Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 8
„Mér fcmnst kcmn sýna meiri skilning á kjörum launafólks »egar hann byrjaði en lann hefur lært. . .að leika sitt hlutverk vel.## Strax upp úr tvítugsaldrinum var Magnús orðinn vel virkur í starfi innan Sjálfstæðisflokksins, en hafi hann ætlað sér frama inn- an flokksins fór hann ekki troðnar slóðir í þeim efnum. Margir af við- mælendum Helgarpóstsins kveð- ast raunar efins um að hefðbundin stjórnmálabarátta hafi freistað hans; telja hann fremur mann hreinna framkvæmda en stjórn- málakarpsins. Þó eru nokkuð mis- munandi skoðanir á því. „Stjórn- málin hafa aldrei verið afgerandi þáttur í því sem Magnús hefur ver- ið að fást við," segir kunningi hans frá þessum árum. „Hvað eru stjórnmál?" spyr annar. „Ég er t.d. sannfærður um að ráðherrastóll hentaði honum vel, því þar gefast tækifæri til framkvæmda. Það eru líka alltof fáir slíkir á þingi.“ 1968 gerðist Magnús mikill stuðningsmaður Kristjáns Eldjárn til forsetakjörs. Varð meira að segja kosningastjóri hans í barátt- unni, sem var ekki alltof vel séð af ýmsum flokksbræðrum hans. „Það kom upp klofningur innan flokksins varðandi það hvort flokksmenn ættu að fylkja sér um Gunnar Thoroddsen í forsetakjör- inu. Þótt ákveðið væri í þing- flokknum að svo ætti ekki að vera var því breytt síðar, og það er ábyggilegt að margir stuðnings- menn Gunnars lögðu stein í götu Magnúsar síðar og stóðu gegn því að hann yrði kjörinn fram- kvæmdastjóri flokksins, eins og til stóð. Kannski hefði lífshlaup hans þá orðið annað,“ segir kunnugur. Fieiri verða til þess að taka und- ir það að stuðningur Magnúsar við Kristján Eldjárn hafi verið ákveð- ið víxlspor sem margir hafi ekki getað liðið. Ýmsum finnst það þó lýsandi fyrir hann að fara ekki troðnar slóðir heldur gera það sem honum finnst sjálfum rétt. „Ég átti altaf frekar von á að hann myndi fara út í stjórnmálin," segir Ásgeir Hannes. „Með framboðs- stuðningnum við Kristján Eldjárn var hann leiddur að ákveðnum krossgötum. Sigurður Hafstein v- ar ráðinn framkvæmdastjóri flokksins síðar en Magnús þorði að sýna hvað hann vildi. Það er ekki hægt að segja um alla. Aðrir voru viðhlæjendur en ekki vinir. Ég tel að Magnús sé betur til stjórnmálaforystu fallinn en marg- ur annar á þeim vettvangi." Hvað sem um það má segja þá virðist minna bera á Magnúsi í eig- inlegum stjórnmálastörfum eftir þetta. I HÍ var hann t.d. aldrei í Vöku eða stúdentaráði. Hann var þó vel virkur í ýmissi félagsstarf- semi innan skólans, var m.a. for- maður Stúdentafélags íslands. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari man vel eftir Magnúsi sem nem- anda í viðskiptadeildinni. „Ég tók fljótt eftir honum og man sérstak- lega framgöngu hans í að skipu- leggja svokallaðan Háskóladag, sem þá var í fyrsta sinn haldinn, en hann var formaður undirbún- ingsnefndarinnar. Ég hef fylgst með honum á ýmsum vettvangi síðan og finnst hann vera athyglis- verður maður og tel almennt að Magnús hafi komið vel fyrir. Hann er traustur og einiægur og stendur fyrir sínu hvar sem er." Um stjórnmálin segir Magnús sjálfur við Helgarpóstinn: „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórn- málum og hef verið virkur í al- mennu stjórnmálastarfi en það hefur aldrei hvarflað að mér að fara út í stjórnmálabaráttuna. Það á ekki við mig. Ég er frekar maður framkvæmda og hreinna lína en þokukenndra stjórnmála." Á Háskólaárunum starfaði Magnús að ýmsu samhliða nám- inu. Var m.a. um tíma leiðsögu- maður á Spáni og kenndi óslitið í tímakennslu við Verslunarskól- ann, frá ’68 til 75. Friðrik Sigfús- son, kennari við Verslunarskól- ann, kynntist honum vel og var einnig í fararstjórastarfi með Magnúsi á Spáni. „Magnús er dugnaðarforkur,” segir Friðrik. „Ég held að kennsl- an hafi átt ágætlega við hann en til lengdar þó aldrei fullnægt þeirri þörf hans að glíma við stærri vandamál. Ég býst við að það hafi líka átt vel við hann að vera leið- sögumaður. Hann vill vera í traff- ík og þar sem atorka hans nýtist." „Hann hefur sölumannshæfi- leika,“ segir Guðlaugur Björgvins- son, forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og náinn vinur frá Verslunarskólaárunum og alla tíð síðan. Nú sitja tveir félagar Magn: úsar frá þessum árum í stjórn VSÍ hjá honum, þeir Guðlaugur og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri BUR. Það er raunar einkennandi hversu félagar hans frá Verslunar- skólaárunum tengjast störfum Magnúsar á hinum ýmsu stöðum sem hann hefur haft viðkomu á í starfi. Guðlaugur segir að þeir tveir hafi á háskólaárunum ferð- ast töluvert um landsbyggðina og selt fólki ýmsan varning. „Það var með ólíkindum hversu vel honum gekk að selja," segir Guðlaugur, „stundum fleiri muni í einu þorpi en þorpsbúar voru sjálfir." Að loknu námi hefur Magn- ús störf sem skrifstofu- stjóri hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda. Þaðan lá leiðin til Hafskips. E.t.v. hefur framkvæmdastjórastarf hans þar verið honum mikilvægara en margt annað, ef menn hafa í huga efni embættisritgerðarinnar og námskeiðið í Osló. Hann ætlaði sér stórt í að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins, — kannski of stórt, því hann stoppaði ekki lengi við á þeim stað. Þetta var á þeim tíma sem gjaldþrot blasti við fyrirtækinu og miklir erfiðleika- tímar fóru í hönd. Að sögn við- mælenda Helgarpóstsins var ekki vel liðið allt það sem hann ætlaði sér og honum gafst ekki tími til að koma því í framkvæmd. „Þetta var viðkvæmt mál en það er víst að hann fór þaðan í fússi," segir heimildamaður sem ekki vill láta nafns síns getið. „í mínum huga er Magnús áhlaupsmaur sem er illa við alla rútínuvinnu," heldur hann áfram. „Hann er afkastamikill en einnig diplómat í sér. Helsti gall- inn er að hann skortir þolin- mæði." Magnús starfaði sjálfstætt í ein tvö ár en tók síðan að sér fram- kvæmdastjórastarfið hjá Arnar- flugi. Þetta var árið 1976 og fyrir- tækið smátt, fámennt starfslið og þröng aðstaða, en þegar hann skildi við það 5 árum síðar var Arnarflug orðið að gríðarmiklu veldi meðal flugfélaga. Margir þeirra sem Helgarpósturinn hafði samband við leggja mikla áherslu á hlut Magnúsar í þeirri uppbygg- ingu allri. „Hann átti langstærstan þátt í hvernig fyrirtækið dafnaði," segir Stefán Halldórsson, forstöðumað- ur kynningardeildar Arnarflugs. „Hann var feikilega duglegur og lagði mjög hart að sér, og lagði á sig þvílík ferðalög og vinnu að fáir myndu leika það eftir honum." Sagt hefur verið að á þessum ár- um hafi Magnús jafnvel haft fleiri flugtíma en flugmennirnir hjá fyr- irtækinu. Hann ferðaðist út um allan heim og aflaði sambanda út um allt. Jafnhliða þessu er til þess tekið hversu góðum tengslum hann hélt við starfsfólk sitt og átti auðvelt með að drífa fólk með sér. „Hann skildi við fyrirtækið jafnvel í enn betri stöðu en margir hafa álitið til þessa,“ segir annar sem hefur fylgst grannt með störfum Magn- úsar. „Mér er ekki kunnugt um að Magnús hafi eignast nokkra óvild- armenn í viðskiptalífinu, enda er hann sanngjarn rnaður.” Á öðrum stað er Helgarpóstinum þó tjáð að sumir hafi legið honum á hálsi fyr- ir að yfirgefa Arnarflug svona fljótt. Ýmsar skýringar eru gefnar á brottförinni. Jóhann Briem, góð- vinur Magnúsar úr Versló, telur að honum hafi þótt skynsamlegt að breyta til áður en hann festist um of í sessi. Nokkrir töldu að fjöl- skyldumaðurinn í honum hafi átt þar stærstan þátt. Þessi gríðarlega vinna hjá Arnarflugi hafi nánast útilokað hann frá öllu eðlilegu fjöl- skyldulífi. Einn fyrrum samstarfs- félagi er þó á þeirri skoðun að Magnús sé tákn fyrir þá menn sem flakka á milli starfa til að festast hvergi um of í sessi. „Þetta er t.d. álitinn mikill kostur í Ameríku en hér hafa andstæðingar og öfund- armenn túlkað þetta gegn hon- um.“ Næsti viðkomustaður Magnúsar var Olíufélag- ið hf. þar sem hann var aðstoðarframkvæmdastjóri í ein 2 ár. „Sumir álitu að þar væri kom- inn væntanlegur arftaki Vilhjálms Jónssonar forstjóra en ég tel þó fremur að hann hafi gengið þar inn til að hjálpa til við að Ijúka ákveðnum verkefnum," segir fyrrum samstarfsmaður. „Þarna var hann kominn inn- undir hjá Sambandinu og þá var mér hætt að lítast á það og fannst hann vera kominn út á hálan ís,“ segir Ásgeir Hannes. Ekki varð dvölin hjá Vilhjálmi Jónssyni þó löng (Vilhjálmur var reyndar kunningi Magnúsar áður og hefur m.a. setið í stjórn Arnar- flugs). Næst tók við framkvæmda- stjórastaðan hjá VSÍ. Ýmsum kunnugum kom það nokkuð á óvart. Ekki þó Ásgeiri Hannesi. „Magnús er harðari í horn að taka en þrír forverar hans, sem er nauðsynlegt útá við. Hann hefur líka hæfileika til að laða fólk að sér og svo hefur þátttaka hans og reynsla í atvinnulífinu töluvert að segja.“ Bjarni Lúðvíksson segir hins- vegar að sér hafi ekki fundist mjög lógískt að sjá Magnús hjá VSI. „Hann hefur alltaf unnið að verk- efnum sem hann hefur getað lokið við, en þarna virðist hann vera að fást við eilífðarmál sem aldrei lýk- ur. Magnús hefur alltaf verið jarð- ýta í starfi og mesta furða hverju hann getur afkastað. Hann er þægilegur í viðmóti, ákveðinn og hreinskiptinn, þótt það sé ekki auðvelt að snúa honum." Helgarpósturinn bar það undir Magnús hvort VSÍ-starfið ætti illa við hann vegna endalauss þjarks á vinnumarkaðnum. „Það er ekki um nein stór markmið að ræða hér, heldur klára menn það sem blasir við á hverjum tíma. Berjast allan daginn og rísa svo upp að nýju næsta morgun til frekari bar- áttu,“ segir hann og kveðst ekki óhress með þetta starf, — það sé reynslunnar virði. „Magnús er einn þeirra sem eru á réttum stað á réttum tíma,“ segir Jóhann Briem. „Kostir hans eru að vera raunsæismaður, en þó bjartsýnn í eðli sínu, sem gerir hann að ákjósanlegum leiðtoga. Hann er fljótur að greina aðalat- riði frá aukaatriðum og á auðvelt með að vinna með öðrum og setja sig inn í sjónarmið annarra. Ég hef þó ekki trú á að hann eigi eftir að vera mörg ár hjá VSÍ.“ Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verka- mannasambandsins, seg: ir: „Ég álít að því miður hafi VSÍ fengið þarna mjög hæfan mann, en það er þó einnig að mörgu leyti mjög gott. Hann virðist bæði vera einlægur og heiðarlegur, sem eru ómissandi þættir, og hann er greindari en hann gefur sig út fyrir að vera. Er laus við allan hroka og tilheyrir alls ekki þeirri manngerð sem svo algeng er í hópi andstæð- inganna. Hann hefur farið ákaf- lega gætilega af stað og tekur þarna við mjög erfiðu starfi, og það af manni sem þótti hæfur, þótt ég vilji ekki vera að gefa póli- tísk meðmæii með Þorsteini Páls- syni. Magnús er með nokkuð nýj- an stíl og er að styrkjast í stöðunni, en hann er ekki maður orrustunn- ar eða auglýsingamennsku." Fæstir úr hópi samtaka launa- fólks sem haft var samband við virtust hafa mikil kynni af Magn- úsi. Ein sem aðeins hefur kynnst honum yfir samningaborðið telur hann vera harðan í horn að taka og að sínu mati ekki sanngjarnan, þótt hún hafi ekki fundið hroka í fari hans. Annar segir: „Hann er einn úr Eimreiðarhópnum. Er boðberi nýfrjálshyggjunnar og öll hans verk mótast af því. Ég held að mönnum hér innan samtaka launafólks finnist hann ekkert sér- staklega þægilegur í umgengni. Hann er bæði í pólitík og starfs- háttum beint framhald af Þor- steini Pálssyni sem kom með breytt viðhorf og vinnubrögð inn í VSÍ. Sambandið hefur orðið mun effektívara og hugmyndafræði- lega undirstaðan hefur breyst frá gamla líberalismanum sem ríkti áður.“ Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, hefur þetta að segja: „Mér fannst, þegar Magnús byrjaði, að hann væri of mikið góðmenni til að starfa í þessari stöðu, því þar þarf ansi mikla mannvonsku til. Mér fannst hann sýna meiri skilning á kjörum launafólks þegar hann byrjaði, en hann hefur lært það eins og aðrir að leika sitt hlutverk vel, þ.e.a.s. 'að segja alltaf nei. Hann er greini- lega varfærinn og varkár og verð- ur að taka tillit til margra sjónar- miða, en er að finna sig í starfinu. Utan þess er Magnús þægilegur og ljúfmenni sem gott er að snúa sér til.“ Flestum kunningjum Magn- úsar sem leitað var til bar saman um að hann gæfi sér lítinn tíma til áhugamála. Lærði þó um tíma að fljúga og stundar nokkuð taflmennsku með nokkr- um félögum sínum, „þótt hann sé örugglega sterkari á öðrum svið- um en við taflborðið," segir Guð- laugur Björgvinsson. Ógetið er þó Eimreiðarútgáfunnar fyrir rúm- um 10 árum, sem Eimreiðarhóp- urinn svokallaði stóð að. Þar voru nokkrir af yngri mönnunum úr Sjálfstæðisflokknum á ferð (og Magnús meðal þeirra) sem tóku að sér útgáfu á tímaritinu Eimreið- inni, eins og frægt er orðið. Skal það ekki rakið hér, enda reyndist ekki auðvelt að ná í aðstandendur ritsins, en þegar það var borið undir aðra kunningja Magnúsar, hvort afskipti hans af útgáfunni bæru vott um menningarlegan áhuga hans, voru svörin flest á þá lund að sennilega hefði hann gengið að því eins og hverju öðru starfi. Fleiri urðu til að taka undir það með Jóhanni Briem að ólíklegt væri að Magnús staldraði mjög lengi við hjá VSI. Ekki væri útséð um að hann léti jafnvel að sér kveða í stjórnmálum, „þótt hann sé aldrei háður neinni flokkslínu," segir Guðlaugur Björgvinsson. „Hann hefur hæfileikana til að gegna stóru hlutverki á hvoru sviðinu sem er, atvinnulífi eða stjórnmálum,” segir Stefán Hall- dórsson. „Hann á örugglega mikla möguleika, bæði á innlend- um og erlendum vettvangi," segir annar. Þrátt fyrir starfserilinn og eld- línubaráttuna, sem viðmælendum Helgarpóstsins verður svo tíðrætt um í sambandi við Magnús, ber þeim þó saman um að hann sé einnig mikill fjölskyldumaður, þegar hann megi því við koma vegna starfa. „Ég vona að minnsta kosti að ég sé það,“ segir hann sjálfur. Um tvítugsaldurinn kvæntist hann Gunnhildi Gunn- arsdóttur snyrtisérfræðingi, og eiga þau tvö börn, Aðalheiði og Gunnar Kristin. „Hann er hrókur alls fagnaðar þegar menn koma saman til að skemmta sér og getur verið ákaf- lega skemmtilegur,” segir einn af betri vinum hans. „Er ágætur söngmaður og fínasti dansari," bætir annar við. Einn þeirra sem kynntust Magnúsi sem leiðsögu- manni á Spáni tekur sérstaklega fram hve hann sé mikill matmað- ur. Því má kannski bæta á listann yfir áhugamálin. Þegar við á Helgarpóstinum tökum saman nærmyndir vilja margir heimildamenn okkar oft skýla sér á bak við nafnleynd. Oft er það vegna einhverskonar óvildar í garð þess sem tekinn er til skoðunar eða gagnrýni á hann, en við gerð þessarar nærmyndar kaus enginn nafnleynd af slíkum ástæðum. Það virtist hreinlega enginn hafa út á persónu hans að setja. Flestir virtust sammála um helstu eiginleikana. Ummæli Guð- Iaugs Þorvaldssonar eru dæmi- gerð: „Magnús sameinar vel einarð- leika, dugnað og ljúfa framkomu gagnvart samstarfsfólki sínu. Það eru ekki margir sem sameina þetta." 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.