Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 32
una því hann hafði heyrt að Motz- feldt kynni að taka lagið. Skipti það engum togum að Jónatan þandi dragsþilið og lék af fingrum fram við mikinn fögnuð áheyrenda. Motzfeldt lét ekki þar við sitja heldur rétti nikkuna áfram til Matt- híasar Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra sem greip hljóðfærið á lofti og smellti því á sig. Matthías lék síðcin af mikill íþrótt og skákaði gjörsamlega fyrri hljóðfæraleikur- um. Vcir gerður góður rómur að leik viðskiptaráðherra og þusti seiskapið út á gólfið og sté dans við undirleikinn... M H W ytt tískublað mun hefja göngu sína í nóvember næstkom- andi. Aðstandendur þess eru Gunnar Þorsteinsson og Þór Sigfússon, en þeir félagar hafa staðið að ýmissi útgáfu fyrir Scim- band ungra sjálfstæðismanna, enda Þór varaformaður Heimdall- ar. Nýja blaðið verður í dagblaðs- formi en prentað á tímciritspappír og verður einar fjörutíu síður. Efni er allt aðkeypt og höfundar þess allt þekktir blaðcunenn. Verið er að leita tilboða í prentun í Hollandi... L ^■eiklistarskóli Islands hefur tekið upp á þeirri nýjung að ráða atvinnuleikara til að vinna með nemendum skólans. Átta leikarar hafa verið ráðnir í vetur til þessa starfa, tveir frá Þjóðleikhúsinu, einn frá Iðnó og fimm „free-lance“ leikarar. Leikarcirnir sem um er að ræða eru Hjalti Rögnvaldsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Hjartarson, Karl Ágúst Úlfsson, Þröstur Guðbjartsson, Ellert Ingimundarson, Vilborg Halldórsdóttir og Kolbrún Hall- dórsdóttir. Þrjár uppfærslur eru skipulagðar þar sem atvinnuleik- arar og nemendur munu leika saman. Fyrsta sýningin verður í Lindarbæ, en þar mun Haukur Gunnarsson setja upp leikritið Grænfjöðrung eftir Carlo Gossi (höfund Gosa). Onnur í röðinni verður Jónsmessunæturdraumur Shakespeares sem kemur á fjalir Iðnó. Þriðja sýningin verður í Lind- arbæ; Hallmar Sigurðsson mun leikstýra nýju verki eftir Nínu Björk Árnadóttur... c ^^rkömmu fyrir síðustu helgi kom upp nýr flötur á yfirvofandi verkfalli BSRB-manna, þótt hljótt væri um hann í fjölmiðlum. BSRB- forustan gekk á fund Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra og lagði fram óformlega sáttatillögu í launastríði opinberra starís- manna; ef Albert vildi greiða öll launin út 1. október, væru BSRB- menn tilbúnir að fresta verkfallinu um eina viku. Albert horfði á sendi- nefnd BSRB og svaraði úm hæl: ,Já, ég er alveg til í að borga ykkur launin þann fyrsta, ef þið frestið verkfcillinu. En þið verðið þá að fresta því um mánuð!“ Fleiri orða- skipti áttu sér víst ekki stað í hér- bergi fjármálaráðherra í það skipt- ið... ■ W ■ánudaginn 24. septem- ber var skipuð ný stjórn Listahá- tíðar. Hrafn Gunnlaugsson verð- ur formaður Listahátíðar, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri (fyr- ir hönd kvikmyndagerðarmanna), Birgir Sigurðsson rithöfundur (f. hönd rithöfunda), Stefán Bald- ursson (fyrir Borgarleikhús/Iðnó) og Knut Ödegárd sjálfskipaður sem forstjóri Norræna hússins. Menntamálaráðherra hefur enn ekkiskipað fulltrúaráðuneytisins (áður Sigmar B. Hauksson) en líklegt er talið að embættismaður í ráðuneytinu fylli það skarð og er Árni Gunnarsson mikið nefndur í því sambandi... || ■ ■ in nýja stjóm Listahátíðar mun leggja mikla áherslu á að ná betur saman öllum endum í fjár- málum en fráfarandi stjóm megn- aði. Stendur m.a. til að draga úr umfangi hátiðarinnar. Þannig verður kvikmyndahátíð Listahá- tíðar haldin aðeins annað hvert ár en ekki á hverju ári eins og undan- fcirin þrjú ár. Þá munu færri en þekktari listamenn koma á Lista- hátíð og dregið úr þátttöku ís- lenskra listamanna. Enn hefur ekki verið ráðinn fr^unkvæmdcistjóri Listcihátíðar en ljóst er að hinn nýi formaður mun hafa mikið að segja um þá ráðningu... c Mr 1. fimmtudagskvöld var merkilegur samningafundur Vinnuveitendasamband^^^ og Verkamannasambandsins hald- inn. Oddvitar með umboð til samninga vom þeir Magnús Gunnarsson frá VSI og Karl Steinar Guðnason varaformaður VMSÍ sem mætti fyrir formanninn Guðmund J. Guðmundsson sem hefur verið í hjartarannsókn í Lundúnum. Til umræðu voru hug- myndir vinnuveitenda um skatta- lækkun til launþega VMSÍ í stað launahækkana. Skattalækkunin náði þó hvergi til hinna lægst laun- uðu, heldur til þeirra sem hafa yfir 250 þúsund krónur í árstekjur. Nú brá hins vegar svo við að Karl Steinar tók vel og hressilega undir málflutning Magnúsar og félaga og virtust uppi öll merki um að samn- ingar næðust. Þegar hins vegar var farið að hringja út samningstillög- urnar til verkalýðsfélaganna, brugðust menn ókvæða við og þá einkum Alþýðubandalagsmenn og kolfelldu tillöguna. Karl Steinar mun víst ekki vera með vinsælli mönnum innan Verkamannasam- bandsins þessa dagana... V 'elheppnaðri heimsókn Jón- atans Motzfeldts landstjóra Grænlands lauk með skemmtileg- um hætti í Átthagasal Hótel Sögu s.l. föstudagskvöld. Harmonikku- leikarinn Reynir Jónatansson kom með hljóðfæri sitt og þandi við góðar undirtektir. Eftir leik sinn rétti Reynir landstjóranum nikk- Istenskur Annáll SAMTÍMARIT í SÉRFLOKKI Bókaflokkur sem vex að gildi eftir því sem árin líða. Bókaútgáfan ÍSLENSKUR ANNÁLL Pósthólf 4322 124 Reykjavík Stórfróðlegur og skemmtilegur bókaflokkur sem bregður upp á skýran og líflegan hátt í máli og myndum, markverðum viðburðum samtímans frá ári til árs. Sími 79390

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.