Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 12
Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður í Helgarpóstsviðtali eftir Þórhall Eyþórsson mynd: Jim Smart Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður með meiru var einn fyrst- uríslendinga til að Ijúka prófi frá kvikmyndaháskóla, en listina lœrði hann í Póllandi á árunum 1959—66. Þrándur hefur einkum starfað á vegum sjónvarpsins við þáttagerð og kvikmynda, en líka sem þýðandi. Ef til vill varþað ekki sístafhans völdum að ótrálegasta fólk festi hug við Práðuleik- arana hér um árið. — Hver voru tildrög þess ad þú fórst á sínum tíma til Póllands ad lœra, Þrándur? „Satt best að segja var hreint ekki um auðugan garð að gresja þegar kom að því að velja sér skóla; en ég hafði heyrt því fleygt að í austantjaldsskólunum væri kennslan ekki eingöngu fræðileg, heldur gæfist mönnum þar kostur á að öðlast strax nokkra praktíska reynslu — og eftir henni taldi ég mig fyrst og fremst vera að sækjast. Annars var forsaga málsins í stórum dráttum sú að ég var við nám í náttúrufræði í Kaupmannahöfn en þegar langt var liðið á það nám fór kvikmyndin að verða æ fyrirferðarmeiri í huga mér. Það má segja að það hafi einfaldlega gripið mig þessi dilla — ég er mikill dillumaður, sjáðu til. Og í þeirri grein náttúrufræði sem ég var í var ábyggilega lítið að fá að gera hér á landi í þann tíð — raunar mátti segja það sama um kvikmyndagerð, eins og þú getur ímyndað þér! Það geta því tæplega hafa verið bjartar atvinnuhorfur hér heima sem ýttu við mér. En ég hafði alltaf haft áhuga á kvikmyndum; ég fór fyrst að fikta við kvikmyndatökur fjórtán ára að aldri. í Kaupmannahöfn sá ég mikið af myndum og eins gafst mér þar tækifæri til að starfa dálítið með prófessjónell fólki í kvikmyndagerð. Ég var sumsé staðráðinn í því að komast í kvikmyndagerðarnám, og hafði nokkuð þreifað fyrir mér um skóla þegar boðinn var styrkur frá pólska ríkinu til námsdvalar við háskóla eða listaháskóla þar í landi. Styrkinn fékk ég, eftir nokkurt japl og jaml um það hyort kvikmyndaskólar teldust til listaháskóla eða ekki; á endanum tókst mér að sannfæra viðkomandi yfirvöld um að svo væri. Veturinn 1959—1960 var mér veitt innganga í kvikmyndaskólann í Lodz, með því fororði reyndar að ég lærði málið nægilega vel til að geta bjargað mér; það átti að gerast á þeim fjórum mánuðum sem eftir lifðu af vetrinum. Einhvern veginn hafðist það af, en þá bættust við ýmiss konar undirbúningsverkefni og inntökupróf í mörgum stigum. Inn átti að taka fimmtán manns úr hundrað manna hópi, sem svo aftur hafði verið valinn úr mun stærri hópi umsækjenda. Prófin stóðu yfir í margar vikur og voru í sannleikans nafni ein heiðarleg púlsvinna. Eftir fyrsta veturinn var nemendum uppálagt að vinna sjálfstætt að praktísku verkefni í sumarfríinu. Þá var ég svo heppinn að það kom að máli við mig Búlgari einn, samskóla mér en lengra kominn í námi, — spurði hvort við ættum ekki að plata skólann til að senda okkur til íslands í kvikmyndaleiðangur. Við þessu var orðið og hér gerðum við í sameiningu tvær heimildamyndir sumarið 1960. Önnur hefur talsvert kvikmyndasögulegt gildi að því leyti að hún var fyrstacinemascopemyndin sem gerð var á íslandi. Svo bærilega lukkaðist til að hún hlaut Silfurdrekann á Kraká-hátíðinni sumarið 1961. — En námid sjálft — hvernig var því háttaö? „Námið tók fjögur ár, og að þeim tíma liðnum gat komið til greina að vera eitt ár í viðbót í því skyni að vinna að svokölluðu diplómverkefni, og gerði ég það. í skólanum var til þess ætlast að nemendur ynnu sjálfstætt; á námstímanum fékk ég að gera einar þrettán kvikmyndir — sumar allt að því hálftíma langar, en flestar mun skemmri. Auk þess tók ég þátt í allra handa verkefnum með öðrum, þannig að í heildina öðlaðist ég dágóða innsýn í ólíkustu þætti kvikmyndagerðarinnar. Sjálfur var ég innritaður í leikstjórnardeild, en mér gafst Iíka færi á að starfa með þeim sem voru í kvik- myndatökudeild: Útkoman var því eins konar kombínasjón af leikstjóra og tökumanni, og kom sér vitaskuld vel upp á síðari tíma. Sá háttur var hafður á í kvikmyndagerð í Póllandi að höfundum mynda var greitt fast kaup; um var að ræða bónuskerfi og fólst í því að myndir kvikmyndahöfunda voru dæmdar og flokkaðar, og var kaupið þeim mun hærra sem almennt gildi þeirra — svo sem listrænt gildi og upplýsingagildi — var þyngra á metunum. Það segir sig sjálft að þetta var einstæður hvati í þessu sósjalíska landi, og ekki laust við að kvikmynda- og leikhúsfólk væri í rauninni forréttindastétt. — Já, ég hefheyrt aö Polanski hafi verið með þér þarna — adallega á sportbíl. . . „Polanski var reyndar ekki alveg búinn með skólann þegar ég var í Lodz, en hann var að vinna að sjálfstæðu verkefni annars staðar. Árið 1959 hafði hann hlotið verðlaun á kvikmyndahátíð í Belgíu, sem gerðu bæði hann sjálfan heimsfrægan — og skólann. Polanski lét ekki á sér standa, en keypti opinn sportbíl, eldrauðan. Það var á honum stæll. Mér er minnisstætt að hafa séð eina ökuferð hans þar sem hann stýrði bílnum með tánum en lét kvenmannsbelg skipta um gíra. Svona var nú þetta, en ég get ekki sagst hafa kynnst honum neitt, utan hvað ég lenti nokkrum sinnum af tilviljun í partíi með honum ásamt sameiginlegum kunningjum. — Ekki hefur þú farið til Póllands afþví að þú vœrir hœgrisinnaður úr hófi fram? „Nei, skoðanir mínar hneigðust auðvitað fremur í hina áttina, en ég hef aldrei haft mig neitt í frammi í pólitík, þótt ég teldi mig vinstrimann. En á þeim árum sem ég var í Póllandi mátti heita að það væri eitur í beinum almennings þar að vera að minnast á pólitík. Ég get sagt þér eitt dæmi. Það var fag á námsskránni sem hét marxísk-lenínísk heimsspeki—ja, raunar miklu lengra nafni, en er óþarfi að tíunda nákvæmlega hér. Þetta kenndi maður að nafni Katz, prófessor af gyðingaætt- um. í fyrsta tímanum segir hann: „Eruð þið ekki fullorðið fólk og háskólagengið sem hefur fengið smjörþefinn af því sem hér er að gerast? Þið megið bara fara.“ Prófessornum var nú bent á að þar væri staddur einn vesalingur frá Nató- landi sem enga löggilta tilsögn hefði fengið í marxisma. Karlinn lætur mig því sitja eftir og segir: „Nú, kanntu ekkert í þessu? Setjum svo að ég færi að troða í þig fræðunum — hvað gerirðu þá nema rangsnúa þeim og færa á verri veg þegar þú verður kominn aftur til þíns heima?" Hann spyr mig síðan vítt og breitt um almenn þekkingaratriði nokkra hríð, en segir að endingu: „Þú stóðst prófið. Og vertu blessaður!" — Þetta var öll mín pólitíska uppfræðsla á þessum stað." — Fleiri tslenskir kvikmyndagerðarmenn af þinni kynslóð leituöu sér menntunaraustur fyrir járntjald? „Já, það var dálítill hópur fólks sem lagði leið sína héðan til Austur-Evrópu — sennilega af svipuðum ástæðum og ég fór þangað. Sjálfur hafði ég áður leitað inngöngu í skólann í Austur- Þýskalandi, þótt það dytti upp fyrir. í Tékkóslóvakíu lærði Þorgeir Þorgeirsson. Til Moskvu hélt aftur á móti Magnús heitinn Jónsson, en hann skipti um deild og sneri sér að gerð kvikmyndahandrita. Ingibjörg Haraldsdóttir lærði líka í Moskvu og Haraldur Friðriksson, fyrsti íslendingurinn sem lauk kvik- myndaskólaprófi sem tökumaður. Ég var hins vegar ekki aðeins fyrsti íslendingurinn, heldur jafnframt fyrsti Vesturlandabúinn til að komast í skólann í Póllandi. Eins og ég sagði áðan þá var ég á pólskum styrk og fékk námslaun allan tímann. Einu sinni, allmiklu síðar, var ég staddur í Kaupmannahöfn og rakst þar á gamlan prófessor minn sem hafði stungið af til Vesturlanda. Við fórum á smákenderí saman og sagði hann mér þá hvað ég hefði kostað pólska ríkið — og það aðeins í kvikmyndum: Hundrað og átján þúsund dollara! En karl huggaði mig með því að segja mér að þeir hefðu fengið nokkuð af peningunum aftur með því að selja myndir sem ég hafði gert. Auðvitað voru ekki allir jafndýrir þeim og ég, og líklega hafa þeir talið það hafa ákveðið áróðursgildi að breiða út pólska menningu. Því er ekki að leyna að Póllandsdvölin var mikið upplifelsi fyrir mig. Ég var þar í samtals fimm ár á sex ára tímabili, en eitt árið vann ég hér heima að gerð diplóm-myndar, sem var lokaverkefnið. Á þessum tíma mátti auðveldlega greina hversu kjör pólsks almennings bötnuðu stöðugt frá ári til árs. Þegar ég kom fyrst var húsnæðisneyðin stórt vandamál, því að sjötíu prósent af byggingum í Póllandi voru lögð í rúst í stríðinu. Ýmsar vörur voru skammtaðar eða fengust alls ekki, og það var hafður einn kjötlaus dagur í viku. En smám saman tók að rétta úr kútnum, Pólverjar virðast hafa offjárfest og lifað um efni fram — en eru víst ekki einir þjóða um það. Menningarlífið stóð í miklum blóma í Póllandi, einkum framan af veru minni þar. Það var óvenjulega mikið um tónleika og leiksýningar, ekki aðeins í borgunum heldur líka út um allar sveitir. Andrúmsloftið var létt, en ekki fór hjá því að maður yrði var við ritskoðun og ýmis önnur höft. Sem dæmi um stemninguna á meðal kollega minna get ég sagt frá því að eitt sinn komu í heimsókn í skólann okkar rússneskir kvikmyndagerðar- menn sem kenndir voru við „þíðuna" svoköll- uðu; þar var fremstur í flokki Tarkowski og var ákaft fagnað. Hins vegar var púuð niður mynd eftir Alexandrof, fyrrum aðstoðarmann Eisen- steins og þægan flokksdindil. í sama skipti var einnig haldin málverkasýning, en í skólanum voru þá allir settir í að mála, hvaða fag sem þeir annars lögðu stund á. Þegar einn Rússinn, Gol- omka að nafni og eins konar eftirlitsmaður hópsins, sér málverkin — þau voru vægast sagt ekki í einu og öllu samkvæmt þeim reglum sem voru á dagskipuninni — þá tekur hann andköf, verður bókstaflega dýróður og tekur að rífa myndirnar af veggjunum. Þessi maður var send- ur til Coventry, einsog Englendingar segja — á hann var ekki framar yrt. Það var einkennandi fyrir pólskan almenning að hann virtist ekki leggjast í duftið fyrir Stór-Rússunum. Síðasta árið mitt var ég farinn að finna töluvert meira fyrir þvingunum en áður, ástandið var sífellt að færast nær því sem kom í ljós sextíu og átta. En ég reyni alltaf að halda sambandi við Pólland, enda á ég þar dóttur sem er að ljúka menntaskóla." — Okkur hefur nú orðið skrafdrjúgt um Póllandsdvöl þtna. En hvað tók við þegar henni lauk? „Skólinn var orðinn þekkt stofnun um þær mundir sem ég var að klára hann; þeim sem luku prófi þaðan bárust atvinnutilboð víðs vegar að, einkum frá þróunarlöndunum. Til að mynda bauðst mér að vinna í Nígeríu fyrir ótrúlegt kaup ásamt alls konar fríðindum, og einnig í Túnis við svipaðan kost. Þa sóttust Sameinuðu þjóðirnar mjög eftir nemendum frá skólanum til ýmissa verkefna á þeirra vegum, ennfremur hafði ég spurnir af möguleikum í Svíþjóð og Kanada. Til gamans má geta þess að kunningi minn einn sem útskrifaðist um líkt leyti og ég, Adam Hollánder, hefur gert það gott í Amríku, leikstýrði meðal annars Midnight Cowboy. Það var sumsé hægt að velja úr djobbum og margir pólskir leikstjórar gátu starfað bæði heima og erlendis. Þetta breyttist náttúrlega síðar þegar herlögin gengu í gildi." — Þú hefur afráðið að koma heim í heiðardalinn? „Árið 1966, um það leyti sem ég var að ljúka náminu, var hringt út til mín og þess farið á leit við mig að ég kæmi heim til starfa hjá íslenska sjónvarpinu sem þá var verið að stofna. Vitanlega hefði verið freistandi að starfa úti í heimi, vinna sér inn pening og víkka sjóndeildarhringinn. En ég var búinn að vera alllengi í Póllandi og þar áður í Kaupmannahöfn, og hafði alltaf ætlað mér að fara heim fyrr eða síðar, þannig að ég þáði boðið. Að vísu hafði maður á námsárunum leyft sér þá fordild að þykja lítið til sjónvarps koma. Á hinn bóginn var fyrsti tíminn hjá sjónvarpinu afar skemmtilegur, þrátt fyrir margháttaða erfiðleika á frumbýlingsárum stofnunarinnar. Allt var í mótun og mér gafst tækifæri til að starfa með — og einnig að kenna — mörgu góðu fólki. Ég var forstöðumaður kvikmyndadeildar og gat fengist við kvikmynda- og þáttagerð. En með tímanum fór þetta að verða meiri skrifstofuvinna og það féll mér ekki jafnvel. Ég sagði því upp fastri stöðu hjá sjónvarpinu sjötíu og eitt eða tvö. Þó hefur hagað svo til að ég hef reyndar lengst af síðan verið viðloðandi stofnunina sem málaliði. En ég er værukær skorpumaður, eins og sagt er, og þykist vilja ráða tíma mínum sjálfur. Annars fór margt fólk af sjónvarpinu rétt eftir að ég hætti — fannst það helsti bundið á vanaklafa. Mér finnst mikils virði að geta valið og hafnað verkefnum og að því leyti sit ég á góðri grein. Ég er tvöfaldur í roðinu, starfa bæði sem stjórnandi þátta og sem þýðandi. Svo að ég reyni að haga seglum eftir vindi." — Það var greinilega hagyrðingur sem fékkst við að þýða Prúðuleikarana! „Mér fannst gaman að þeim framan af, en til lengdar gilti sama um þá og aðra eilífðarþætti: Þeim hættir til að sækja í sama farið. Þetta var sú þáttaröð sem lengst hefur gengið hjá sjónvarpinu, ein fimm ár að ég held. Annars erum við nokkur sem jafnan er haft samband við ef eitthvað þarf að ríma í sjónvarpinu. En þýðingarstörf eiga vel við mig.“ — Þú þýðir fyrir fleiri en sjónvarpið? „Já, ég hef þýtt nokkrar bækur og leikrit og þessa stundina er ég að þýða tvö leikhúsverk." — Nú hafa þeir sem fóru til náms í kvikmyndagerð á svipuðum tíma og þú eða þar skömmu á eftir lítið komið nálægt sjónvarpinu. Hvaða orsakir gætu legið til þess? „Ég taldi mig að mörgu leyti heppinn að komast að hjá sjónvarpinu á sínum tíma. En jafnframt var það óneitanlega nokkurt neyðarbrauð, því að þar er manni sjálfkrafa þröngur stakkur sniðinn. Líklega hefur sumt af því fólki sem var að læra kvikmyndagerð um líkt leyti og ég haft meira bein í nefinu en ég og því frekar getað ráðið ferðinni sjálft, eða þá að það hefur hreinlega ekki verið komið heim frá námi þegar sjónvarpið var stofnað og af einhverjum ástæðum ekki orðið þar viðloðandi — ef til vill ekkert ginnkeypt fyrir því. Það starfslið sem sjónvarpið hafði á að skipa í upphafi hafði fæst nokkra sérstaka menntun í kvikmyndagerð aðra en þá sem fékkst á undirbúningsnámskeiðum. En sjónvarpið reyndist góður skóli fyrir þá sem unnu þar eitthvað áfram. Kvikmyndagerð er breið listgrein, það eru ekki endilega skólagengnir menn sem ná árangri á sviði hennar. Þeir óskólagengnu læra á annan hátt, mestu varðar að öðlast praktíska reynslu. í pólska skólanum var einmitt lagt mikið upp úr praktíkinni, öfugt við marga aðra,sérstaklega í þá daga.“ — Nú virðist vera vaxandi áhugi á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.