Helgarpósturinn - 30.08.1984, Síða 2
öldungarnir Taggart, Tanner og
Hamblin.
Unglegir öldungar
★Við hittum þrjá öldunga í
bænum um daginn. Hamblin,
Tanner og Taggart heita þeir
og eru um tvítugt. Skýringin á
þessu öfugmæli er sú að pilt-
arnir eru allir mormónatrúboðar
frá Bandaríkjunum, sem eru
komnir til að starfa hér í 18
mánuði í sjálfboðavinnu, og
trúboðar mormóna eru kallaðir
öldungar. Þeir stóðu við trönur
í Austurstræti, sem á voru fest
sannleikskorn um Jósef Smith
og trúna og svöruðu spurning-
um gesta og gangandi.
— Hvernig gengur að út-
breiða mormónatrú á íslandi?
„Það gengur bara bærilega,
takk. Það eru nú 110 íslending-
ar í söfnuðinum, þeim fjölgar
hægt og sígandi."
— Hvað fær unga menn til
að fórna 18 mánuðum af lífi
sínu í sjálfboðavinnu?
„Við gerum þetta fyrir trúna.
Þetta er algengt hjá ungum
mönnum meðal mormóna.
Þetta er ákveðið með löngum
fyrirvara og við söfnum öllu því
fé sem okkur áskotnast til að
standa undir kostnaði í þessa
átján mánuði. Foreldrarnir
hlaupa líka undir bagga með
okkur."
— Þetta eru töluvert strangir
18 mánuðir, er það ekki?
„Við förum á fætur klukkan
hálf sjö á morgnana og erum
að vinna til hálf ellefu á kvöld-
in, þegar við förum í háttinn.
Þetta er sex daga vikunnar, en
einn dag í viku fáum við frí frá
níu til fimm til að skrifa bréf,
þvo af okkur fötin og þar fram
eftir götunum."
— Hvað með skemmtanir?
„Ef þú átt við diskótek, kvik-
myndir og þessháttar, þá slepp-
um við því."
— Mormónar eru mjög hrein-
lífir, að sagt er?
„Já, það er lögð mikil
áhersla á andlegt og líkamlegt
hreinlífi. Við reykjum til dæmis
ekki, neytum ekki áfengis eða
lyfja og drekkum ekki te eða
kaffi. Við höfum heldur ekki
kynmök fyrir hjónabandið. Það
er litið á líkamann sem musteri
og það musteri má ekki van-
helga."
— Hvernig er ykkur tekið
þegar þið bankið upp í heima-
húsum til að boða trúna?
„Okkur er yfirleitt alltaf tekið
kurteislega, en það er misjafnt
hvort fólk vill hlusta á trúboðið
eða ekki. Stundum getum við
talað við kannski átta manns á
einum degi, eða átta fjölskyld-
ur, en suma daga gengur ekki
neitt."
HELGARPUSTURINN
Valdastólar
Fjölmiðlar fjölmargt góla,
fjalla að mestu leyti um stóla.
Ef Þorsteinn vinnur valdastól ei,
Valdi, gefðu honum Sóley.
Niðri
— Getur ekki verið dálítið
niðurdrepandi að þramma um í
rigningunni og fá engan til að
hlusta á sig?
„Úff, jú, maður getur orðið
dálítið niðurdreginn. En það
stendur aldrei lengi."
— Það eru nú varla margir
íslendingar til í dag, sem ekki
hafa eitthvað syndgað á ykkar
mælikvarða; reykt, drukkið (að
minnsta kosti kaffi) eða haft
mök fyrir hjónaband.
„Það er engin hindrun. Fólk
er skírt inn í söfnuðinn og fær
þá fyrirgefningu synda sinna.
Það er enginn svo syndugur að
hann geti ekki fengið fyrirgefn-
ingu Guðs ef hann iðrast og vill
byrja nýtt Iff."
VÍDEÓVAL
LAUGAVEG1118.
SÍMI: 29622.
Barnaefni alla daga, kr. 50
Erum aö taka upp mikiö af nýju efni.
MUNIÐ TILBOÐIN OKKAR:
Ef teknar eru á leigu þrjár spólur eða fleiri, þá má hafa þær
í tvo sólarhringa án aukagjalds.
FRÍTTAPÓSTUR
' Óttast verkföll
| Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, óttast að til
I verkfalla komi í haust. Ljóst sé að atvinnuvegirnir standi
ekki undir kauphækkunum og ef verkalýðsfélögin haldi
| fast við kröfur sinar, sem séu alltof háar, sé ný verðbólgu-
skriða yfirvofandi. Guðmundur J. Guðmundsson telur
kröfur verkalýðsfélaganna síst of háar en segir að atvinnu-
rekendur geti fengið verkföll ef þeir vilji.
Áldeilur við Eyjafjörð
Eyfirðingar eru ekki á eitt sáttir um hvort þar skuli rísa
álver. Steingrímur Hermannsson fékk fyrir nokkrum dög-
um undirskriftalista með 3.289 nöfnum, þar sem þess var
krafist að aðrar leiðir yrðu farnar í atvinnumálum þar
I nyrðra. Steingrímur á von á öðrum lista, frá þeim sem eru
' hlynntir álveri.
Seðlabankinn stjórnar
Seðlabankinn hefur sett nýjar reglur um yfirdráttar-
heimildir viðskiptabankanna. Seðlabankinn býður bráða-
birgðalán á víxlum til nokkurra mánaða til að hægt sé að
greiða upp skuldirnar. Þessi lán eru þó háð ýmsum skilyrð-
um og meðal annars er bönkunum gert að draga úr útlán-
um. Ætlar Seðlabankinn að semja við hvern banka fyrir sig
um hve mikið hann megi lána.
Vilja flytja inn gull
Kaupþing hf. hefur sótt um leyfi til að flytja inn gull þar
sem ýmsir viðskiptavinir þess hafa óskað eftir að fá að fjár-
festa í þeim eðla málmi. Seðlabankinn telur ekki rétt að
veita þett leyfi að sinni þar sem verið er að endurskoða ýmis-
legt í innflutnings- og gjaldeyrismálum.
Sjónvarpsleikrit
Sjónvarpið er að semja við þrettán rithöfunda um að þeir
skrifi leikrit fyrir það. Sjónvarpið er ekki skuldbundið til að
taka þessi verk til sýningar. Skilafrestur er til 15. desem-
ber. Þeir rithöfundar sem um ræðir eru: Agnar Þórðarson,
Gísli J. Ástþórsson, Guöný Halldórsdóttir, Jón Örn Marin-
ósson, Jónas Árnason, Jónas Guðmundsson, KjartanRagn-
arsson, Matthías Jóhannessen, Nína Björk Árnadóttir,
Svava Jakobsdóttir, Birgir Sigurðsson, Sigurður Pálsson og
Steinunn Jóhannesdóttir.
Umferð á Bárðarbungu
Fimm fallhlífastökkvarar og tvær flugvélar lentu á Bárð-
arbungu á Vatnajökli nú um daginn, en hún er í 2000 metra
hæð. Ævintýramennirnir stripluðust um á jöklinum í blíð-
skaparveðri og allir komu þeir aftur.
Deilt um ratsjárstöðvar
Deilur eru hafnar um ratsjárstöðvar sem hugsanlega
verða reistar á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Ratsjár-
stöðvar þessar yrðu einkum til afnota fyrir varnarliðið en
einnig væri hægt að nota þær til að fylgjast með innanlands-
flugi hér á landi og með flugstjórnarsvæði íslands á Norður-
Atlantshafi. Vinstri menn hafa skorið upp herör gegn þess-
um áætlunum.
Bank, bank, hver er þar?
Tveir verðandi innbrotsþjófar lentu í vandræðum þegar
þeir reyndu að komast til vinnu sinnar í húsi í Þverholti.
Þeim tókst ekki með nokkru móti að opna dyrnar til að kom-
ast að þeim fjársjóðum sem þeir töldu vera innan dyra. Þeir
tóku þá til þess bragðs að bakka stolnum bil sínum á hurð-
ina og laukst hún þá upp. Skúrkarnir voru sem betur fór
handteknir fljótlega eftir það.
Verkisvit ekki flutt út
Forseti Evrópusambands verktaka sem gisti landið í vik-
unni er ekki bjartsýnn á að íslendingar geti haslað sér völl
á alþjóða vettvangi í þeirri grein. Ástæðan er mikill sam-
dráttur i verkefnum víðast hvar í heiminum.
Kartöflustríðið
Núverandi sölukerfi á kartöflum virðist vera að hrynja til
grunna því tuttugu verslanir í Reykjavík hafa ákveðið að
kaupa kartöflur beint frá bændum. Grænmetisverslun
landbúnaðarins hefur ákveðið að þeir bændur sem selja
beint til verslana fái ekki að leggja afurðir sínar einnig inn
hjá Grænmetisversluninni.
Fréttamolar
• Átta vaskir drengir úr karatefélaginu Sindra á Höfn i
Hornafirði hlupu beríættir til Reykjavíkur um daginn.
•Bandalag íslenskra skáta á sextíu ára afmæli um þessar
mundir. Það var stofnað 1924, af Axel Tulinius.
•Kassa af Kláravíni var stolið af vörubíl sem verið var að af-
ferma við ÁTVR.
•Á hársnyrtisýningu á Broadway var upplýst að grænt hár
væri nú mjög i tísku.
•Tveir fulltrúar frá Grænhöfðaeyjum hafa undanfarið
dvalist hér á landi til að kynna sér sjávarútveg. Ekki er vitað
til að þeir hafi verið í Broadway.
•Nýlegar rannsóknir benda til að fjórfalt fleiri íslendingar
slasist á heimilum sinum en í umferðinni.
2 HELGARPÓSTURINN