Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 28
!
i
I
Það gerðist núna á föstudaginn
var að frú Herdís brá sér út úr bók
eftir Guðrúnu frá Lundi til að litast
um í borginni þar sem hún hafði
gengið ijósum logum frá útkomu
bins mikla ritverks Dalalíf, og í
leiðinni heimsótti hún nöfnu sína í
bók Elínborgar Lárusdóttur, elsk-
una sína sem hún dáði fyrir hvað
hún bar karlmannsleysið með
miklum sóma, sífellt að hugsa um
séra Böðvar og brauðið sem hzuin
missti fyrir að lofa andskotann í
víninu. Hún hafði rætt við frú Her-
dísi um hvort Sigríður ætlaði að
sita lengi í festum, eins og hún var
fjörleg til augnanna og umsetin.
Var hún ekki ófrísk? spurði hún í
leiðinni, alltaf jafn áhugasöm um
móðurlífið.
Frú Herdís var að koma frá lestr-
inum þegar á vegi hennar var saga
eftir Svövu en sem lokuð bók. Samt
greip hún niður í marglofuðum
smásögum hennar og þótti konur
hafa breyst. í þeim lágu húsmæður
handalausar á gólfinu í stað þess
að vera að spinna í sögum annarra
skáldkvenna frá því fyrr á öldinni.
Frúin hjúfraði sig þess vegna inn í
sjalið og hugsaði um þróun presta-
dætra með þjóðinni og þungun
þeirra, og þá varð hún svo sloj að
hún ákvað að ganga inn í Fríkirkj-
una til að biðjast fyrir í hópi anda-
trúcufófks en komst ekki inn fyrir
grátandi pönkurum og ungu fólki
með hlutverk. Trú þess var degin-
um sannari. Frú Herdís kannaðist
varla við sig í þessum andatrúar-
bæ fyrrverandi heimasætna og
brauðlausra presta, en hún saug
upp í nefið að fomum sið og lét sig
hafa það að hjassast upp Banka-
strætið, og þá sá hún ættarmótið
með fólkinu sem sat í veitingahús-
inu Lækjarbrekka, pissidúkkusvip-
urinn á öllum leyndi sér ekki, að
það átti ættir að rekja til presta-
ætta landsins. Séra Böðvar hafði
þá komið loks með lokapróf heim
frá Kaupmannahafnarháskóla
þrátt fyrir fallið í latínu og í bjórinn,
leyst Sigríði úr festum og slitið hið
mikla meyjarhaft hennar sem var
bundið svo trúaðri tryggð og bam-
að. Hann var svo auðsær Bjama-
staðeu'svipurinn á öllum sem átu
við gluggaborðin.
Skaparinn vill sosum og sosum
að sömu ættimar séu alltaf að éta
með óþrjótandi lyst, tuldraði frúin
fyrir munni sér þegar hún kannað-
ist líka við ættarmótið á gestunum
sem sátu að snæðingi við vegg-
borð. Undir tuldrið tóku nokkrir
karlar úr bókum Jóns Trausta, ný-
komnir úr bókascifninu og ánægðir
yfir að listin hefði heldur ekki
breyst. Þeir vom í stöðugu útláni.
Listirnar tvær héldust í hendur.
En skelfing hafði Bankastrætið
breyst. Þegar frú Herdís átti leið
fram hjá leikfangabúðinni á númer
5, sá hún að fallegur gíraffi með tíu
doppur á hálsinum en ótal á
skrokknum horfði út um gluggann
á háorgandi krakka sem togaði í
handlegginn á nöfnu hennar sem
átti barn án pabba. Það gerðist í
hugljómun hins heilaga ops og
einkaréttar kynsins á velmegunar-
ámnum. Nú hafði hún varla efni á
að eiga krakkann, hvað þá að
kaupa handa honum gíraffa, sök-
um vaxandi markaðshyggju en
minna kaups. Allt var á sömu bók-
ina lært í sögu þjóðarinnar.
Það fór ekki fram hjá glöggri sjón
frú Herdísar að það vom ekki leng-
ur prestar, kaffikeriingar og laun-
graðir kaupmenn sem héldu árás-
unum á siðgæðið í Reykjavík í
skef jum. Það var brostið.
Og-sosum-og-sosum, sagði frú-
in.
Frá fæðingu hafði frúin verið
gædd meðfæddri skyggnigáfu. Það
stafaði af því að hún fæddist í hin-
um margnefnda sigurkufli í bók-
inni hennar Elínborgar. Einmitt
þess vegna sá hún Iífið dálítið í
sínu sérstaka ljósi, blessunin, og
þá helst eftir óskum sínum og sið-
gæðiskröfum að fróðleiksfysninni
ótcdinni. Hún mundi hafa sagt, ef
hún hefði komist í nútímafjöl-
miðla, að það væri ólíft í þessu
kalda landi ef íbúamir lifðu ekki að
mestu í sínum hugarheimi, í heimi
hillinga og orðagleði. O-já og það
held ég nú, að nú mundi ég telja
það.
Ekki skildi hún samt neitt í því
að hún hefði ekki mætt neinum
frægum skurðlækni á götunni sem
tók hattinn ofan fyrir henni og
gerði kraftaverk á útlimum hennar,
rauður af lýsóli á fingrunum.
Já, tímamir em breyttir, sagði
hún með sjálfri sér. Og bæði land-
læknar og hattalyftingar úr sög-
unni í Bankastræti. Sussu-já.
Sögupersónunni brá af þeim
sökum ekkert þegar gíraffinn gerði
upp á sitt eindæmi undrabragð
vinsællar bamabókar: hann
breytti sér í alvörugíraffa fyrir aug-
unum á henni; líkt og hún sætí á
liðnum öldum inni í f jósi með grút-
artýruna sína og stautaði sig fram
úrorðunum.
í sömu svifum brá gíraffinn sér
út í allt rokið og strekkinginn og
kuldann sem er í Reykjavík
skömmu fyrir jólin. Hann skalf ekki
einu sinni af kulda. Þetta var gíraffi
í orðsins fyllstu merkingu.
Já, mikill er máttur orðsins,
sagði frú Herdís.
Gíraffinn skokkaði í flýti á löng-
um spírufótum að hinum laufríku
og stóm Kvakatr jám við Laugaveg-
inn. Þar byrjaði hann að háma í sig
laufskrúðið, kjánalegur á svip líkt
og gíraffar em við að éta; átið gerir
þá heimska í augunum. Þeir em
svo ólíkir Brekkukotsættínni sem
fékk viturlegan augnsvip yfir
Hinsegin
sögur
sögur þessar eru tileinkaðar
ástarlífi íslendinga
áöllum sviðum
Persóna úr þekktu íslensku
skáldverki berst upp Lauga-
veginn í plastpoka. Giraffi í leik-
fangabúð lifnar við og gerir sig
líklegan til að gerastykkin sín
sem líkjast döðlum. í Fteykjavik
er bannað að halda gíraffa (sbr.
hunda). Hvar eru Kvakatrén við
Laugaveginn sem gera
gíraffann svo heimskan í
augum? Hver er hvaða Herdís?
Og hver er eiginlega þessi
gíraffi...?
Hver veit? En Guðbergur
Bergsson, sem skrifar um
þessa hluti í sögunni hér á
síðunum, segir að þetta sé allt
raunverulegt, þótt raunveru-
leikinn sé hér huglægur frekar
en líkamlegur. „Þetta er is-
lenskur raunveruleiki," segir
hann. ,,Ég er að reyna að nálg-
ast þjóðarkjarnann með aðferð-
um þjóðsögunnar. Þetta eru
þjóðsögur, en þær fjalla ekki
beinlínis um neina ákveðna ein-
staklinga."
Sagan sem hér birtist er ein af
14 eftir Guðberg, sem koma út
hjá „Forlaginu“ fyrir jól í
bókinni „Hinsegin sögur."
Undirtitill bókarinnar er: sögur
þessar eru tileinkaðar ástarlífi
íslendinga á öllum sviðum.“
Sagan „Þetta henti á föstudag-
inn var“ birtist hér með góðfús-
legu leyfi höfundar og
útgefanda.
téi t n é i, f i
t J -J * 1
r
i