Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 27
Er meiri sannleikur í tárum en hlátri? - svo spurði Noél Coward, höfundur verksins sem L A. frumsýnir eftir viku „Þetta er ekki farsi, en altént f jörugt verk. Coward sjálfur — höf- undurinn — gaf þessu stykki sína lýsinguna „Intimate comedy“, sem við getum þýtt með orðunum „ná- inn gaman!eikur“ og ég vil leyfa mér að bæta við, með ástina að ívafi." — Nú hvemig þá? „Tja sjáðu, leikritið fjallar um fráskilin hjón sem hittast af ein- skærri tilviljun fimm árum eftir skilnað og em þá á brauðkaups- ferð á hóteli í Frakklandi, hvort með sinn nýja maka. Skilurðu?" Ég sannfærði Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra Akureyringa um það, en hér að ofan segir hún svolítið af leikritinu sem fær það hlutverk að hefja ellefta starfsár LA. sem at- vinnuleikhúss. — Og hvað heitir verkið Signý, í þinni þýðingu og Jill Brooke Arnason leikstjóra? „Einkalíf." Það er varla hægt að þýða nafn- giftina réttar, því enska og upp- runalega heitið á verkinu er „Private Lives". Nú, skrifari stykk- isins var, að sögn Signýjar, ansi sérstakur kall á breska vísu, en hann er Iátinn fyrir rúmum áratug. „Pródúktívur með afbrigðum," hefur Signý að segja um kappann og svo segir hún mér sögu hans ... Noél Coward var mjög fjölhæfur listamaður. Hæfileikar hans nýtt- ust glæsilega á löngum og árang- ursríkum starfsferli sem öðrum virtist fyrirhafnarlaus. Af ótrúlegu framlagi hans til lista má nefna tuttugu og sjö leikrit, tvöhundruð áttatíu og einn söngtexta, einkum slagara og leikhúslög, fimm smá- sagnasöfn, fjögur kvikmyndahand- rit, sjálfsævisögu í tveimur bind- um, skáldsögur og þar að auki óteljandi uppfærslur á leikverkum sem leikstjóri og/eða leikari, en fyrir tvennt það síðastíiefnda varð hann heimsfrægur. Á efri árum blómstraði hann svo sem skemmtikraftur í Las Vegas og í sjónvarpi. Hann fæddist í Teddington við Thames-ána níu dögum fyrir jól, eða þann sextánda desember árið 1899 og því nefndi móðir hans hann Noél sem er franska orðið yfir jól. Tíu ára gamall kom hann fyrst fram í atvinnuleikhúsi sem kræklingaprinsinn í „The Gold Fish“ í Lundúnum og vann síðan stöðugt í leikhúsi þar til hann gekk í breska herinn 1918. Væg berkla- sótt kom í veg fyrir langan starfs- feril á þeim vettvangi og sneri hann þá aftur til leikhúsheimsins, og nú jöfnum höndum sem leikritahöf- undur, leikstjóri og leikari. Hann sló fyrst í gegn sem leikari þegar hann kom fram í eigin leikriti „The Vortex" í London árið 1924 og árið eftir í New York. Það ár, 1925, voru fimm leikrit — revíur— á sviði eftir hann í Lundúnum. Þar á meðal „Hay Fever", „Fallen Angels" og „One with the Dance“. Þar með var hann búinn að slá í gegn, en lét þó hvergi deigan síga, því áfram sendi hann frá sér hvert vinsældaverkið af öðru, eins og „This Year of Grace" árið 1928, „Bitter Sweet“ 1929, „Private Lives" 1930 þar sem hann og Ger- trude Lawrence léku stjömuhlut- verkin, „Cavalcade" árið 1931, „This Sign for Living" 1932, „To- night at 8.30“ 1935, ,31ithe Spirit" árið 1941, á íslandi þekkt undir nafninu ,ýErsladraugurinn“, en þetta verk Coward sló sýningarmet í Bretlandi á sínum tíma með hvorki fleiri né færri en 1997 sýn- ingum. Enn má nefna „Present Laughter" og „This Happy Breed", samin 1941, ,Nude with Violin" árið 1956, ,3ail Away“ 1961 og „Suite in three Keys“ skrifað árið 1966. Noél Coward, sem lést í mars 1973 og náði þannig naumu hálf- áttræðu, var þekktur fyrir að njóta lífsins og hafa einnegin hæfileika til að skemmta öðrum. Hann var geysilegur lífsnautnamaður, en varðist ásökunum um léttúð með því að spyrja: „Hver getur raun- verulega sagt að það sé meiri sann- leikur fólginn í tárum en hlátri?" Hann var sleginn til riddara af Noél Coward 1899-1973. Myndin vartekin af honum árið 1930 þegar hann samdi leikritið „Einkalíf". Elísabetu drottningu fyrir leikhús- störf árið 1970, og fór það fyrir brjóstið á mörgum breskum sjentilmanninum, en Coward fór ekki leynt með það að hann var meira hneigður fyrir eigið kyn en hitt . . . „Private Lives er eitt vinsælasta leikrit Cowards,“ segir Signý Páls- dóttir og bendir á hvar hann reit stykkið og við hvaða aðstæður: „Hann lá veikur í flensu á hótel- herbergi í Shanghai og kláraði verkið þar á fjórum dögum." Af ýmsum frægum mönnum sem leikið hafa í þessu verki kallsins má nefna, auk hans sjálfs og fyrr- greindrar Gertrude Lawrence, Sir Lawrence Olivier og Maggie Smith, og nú síðast á Broadway fyrir tveimur misserum skötuhjúin Elisabeth Taylor og Richard Burton, en þetta var einungis ann- að tveggja gamanleikverka sem hann lék í um ævina og jafnframt hans síðasta á sviði. Með hlutverk verksins norðan heiða fara hinsvegar Sunna Borg, Gestur E. Jónasson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Theodór Júlíus- son. Leikstýringu annast Jill Brooke Árnason, búninga Una Collins og lýsingu Alfreð Alfreðs- son. „Einkalíf" verður frumsýnt í gamla Samkomuhúsinu annan föstudag. -SER. KVIKMYNDIR Sex daga á landi, œvi í sjó Splash Leikstjóri: Ron Howard Aðalhluverk TomHanks, DarylHannah Amerísk —1984 í kringum ísland munu hafmeyjar helst hafa sést í nágrenni Grímseyjar og ber lýs- ingum á þessum sæbúum saman við hug- myndir farmanna og sjósóknara annarra þjóða: þetta eru ljóshærðar, trygglyndar stúlkur,- hálfar í mannsmynd, hálfar fiskur. í Splash er sú ævagamla saga um ástir haf- meyjar og manns í Iandi notuð í gamansöm- um tilgangi; Alan er venjulegur sölumaður og hefur fátt til brunns að bera — á unga aldri datt hann fyrir borð á ferjunni útá Cape Cod og hitti þá Iitla hafmeyju á sínu reki. Æ síðan hefur hann reynt að gleyma þessu atviki, afgreitt það sem hugarburð, en hún hefur ekki gleymt þessum óhrjálega ávaxtasala frá New York. Og þegar atvikin haga því þannig að þau hittast aftur á fom- um slóðum, ákveður hafrrieyjan að ganga á land og hafa upp á pilti, dvelja með honum í sex daga, en samkvæmt fomum sið hafbúa getur það gengið, þegar þessi erfiðu tilfelli koma upp í tilfinningalífi hafbúa, sex daga á landi og svo er aftur snúið eða dvölin fram- lengd á þurru landi alla ævina. Þessi mynd er hin prýðilegasta afþreying, það blandast í henni létt kómik saman við eltingarleikinn sígilda og ástarvellu með Beysnir á beisnum Laugarásbíá Skriðdrekinn — The Tank Leikstjóri: Marvin J. Chomsky Leikendur: James Garnero. fl. Amerísk -1983 Tengsl kvikmyndaiðBaðar Ameríku við herinn em okkur dauðíegum verum hér á skeriuu ókunn, en mikið er sjálfbirgingsleg aðdáun Ameríkanans á hermaskínu sinni leiðinleg til lengda^. Ein^ogvið mábúastþá hefja herkvikmyndir einstaklinginn til skýj- anna, oftast þann sem sker sig á einhvem hátt úr einlitri hjörð soldátanna eða brýst undan heraganum, en reynist svo hinn traustasti hermaður þegar á reynir, snjall og ráðagóður bardagamaður sem elskar föðurlandið og fánann. Þessi laumuáróður fyrir atvinnumannaher Kanans er kátbros- leg tilraun til að hressa upp á álit hers sem er allsstaðar til vandræða hvar sem honum er troðið niður á jarðarkringlunni, því alls- staðar er hann til óþurftar og hefur alls kyns mgl í för með sér. Zack er kominn vel á aldur og hefur alið aldur sinn í hemum. Hann ferðast milli beisa með konu sinni og ungum syni og kemur skikk á liðið með harðri þjálfun, en góðmenni er hann þótt yfirborðið sé hrjúft. kurteislegum tilvísunum tíl fjömgs samlífs þessa pars. Það má helst finna myndinni til foráttu hvað hún er lengi stefnulaus, hand- ritið býður uppá marga stíla, mörg efnis- svið. Það vekur óskipta kátínu þegar haf- meyjan gengur á land og hún í sakleysi sínu gleypir hinn stóra heim á einum degi, lærir málið og dáir ýmislegt sem okkur þykir fjarska kunnuglegt og hversdagslegt; um- ferðarljós, tónlist og sjónvarpsmenning- una. Þetta tema um sakleysið er hinsvegar illa nýtt þegar á líður söguna og hafmeyjan er fangi orðin hjá miskunnarlausum vís- indamönnum. Auðvitað er stúlkukindin sem leikur haf- meyna hin hiíggulegasta pía, eins og rit- Þegar hann svo lendir upp á kant við losta- sjúkan lögreglustjóra í einni rottuholunni í Georgíu, þá fer allt í bál og brand. Zack er betur settur en aðrir sem komast í kast við lögin því hann á prívatskriðdreka — gaml- an Sherman sem reynist vel þegar á reynir. James Garner leikur Zack. Kallgreyið hef- ur alltaf fengið slæmar rullur og viðurkenn- ir það. Langur starísaldur í sjónvarpsþátt- um setur sitt mark á góða drengi, jafnvel þó þeir hafi fallegt bros og reblikku eins og Cary Grant. James Garner var samt fínn í Rockford Files sem var síðasta serían hans og mætti einhver fara að bjóða okkur hana. eftir Pál Björgvin Björgvinsson stjómarfulltrúinn sagði, fönguleg og kemur textanum sínum þokkalega til skila. Alan hefur sýnu fyndnari texta en er hálfvelgju- lega leikinn ctf Tom Hctnks; rullan er tvíklof- in, hann á bæði að vera venjulegur ástfang- inn aulabárður og með hetjus 'r> og veldur því ekki svo bragð sé að. Bróðir hans, fitu- bolla og bulla, er miklu ljósari persóna og samkvæm sjálfri sér, fær líka margar góðæ línur og Eugene Levy klúðrar fæstum þeirra. Myndin er öll sniðin fyrir fjölskylduna amerísku, fyndin og fjörug, hangir rétt í meðallagi verklega séð, en á fullt erindi hingað á tjaldið sem afþreying. Handritið er illa skrifað, ófyndið í samtöl- um og tílsvörum, hugmyndimar til upp- byggingar spennu og átökum þreyttar og margnotaðar. Og þegar eltingarleikurinn hefst og skriðdrekinn fer að maska bæði bíla og hús til að svala árásarþörf okkar áhorfenda, þá læðist að manni sú hugsun að allt hafi þetta sést áður. Og svo fer parið á bekknum fyrir aftan mann að tala um það hátt og reikna myndina út allt til enda. Og þá þakkar maður drottni sínum fyrir að fastagestir bíóanna em fólk sem veit að myndir sem þessi em drasl, þótt það kunni að sækja Laugarásbíó til að kíkja á hana.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.