Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 21
verst klæddu konur á íslandi 1984 •Hópurinn á hvorum lista fyrir sig er ef til vill einlitur hvað varðar fatastíl og klæðnað. Ef svo er, verður ekki við það ráðið. Smekkur þeirra er völdu réð. Við valið var einkum leitað til verslunareigenda og sýningar- fólks. Alls voru 77 konur nefndar, sumar á báða lista, aðrar einungis á annan. Auk hinna tíu verst klæddu komu til álita í þann hóp: Unnur Steinsson fegurðardrottning, Þórdís Bachmann „fötin opinbera allt“, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismaður „staðnaður stíll“, Henný Hermannsdótt- ir danskennari „out of date“, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona „allt í lagi“, Valgerður Bjarnadóttir bæjarfull- trúi á Akureyri „alveg hroði", Sólveig Ólafsdóttir lög- fræðingur „verður að taka sig til í tuskunum," Vilborg Harðardóttir blaðamaður „synd og skömrn," og Hall- dóra Eldjárn. Aðrar konur sem komust á blað sem best klæddar eru meðal annarra: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþing- ismaður „alveg meiriháttar," Svala Haukdal kaupmað- ur, Halldóra Eldjárn „snyrtileg en ekki smekkleg," Unnur Steinsson „með óþroskaðan srnekk," Ragnhild- ur Helgadóttir menntamálaráðherra „klassískt fata- val,“ Birna Hrólfsdóttir sjónvarpsþula „einstakur fata- smekkur,“ Sólveig Ásgeirsdóttir „klædd í samræmi við vöxt,“ Brynhildur Jóhannsdóttir, Edda Jónsdóttir grafíklistakona „eftirektarverð til fara,“ Unnur Arn- grímsdóttir og Hanna Frímannsdóttir skólastjórar. ÞÆR10 VERST KLÆDDU 3Gerður Pálmadóttir • kaupmaður. 8Kristín Halldórsdóttir • alþingismaður. 4Auður Haralds • rithöfundur. 5Dóra Einarsdóttir • búningahönnuður. 10 Stella Traustadóttir fatahönnuður. klæðnaði sínum, en klæðist ekki vönduðum flíkum. Sum- um finnst hún fáránlega klædd. Það er hægt að vera frumlegur án þess að vera fár- ánlegur. Hún er skrautleg í lita- vali, hugmyndirnar að fatnað- inum oft frábærar en fatnaður- inn er yfir höfuð ómögulegur, jafnvel ótrúlega ósmekklegur eða subbulegur". Eftirtaldar konur lentu á lista Helgarpóstsins yfir tíu verst klæddu konur á íslandi í dag: 1. Gudrún Helgadóttir alþing- ismadur. „Guðrún klæðir sig ekki smekklega, heldur aðeins til að hylja nekt sína. Hún gríp- ur á sig klæðnaðinn hugsunar- laust, er hugmyndasnauð í fatavali, alitaf með sama leiðin- lega klútinn um hálsinn. Guð- rún fyllir hóp svokallaðra „mussukvenna" ásamt þeim Sigrúnu Valbergsdóttur leik- ara og Messíönu Tómasdóttur leiktjaldateiknara. Mussukon- ur eru alveg hroði". 2. Ragnhildur Gísladóttir söngkona. „Hún er sniðug- lega klædd. Hún fylgir alltaf einhverri ákveðinni línu í 3. Gerdur Pálmadóttir kaup- maður. „Gerður hefur mikla möguleika til að klæða sig smekklega en gerir sig kerling- arlegri en hún þyrfti. Hún hugsar ekki nógu vel um hvernig hún klæðist, hvaða flíkur hún setur saman. Sam-. ræmið er ekkert í klæðaburði hennar. Gerður hefur lélegan fatasmekk og þar af leiðandi engan stíl, er oft í gömlum og sjúskuðum fötum“. 4. Auður Haralds rithöfundur. „Hún er eins og stílfræðileg sprengja. Mjög ósmekklega klædd kona sem gerir í því að klæða sig þannig. Það er gam- an að því hvernig henni tekst að klæða sig eins og hana lang- ar til. Það er ekki hægt að tak- ast svona vel upp nema gera í því“. 5. Dóra Einarsdóttir búninga- hönnuður. „Dóra Einars flokkast með Ragnhildi Gísla- dóttur og Gerði Pálmadóttur hvað varðar klæðnað. Hún er sniðuglega klædd, fylgir alltaf einhverri línu, en flíkurnar eru sín úr hverri áttinni. Hún er ægilega sniðug, oft smart en ekki vel klædd. Það ætti að vera sérlisti fyrir þær þrjár". 6. Bryndís Schram. „Hún er ósmekklega klædd. Hún fylgir ekki tískunni og það er áber- andi að hana vantar stíl. Hún blandar saman klæðnaði sem ekki ætti að setja saman. Kannski er hún á listanum frekar en einhver önnur vegna þess að hún var ritstjóri tísku- blaðs". 7. Helga Bachmann leikkona. „Hún hefur misheppnaðan fatasmekk. Hún telst hvorki töff né luró“. 8. Kristín Halldórsdóttir al- þingismaður. „Kristín er ávallt ósmekklega klædd. Hún er stundum eins og unglingur, stundum eins og gömul kona. Ef fólk hefur einhvern ákveð- inn stíl þarf það að vera honum trútt, það gildir líka um hana. Það er ekki hægt að skapa sér stíl nema maður fylgi þeim reglum sem um hann gilda“. 8. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður. „Hún virðist hafa gleymt sér fyrir fimmtán til tuttugu árum í klæðaburði. Hún kiæðist eins og var gert þá, og er því sveitó“. 10. Stella Traustadóttir fata- hönnuður. „Stella hefur meiri möguleika en aðrir til að klæða sig smekklega þar sem hún hannar föt. Þrátt fyrir það tekst henni mjög illa upp“. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.