Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÓSTUR Stórbruni í frystihúsi Á mánudagskvöldið varð mikill bruni í frystihúsi Jökuls á Raufarhöfn og er talið að 10—15 milljóna króna tjón hafi hlotist af. Er reiknað með að 50—70 manns missi vinnuna af þessum völdum í langan tima. Á þriðjudagsmorgun sam- þykkti Framkvæmdasjóður að taka þátt í uþþbyggingu nýs frystihúss á Raufarhöfn. Hafa forráðamenn frystihússins sem brann lengi átt inni óafgreidda beiðni hjá Fram- •kvæmdastofnun um slíka aðstoð. Deilur um vexti Miklar deilur eru uppi vegna fyrirætlunar Seðlabankans um vaxtabreytingar á næstunni. Felst hún m.a. í að vextir á almennum sparisjóðsbókum hækki úr 17 í 22% ásamt hækkun afurðalánavaxta en lækkun vaxta á styttri verð- tryggðum útlánum. Einstakir stjórnarþingmenn munu vera mjög andsnúnir vaxtahækkunum og iðnaðarráðherra hefur sagt að lausnin felist í að vextir verði gefnir frjálsir án verðtryggingar. Fíkniefnavandamál við Traffic í viðtali við eitt dagblaðanna fyrir skömmu sagðist sænskur uppeldisfræðingur hafa kynnt sér skemmtistaði unglinga í Reykjavík og segir gífurlega ölvun og fíkniefna- neyslu eiga sér stað við skemmtistaðinn Traffic í Reykjavík og láti lögregla það óátalið. Haft er eftir Bjarka Elíassyni yf- irlögregluþjóni að ástandið fyrir utan þennan stað sé slæmt og það geti ekki verið hlutverk lögreglu að taka ábyrgð á uppeldi barna og unglinga í borginni. íorsteinn fer ekki í stjórnina Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddu mikið pólitíska stöðu stjórnarinnar í síðustu viku og eru nú taldar litlar líkur á að Þorsteinn Pálsson formaður verði ráðherra í stjórninni eins og mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Námslánum bjargað fyrir jól Fjárhagsvandræði Lánasjóðs íslenskra námsmanna leystust að nokkru í síðustu viku þegar fjármálaráðherra samþykkti beiðni menntamálaráðuneytisins um aukafjár- veitingu til sjóðsins svo hægt væri að greiða út desemberlán. Rauði krossinn 60 ára Rauði kross íslands varð 60 ára 10. desember og í tilefni þess ákvað félagið að gefa Krabbamemsfélagi íslands tæki til leitar að brjóstkrabbameini og kostar það alls tvær og hálfa millj. kr. Fréttapunktar • Upplýst hefur verið að í sept. sl. hafilegið nærri að tvær Flugleiðaþotur rækjust saman á flugi skammt frá Keflavík. • íslandsdeild Amnesty International hélt hátíðarfund sl. sunnudag vegna tíu ára afmælis deildarinnar. • Reykvíkingar tendruðu á Oslóarjólatrénu við Austur- völl á sunnudaginn sem er með fyrra móti. Jólasveinar létu líka sjá sig þó enn væru 15 dagar til jóla og skilja menn illa hvað olli þessu bráðlæti þeirra kumpána. • Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra slasaðist á hendi er hann var að vinna með hjólsög á heimili sínu um helgina. Aðgerð á sjúkrahúsi tókst vel, svo hann heldur fingrunum að undanskildum bút framanaf löngutöng. • Ms. Akranes lenti í hálfsmánaðar töf vegna þeirrar ör- traðar skipa sem varð meðan gert var við Valleyfieldbrúa víð Montreal í Kanada. Töfin kostaði skipafélagið 3 milljón- ir. • Nýtt verð á áfengi og tóbaki tók gildi í gær. Meðalhækk- un vökvans er 12,5% en vindlingarnir hækka um 19% og reyktóbak 25%. • Forsætisráðherrar Norðurlandanna ásamt samstarfs- ráðherrum og forsætisnefnd Norðurlandaráðs halda fundi í Reykjavík þessa dagana. Olof Palme forsætisráðherra Sví- þjóðar mun flytja erindi við Háskóla íslands á föstudag. • Samtalsbók Auðar Sveinsdóttur Laxness og Eddu Andrésdóttur, Á Gljúfrasteini er söluhæsta bókin á jóla- bókamarkaðnum fram að þessu. Sala jólabóka virðist ætla að verða nokkru meiri en margir höfðu búist við. • Ekkert áramótaskaup verður hjá hljóðvarpinu í ár en þess i stað bein útsending frá áramótagleði starfsmanna út- varps í samvinnu við Stuðmenn. • Alvarlegt ástand ríkir víða um land í atvinnumálum og er búist við að atvinnuleysisdagar í nóvember nemi 27 þús- und, sem samsvarar því að 1300 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá á landinu öllu í þeim mánuði. íþróttir íslendingar sigruðu Svía í handknattleik sl. föstudag 25—21 en Sviar sneru taflinu við i tveimur leikjum á laugar- dag og sunnudag og sigruðu í bæði skiptin, 33—21 og 25— 20. Jón Páll Sigmarsson setti íslandsmet í bekkpressu á móti Æfingamiðstöðvarinnar sl. laugardag. Konur tóku í fyrsta skipti þátt í lyftingakeppni og sigraði þar Sigurbjörg Kjart- ansdóttir. Ráöningar og stöðuveitingar Þráinn Þorvaldsson rekstrarhagfræðingur tekur 15. febrúar við starfi framkvæmdastjóra Útflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins af Úlfi Sigurmundssyni hagfræðingi sem þá tekur við starfi viðskiptafulltrúa við ræðismannsskrifstof- una í New York. Jóhannes Gunnarsson hefur verið kjörinn formaður Ney tendasamtakanna. Tónleikar Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur á jólahljóm- leikum í Háskólabíói á laugardaginn og á sunnudag heldur Mezzofortesveitin tvenna tónleika á sama stað. Afmæli Ingvi S. Ingvarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu varð sextugur sl. miðvikudag, 12. desember. Listmunir frá Mexíkó. Mexikó til íslands ★Á annarri hæð á Laugavegi 28 hefur verið sett á laggirnar ný verslun sem nefnist Mexíkó, enda við hæfi, þar sem þar eru ein- göngu seldir handunnir listmunir frá því landi. Að baki stendur sameignarfélag fjölskyldu og sjá tvær systur um reksturinn, þær Unnur Briem og Anna Jóna Briem. í stuttu spjalli við HP segir Unnur þetta til komið vegna þess að þriðja systirin er gift manni í Mexíkó og búsett þar og hún sér um að senda þeim þá muni sem boðið er upp á. „Þetta eru eingöngu handunnir munir indíána sem þekkja ekkert til véla og kunna einungis þennan iðnað en eins og þú sjálfsagt veist," segir Unnur, „þá ber þetta fólk lítið út býtum fyrir sitt verk svo það er draumurinn hjá okkur að ágóðahlutur renni til styrktar bágstöddum börnum í Mexíkó. Við vitum þó ekki enn hvernig þetta mun bera sig því við erum svo nýbyrjaðar. Það eru þó allar vonir til að svo muni verða því rennirfið er að aukast og margir hafa hrifist af þessum munum." í Mexíkó fæst fjölskrúðugt úr- val hluta, s.s. teppi í bæði mild- um og skærum litum, útsaumað- ir dúkar, töskur, sjöl og málaðar myndir á kork ásamt fjölda smá- hluta, s.s. veggplatta úr kopar og ieir, fléttaðar körfur o.fl. o.fl.TÍr LandsliðsmarkvQrður Englendinga, . Petér Shilton, segir. "MINI-MÖRKIN ERU FRÁBÆR FYRIR UNCA KNATT5PYRNUMENN” Mini-mörkin eru seld samanbrotin í hand- hægri tösku, plakat af Peter Shilton og markmannshanskar fylgja. Þau er auðvelt að setja upp, enda úr léttu gerviefni. Frábærlega skemmtileg fyrir unga knatt- spyrnumenn! Mini-mörkin eru tilvalin fyrir alls kyns félagasamtök og hópa sem vilja bregða óvænt á leik hvar sem þeir eru staddir saman. Þau eru ómissandi fyrir íþrótta- félög sem efna til útilegu eða skemmtiferða með félagsmenn sína, yngri jafnt sem eldri, snaggaraleg lausn á leikaðstöðunni fyrir utan sumarbústaðinn og fyrir hressar fjöl- skyldur er bráðsnjallt að hafa Mini-mörkin með í skottinu þegar skotist er út fyrir þæinn. fótboltar -toppurinn í dag! Hoffell Ármúla 36 Símar 83830 82166 2 HELGARPÓSTURINN TlMABÆR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.