Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.09.1984, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINIM Ritstjóri og ábm.: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Johannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, simi 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Letrun: HP-setning Upplýsinga- skylda Síðustu tvær vikur hafa blas- að við einhverjar mögnuðustu kjaradeilur á Islandi síðan 1977. Ríkisstjórninni undir forystu Steingríms Hermannssonar hefur tekist að stórlækka verð- bólguna en launþegar í landinu hafa þurft að færa miklar fórnir til að það dæmi gengi upp. Það var vitað mál að götin á marg- hertri ólinni um miðju launþeg- ans væru ekki óendanlega mörg; ríkisstjórnin yrði að bregðast við vandanum og halda verðlagi í skefjum ef ekki ætti að stefna í holskeflu verk- falla eða allsherjarverkfalls. Félag íslenskra bókagerðar- manna reið á vaðið og boðaði verkfall frá og með 10. þessa mánaðar. Á mánudagsmorgun komu DV og NT út og síðan ekki söguna meir, að frátöldum nokkrum fréttablöðum. Hér skal ekki fjallað um launakröfur bókagerðarmanna og prent- ara. Hitt er Ijóst að á jafn örlaga- ríkum tímum og undanfarnar tvær vikur hafa verið, hefur frjálsrar pressu sjaldan verið meiri þörf. Deilurnar innan stjórnmálaflokkanna, og þá ekki síst stjórnarflokkanna tveggja, hafa aldrei verið magnaðri. Verkalýðsforysta og atvinnurekendur búa sig undir mikil átök. í allri þessari elfu þjóðlifshræringa er press- unni meinað að koma út vegna verkfalls prentara. Meðtilhlýði- legri virðingu fyrir ríkisfjölmiðl- unum er öllum Ijóst að þeir eru síður en svo í stakk búnir til að gefa alhliða eða raunsæja mynd af núverandi ástandi í landinu. Helgarpósturinn hefur ekki viljað bregðast trausti lesenda sinna þrátt fyrir verkfall prent- ara, jafnvel þótt það hafi kost- að okkur það að leita út fyrir landsteinana til að fá blaðið prentað. I dag komum við út í fullri stærð og í blaðinu er alla fasta þætti þess að finna. Aðalgrein HP í dag fjallar um yfirstandandi kjaradeilu, átökin á vinnumarkaðnum, bakgrunn þeirra og pólitískt ívaf deiln- anna og þrengingar ríkisstjórn- arinnar. HPhefur leitaðtil fjölda manna í röðum vinnuveitenda, verkalýðshreyfingar og stjórn- málaflokka til að draga upp sem gleggsta mynd af þjóð- málum á þessu hausti. Lesend- ur í frjálsu landi eiga ávallt heimtingu á að fá að vita hvað er að gerast á bak við tjöldin í stjórnmála- og atvinnullfinu. Þess vegna komum við út í dag og þess vegna munum við reyna að halda útgáfunni áfram. 10 HELGARPÓSTURINN ^Íðindalaust í fjölmiðlaheimin- um? Reyndar ekki alveg: Við heyr- um t.d. að þau Illugi Jökulsson og Hanna G. Sigurðardóttir sem hafa séð um morgunþáttinn í bítið með miklum ágætum, að sögn val- inkunnra morgunhana, láti af því starfi um næstu mánaðamót, en við taki sá reyndi útvarpsmaður Stef- án Jökulsson, sem sá um þennan seima þátt við þriðja mann á virkum dögum í fyrravetur. Þau Illugi og Hanna þurfa þó naumast að kvíða ellinni: lllugi verðir ritstjóri helgar- blaðs DV, en Hanna tekur að sér að stjóma kór Menntaskólans í Reykjavík. Rétt er að nefna til glöggvunar að þeir Jökulssynir, 111- ugi og Stefán, eru ekkert skyldir... Tfiuverðar vangaveltur hafa verið um það að undanfömu hver verði næsti þingfréttamaður út- varpsins, en Ema Indriðadóttir, sem siðast gegndi stöðunni hjá út- varpinu, er nú sem kunnugt er tekin við starfi fréttamanns stofnunar- innar á Akureyri. Nú mun afráðið hver hlýtur þetta hnoss. Það er Helgi Pétursson... kmyndasalir verða sífellt fleiri í borginni. Nú heyrum við að Grétar Hjartarson, kvikmynda- hússtjóri Laugarásbíós, hafi byrjað miklar framkvæmdir við kvik- myndahúsið. Tveir kvikmyndasalir eru nú í byggingu, áfastir aðalsal Laugarásbíós. Innan tíðar verður Laugarásbíó orðið þriggja sala bíó... LAUSNÁ SPILAÞRAUT Vestur tekur fyrsta slaginn og lætur strax tíguldrottningu. Suður tekur og spilar hjarta. Vestur tek- ur. Tígulás látinn. Þá er hjarta spil- að á ásinn. Tígli spilað og vestur trompar. Nú eru þrír tíglar fríir óg spilið unnið. •• enaðrirbanharbióða Þaö er engin spurning, lönaöarbankinn býöur aðrar sparnaöarleiöir. Viö bjóöum þér BANKAREIKNING MEÐ BÓNUS í stað þess aö kaupa skírteini. Þú týnir ekki bankareikningi. Þú þarft ekki aö endurnýja banka- reikning. Þú skapar þér og þínum lánstraust meö bankareikningi. Iðnaðarbankinn Fereigin ieiðir-fyrir sparendur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.