Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÓSTUR Sáttatillagan felld í Ijós kom þegar atkvæði voru talin hjá rlkissáttasemjara sl. föstudag að yfirgnæfandi meirihluti BSRB-manna hafði greitt atkvæði gegn tillögu sáttanefndar. Almennt var þátttakan í kosningunum mjög mikil, eða í kringum 90%. Hækkun framfærslu Almennt verðlag í landinu og þar með framfærsluvísitala hækkaði um 9,9% frá áramótum til ágústloka. Á sama tíma í fyrra var hækkunin 60%. Matvörur hækkuðu nú um 14% að meðaltali, drykkjarvörur og tóbak um 13%, en heilsugæsla hækkaði um 40% á þessu tímabili. Bráðabirgðalög gegn verkfalli í síðustu viku skrifaði landbúnaðarráðherra undir bráða- birgðalög er bönnuðu verkfall sláturhúsafólks á Suðurlandi. Kváðu lögin jafnframt á um að kjör starfsfólksins skyldu ákveðin af gerðardómi sem Hæstiréttur skipar, og yrði við þá ákvörðun miðað við þau kjör sem gilda í sláturhúsum annars staðar á landinu. Áður boðuðu verkfalli var því aflýst, og starfsfólk mætti til vinnu. Skoðanakönnun DV Meðal-íslendingurinn telur sanngjarnt að laun hækki um rúm 14%, hins vegar telur hann þjóðarbúið ekki þola nema 7—9% kauphækkun launþega. Fylgishrun hefur orðið hjá Framsókn á síðustu mánuðum, en Alþýðubandalagið hefur bætt miklu við sig. Að þessum niðurstöðum komst DV í skoð- anakönnun sem það birti í síðustu viku. Verkbann á blaðamenn Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins ákvað á fundi 26. september að boða verkbann á þá félagsménn Blaðamannafélagsins sem eru í þjónustu fyrirtaekja innan VSÍ. Ákveðið var að verkbannið tæki gildi frá og með 4. október tækjust samningar ekki fyrir þann tíma. Verkbannið nær til blaðamanna á Morgunblaðinu og DV. Auk þess ákvað stjórn NT að verkbann á blaðamenn NT tæki gildi frá sama tíma. Blaðamenn mótmæla Á fundi í Blaðamannafélagi íslands sem haldinn var á Hótel Borg á fimmtudag var harðlega mótmælt verkbannsboðun VSÍ og stjórnar NT. Fundurinn veitti stjórn, trúnaðarmanna- ráði og samninganefnd BÍ heimild til verkfallsboðunar. Hækkað verð hjá ÁTVR Laust fyrir helgina var verð á áfengi og tóbaki hækkað samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins. Hækkuðu sígar- etturað meðaltali um 7%, vindlarum4,8%, neftóbakum 10% og áfengi um 8,1 prósent. Voru áfengishækkanirnar mjög mismunandi. Nokkrar tegundir lækkuðu þó í verði, þ. á m. freyðivín. - Landstjóri Grænlands í heimsókn Landstjóri Grænlands, Jonathan Motzfeldt, kom í opinbera heimsókn hingað til lands í vikunni sem leið, og hafði fjögurra daga viðdvöl. Sat hann veislu forsætisráðherra í Reykjavík, en hélt einnig út um land og gerði stans á ísafirði, í Bolunga- vik ogáAkureyri. Ráðist á íslending Fyrir skömmu varð Guðni Björnsson bílasmiður úr Hafnar- firði fyrir árás óaldarflokks í Lúxembúrg. Var honum misþyrmt gróflega og hann rændur bifreið sinni og farangri. Óbóta- mennirnir komust undan. í tugthúsi á Spáni Tveir ungir Islendingar sitja nú í fangelsi í Malaga á Spáni eftir að hafa brotist inn í íbúð í Torremolinos. Verða þeir einungis látnir lausir gegn 500.000 peseta tryggingu. Ekki hafði féð verið útvegað þegar síðast fréttist. Sigraðir Danir Islenska drengjalandsliðið í knattspyrnu 14—16 ára vann Dani í leik landanna í Evrópukeppninni sem háður var í Laug- ardal 1—0. Arnljótur Davíðsson, Fram, skoraöi eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem bS: Þetta er hvorki Johnny King né Dolli dropi, heldur Bubbi Morthens ásamt hljómsveit sinni Das Kapital. Bubbi Morthens, JohnnyKing, Dolli dropi... ☆ Þessir þrir heiðursmenn verða að líkindum áberandi á íslenska hljómplötumarkaðn- um næstu mánuði. Bubbi með hinni mögnuðu sveit Das Kapital sem nú erstödd í hljóðveri við upptökur á skífu sem Grammið hyggst gefa út í nóvember. „Ábyggilegameð því sterkasta sem Bubbi hefur verið að gera undanfarið," segir Ásmundur í Gramminu. ,,Ég bind miklar vonirvið þessa plötu Das Kapital." Það er Bimbó á Akureyri (Pálmi Guðmundsson) sem sér um útgáfu á plötum með Johnny King og Dolla dropa. Johnny er sem kunnugt er kántrístjarna frá Húsavík sem nú kemur von bráðarfram með sínafyrstu plötu. Kántrírokk einsog það gerist best í þeirri sveit. „Mjög vönduðplata sem mikil vinna hefur verið lögð í,“ segir Pálmi og bætir því við að í kjölfarið fylgi heljarmikil kynningarherferð á kónginum. Krakkarnir fá góðan skammt þar sem er vinur þeirra úr sión- varpinu, hann Dolli dropi. A barnaplötunni er það Heiðdís Norðfjörð sem á lög og texta en Jóna Axfjörð (sú er skóp piltinn upphaflega) er sögu- maður. Bimbó stefnir einnig að því að koma út þriðju plötunni, sem er einsöngsplata með óperusöngvaranum Páli Jó- hannessyni, 33 ára Akureyr- ingi sem stundað hefur söng- nám undanfarin 7 ár, m.a. á Ítalíu. Það er dauft hljóð í plötu- útgefendum almennt þegar minnst er á útgáfu íslenskra platna. Heilmikill samdráttur hefur átt sér stað í slíkri plötu- sölu og líkindi til að fáarskífur bætist á markaðinn í ár. Verk- föllin bæta svo ekki úr skák. Þó eru nokkrar á leiðinni. Auk fyrrnefndu plötunnar hyggst Grammið gefa út eina með þjóðlagatríóinu Hrím og Steinar hf. eru með ýmislegt í bígerð. FyrrhefurHPgreintfrá jólarokkplötu HLH-flokksins og við má svo bæta að loks virðast skífur Pax-Vobis og Kikk flokkanna í sjónmáli. Steinar ætla áður en langt um líður að senda frá sér nýja plötu með þeim gott ef ekki heimsfrægu piltum í Mezzo- forte og ennfremur safnplötu með lögum Spilverks þjóð- anna heitins. Á meðal laga á þeirri plötu verða tvö sem komu út á plötu Spilverksins 1975, en fóru lágt þá, enda hljómsveitin um þær mundir óþekkt nokkuð. Svona gengur þetta: upp og niður...* Hrafnhildur Valbjörnsdóttir ræðir um fyrirhugaða flutninga. Að loknu Dalalífi: Vistaskipti Hrafnhildar ☆ ,,Nú, ég er að flytja,“ sagði Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtarræktardrottning þegar við fundumst dálítið á dög- unum; yfirskinið hafði verið að spyrja hana að því hvað hún væri að sýsla núna eftir að hafa lokið leik sínum í Dalalífi, nýrri kvikmynd Þráins Bertels- sonar, frumsýndri 30. septem- bereinsogalþjóðveit. „Síðan tökunum lauk í sumar,“ sagði Hrafnhildur, „varégfararstjóri á Ítalíu, en eftir aö heim kom hef ég aðallega verið að vinna við að koma lagi á fimm her- bergja ibúð okkar unga pars- ins - það er að segja mín og mannsins míns.“ - Fimm herbergi, segirðu, Hrafnhildur. Verður ekki pláss fyrir smávegis vaxtarræktar- stúdíó? „Ekki væri það mér á móti skapi, þótt maður sé nú ekki farinn að hugsa svo stórt enn- þá. Annars hef ég ekki getað æft sem skyldi vegna slyssins sem ég varð fyrir - það keyrði á mig strætó. Og grátt bættist ofan á svart. Þegar ég var að bera parkettið upp í nýju íbúð- ina varð ég fyrir því óhappi að festa höfuðið út á hlið. Eg má því lítið gera, einsoger. Ég reyni þó eins og ég get að I koma lagi á húsakynnin.“ - Hvað um kvikmyndaleik- konubrautina? ,, Það var ofsalega gaman að leika; reyndar hef ég ekki komið nálægt slíkum störfum áður, utan hvað ég dó í mynd- inni Húsið. í hlutverki mínu í Dalalífi var ég hins vegar sprelllifandi, mjólkaði kýrog sinnti öllum hugsanlegum sveitastörfum, Þetta var alveg nýtt fyrir mig, þvi að ég var aldrei í sveit - hafði ekki einu sinni séð belju. Ég gæti vel hugsað mér að halda áfram að leika ef mér byðust tilboð. Hlutverkið í Dalalífi er samt engan veginn eins og ég er sjálf. Ég kem ævinlega til dyr- anna eins og ég er klædd, en þar var ég alltaf að þykjast.“*

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.