Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 31
I
HRINGBORÐIÐ
Sigríöur Halldórsdóttir
„GullfólkV allt það fólk
Nú er ruglingurinn orðinn svo
mikill að maður þarf handbækur
til þess að gá hverslags fólk mað-
ur sé. Hvort er maður karl eða
kona, aumingi eða matvinnúng-
ur. hálfviti eða ofviti, fin frú eða
fenjabulla?
Auðvitað veit maður ekkert
um sig í íslensku þjóðfélagi. Þess-
vegna halda flestir íslendingar að
þeir séu aumingjar, hálfvitar og
konur í þokkabót. í handbókinni
,3annir karlmenn eta ekki eggja-
hræru“ stendur skýrum störfum:
„sannir karlmenn skulda ekki
peninga, þeir nota american ex-
press.“ Þeir reykja ekki vinston
læt, þeir fá sér ekki slysatrygg-
ingu. Þeir keyra ekki á bílum und-
ir ákveðnum hestaflafjölda, þeir
nota ekki varasalva. Eins og okk-
ar sönnu karlmenn. Þeir nota
kábojhatta þegar þeir eru í úti-
verustuði og spæna upp landið
og skjóta rjúpur í sumarbústaða-
görðum. Þeir treysta ekki Nató.
Þ.e.a.s. þeir í Ameríku. Hér
treysta sannir karlmenn Nató
prýðilega. John Wayne, Elvis
Presley, Larry Hagmann, Frank
Sinatra eru sannir karlmenn í
Ameríku. Á íslandi myndu það
vera ríkisstjóm landsins, sér-
stciklega sumir í henni, Hedlbjöm
Hjcirtarson, Grettir Ásmundar-
son, og sá sem syngur „ég er ekk-
ert slappari en feiti fúll á rnótí."
Dæmi um sannar konur em
Díana prinsessa, Elísabet Taylor
og Lassí. Engin íslensk kona
kemst í þennan hóp. Samt em til
ljómandi konur sem skera niður
fjárveitingar tíl bcimaskólcinna.
Það var tími til kominn. Ef eitt-
hvað er óþarfi þá em það skólar.
Þessir kreikkar verða að læra að
vinna og hjálpa tíl á heimilunum
svo foreldramir hafi tólf stunda
vinnufrið á dag. Frá sjö ára aldrei
eiga þau að geta litíð eftir yngri
systkinum sínum, sópað og
svona ýmislegt. Unglingar em
svo mikið rusl að þessvegna
mega þau dunda sér við að brjót-
ast inní apótekin. Þau verða
hvort sem er heimtufrekt verk-
fallspakk eftír nokkur ár.
Mikið er maður búinn að bíða
eftir stéttaskiptíngunni svo mað-
ur geti farið í skoðunarferð um
fátækrahverfin og litið niður á
peikkið í næsta húsi. Étur soðinn
fisk í alla mata og hefur ekki efni á
að mennta þessa horgemlinga
sína. e hlakka tíl þegar ég get far-
ið að gefa því í næstu druslumar
sem mín em hætt að nota. Keypt
flottara jólatré, haft sundlaug og
sánabað svo verkfsillshæncm á
gatslitnu inniskónum verði græn
af öfund þegar hún lufsast útá
snúmr með garmana af því.
Það verður munur þegar mað-
ur hættír að verlsa á sömu stöð-
um og lágstéttirnar. Svoleiðis er í
Englandi. Fólk sem er komið í
ákveðinn klassa sést ekki í Wool-
worth. Nema líta þar inn tíl þess
að hlæja að ruslinu í innkaupa-
körfunum hjá lágstéttínni. Dósa-
matur og harður klósettpappír!
Afturámóti í delíkatessen þarsem
við hjónin verslum er maturinn
ofsalega exótískur. Pakkið í
næsta á ekki einusinni föt tíl þess
að fara þar inn.
Ef ráðherrann bregast mér ekki
þá verður þessum almennings-
skólum lokað varlega en þó djarf-
lega. Það vill engin kona með
sómatilfinningu litað vinnuafl
inní landið. Afturámóti þurfa ail-
ar konur á miðjum aldrei að hafa
vinnustúlku. Þær fást ekki inn-
Iendar nema þeim sé gert ókleift
að læra að lesa vegna peninga-
skorts. Fólk verður að læra hvar í
stétt það stendur. Það verður
vonandi engin lýgi hérlendis
frekar en erlendis að sumir fæð-
ast jafnari en aðrir. Ríkisstjómin
má ekki bregðast okkur. Ef fólk
fer í verkfall þá umaðgera að
leyfa því að svelta og finna fyrir
því hvemig er að nenna ekki að
vinna.
Ég hlakka alveg ofboðslega tíl
þegar við emm búin með sána-
baðið og sundlaugina. Þá ætlar
ein að halda reglulega fínt boð.
Hásvorming og bjóða ríkisstjóm-
inni að gamni. Ég verð með jórd-
anskan sérrétt. Þýðir ekkert að
gefa því í næsta afgánginn —
They do have such lower-
middleclciss stomachs, dónt jú
þínk káboj? Með kveðju „ein
sönn“.
ÁRBÆJARMARKAÐURINN
Rofabæ 39 - Sími 71200
Nóatúni 17-Símar: 17260, 17261
Annar flokkur lambakjöt
í heilum skrokkum
kr. 118,- pr. kg.
Gamla kjötið á góða verðinu
i t i
l i I I i i I