað að mér, að ýmsir þeir sem þar hafa valist til þjónustustarfa hafi ímugust á bók- um eða í öllu falli megna andúð á mönnum sem sækja í bækur og vilja hagnýta þær í salarkynnum safnsins. Það er varla einleikið hvernig allri afgreiðslu er háttað, tregðunni, seinaganginum og ön- uglyndinu. Ég hef hvergi annar- staðar þarsem ég hef komið í opin- ber bókasöfn átt áþekku viðmóti að mæta. Margt af þessu kann að stafa af afarkröppum kjörum safnsins og fullkomlega óviðunandi aðstöðu til athafna, enda mun engin menn- ingarþjóð á byggðu bóli eiga öllu snautlegra þjóðbókasafn. En það getur samt varla verið nema part- ur af skýringunni. Hinn parturinn hlýtur að vera sá, að starfsmönn- um hérlendra safna hætti til að líta á þau sem geymslur einvörðungu, en ekki vettvang lifandi starfs, upplifunar, hugljómunar, lífs- ánægju, í einu orði menningar- uppsprettu. Innra ásigkomulag ýmissa opin- berra safna í höfuðstaðnum ann- arra en bókasafna er kafli útaf fyr- ir sig og hnýsilegt til umþenking- ar, og verður kannski síðarmeir efni í hringborðsvangaveltur. Fyrir mörgum hafa tnggingíunál verið sem erfið krossgáta Viðhöfiimhinsvegar leyst hana meðeinuorði Með því að sameina í eina vátryggingu ýmsa áhættu- þætti í iðnaði, sem áður hafa verið sértryggðir, er hægt að auka vátryggingarvernd verulega. Tryggingaráðgjafar okkar aðstoða þig við áhættumat, svo verðmæti þín séu örugglega tryggð á raunvirði. Samningur þinn og félagsins um Iðnaðartryggingu byggist á vátryggingaþörf þinni, raunréttu áhættumati og hagstæðum iðgjöldum. Samsett trygging er hagstæð trygging Iðnaðar ÍiBRunnBór iSEgr 'AF ÖRYGGISÁSTÆEHJM_ BRUNABÓTAFÉLAG iSLANDS Laugavegur 103 106 RcykjavlK Slmi 26055 HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.