Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 14
Frá gninnskólum Seltjamamess Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum daglega frá kl. 9—12 fyrir hádegi, sími Mýrarhúsaskóla er 17585, Valhúsaskóla 27743. Upphaf skólastarfs 1984: Mýrarhúsaskóli: Kennarafundur mánudaginn 3. september kl. 9 f. hád. Nemendur komi í skólann föstudaginn 7. sept. sem hér segir: Kl. 9 nemendur 3., 4., 5. og 6. bekkjar. KL. 13 nemendur 1. og 2. bekkjar. Nemendur 6 ára deildar veröa boöaöir símleiöis. Valhúsaskóli: Kennarafundur á mánudaginn 9. september kl. 9 f. hád. Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 6. sept. kl. 9.30. f. hád. Kennsla hefst föstudaginn 7. sept. samkvæmt stundaskrá. Skólastjórar Öllum þeim, sem árnuðu mér heilla og sýndu mér hlýhug og vináttu á 60 ára afmæli mínu þann 29. júlí s.l., flyt ég alúðarþakkir. INGI R. HELGASON SÝNINGAR Árbæjarsafn Sýningunni Fiskafólk frá Færeyjum í Eim- reiðarskemmunni á vegum Útnorðursfélags- ins lýkur á föstudaginn. Með sýningunni er leitast við að gefa hugmynd um líf og störf fólks á árabilinu 1920—40. Safnið er opið kl. 13:30—18. Kaffisala í Dillonshúsi. * Árnastofnun viö Suðurgötu Handritasýning Stofnunar Árna Magnús- sonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14—16 til 15. sept. nk. Ásgrímssafn Bergst.str. 74 Árlegri sumarsýningu Ásgrímssafns lýkur nk. föstudag. Þar gefur að líta olíu- og vatns- litamyndir, þ.á m. nokkur af elstu verkum safnsins. Opið er í dag, fimmtudag, og á morgun föstudag kl. 13:30—16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á laugardaginn kemur opnar Ágústa Ágústsson myndlistarsýningu í salnum. Tegundir verka eru serigraphs, pastel o.fl. Salurinn er opinn um helgar kl. 14—22 en á virkum dögum kl. 16—22. Bókasafn Kópavogs Fannborg 3—5 í bókasafninu eru til sýnis uppdrættir, skýr- ingar, Ijósmyndir og fornmunir sem fundust í uppgreftri á árunum 1973—76 á hinum forna þingstað þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn árið 1662. Safnið er opið á virk- um dögum kl. 11—21. Það var Guðrún Sveinbjörnsdóttir sem annaðist uppsetn- ingu sýningarinnar. Dalland Mosfellssveit Laugardaginn 1. sept. kl. 14 opna 10 ungir myndlistarmenn útisýningu á skúlptúrum í landi Dallands í Mosfellssveit. Verkin eru flest unnin með tilliti til þeirra möguleika sem staðhættir leyfa, annað hvort beint í landið eða sem sjálfstæðir skúlptúrar úr aðfengn- um efnum. Þeir sem eiga hlut í samsýning- unni eru: Anna Guðjónsdóttir, Anna Sig. Sigurjónsdóttir, Gunnar Árnason, Helga Júlíusdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Nanna K. Skúladóttir, Ölafur Sv. Gíslason. Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Sigríður Elliðadóttir. Allir myndlistarmennirnir eru að sýna í fyrsta sinn nema þær Nanna og Ragnhildur sem báðar hafa fengið lofsamlega dóma fyrir verk sín. Dalland er að finna ef beygt er til vinstri af Suðurlandsvegi 1 inn afleggjarann frá Geit- hálsi og ekið um 5 km. Sýningin stendur til 16.9. og verður svæðið opið kl. 14—21. Eden Hveragerði í Eden eru til sýnis 42 olíu- og pastelmálverk eftir Þorlák Halldórsson myndlistarmann. Sýningin er sú 30. í röðinni en henni lýkur á sunnudagskvöld. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 í dag, fimmtudag 30. ágúst verður opnuð í Gallerí Borg fyrsta einkasýning hérlendis á verkum Karenar Agnete Þórarinsson. Mynd- irnar sem eru sýndar eru olíumálverk, máluð á árunum 1980 — 84. Karen er fædd árið 1903 í Danmörku en fluttist til íslands árið 1929 með eiginmanni sínum Sveini Þórarins- syni listmálara. Þau hafa haldið fjölmargar sýningar víða um landið en auk þess hefur Karen haldið einkasýningar í fæðingarborg sinni, Kaupmannahöfn. Gallerfið er opið daglega kl. 10—18 nema laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Aðstandendur gallerísins halda að venju standandi samsýningu á verkum sínum; grafík, keramík, gullsmíði og málverkum. Það er opiö á virkum dögum kl. 12 — 18. Gallerí Langbrók Amtmannsstfg 1 Sýningu Outi Heiskanen sem staðið hefur yfir í Gallerí Langbrók lýkur nú um helgina, sunnudaginn 2. sept. Á sýninguni eru 40 grafísk.verk, ætingar. Myndefnið er sótt í finnskar þjóðsögur sem hún fléttar saman við sína sýn á veruleikanum. Heiskanen er fædd í Helsinki 1937. Lagði stund á nám við Listiðnaðarskólann í Helsinki og síðar við Listaháskólann þar. Hún er ein af þekktari grafíklistamönnum Finnlands og hefur hald- ið einkasýningar víða í heimalandi sínu og er- lendis, einnig í alþjóðlegum grafíkbíennöl- um. Sýningin er hingað komin fyrir tilstilli Gallerí Langbrókar með styrk frá Finnsk-íslenska menningarmálasjóðnum. Kjarvalsstaðir við Miklatún Stefnumót glervina heitir samsýning sem mun standa yfir dagana 1. — 16. stept. í Vest- urgangi Kjarvalsstaða. Að henni standa, í samvinnu við danska sendiráðið, glerlista- mennirnir Tchai Munch og Finn Lynggaard sem starfrækja verkstæði í Ebeltoft á Jót- landi; og Sören S. Larsen og Sigrún Ó. Ein- arsdóttir sem reka glerverkstæðiö í Bergvík á Kjalarnesi. Glerlistamennirnir Munch og Lynggaard munu koma sérstaklega til landsins vegna sýningarinnar sem verður opnuð föstudag- inn 31. ágúst kl. 18. Auk þess mun Finn Lynggaard halda fyrirlestur: „Strömningaer í moderne glaskunst" á Kjarvalsstööum, fimmtudaginn 6. sept. nk. Septem '84 nefnist sýning sem Septemhóp- urinn gengst fyrir og opnuð verður laugar- daginn 1. sept. kl. 14. Þeir sem sýna eru: Jó- hannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason, en auk þeirra mynda Karl Kvaran og Steinþór Sigurðsson Septemhópinn. Gestur sýning- arinnar er Guðmundur Benediktsson mynd- höggvari. Á sýningunni sem er í Vestursal Kjarvalsstaða eru eingöngu málverk. Fjórir ungir myndlistarmenn opna einnig á laugardaginn sýningu á málverkum o.fl. í Austursal, Kjarvalssal. Þeir eru: Árni Ingólfs- son, Davíð Guðbjörnsson Kristján Stein- grímur og Tumi Magnússon. Sýningunum þrem lýkur 16. sept. nk. en þær eru opnar daglega kl. 14—22. Listamiðstöðin hf. Lækjartorgi Samsýningu tveggja myndlistarmanna er nú að finna í Gallerfi Lækjartorgi. Páll St. Páls- son listmálari sýnirolíumálverkog Hreggvið- ur Hermannsson 23 blekteikningar. Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld og er opin dag- Jega kl. 14-18. Listmunahúsið Lækjargötu 2 í Listmunahúsinu sýnir Karl Kvaran listmálari um 20 ný eða nýleg olíumálverk. Karl hefur ekki haldið einkasýningu síðan á Kjarvals- stöðum árið 1979 en hann hefur tekið þátt í árlegum sýningum Septemhópsins. Sýning- in er sölusýning og er opin kl. 10—18 á virk- um dögum nema mánudögum. Norræna húsið Verk eftir norska myndlistarmanninn Her- mann Hebler, 38 grafíkmyndir (silkiþrykk), verða til sýnis framá sunnudag í kjallara Nor- ræna hússins. Sýningin er opin daglega kl. 14—18. Ath. fáir sýningardagar eftir. VIÐBURÐIR Félagsheimilið Hlégarður Mosfellssveit Sovéskir dagar MÍR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna, verða nú haldnir í níunda sinn en dagarnir eru hverju sinni helgaðir sérstaklega einu hinna 15 lýð- velda Sovétríkjanna, að þessu sinni Azer- bajdsjan. Verður lögð áhersla á að kynna með ýmsum hætti átónleikum og sýningum þjóðmenningu og þjóðlíf í þessu fjarlæga Kákasuslýðveldi. Um 20 hljóðfæraleikarar, söngvarar og dans- arar frá sovétlýðveldinu eru væntanlegir hingað til lands um mánaðamótin í þessu til- efni. Sovéskir dagar MÍR veröa formlega settir mánudagskvöldið 3. sept. í Hlégarði. þar verða flutt ávörp af hálfu MÍR og gestanna frá Azerbajdsjan en síðan mun listafólkið flytja hluta af efnisskránni sem það hefur undirbúiö fyrir íslandsferöina og flutt veröur í heild á eftirtöldum tónleikum og danssýn- ingum: Hellissandi 4. sept., Stykkishólmi 5. sept., Búðardal 6. sept., Varmalandi í Borg- arfirði 7. sept. og í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík laugardaginn 8. sept. Listmunir verað settir upp á hverjum stað. TÓNLIST Austurbæjarbíó Tónlistarfélagið í Reykjavík heldur fyrstu tónleika sína á vetrinum nk. þriðjudag 4. sept. í Austurbæjarbíói kl. 19:15. Þar mun Edith Picht-Axenfeld píanóleikari leika verk eftir Mozart, Beethoven og Schubert. Menntaskólinn við Hamrahlíð Sunnudaginn 2. sept. heldur próf. Edith Picht-Axenfeld tónleika á vegum Musica Nova. Tónleikarnir verða í sal Menntaskól- ans við Hamrahlíð og hefjast kl. 17. Á efnis- skránni eru eingöngu verk eftir 20. aldar tón- skáld, fjögur píanóverka Arnolds Schönberg svo og verk eftir núlifandi tónskáld, þá Helmut Holliger og Luigi Nono en verk hins síðastnefnda er samið fyrir píanó og tón- band. Norræna húsið í dag, fimmtudag 30. ágúst, verður jass- áhugafólki boðið til sannkallaðrar veislu í Norræna húsinu kl. 21 því þar mun Andrew Cyrille, bandaríski jasstrommuleikarinn, halda slagverkstónleika. Slagverksleikarar og unnendur impróvíseraðrar (spuna) tón- listar ættu að vera tónleikar Cyrille mikið til- hlökkunarefni. Sjá umfjöllun Venna Linn í jassdálki Listapóstsins um kappann og helstu afreksverk hans. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanieg O Íéleg Austurbæjarbíó Borgarprinsinn (The Prince of The City) ★★★ Sjá umsögn f Ustapósti. Sýnd í sal 1, kl. 5 og 9. Ég fer f fríið (National Lampoon's Vacation) ★ Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Fyndið fólk II (Funny People II) Amerísk. Árg. '84. Leikstjóri: Jamie Uys (Funny People I, The Gods Must be Crazy). Aðalhlutverk: Saklausir vegfarendur. Evrópufrumsýning í Bíóhöllinni. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. I kröppum leik (The Naked Face) ★ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Bryan Forbes, eftir skáldsögu Sidney Sheldon. Að- alhlutverk: Roger Moore, Rod Steiger, Elliott Gould, Art Carney. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Allt á fullu (Private Popsicle) ísraelsk. Árgerð '84. Leikstjóri: Boaz David- son. Aðalhlutverk: Jonatan Segall, Zachi Noy,Ytach Katzur. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Hrafninn flýgur ★★★ Eftir Hrafn Gunnlaugsson. Árgerð 1984. Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Egill Ólafs- son, Helgi Skúlason, Jakob Þór Einarsson, Flosi Ólafsson o.fl. Endursýnd í sal 4, kl. 5 og 7. Hetjur Kellys (Kelly's Heroes) ★★ Bandarísk frá MGM. Leikstjóri: Brian G. Hutton. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, TeHy Savalas, Donald Sutherland, Dan Rickles. Stríðsmynd í léttum dúr. Sýnd í sal 4, kl. 9. Háskólabíó Reisn (Class) ★ Sjá „Elskan mín...", umsögn um myndina f Ustapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Laugarásbíó í Laugarásbíói stendur blessunarlega yfir Hitchcock-hátíð, sem kunnugt er. Fyrsta lotan er kvikmyndin Glugginn á bakhliðinni (Rear Window) ★★★★ Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Lesið umfjöllun um myndina á síðum Lista- póstsins. Regnboginn Sfðasta lestin '★★ Sjá umsögn í Listapósti. Hetja staðarins (Local Hero) ★★ Bresk. Árgerð 1983. Handrit og leikstjórn: Bill Forsyth. Aðalhlutverk: Peter Riegert, Burt Lancaster, Denis Lawson, Peter Capaldi. Beat Street Tónlistar- og breikdansmynd sem brokkaði úr Háskólabíói. Fanny og Alexander ★★★★ Farðu á þessa til að skemmta þér, læra, hlæja, gráta.. . eða hneykslast. Nýja bíó Á krossgötum (Shoot The Moon) ★★ Skilnaöur uppá ameríska móðinn. Sjá um- sögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hryllingsóperan (Rocky Horror Picture Show) Mætið þessum hryllingi að áliðnu kveldi kl. 11. Afbragðs tónlistarmynd að sumra áliti. Útlaginn ★★★ Með ensku tali og íslenskum texta. Sýnd á föstudagskvöld kl. 7 og á þriðjudag kl. 5. Hvetjið alla útlendinga til að sjá myndina. Stjörnubíó Sunnudagur lögreglumannsins Frönsk. Árg. '83. Leikstjóri: Anne Marie Otte. Aðalhlutverk: Victor Landoux, Jean Hochefort. Sakamálamynd sem fjallar um tvo mikils- metna þjóna réttvísinnar sem skyndilega fá tækifæri til að auðgast á auðveldan hátt. Vonandi fá bíógestir ókeypis kennslu í leiö- inni, nóg er eftirspurnin. Sýnd í A-sal, kl. 5, 9 og 11. Educating Rita ★★★ Sýnd í A-sal, kl. 7. Maður, kona, barn (Man, Woman, Child) ★★ Sýnd í B-sal, kl. 7.10. Einn gegn ölium (Against All Odds) ★★★ Sýnd í B-sal, kl. 5, 9 og 11.10 Tónabíó BMX gengiö (A High Flying Riding to Adventure) Lesið lýsingarorðin stóru á slðum dagblað- anna. Við viljum spara þau. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.