Helgarpósturinn - 13.09.1984, Qupperneq 7
Steingrímur Her-
mannsson for-
sætisráöherra
kemurheim frá
Mið-Austurlönd-
um í mögnuðustu
kjaradeilursíðan
1977.
ÞJOÐARSÁTT
EÐA
STJÓRNARKREPPA
eftir Hallgrím Thorsteinsson og Óla Tynes myndir Jim Smart
Þegar Steingrímur Hermannsson
forsœtisráöherra kom heim til Is-
lands aöfaranótt mánudags beiö
hans eitt erfiöasta verkefni sem rík-
isstjórn hefur staöiö frammi fyrir á
íslandisíöan 1977. Þaö hefur aö lík-
indum ekki staöiö í blööunum í
Amman, en bókageröarmenn voru
þá þegar komnir t verkfall og við
blöstu mögnuöustu kjaradeilur sem
upp hafa komiö hér á landi síöast-
liöin sjö ár.
Til aö reyna aö fá heildarmynd af
ástandinu og því sem líklegast er aö
gerist á nœstu dögum og vikum
haföi Helgarpósturinn samband viö
tugi manna úr öllum stjórnmála-
flokkum og tilheyrandi bϚi at-
vinnurekendum og verkalýösforyst-
unni.
Margir óvissuþættir eru í þessu
dæmi, en þeir sem Helgarpósturinn
ræddi við voru nokkuð sammála
um að rík ástæða væri til að óttast
allsherjarverkföll. Ríkisstjórnin
virðist ekki vera laus við þann ótta
sjálf og boðaði forystumenn laun-
þega og vinnuveitenda til sérstakra
og óvæntra funda í byrjun vikunn-
ar. Þessi fundarboðun hlaut dræm-
ar undirtektir. Bæði Dagsbrún og
BSRB samþykktu að senda ekki full-
trúa sína á staðinn.
Rósin í hnappagati ríkisstjórnar-
innar er auðvitað stórlækkun verð-
bólgunnar, en fyrir þá rós hefur
launafólk greitt með einni mestu
kjaraskerðingu síðari ára. En hefur
ríkisstjórnin lagt sitt af mörkum á
móti?
„Það er ljóst að stjórninni hefur
ekki tekist framhaldið sem skyldi,"
segir maður í innsta hring Sjálfstæð-
isflokksins. „Launþegar í landinu
eru búnir að færa miklar fórnir til að
ná verðbólgunni niður en það vant-
ar fórnir ríkissjóðs inn í dæmið. Rík-
isstjórnin hefur ekki sýnt nándar
nærri nóga hörku við að skera nið-
ur útgjöld og halda verðlagi í skefj-
Margir sjálfstæðismenn vilja fyrst
og fremst kenna Albert Guömunds-
syni fjármálaráðherra um hve illa
hefur til tekist í ríkisfjármálunum,
en einn af forystumönnum flokks-
ins segir það þó einföldun. „Hér
eiga allir ráðherrarnir sök. Þeir
fengu fyrirmæli um niðurskurð, frá
Albert, og hinn stórfelldi vandi í rík-
isfjármálunum núna stafar af því að
þeir höfðu ekki dug í sér til að taka
á hlutunum í vor.“
Þeir Þorsteinn Pálsson og Stein-
grímur Hermannsson notuðu ágúst-
mánuð til að berja saman verkefna-
listann svokallaða og tími ríkis-
stjórnarinnar í kringum mánaða-
mótin fór í að ræða hann og takast
á við fjárlög. Síðan hurfu ráðherr-
arnir af landi brott hver af öðrum en
hér heima hrönnuðust óveðursský-
in upp. Á fimmtudag í síðustu viku,
sama dag og sáttatiilagan í kjara-
deilu BSRB var lögð fram og þrem-
ur dögum eftir að verkfall bóka-
gerðarmanna skall á, mættu ein-
ungis fjórir ráðherrar á ríkisstjórn-
arfund.
PÓLITÍSKT
TUNDURSKEYTI
Þeir sem Helgarpósturinn talaði
við vóru ekki á einu máli um áhrif
þessa verkfalls á aðra hópa; það var
jafnvel gagnrýnt innan forystu ASÍ.
Einn af forystumönnum ÁSÍ sagði
til dæmis við Helgarpóstinn: „Ég
held ekki að þetta verkfall hafi mikil
áhrif inn í raðir annarra starfsstétta
innan ASÍ. Prentaraverkfallið er
sérfyrirbæri og fer ekki að hafa
smitandi áhrif fyrr en í fyrsta lagi ef
VSÍ kemur með verkbann á þá fé-
um.
• Verðbólgan hefur lækkað, framhaldið
vantar, þrengingar aukast
• Þorsteinn vill þríhliða viðræður,
Framsókn klofin
• Hræðsla við vinstri stjórn
• Óvissa, beiskja og harka hjá launþegum
• Verður krötum og Bandalagi jafnaðar-
manna fórnað fyrir nýjan miðjuflokk?
HELGARPÓSTURINN 7