Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.09.1984, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Qupperneq 16
MYNDMST Ekki nógu kraftmiklar kleinur hjáKaren Fátt er jafn yndislegt og góð dægradvöl og það að reyna að rifja upp og endur- heimta gcimla tíð. Þegar upp finnst sú vél sem vinsar fortíðina úr samtímanum svo að hún stendur sem hrein buna úr skilvindu tímans, þá fara engin hjónabönd lergur í rúst. Ástin verður hreinsuð af sora eins og sjúkt nýra. Slíkt á eftir að hafa slæm áhrif á rekstur kaffihúsa, því þá verður ástæðu- laust fyrir vonsvikna eiginmenn að híma þar yfir kaffi og bakaríiskleinum. Konan og kleinan verða á boðstólum heima. Þegar ég kom inn á sýningu Karen Agnete, í Gallerí Borg, kom hún eins og kexkakan hjá Proust með minningar um kaffiborðið heima hjá ömmu minni að ís- ólfsskála, í hinu svo nefnda norðurherbergi, og þar sat á ný Gunnlaugur Scheving með einkennilegt bros sitt, kipmr í vörum áþekkar innri hlátri og svipaðist um, með litlum grísaraugum, eftir „mótívi" áborðinu og við hugsuðum með okkur: Nú hlýtur hann að mála kleinumar. Sem barn hélt ég, líkt og fullorðnir, að listamenn væm stöðugt að leita eftir mótívi, þegar þeir em í rauninni alltaf að hrinda hugmyndum frá sér og velja. Lista- maðurinn ieitar ekki, finnur ekki, hann fær, kannski í vöggugjöf, of mikið, og fléttar vöggugjafirnai' við rætur umhverfisins uns upp vex tréð sem alltaf þcirf að vera að klippa og sníða,ef greinamar eiga ekki að vera vængjum fuglanna net og ganga af þeim dauðum. Ég man ekki eftir neinum kleinum í mál- verkum Schevings; eflaust höfðu kleinur ömmu minnar meiri áhrif á matarlyst hans en málaralist. Eftir kaffidrykkjur varð hann afturþungur og með innvortis kumr og kinnarnar þrútnuðu örlítið. Blessaður er sá listamaður sem er það sem hann er og ekkert frumlegur, ekkert nútímalegur. Til er slíkur sægur af hinum að manni hrýs næstum hugur við hvað allir eiga létt með að vera í fararbroddi og fylgj- ast með. Er Flugleiðaandinn orðinn svona ríkjandi? Því miður þegar komið er í sam- keppnina á atlantshafsrútunni þá kemur í ljós að þetta eru aðeins menn sem áður var sagt um „að þeir kynnu að teikna". Slíkur sægur er til af „fólki sem kann að teikna" og hefur próf upp á það, að nú er viðurkennt að slík kunnátta nægi, og allir Helgar Sæm í dagblöðunum, útvarpinu, sjónvcupinu ljúka lofsorði á kunnáttuna. Reyndar eru þeir úndir nýjum og „yngri nöfnum“ en sannir Helgar Sæm í rokkbúningi og gífurlega gormæltir engu að síður. Látið ykkur ekki detta í hug að heimur og mann- skepnan breytist, síst á „miklum breyting- artímum", síst þegar menn þykjast sjá breytingarnar. Breytingar eru einmitt þann- ig eðlisfamar að enginn tekur eftir þeim fyrr en þær eru um garð gengnar, nemakannski örfáir. Ástæðan fyrir þessu er sú að sannar breytingar eru eins og séníin. En það að viðhalda hefðum er göfugt stcuf. Myndir Karenar eru í ætt við það. Málarar eins og hún varðveita það sem vill fara forgörðum, og síðan kostar það ógur- ,,í lifandi list mega kleinurnarekkivera klésstar," segir Guðbergur Bergs- son m.a. í umfjöllun sinni um sýningu Karenar Agnete Þór- arinsson. legt erfiði að endurvekja það til lífsins. Sú list sem Agnete stundar þarf að vera enda- laust á lífi, líkt og miðlungshöfundar í skáld- sagnagerð, því aldrei er að vita hvenær upp úr hinum jafna loga blossar frumlegur eldur sem rífur allt tíl sín með frekju hins skap- andi anda, hrærir öllu saman og gerir að sinni mynd, í ógurlegum logatungum sem allir hræðcist í fyrstu en verða síðan lof- tungunum að bráð og kulna á ný. í þessciri tegund cif list sem er undirstaða málaralistarinnar situr fólk við borð, sagt er frá augnaráði þess, það er vafið andblæ umhverfisins fremur en sagt sé frá því, um leið og velt er vöngum yfir hvernig eigi að koma litunum haganlega fyrir á léreftínu. Agnete lætur fólk vera eðlilegt, eftir því sem hæfileikar hennar eru færir um að vekja hið eðlilega eða hún telur stellingcir fólks vera eðlilegar, listrænt séð. í list er ýmislegt eðlilegt sem væri fjarstæða í veru- leikanum. Sýning hennar er eins og vinaleg vin í eyðimörk hinnar viðurkenndu framúr- stefnu, sem er orðin jafn andvana og aka- demían var mikið dauðyfli í byrjun aldar- inncu-. Eitt hef ég þó út á sýninguna að setja, það eru kleinurnar. Kleinur Karenar eru dauðar og klesstar kleinur úr bakaríi, áþekkar þeim sem sviknir eiginmenn éta á kaffihúsum, meðan þeir rekja raunir sínar og segja frá „skepnuskap" eiginkvennanna. í lifandi list mega kleinumar ekki vera klesstar, og eiginkonumar ekki heldur eins og klesstar kleinur í hjónabcindinu þótt eig- inmennirnir vilji að þær séu þannig eftir þá, vegna eilífs matartilstands, bólferða og barneigna. MYNDBOND Pimpernel Smith meö meiru Ýmsir eigendur myndbandaleiga hafa sagt mér að spóluval viðskiptavinanna ráð- ist að stórum hluta af hulstri myndband- anna, þ.e.a.s. því glæsilegri og litríkari sem umbúðirnar eru, því meiri líkur á útleigu. Vera má að þessi staðreynd verði til þess að neytendur fari á mis við stórgóðar kvik- myndir sem leynast í leiðinlegum hlustrum í hillum leiganna. Ein slík er Pimpernel Smith (1941) með breska stórleikaranum Leslie Howard í aðalhlutverki. Sá sami Lesiie lést í síðari heímsstyrjöldinni; var far- þegi í flugvél sem skotin var niður af þýskum orrustuflugvélum árið 1943. Margir vilja meina að Pimpernel Smith hafi farið svo hroðalega fyrir brjóstið á Hitler að hann hafi fyrirskipað árásina á farþegavélina. Hvað um það, Pimpernel Smith var gerð sem eins konar samtíðarlýsing á Rauðu nellikkunni sem var, eins og sögufróðir menn muna, breskur aðalsmaður sem smyglaði frönsk- um aristókrötum úr landi undan fallöxi repúblikana í frönsku byltingunni. Leslie Howard lék reyndar Rauðu nellikkuna í samnefndri kvikmynd árið 1935. Pimpernel Smith eða Nellikku Siggi er snilldarleg um- breyting á hinni sígildu sögu; í þetta sinn er Smith breskur fornleifafræðingur og pró- fessor sem ferðast ásamt stúdentum sínum um meginland Evrópu 1939. Hinn raunveru- legi tilgangur hans er þó að koma andnasfsk- um vísindamönnum úr klóm Gestapo yfir til Bretlands. Handritið er ritað af þremur mönnum, þeim Anatole de Grunwald, Ro- land Pertwee og Ian Dalrymple. Leslie How- ard sá sjálfur um leikstjórnina og tókst það meistaralega. En engu að síður er það hinn einstaki leikur hans í aðalhlutverkinu sem gefur myndinni hve mest gildi. Leslie Ho- ward lék einkum rómantískar aristókrata- rullur, ekki síst vegna hins fágaða yfirbragðs og þokka hins breska menntamanns. Margir muna eflaust eftir Leslie Howard úr Á hverf- anda hveli (Gone With the Wind, 1940)enalls lék hann í innan við 30 myndum, sem marg- ar hverjar eru orðnar að sígildum verkum kvikmyndasögunnar. Það sem gefur Pimp- ernel Smith einstakt gildi er sameining spennu og húmors, aðferð sem Alfred heit- inn Hitchcock beitti af hve mestri íþrótt. í Pimpernel Smith hæðist Howard að hug- myndafræði nasismans á fágaðan og yfir- vegaðan hátt. Senan í breska sendiráðinu í Berlín þar sem saman eru komnir ýmsir framagosar nasista og annarra ríkja er hreint út sagt meistaraleg. Ég ráðlegg öllum eindregið að ná sér í eintak af Pimpernel Smith; sígilt góðmeti af þessu tagi er því mið- ur allt of sjaldgæft á leigunum. Meðal annarra mynda úr síðari heims- styrjöldinni sem videóleigurnar bjóða upp á er Járnkrossinn í leikstjórn Sam Peckinpah. Járnkrossinn er frá árinu 1976 og ensk-þýsk framleiðsla. Þarna eru stórstjörnur á ferð; James Coburn, James Mason, Maximilian Schell og David Warner, svo þeir helstu séu nefndir. Myndin lýsir undanhaldi Þjóðverja í Rússlandi 1943, móralskri og hernaðarlegri upplausn. Steiner liðþjálfi (James Coburn) er þrautreyndur hermaður sem berst til síðasta manns og fyrirlítur skrifstofuforingjana sem drekka eðalvín í Berlín og fylgjast með gangi mála á kortunum. Einn slíkur kemur á aust- urvígstöðvarnar, Stransky að nafni (Maxi- milian Schell) með þeim einum ásetningi að öðlast Járnkrossinn og tilbúinn að beita öll- um brögðum til þess. Hin innri og ytri átök „Leslie Howard leikstýrði og lék aðalhlutverkið í „Pimpernel Smith,“ - sígildu meistara- verki sem unnt er að verða sér úti um á myndbandaleigum. eftir Ingólf Margeirsson þessara tveggja manna verða þó aldrei að neinu uppgjöri. Myndin er fyrst og fremst blóðveisla í góðum, gömlum Peckinpah-stíl; slow-motion og teygðar dauðasenur með til- heyrandi drunum, eldglæringum og búmm búmm. Að hluta til eru stríðssenurnar það vel gerðar að þær nálgast listræna tjáningu og tæknilega 'er myndin fyrsta flokks. En stríðsátökin verða þreytandi og alla innri spennu vantar í myndina. Þetta er að mörgu leyti forvitnileg mynd fyrir Peckinpah-að- dáendur — en varla meir. Airplane (þessi með mynd af flugvél í hnút á hulstrinu) hefur verið ofarlega á vinsælda- lista videóleiganna. Myndin er gerð 1980, amerísk að uppruna og bráðfyndin. Öll áhöfn flugvélar veikist af matareitrun og fyrrverandi herflugmaður sem þjáist af flug- skrekk verður að taka við stjórninni. Air- plane er „crazy-humour“ mynd, oft drep- hlægileg en stundum dálítið þunn. Hún er engu að síður stórgóð skemmtun og stór- fyndin paródía á Airport sem gerð var 1969 og sem flestir kvikmyndahúsgestir muna ef- laust eftir. Mynd sem hiklaust má mæla með. Tender Mercies er nýleg mynd sem vinsæl er meðal myndbandanotenda. Leikstjórinn er Bruce Beresford en aðalhlutverkið í höndum Robert Duval sem hreppti Óskar- inn fyrir leik sinn það árið (1983). Tender Mercies segir frá kúrekasöngvaranum Mac Sledge sem vaknar upp úr fylleríi á af- skekktu móteli sem rekið er af ungri ekkju. Hann tekur til við vinnu á sama stað, nær tökum á drykkju sinni og gengur að eiga Rósu ekkju að lokum. Styrkur myndarinnar er fyrst og fremst leikur Duval, en ennfrem- ur persónusköpunin og hin innri tengsl manneskjanna sem myndin greinir frá. Á ytra borði er Tender Mercies hæg, en undir niðri er tekið á dramatískum átökum í hvers- dagslífi; baráttu manns við alkóhólisma, leit að lífshamingju og friði, sættir við tilveru og eigið líf. Tender Mercies er mynd sem veitir innri fyllingu og er blessunarlega laus við þá hasarbylgju sem einkennir flestar myndir videóleiganna. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.