Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri og ábm.: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulitrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Johannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Letrun: HP-setning í verkföllum í dag kemur Helgarpóstur- inn í þriöja skipti til lesenda sinna þrátt fyrir verkfall ís- lenskra prentara. Blaðið hef- ur áður sagt að skyldur þess við lesendur vegi þyngra en svo að það láti fljótfærnislegt verkfall bókagerðarmanna koma í veg fyrir útgáfu. Verkfall Félags bókagerð- armanna er skólabókardæmi um það hvernig hægt er að klúðra kjarabaráttu. Tónninn í verkfallinu var og verður falskur. Prentarar hafa fyrir- gert trausti almennings, því sem mestu máli skiptir í bar- áttu þeirra. Ósveigjanleiki þeirra við atvinnurekendur tilheyrir annarri öld. Verkfall BSRB slær á aðr- ar nótur. Það hefur hljóm- grunn. Það er lagt út í það eftir alvarlegar tilraunir til að ná sambandi við viðsemj- andann, ríkisvaldið. Það er skiljanlegt vegna þess að al- menningur hefur fylgst með því hvernig ríkisvaldið hefur komið fram við starfsfólk sitt. Fólk hefur haft aðstöðu til að fylgjast með. Við höfum öll fylgst með því hvernig þolin- mæðin hefur farið þverrandi. [ dag birtir Helgarpóstur- inn Nærmynd af Kristjáni Thorlacius, formanni Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Kristján er verkalýðs- foringi sem komið hefur á óvart. Fyrir nokkrum árum hefði engan innan BSRB órað fyrir því að Kristján gæti komið fram af jafn mikilli hörku og hann hefur gert nú, því um tíma var hann fallandi foringi. Og hann á enn sína slæmu daga eins og aðrir. En það sem gerir formann BSRB sterkan nú, er þaö sama og gerir hljóminn í verkfalli opinberra starfs- manna sannan. Krafturinn er keyrður áfram af brostinni biðlund, almennri óánægju með einsýnt og ómanneskju- legt ríkisvald, yfirboðara sem af einhverjum ástæðum hef- ur gleymt því, að það er fólk sem vinnur við opinbera þjónustu, ekki vélar. Ríkis- apparatið gengur fyrir því sama og aðrar atvinnugrein- ar: vinnandi fólki sem vill vinna störf sín vel. Það er herfileg hugsana- skekkja hægri manna í ríkis- stjórn, að til að skera niður í ríkiskerfinu, sé sniðugast að byrja á að ráðast á þjóna þess. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Sigurði A. Magnússyni d: reid jafnan meö vopn, því hann var ódæll og embættislaus “ Þessi lýsing á Knúti presti, er frá segir í 76. kapítula íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, hefur stundum komið mér í hug, þegar ég hef lesið sumar hinna ofstækisfullu greina Sigurðar A. Magnússonar, nú síðast grein hans Þrengt ad þrykktu máli, birta í Helgarpóstinum 30. ágúst sl. f grein þessari er vegið af þeirri hörku og ósanngirni að Landsbóka- safni, að ekki verður látið ósvarað, þótt við það muni e.t.v. sannast, að illt er að eggja óbilgjarnan. Það er að vísu rétt, að Landsbóka- safn og Háskólabókasafn fá hvergi nærri það bókakaupafé, sem þau þurfa, en að þau séu svo fátæklega búin að erlendum ritum, að hér á landi muni „vera nánast ógerning- ur að stunda alvarleg fræði eða vís- indastörf í nokkurri grein annarri > en íslenskum fræðum", nær auðvit- að engri átt. Um bókaval má alltaf deila, og vitaskuld er valið því erfið- ara, sem minna fé er til kaupanna. Þegar Sigurður heldur því fram, að megnið af bókum Landsbóka- safns sé „óskipulagt og óskrásett", fer hann með staðlausa stafi. Maður skyldi ætla, að hann kynni ekki að leita í spjaldskrám, eða vissi ekki til hvers þær væru. Auk hinnar ræki- legu spjaldskrár eru til, eins og menn vita, prentaðar skrár um bókakost safnsins. í ritaukaskrám safnsins 1887—1943 var skrá um ís- lenzk og erlend rit birt hverju sinni í sama bindi. Síðan var skráin um ís- lenzk rit gefin út í Árbók safnsins 1944—1974, en úr því sérstaklega í íslenzkri bókaskrá. Skrá um erlend rit var birt fjölrit- uð um árabil, en frá 1970 í Samskrá um erlendan ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna. Árið 1978 kom út Samskrá um er- lend tímarit í íslenzkum bókasöfn- um og stofnunum og viðaukabindi við hana 1980. Unnið er nú að nýrri heildarskrá um erlend tímarit í ís- lenzkum söfnum. Samskráin um erlendu tímaritin olli byltingu, þegar hún kom út, því að fram til þess tíma höfðu menn ekki yfirlit yfir þann erlenda tíma- ritakost, sem aflað hafði verið til landsins, né var það vitað, hvar hann var niðurkominn. „Hann Um líkhúsanda í Landsbókasafni verða þeir að dæma, sem þangað leita, og hótfyndni Sigurðar í garð þeirra, er annast afgreiðslu í safn- inu, er slík, að hún fellur um sjálfa sig eins og öll mannvonzka, í hvaða líki sem hún birtist. Þeir, sem þekkja til í erlendum bókasöfnum, vita, að þeir verða tíðast að bíða þar lengur eftir afgreiðslu en í Landsbókasafni. Það er dálítið kostulegt að heyra mann með hugarfari Sigurðar A. Magnússonar, svo sem það birtist í þessum og ýmsum öðrum skrifum hans, tala um upplifun, hugljómun og lífsánægju. Hvers vegna snýr hann ekki aftur til lowa City, þar sem allt var svo fullkomið, að jafn- vel hann stóð höggdofa? Finnbogi Gudmundsson landsbókavöröur Það lýsir vel, af hve miklum ókunnugleika Sigurður A. Magnús- son fjallar um þessi mál, að hann eignar Þórhalli Þorgilssyni skrá þá um efni blaða og tímarita, sem unn- ið hefur verið að um langt árabil. Þórhallur Þorgilsson vann á sín- um tíma að drögum að skrá um rit- verk á íslenzku að fornu og nýju af latneskum eða rómönskum upp- runa, og komu út tvö hefti, eitt um Frakkland og annað um Ítalíu, á ár- unum 1954—58. Varðveitt er í safn- inu miklu meira efni af þessu tagi með hendi Þórhalls, en ekki enn reynzt fært að búa það til prentun- ar. Þá vann Þórhallur ásamt öðrum að allsherjarskrá um rit íslenzkra manna' allt frá öndverðu, miklu verki, sem vonandi kemst út um síð- ir. í spjaldskrá þá yfir efni blaða og tímarita, sem Sigurður víkur að og telur harla gloppótta, eru þó komin 130 þúsund spjöld og rúmt hundrað blaða og tímarita verið yfirfarin um langt árabil í þessu skyni.Það er auðvitað hörmulegt að geta ekki fengið meira starfslið til að sinna þessu og öðrum áþekkum verkefn- um, er bíða úrlausnar. Á það má þó benda, að gefnar hafa verið út á prenti skrár um efni ýmissa tímarita, svo sem Skírnis og Tímarits Hins ísl. bókmenníafélags, Andvara, Eimreiðarinnar, Tímarits Máls og menningar og miklufleiri. Þá hefur Einar Sigurðsson háskóla- bókavörður tekið saman árlega frá 1968 skrá um skrif um íslenzkar bókmenntir síðari tíma, og nefnist hún Bókmenntaskrá Skírnis og kemur út á vegum Bókmenntafé- lagsins. I stað þess að kynna sér og geta um það, sem gert er í þessum efn- um, er ráðizt með rangfærslum og svívirðingum á það, sem enn er ógert. Hvimleiður misskilningur leiðréttur Herra ritstjóri: Athygli mín hefur rækilega verið vakin á frétt, sem birtist á 24. bls. Helgarpóstsins 20.IX. 1984. Þar stendur meðal annars, að til- teknir „yfirlýstir andstæðingar NATO“, þeirra á meðal Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðviljans, séu nýkomnir úr, jnikilli Evrópuför í boði NATÓ“. í lok fréttarinnar segir: „Er ljóst, að NATÓ-andstæðing- urinn og ritstjóri málgagns sósíal- isma hefur gefið ströng fyrirmæli um að gefa ekkert upp um ferðir sínar, sem Atlantshafsbcuidalagið bauð í, honum að kostnaðar- lausu“. í frétt þessari er ranghermi, sem leitt hefur til margra fyrirspuma til mín og annarra og mikils umtals meðal almennings. Því tel ég nauð- synlegt, að eftirfarandi komi fram: Enda þótt enginn maður, erlend- ur eða innlendur, iífs eða Iiðinn, hcifi mér vitanlega sýnt fræðslu- ferðum á vegum Atlantshcifs- bandalagsins meiri áhuga en Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, t.d. með því að heimta að fá nöfn þátttakenda „uppgefin" í þeim tilgangi að reyna að níða af þeim æruna með því að birta nöfn þeirra sem sakamanna, hefur hon- um aldrei verið boðið í slíka ferð. Eins og frarn hefur komið í blaðafréttum, fór ritstjóri Þjóðvilj- ans í þennan „Grand Tour of Europe“ í boði „United States In- formation Agency". Ritstjóri Þjóðviljans fór því ekki í hina miklu Evrópuför sína í boði og á kostnað Atlantshafsbandalags- þjóðanna sextán, þeirra á meðal okkar íslendinga, heldur í boði bandarískra stjómvalda og á kostnað bandarískra skattþegna. För sama manns til Nicaragua og dvöl hans þar hjá sandinistaher- stjóminni (sem hann hefur skrifað Iangan greinaflokk um í Þjóðvilj- ann), var heldur ekki kostuð af Atl- antshafsbandalaginu, — ekki fremur en mikil ferðalög þessa manns og annarra ritstjóra Þjóð- viljans um heiminn fyrr eða síðar (Hanoi, Havana os.frv.). Þetta leiðréttist hér með. Magnús Þórðarson, Skrifstofu NATO á Islandi. Skipti en ekki brottrekstur Hr. ritstjóri. Vegna dálkaskrifa í blaði yðar sem birtust þann 5. júlí sl„ langar undirritaðan að koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: Það er rangt að Guðmundur Guð- mundsson, fyrrum umboðsmaður fram kemur í skrifum HP. Hið rétta er að skipt var um umboðsmann hjá fyrirtækinu í bestu vinsemd við Guðmund og engin reiði stjórnaði þar ferðinni. Með bestu þökk fyrir birtinguna Akureyri, 6.9. '84. Eyþór Tómasson, forstjóri Lindu. LAUSNÁ SPILAÞRAUT S 8-7-6-5 H G-9-5-3 T G L K-G-8-3 S G-10 S Á-K-D-9 H 7-4-2 H Á-K-6 T Á-7-5-3 T D-8-6-4-2 S 4-3-2 H D-10-8 T K-10-9 L D-6-4-2 Hér er aðal hættan sú, að suð- ur komist tvisvar inn og að vestur tapi þrem tíglum. Til þess að forðast þann möguleika tekur borðið fyrsta slaginn og lætur lít- inn tígul. Suður lætur níuna og vestur gefur. Þessi spilamennska bregst ekki nema að suður eigi K-G-19-9 í tígli. Ogleyman- leg ferð Ég var einn af átta strákum sem voru dregnir í happdrætti hjá HP núna síðast í ágúst. Mig langar að segja frá þeirri ferð í stuttu máli. Eg fór frá Borgamesi kl. hálfátta á föstudagsmorgni og var kominn til Reykjavíkur fyrir kl. tí'u, þá náðu þeir í mig frá HP, ég sat hjá þeim í góðu yfirlæti þar til um kl. tvö. Þá mættu hinir sjö strákamir. Það var rætt við okkur um ferðina út, okkur var sagt að við færum í Tívolí, sirkus og að við færum í verslunar- leiðangur. Við fórum í taxa niður að Umferðarmiðstöð, svo með rútu út á flugvöll. Við skoðuðum margt í fríhöfninni. Flugvélin lagði síðan af stað um kl. 5. Við héldum alveg hópinn. Við vomm með spjald um hálsinn, þar stóð nafnið okkcir og að við væmm frá íslandi og að við töluðum ekki dönsku. Ef við mundum villast yrði okkur komið heim á hótel. Við borðuðum heita máltíð í flugvélinni. Það fór mjög vel um okkur. Það var æðisleg ljósadýrð þegar við lentum í Kaupmanna- höfn, ég hef varla séð annað eins. Við fómm á hótelið, komum dót- inu okkar fyrir og fórum út að borða. Ég sá margcir blokkir og allavegana stór og skrítin hús. Um morguninn fómm við að versla, ég keypti mér tölvuúr og eitthvað hcinda systkinum mínum og foreidmm, ég keypti líka mörg kort og margt fleira til minningar um þessa ferð. Við vomm með armband á handleggnum sem við sýndum þegar við fómm í Tívolí og það var sko alveg æði, ég fór í rússíbana, hringekju, parísarhjól, klessubáta, skotbakka og margt fleira. Við skoðuðum vaxmyndasafnið. Niðri í því húsi var draugakjallari. Ég sá vaxmynd af Hans Ch. Ánder- sen og persónum úr ýmsum af sög- unum hans og Mjallhvíti. Eg sá líka Friðrik fjórða, Napóleon, Kodjak, Bítlana, Ingimar Stenmcirk og margt fleira frægt fólk. Ég vissi ekki að svona væri til. Við fómm í sirkus, ég sá fólk sem sveiflaði sér á svifrá, ég sá sæljón sem léku sér með bolta. Ég sá tam- in ljón, hesta, trúða og línudans- ara. Þegar við gengum um og skoð- uðum, sá ég götuséda, það vom líka betlarar á ferð, ég gaf þeim aur. Tíminn leið fljótt, Hákon, Stenni og Óli voru hressir og skemmti- legir, þeir þrír vom fcircirstjórcir okkar. Við fómm einu sinni á kínversk- an veitingastað og borðuðum grjón með prjónum, ég kunni ekki hvernig átti að bera sig til við það. Það átti að krjúpa og borða síðan grjónin með prjónunum. Við lögðum af stað heim að næt- urlagi og heima hjá Hákoni beið mín uppbúið rúm. Um morguninn kom hann mér til frænku minnar og heim í Borgames var ég kominn kl. 8 á mánudagskvöld. Þessi ferð verður nú ógleymanleg og ég á margar góðar minningcir um hana. Unnsteinn Ó. Andrésson Réttarholti 3.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.