Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 7
Krisf ján Thorlacius eftir ÓlaTynes Teikning: Anna Gunnlaugsdóttir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, hefur verið allmikið í sviðsljósinu síðustu vikumar. Kristján á að baki langan feril bæði í opinberri embættisvörslu og sem verkalýðsleiðtogi. Hann aðhylltist framsóknarstefnuna um árabil og sat jafnvel á Alþingi sem varamaður. Hann var þó alltaf á vinstri væng Framsóknar og eftir því sem tímar liðu átti hann erfiðara með að sætta sig við stefnu flokksins, sérstaklega í launamálum. Þar kom að hann sagði sig úr flokknum og hefur verið talinn pólitískt óháður síðan. Viðmælendur Helgarpóstsins eru flestir sammála um að Krist ján haf i unnið mikil afrek eftir að hann tók við forystu BSRB. Fyrir hans daga var bandalagið lítið og máttvana en er í dag meiriháttar afl í þjóðfélaginu. Kristján þykir standa fast á sínum málstað og er jafnvel sakaður um valdahroka í skjóli þeirrar miklu fjölda- hreyfingar sem hann ef fyrir. Þegar verið var að vinna þessa Nærmynd var talað við mikinn f jölda fólks, bæði samherja og andstæðinga. Þetta er sú mynd sem það gaf af manninum og verkalýðsleiðtoganum Kristjáni Thorlacius: Kristján Thorlacius, formaður BSRB, fæddist að Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu 17. nóvember 1917. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Thorlacius héraðslæknir og Ragnhildur Pétursdóttir Egg- erz. Þau Ólcifur eignuðust sjö börn og af þeim náðu fimm full- orðinsaldri. Auk Kristjáns voru' það Sigurður Thorlacius skóla- stjóri, Birgir ráðuneytisstjóri, Erl- ingur leigubílstjóri og Ragnhildur sem féil frá um þrítugt. Fyrir utan að sinna læknis- störfum rcik Ólcifur stórt og fjöl- breytt bú að Búlandsnesi. Jörðin er skammt frá Djúpavogi svo Kristján var ungur þegar hann kynntist störfum til sjávar og sveita. Sveitin virðist sitja enn í honum þótt hann hafi flutt þaðan ungur, því hann fer tíðum í iangar gönguferðir útfyrir borgina og var lengi ötull veiðimaður. Þau Ólcifur og Ragnhildur ráku mikið myndcirheimili og þar var jafnan mjög gestkvæmt, enda minnist Kristján æskuáranna með hlýju og ánægju. egar Kristján var ellefu ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem faðir hans gerðist lyfsölustjóri. Kristján var að sjálfsögðu sendur í bama- skóla, fyrst í Miðbæjarskólann og svo í Austurbæjarskólann, þegar hann tók til staría. Kristján virð- ist hafa verið ósköp venjulegur unglingur og ekkert sérstakt í fari hans þá sem benti til þess að hann ætti eftir að verða meiri- háttar verkalýðsleiðtogi. Meðal skólafélaga hans var Hans G. Andersen sendiherra: „Kristján var hinn ágætasti fé- lagi og vinur. Það eru nú meira en fimmtíu ár síðan við vorum sam- an í Miðbæjarskólanum þannig að minningamar em orðnar dá- lítið óljósar. En ég man að Krist- ján var vel liðinn í skólanum og tók jafnan þátt í því sem þar var að gerast í félagslífinu, þótt það hafi nú ekki verið eins fjölbreytt og nú er. Leiðir okkcir lágu ekki sam- an eftir þetta, en ég á ekkert nema góðar minningar um þennan gamla skólafélaga." Annar skólafélagi Kristjáns á þessum ámm (um 1930) var Þór Guðjónsson veiðimálastjóri: „Vk5 vomm saman bæði í barna- og gagnfræðaskóla. Mér féll vel við Kristján. Hann var afar þægilegur í umgengni, en glað- vær ágætlega þegar hann var með vinum sínum. Hann var kannski frekar hlédrægur og eng- inn sérstakur forystumaður þá; það hefur komið seinna. Sigurður heitinn Thorlacius, bróðir hcins, var skólastjóri í Austurbæjcir- skólanum og hann og Aðalsteinn Sigmundsson stofnuðu unglinga- félagið Þröst sem við Kristján vomm báðir í. Við fórum í göngu- ferðir og ferðalög og Kristján féll alltaf vel inn í hópinn. Hann reyndi aldrei að skáka í skjóli þess að stóri bróðir hans væri skólastjóri. Mig minnir að Krist- ján hafi verið þokkalegasti náms- maður en námsgetan var nú ekki það mikilvægasta á þeim ámm. Þá var mikilvægara að skóla- bræðurnir væm góðir félagar og það var Kristján. Hann var til dæmis hláturmiidur jregar sagð- ar vorú sögur." egar ég hitti Kristján að máli stutta stund milli stríða til að fá hjá honum nokkrar þær upplýsingar sem nauðsynlegar em fýrir Nær- mynd, komst ég að því að hann hlær ekki einungis að góðum sögum heldur kann hann líka að segja þær. Þar sem pólitísk mál eru nú öl) mjög við viðkvæm og þær sögur sem við skiptumst á vom allar pólitískar segi ég ekki meira „á þessu stigi málsins" (eins og Kristján segir gjcimcm), en miðað við að hann er vel til vinstri og ég „pínulítið" til hægri, lynti okkur vel. Þeir sem þekkja Kristján vom ekkert hissa á því: „Kristján virðist oft nokkuð þungur“, sagði einn af kunningj- um hans innan BSBR. ,J sjón- varpinu til dæmis og í blöðunum virðist hann vera harðskeyttur og alvarlegur baráttumaður sem hugsar ekki um annað en launa- mál. En það er ekki rétt mynd. Þess ber-að gæta að hann er ekki kallaður til af sjónvarpinu eða blöðunum nema eitthvað alvar- legt sé að gerast í kjaramálum. Og þá em auðvitað engin gaman- mál á ferðinni. En þess utan, ef þú talar við hann persónulega, er hann allra manna ljúfeistur. Þá leggur hann lcmdsföðurhlutverk- ið alveg á hilluna." Björn Arnórsson, hagfræðing- ur BSRB, er á sama máli: ■ „Kristján er allra manna létt- astur í skapi þegar svo ber undir. Það bregður mörgum við þann gálgahúmor sem til dæmis er viðhafður í kaffitímanum hjá okk- ur. Þá er ekkert heilagt. Þetta er auðvitað viss öryggisventill; þeg- ar álagið er mikið er nauðsynlegt að létta dálítið á tilvemnni. Ég get nefnt þér sem dæmi að ég var búinn að heyra að Helgarpóstur- inn væri að skrifa Nærmynd af Kristjáni áður en þú hringdir og ég sagði þá: „Ég vona að Óli hringi í mig svo ég geti rakkað kvikindið niður." Þeim sem ekki þekkir til hefði sjálfsagt bmgðið við að heyra mig segja þetta, en Kristján hefði glott við.“ En snúum aftur til þess tíma þegar Kristján hóf skóla- göngu í Reykjavík, hafcmdi kvatt sveitina sína með töluverð- um trega. Hcmn lauk gagnfræða- prófi 1935 og hóf þá fljótlega störf sem „innanþingsskrifari" jafn- framt því sem hann „vfkaríeraði" fyrir Birgi bróður sinn sem þá starfaði í stjómarráðinu. Birgir hcifði reyndar líka fengist við þingskriftir. Einn af samstarfsmönnum þeirra var Helgi Tryggvason yfir- kennari, sem veirð yfirþingritari. Hann man vel eftir Kristjáni þótt þeirra kynni hafi ekki náð útfyrir veggi Alþingis. „Þingritararnir vom yfirleitt prýðismenn en þeir vom flestir ungir og sumir mættu ekki nógu vel. Það kom fyrir að vín var haft um hönd og það gat komið niður á starfsorkunni. Það átti ekki við um Kristján og ekki Birgi heldur. Þeir bræður vom mjög reglu- samir og ræktu sitt starf af stakri samviskusemi. Kynni mín af Kristjáni vom ekki önnur en þau sem gerast á vinnustað og það sem ég man helst eftir honum er að hann var duglegur og sam- viskusamur." Kristján var því strax á unga aldri kominn í innsta hring

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.