Helgarpósturinn - 13.09.1984, Síða 3
Danmerkurfararnir í
Tívolí; Jói, Diddi,
Viðar, Eiður, Gunn-
ar, Torfi, Finnurog
Unnsteinn.
Tívolíliðið á íslandi,
nýbúið að raða í sig
hamborgurum á
Trillunni.
Strákarnir úr lcebreakers, þeir
Arnór, Siggi og Bjössi sem eiga von á
að fara til New York innan tíðar og
keppa þar á alþjóðlegu Break-
dansmóti, kenna meiriháttar Break-
dans eins og hann gerist bestur. 12
tíma námskeið frá 6 ára aldri. Innritun
og nánari upplýsingar í síma 11007
kl. 13.00 - 19.00 daglega nema
sunnudaga. Kennsla hefst mánu-
daginn 24. sept. Afhending skírtejna
fer fram laugardaginn 22. sept. í Ár-
túni v/Vagnhöfóakl. 13.00- 17.00.
Uaraldsdóitir
dansskóli
Auður
Gengur Skugga-
Sveinn aftur og aftur?
,,Já, já, og síðast var hann sýndur 1962 í Þjóðleikhús-
inu, en seinna í Iðnó og skólum hér í Reykjavík. Annars
hefur leikritið verið sýnt alveg ótalsinnum og ég held að
Matthías hafi sjálfurekki hafttölu áþví meðan hann lifði.
Þetta er hreinlega vinsælasta leikrit þess stutta tíma
sem leiklist hefur lifað í landinu, og er eitt af þeim fáu
klassísku verkum sem við eigum.“
- Ert þú kannski fyrsta konan sem leikstýrir
Skugga-Sveini?
,,Ég hef bara ekki hugsað út í það. Mér finnst það
frekarólíklegt, þvíþettahefurveriðsýntútumallt land.“
- Hvaða erindi á leikurinn á f jalirnar í dag?
„Það er 150 ára ártíð Matthíasar á næsta ári og það á
svo sannarlega erindi I dag. Þetta er alþýðuleikur, og
það til skemmtunar og yndis, en þegar hann kom fyrst
fram var Matthías að draga fram hina gömlu arfleifð og
lyfta undir stolt Islendinga sem var vægast sagt lítið og
smátt á þeim tíma“
- Fylgirðu texta og hefðbundinni uppfærslu stíft
eftir?
„Auðvitað hnika ég ekki orði, en túlkun, áherslu1
punktar og aðferðin eru færð að okkar tíma, okkar fólki
og leikhúsi. Svo fylgjum við þeim vegvísi að spyrja okkur
„Hvað vildi Matthías og hvað var hann að fara með
leikritinu? Og hvað af því hentar okkur til gagns og
yndis?“ Við reynum að undirstrika það og höfum grand-
skoðað allt frá fyrstu leikgerðinni. Leitað alveg til upp-
runans. Hann vildi sjálfur láta leikinn gerast á öndverðri
17. öld og við viljum hnykkja á því; - hvað höfðar sterkt til
okkar í dag og hvaða gagn við getum haft af því.“
- Leikhúsgagnrýnendur hafa verið að senda at-
vinnuleikhúsunum neikvæðan tóninn fyrir að vera
að fást við þessi gamalgrónu og alkunnu leikverk.
„Ég skal segja þér, að það eina sem listamenn geta
gert er að svara aldrei gagnrýni, heldur halda sínu
striki.“
- En heldurðu þá að áhorfendur muni þyrpast á
Skugga-Svein?
„Eg er alveg handviss um að þetta verður í orðsins
fyllstu merkingu kassastykki, og það er faguryrði í mín-
um eyrum.“
- Og það hefur þá það gildi í leiðinni að styrkja vel
fjárhag Þjóðleikhússins?
„Mér hefur bara aldrei dottið það i hug og við sem
erum að vinna þetta erum hugfangin, bæði af Matthíasi,
og eins því tækifæri að geta skoðað tímann sem við
viljum setja verkið í.
Eins og á stóð fyrir Matthíasi á 19. öldinni þá hafði
hann t.d. ekki möguleika á að fá tónskáld heldur varð að
taka gamlar lummur, - þýska slagara, danska músík
o.fl. - en við getum valið okkur tónskáld, og það er m.a.
fólgið í okkar aðferð að leita að vilja Matthíasar og upp-
runans. Þetta gerum við með nútíma tækni leikhússins
til að koma því til skila, áhorfendum til gagns, yndis og
gleði í þessum erfiða heimi.".
- Hefurður áður verið með í uppfærslu á Skugga-
Sveini?
„Nei, en ég átti ömmubróður sem var frægur sögu-
maður á Stokkseyri og hann lék held ég Grasa-Guddu
áratugum saman. Ég man vel þegar hann tók sprettinn
og það er sennilega það fyrsta sem ég man eftir Skugga-
Sveini. En síðan ég byrjaði að vinna þetta hef ég gert
mér far um að tala við sem flesta sem hafa verið með í
uppsetningum á Skugga-Sveini, og þá kannski sérstak-
lega þá elstu.“
- Er það metnaðarmál leikhusfólks að hafa fengið
að taka þátt í Skugga-Sveini á ferli sínum?
„Þetta er heillandi verkefni fyrir leikara, sérstaklega
fyrir okkur vegna þess hve við eigum litla klassík hér á
landi og kornungt leikhús. Mér finnst það hreinlega
nauðsyn að draga fram í dagsljósið það litla sem við
eigum, - helst árlega.
Allur hópurinn er á fullu við umfjöllun og skoðun leiks-
ins nú fram að frumsýningu, sem verður um miðjan októ-
ber. Eins og leikhús gerist best þá er mikil samvinna en
ekki hver í sínu horni með sitt hlutverk, heldur vinna allir
saman með hlutverk hvers og eins.“
Þjóðleikhúsið mun nú á haustdögum taka til sýninga hið
gamalkunna leikverk Matthíasar Jochumssonar Skugga-
Svein. Alls taka 25 manns þátt í uppfærslunni en Brynja Bene-
diktsdóttir sér um leikstjórn.
HELGARPÓSTURINN 3