Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 3
Veitingastaðurinn Hrafninn opnaður: „Bjórlíkið er betra...*' Hrafnkell opnar Hrafninn ☆ Ekki fækkar veitingastöðum hér (þessum votviðrasama af- koma Þriðja heimsins; það er eins og hér þurfi einlægt að vera að slá einhver met. Hrafninn heitir splunkunýr staður á tveimur hæðum sem Hrafnkell Guðjónsson veit- ingamaður hefur opnað að Skipholti 37. Þar er boðið upp á alla hugsanlega drykki - einnig bjórllkið góða. Blöndun á staðnum er unnin undir um- sjón hins valinkunna barþjóns, Vals á Mimisbar, sem nú h efur svissað yfir á Hrafninn. í há- deginu er meiningin að verði á boðstólum léttir og skemmti- legir réttir, en virðulegur veislumatur á kvöldin. Sér- grein: fiskréttir. Þaðer Jóhann Bragason sem kemur af Naustinu til að verða hér yfir- kokkur. Hrafninn er innréttað- ur í Golden-Twenties-stíl samkvæmt hugmyndum Karls Júlíussonar leðursmiðs á Skólavörðustignum um þau efni. Hrafninum erekki ætlað að verða endilega mótsstaður unglingadeildarinnar, hins vegar er vonast til að allt gott tólk hugsi sig ekki tvisvar um - en líti inn...* Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum, J.L. Byggingalánin eru þannig í fram- kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þanpig er þetta framkvæmt koll af kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. in BYGGINGAVÖRUR C19 HRINGBRAUT120: ÍICJKK.'SI!*’' HÍS? H,qM.ng.w<.iu. ' ,'H 600 S0iuM|0>. 28-S93 Go"ieop*)e»o • . 28 603 SK'.lsiol* 28-620 t.'"0iirne.ni 1 ,‘l 28 604 28-604 Þurfum við Sinfóníu? „Þessari spurningu myndi ég vilja svara með annarri spurningu: höfum við efni á að vera án sinfóníuhljóm- sveitar? Við (slendingar teljum okkur menningarþjóð, við erum það og viljum vera það. En það kostar vitaskuld peninga. Spurningin er ennfremur: höfum við efni á að vera ekki menningarþjóð? Ég er ekki í neinum vafa um að við höfum fulla þörf fyrir Sinfónlu, og við eigum þvi ekki að vera að horfa í þótt fyrir hana verði að greiða." — Er samt sem áður ekki töluvert snobb i kringum tónleika hljómsveitarinnar? ,,Um þetta hef ég nú lítið að segja annað en það að annað hvort nýtur maður þess að fara á tónleika eða ekki. Ég hef ekki orðið var við að það sé eitthvert snobb sem veldur því að fólk sækir tónleika." — En það er varla bteiður hópur sem sækir sin- fóníutónleika; er þetta ekki mest sama fólkið? ,,Ef það er svo þá ber það þess órækt vitni að það er ekki út af neinu snobbi sem fólk kemur, heldur af því að það hefur áhuga. Það er eðlilegt að þeir sem hafa mest- an áhuga komi aftur og aftur, ekki satt? Ég er hræddur um að snobbarar hefðu ekki úthald i slíkt." — Hefur Sinfóníuhljómsveit islands sinnt nægi- lega vel öðrum hlutum landsins en höfuðborgar- svæðinu? „Við höfum reynt það að svo miklu leyti sem okkur hefur verið unnt. Síðast fór hljómsveitin i glæsilega ferð til Vesturlands og um Vestfirði, og ennfremur voru heimsótt byggðarlög (nágrenni Reykjavíkur. — Hvað er að segja um starfið i vetur? „Starfið ( vetur verður með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum starfsárum. Helst er að sjálfsögðu að nefna sextán áskriftartónleika, en að auki verður boðið upp á ýmislegt fleira, svo sem skólatónleika, upp- tökur fyrir sjónvarp og útvarp, tónleikahald á sjúkrahús- um og þar fram eftir götunum. — Verður haldið áfram með óperutónleika? „Já, komið hefur ( Ijós á undangengnum árum að óperutónleikar njóta mikilla vinsælda, og í vetur verða tvennir slíkir. í janúarlok syngur hinn heimsþekkti óperusöngvari Nicolai Geada ar(ur úr ýmsum frægum óperum, og er óþarft að taka fram hvíllkur fengur er aö heimsókn sem þessari. Gedda mun ekki láta þar við sitja, heldur syngur hann einnig á Vínartónleikum 26. janúar — en hann er mikilhæfur túlkandi þeirrar tegund- ar tónlistar — og loks verður hann á ferð tveimur dögum síðar með Ijóðasöng á tónleikum á vegum Tónlistarfé- lagsins. I mars er stórra tíðinda að vænta. Þá verður í fyrsta skipti flutt hér á landi heil Wagner-ópera— Hollending- urinn fljúgandi. Okkur mun berast liðsauki söngvara frá Þýskalandi, en óperan verður flutt I konsertformi. Viö höfum enn ekkert svið hér á landi, hvorki i Þjóðleikhús- inu né Gamla bíói, sem væri nógu stórt fyrir leikgerð- ina." — Áttu von á að bágt efnahagsástand valdi þv( að aðsókn á tónleika minnkí í vetur? „Ég er mjög ánægður með hversu áskrifendur okkar hafa reynst tryggir; nú er útlit fyrir að þeir verði jafnvel enn fleiri en verið hefur. Þrátt fyrir peningaleysi og verk- föll virðist fólk ekki láta deigan s(ga, en heldur áfram að sækja tónleika. Ég fylltist þakklæti, varð jafnvel hrærður þegar ég var að bera saman tölur um áskrift nú á dögun- um. Að síðustu vil ég aðeins Itreka að ég vona innilega að Sinfóníuhljómsveitinni takist áfram að yera það sem henni ber að vera (íslensku menningarllfi." Um þessar mundir er vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar (slands að hefjast. Framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar er Sigurður Björnsson. -ÞE

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.