Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN • Það er hœpið fyrir ríkisstjórnina aðsetja bráðabirgðalög gegn verkfalli réttáður en bing kemur saman. Alþingi fær málið Óvissa. Þetta orð tóku þingmenn sér oft- ast í munn til að lýsa framvindu þjóðmála þegar Helgarpósturinn ræddi við þá í lok síðustu viku. Alþingi kemur saman á miðvikudaginn kemur. Þeir sem Helgarpósturinn talaði við voru sammála um að kjaramálin yrðu þar efst á baugi. Þegar þetta er skrifað er verk- fall BSRB yfirvofandi og engin sérstök ástæða til bjartsýni um lausn á kjaradeilu opinberra starfsmanna. Sá titringur vegna hugsanlegra stjómar- slita, sem vart varð við meðal stjómarþing- manna fyrir um hálfum mánuði, virðist hafa stöðvast og kyrrð hefur komist á aftur. En hvað stendur hún lengi? Ráðherrar og stjómarþingmenn hafa keppst við að þver- taka fyrir það að ríkisstjómin setji bráða- birgðalög til að leysa kjaradeilu BSRB en eftir að hún stoppaði sláturhúsadeiluna á Suðuflandi með bráðabirgðalögum eiga menn svolítið erfitt með að trúa þessum hálfgerðu heitstrengingum um að ríkis- stjórnin komi ekki til með að setja lög. Margir þingmenn stjómarinnar hafa bæði í einkasamtölum og opinberlega lýst því yfir að boða þurfi til nýrra kosninga ef gripið verður inn í kjaradeilur með lciga- setningu. Ummæli í þá vem vom höfð eftir Ólafi G. Einarssyni, formanni þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, í fyrri viku. Hann sagði í samtali við Helgarpóstinn, að þau ummæli hefðu reyndar verið slitin úr samhengi. „Ég fékk spurningu á fundi, þar sem viðkomandi spurði: „Verða gefin út bráðabirgðalög til að stöðva verkfall BSRB, og ef svo færi, yrði þá boðað til nýrra kosninga? Ég svaraði á þann veg, að engar ráðagerðir væm uppi hjá stjórnarflokkunum um að stoppa verk- fallið með lögum og að mín skoðun væri sú að slíkt kæmi ekki til greina. En sem svar við seinni hluta spumingarinnar sagði ég að ef sú staða kæmi upp, eftir verkfall í langan •tíma sem ekki væm horfur á að leystist nema með slíkri aðgerð, þá myndu kosning- ar fylgja í kjölfarið." Ríkisstjórnin hefur nú aðeins rétt tæpa viku, til miðvikudags þegar þing verður sett, til að grípa til bráðabirgðalaga gegn verkfalli opinberra starísmanna, hafi hún slíkt í hyggju. Þeir þingmenn sem Helgar- pósturinn talaði við finnst flestum í meira lagi hæpið fyrir ríkisstjóm að beita bráða- birgðalögum þegar svo skammt er til þings. ,Jh'kisstjóminni hættir til að einfalda hlutina núna en hlutimir verða bara ekki svona einfaldir þegar raunvemlega fer að herða að,“ segir Stefán Benediktsson, þing- maður Bandaiags jafnaðarmanna, „og þess vegna er ekki hægt að taka yfirlýsingar um að bráðabirgðalög þýddu nýjar kosningar mjög alvarlega. Maður getur vel séð fyrir sér að lög verði sett á til dæmis flugvallarstarfs- menn og strætisvagnabílstjóra. Með því ættu þeir sem krefjast kosninga í kjölfar slíkra lausna á kjaramálunum erfiðara um vik.“ Stefán segir að ráðherrar og formenn stjórnarflokkanna hafi afdráttarlaust gefið í skyn að stjórninni sé í mun að halda stjóm- arsamstarfinu áfram. Sérstaklega hafi þetta verið áberandi í viðbrögðum Steingríms Hermannssonar við síendurteknum prakk- arastrikum Alberts Guðmundssonar fjár- málaráðherra. „Ef Albert hefði verið forsætisráðherra og Steingrímur f jármálaráðherra þegar yfir- lýsingin var gefin út á þessum viðkvæma tíma um að fjármálaráðherra hefði fellt sáttatillöguna í BSRB-deilunni, þá hefði Albert ömgglega hringt í fjölmiðla og iátið taka myndir af því þegar hann sparkaði Steingrími út úr stjómarráðinu," segir Stefán. Það er ekki öfundsverð ríkisstjóm sem sest á ráðherrastólana í Alþingishúsinu 10. október. Stjórnarandstaðan er með blóð- bragð í munninum. Eiður Guðnason, þing- floldcsformaður Alþýðuflokksins, bendir á að vandræðaástand sé að skapast víða á landsbyggðinni. ,fyrst em það Vestmanna- eyjar núna og síðan Akranes, þar sem horfir í stórfellt atvinnuleysi á næstunni,en erfið- leikarnir eiga eftir að magnast, ýmsir staðir á landsbyggðinni geta fallið á sama hátt eins og bitar í dómínóspili." „Við munum að sjálfsögðu vekja máls á þessu hrikalega ástandi og krefjast svara af hálfu stjórnvalda þegar þing kemur saman um hvað þau hyggjast gera,“ segir Sigriður Eiginhagsmunastefna Bandarlkjastjórnar Máttarstólpar fjármálakerfis heims- byggðarinnar utan sovétblakkar flykktust til Washington í síðustu viku. Fjármálaráð- herrar, viðskiptaráðherrar og þjóðbanka- stjórar á annað hundrað ríkja sóttu ársfund Aiþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins í höfuðborg Bandaríkjanna. Sömu dagana og mótendur stefnu í fjármálum og peningamálum sátu á rökstólum, beitti þjóðbanki Vestur-Þýskalands, Bundes- bank, öllu afli sínu á gjaldeyrismarkaði til að fella gengi Bandaríkjadollars. Dollarinn gegnir lykilhlutverki í heims- viðskiptum og fjármagnstilfærslum á al- þjóðavettvangi. Olíuverð er reiknað í doll- urum, og mestur hluti milliríkjalána er doll- aralán. Skammtímaviðskipti með gjaldeyri í ábataskyni á vegum peningastofnana og stórfyrirtækja hafa undanfama mánuði komist upp í 60 milljarða dollara á alþjóða- markaði á einum degi. Að öllu eðlilegu á hlutverk viðmiðunar- gjaldmiðils eins og dollars að vera að stuðla að stöðugleiká og öryggi ápeningamarkaði. Lengst af síðan Ronald Reagan komst til valda í Bandaríkjunum og gerði Donald Regcm að fjármálaráðherra sínum, hefur þessu verið öfugt farið. Stefna Bandaríkja- stjórnar í ríkisfjármálum og peningamálum hefur hcift þau áhrif á gengi dollars, að hann ýtir undir spákaupmennsku og jafnvægis- leysi. Á einu ári hefur gengi dollars gagnvart myntum annarra helstu iðnríkja hækkað um einn tíunda. Verðhækkun dollars síð- ustu fimm ár er að komast upp í 100%. Atlaga Bundesbank að hágengi dollars, einmitt þegar Karl Otto Pöhl aðalbanka- stjóri er staddur í Washington, er til þess sniðin að ýta við Bandaríkjastjóm og reyna að fá hana til að hefjast handa og hefta gengisþröun, sem veldur helstu banda- mönnum og viðskiptavinum Bandaríkjanna vaxandi búsifjum. En þar er við ramman reip að draga. Undirrót hágengis dollars og þrenginga sem það veldur flestum ríkjum innan fjármálakerfisins sem á honum byggir, er efnahagsstefnan sem Reagan Bcmdaríkjaforseti treystir á að fleyti sér til auðvelds endurkjörs í nóvemberbyrjun. Með því að lækka skatta, sérstaídega á fyrirtækjum og einstaklingum með ríflegar tekjur, hefur stjóm Reagans valdið greiðsluhalla á fjárlögum Bandaríkjanna langt umfram allt sem áður hefur þekkst. Hallinn er áætlaður nálægt 200 milljarðar dollara, bæði á yfirstandandi fjárhagsári og því næsta. Hallarekstur ríkissjóðs hefur ýtt undir uppsveiflu bandarísks atvinnulífs úr öldudcilnum í upphafi yfirstandandi ára- tugs. Verðbólga hefur stórlækkað og at- vinnuleysi rénað verulega síðustu ár. Þessi umskipti til hins betra þakkar Reagan efnahagsstefnu sinni, og hann stær- ir sig líka af hágengi dollars, sem kemur vel bandarískum ferðalöngum. Hitt láta Bandaríkjaforsetí og samstarfs- menn hans sér í léttu rúmi liggja fyrir kosn- ingar, að efnahagsbatinn í Bandaríkjunum fer fram á kostnað umheimsins. Ráðið var niðurlögum verðbólgu í Bandaríkjunum með hávaxtastefnu stjómar Alríkisbank- anna, Federal Reserve Ádministration. Eftir að umskiptin urðu treysti bankastjómin sér ekki til að lækka vexti eins g batanum svar- aði, af því greiðsluhalli ríkissjóðs hefði þá orðið undifrót nýrrar verðbólguþenslu. Vaxandi' ábati í bandarísku atvinnulífi ásamt raunvöxtum af fjárskuldbindingum hærri en áður hafa þekkst, sjö til átta af hundraði Uríi þessar mundir, hafa orðið til að soga til Bandaríkjanna fjármagn frá öðr- um löndum. Þetta erlenda fjármagn er ómissandi til að standa undir halla banda- ríska ríkissjóðsins og fjármagna greiðslu- halla á utanríkisviðskiptum, sem talið er að fari yfir 100 milljarða dollara á árinu. Fjármagn sem við eðlileg skilyrði hefði átt að fara til að standa undir f járfestingu og aukinni atvinnu í löndum Vestur-Evrópu, gengur því til að kosta uppgangstíma í Bandaríkjunum út af fyrir sig. Meðan vextir í Bandaríkjunum em langt yfir því sem tíðk- ast í helstu iðnríkjum öðrum, streymir þangað f jármagn frá þeim, eftirspumin eftir dollar hækkar gengi hans, og hækkandi dollar dregur að sér fé sem eltir skjótfeng- inn gróða. Jai nvægisleysið sem af þessu hlýst er orð- ið stjómum Vestur-Evrópulanda mikið áhyggjuefni. í nýlegri spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París er því haldið fram, að á næsta ári muni atvinnuleysingj- um í Vestur-Evrópu fjölga enn um tvær milljónir og ná 11 af hundraði vinnufærra manna. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er talið fara úr 21.1% í 23%. Og nú er ástandið þannig að fjórir atvinnuleysingjar af hverj- um tíu hafa gengið atvinnulausir í ár eða lengur. A fundunum í Washington í síðustu viku gekk maður undir mannshönd að sannfæra eftir Hallgrlm Thorsteinsson Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Sam- taka um kvennalista. „Ovissan er mikil þessa dagana en það hlýtur að draga til tíðinda nú á allra næstu dögum og það verður spenna í loftinu við upphaf þings. Og það er greinilega spenna í þjóðfélaginu í heild. Skoðanakannanir segja okkur það að fólki lítist ekki á það sem er að gerast. Allt virðist stefna í verkföll og fólk spyr sig: Hvað þá? Hvað tekur við?“ „Okkar aðalmál hjá Bandalagi jafnaðar- manna í upphafi þings verður innlegg í kjara-. málaumræðuna og gagmýni á fjárlög. Við verðum tilbúnir með ákveðnar tillögur um niðurskurð og samtengjum þær tekju- skattsmálunum," segir Stefán Benedikts- son. Fleiri hafa áhyggjur af fjárlögunum sem að venju verða fyrsta plagg þingsins. ,hessi niðurskurður ríkisstjómarinnar upp á eina og hálfa til tvær milljónir sem maður heyrir um núna er bara bull,“ segir Eiður Guðna- son. „Það er ekki hægt að skera svo mikið og við óttumst að stjómin mæti skatta- lækkunum með auknum erlendum lántök- um.“ „Það er ekki alveg búið að loka fjárlaga- gatinu," segir Ölafur G. Einarsson, „það verður erfitt. Það er að elta skottið á sjálfum sér að fjármagna skattalækkanir með lán- tökum. Niðurskurður er eina leiðin, en það er búið að skera mikið nú þegar og verður hrikalega erfitt að skera meira." „Við komum til með að heyja vamarstríð á þingi um ávinninga fyrri tíma,“ segir Hjör- leifur Guttormsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins. „Og við höfum mikið að verja. Þessi ríkisstjóm hefir verið að afnema þessa ávinninga í síauknum mæli.“ Stjórnarandstaðan hefur enn sem komið er ekki talað sig saman fyrir þingið, en von- ast er til að menn fari að bera saman bækur sínar úr þessu. Stefán Benediktsson er von- góður í stjórnarandstöðu: „Ég á von á fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum í vetur." eftir Magnús Torfa Ólafsson valdhéifa Bandaríkjanna um að svo má ekki öllu lengur til ganga. Einangrunarstefna Reagan-stjómarinnar, þar sem skamm- tímahagsmunir í baráttu um völdin í Banda- ríkjunum em látnir ganga fyrir þörfum heil- brigðrar efnahagsþróunar, er að verða nán- ustu bandamönnum Bandaríkjanna óþol- andi. Meira að segja Káre Willoch, forsætisráð- herra olíuríkisins Noregs, sem er betur sett en önnur Evrópulönd við ríkjandi aðstæð- ur, fékk ekki orða bundist. Willoch sagði í viðtali sínu við Reagan forseta, að sér væri mikið áhyggjuefni, hvað gerast myndi í við- skiptum og fjármálum hins vestræna heims, tæki ekki gengi dollars brátt að lækka á ný. Hvatti hann eindregið til að helstu ríki gripu til samræmdra aðgerða af hálfu þjóðbanka sinna til að koma dollar niður á við. Þennan boðskap hefur Bandaríkjastjóm heyrt undanfarin ár frá bandamönnum sín- um í Evrópu, en skelit við skolleyrum. Donald Regan fjármálaráðherra hefur það viðkvæði, að Bandaríkjastjóm vilji láta markaðsöfl ein ráða gengi gjaldmiðla, nema upp komi óviðunandi ókyrrð á gjaldeyris- markaði. Bundesbank reynir einmitt með aðgerð- um sínum að valda slíkri ókyrrð, að Banda- ríkjastjórn sjái sig nauðbeygða til aðgerða í samráði við bandamenn sína. Franski fjár- málaráðherrann, Pierre Bérégovoy, er sama sinnis. Hann sagði fyrir brottíörina til Washington, að nú væri málum svo komið, að um það væri að ræða hvort Bandaríkin gegndu alþjóðlegum skyldum sínum eða ekki. Láti stjóm Reagans reka á reiðanum „getur svo farið að Evrópa missi mátt, og þar með Atlantshafsbandalagið," sagði Bérégovoy. Þrátt fyrir þessar aðvaranir er ekki að sjá að Ronáíld Reagan taki minnsta tillit til nokkurs nema áróðursstöðu sinnar fyrir kosningarnar. Af því leiðir svo að sjálf- sögðu, að hrunið verður þeim mun meira, þegar að því kemur, innan misseris frá for- setakosningum, spáir prófessor Lester Láve við Carnegie-Mellon háskólann í Pitts- burgh.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.