Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Undanfarna daga hafa menn velt talsvert vöngum yfir því hvort útvarpslagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði afgreitt úr mennta- málanefnd neðri deildar Alþingis fyrir þessa helgi eða í næstu viku og þar með í síðustu vinnuviku þingmanna á Alþingi fyrir þessi jól. Halldór Blöndal, formaður nefndarinn- ar, hefur látið hafa eftir sér að málið verði af- Halldór Blöndal vill fulla ferð... en Páll Pétursson telur fyrsta gír góðan. eftir Halldór Halldórsson og kannski ekki einu sinni lifandi, ef svokall- að frelsi fjármagnsins á að ráða.“ Frumvarpid heföi átt vel við fyrir 50 árum Helztu breytingar, sem Bandalag jafnað- Ný útvarpslög meö vorinu greitt fyrir helgi, Kristófer Már Kristinsson, BJ, taldi málið „dautt" o.s.frv. Eftir því sem eftirgrennslan Helgarpósts- ins hefur leitt í ljós skiptir í raun engu máli hvort málið kemur úr nefnd fyrir jól eða ekki. Fyrir liggja sjónarmið allra flokka í málinu í menntamálanefnd, að undanskild- um Framsóknarflokki. Hins vegar staðfestu bæði varaformaður nefndarinnar, Ólafur Þ. Þórðarson, og Páll Pétursson, formaður þingflokksins, að þeir væru hlynntir frum- varpinu að meginefni. Á því væru vankant- ar, sem þyrfti að sníða af. Páll sagði, að það væri mál sem menn hlytu að geta samið um. Kjarnaatriði í athugasemdum framsóknar- manna er að með frumvarpinu verði Ríkisút- varpið ekki lamað á neinn hátt, miklu frem- ur eflt. Sjálfstæðismenn munu ekki láta steyta á viðbárum framsóknarmanna. Þann- ig er ljóst, að fyrir þinglok í vor verða sam- þykkt ný útvarpsiög á Alþingi og ekki er ó- líklegt, að gildistaka laganna verði miðuð við 1. janúar 1986. Þann dag verður heimilt að hefja rekstur einkaútvarps- og sjónvarps- stöðva, þótt yfirleitt sé aðeins talað um svo- kallað frjálst útvarp. Ástæðan er að sjálf- sögðu sú, að allur tæknibúnaður til hljóð- varps er einfaldari og ódýrari. „Hollustuyfirlýsing við konung" í raun má segja, að sjálfstæðismenn, fram- sóknarmenn, Bandalag jafnaðarmanna og alþýðubandalagsmenn séu fylgjandi veru- lega auknu frelsi í útvarpsmálum. Alþýðu- flokksmenn vilja viðhalda einkarétti Rikis- útvarpsins til þess að útvarpa til allra lands- manna, að sveitarfélög og samtök þeirra fái heimild til að útvarpa og sjónvarpa, en út- varpsfélögum sé heimilt að starfrækja stað- bundið hljóðvarp. Þá gera breytingatillögur alþýðuflokksmanna ráð fyrir því, að Ríkisút- varpið skuli starfrækja fræðsluútvarp sem skólastofnun í samvinnu við fræðsluyfir- völd. Breytingatillögur Alþýðufiokksins eru mjög ítarlegar og ógerlegt að gera þeim skil hér svo nokkru nemi. Sömu sögu er að segja um afstöðu Sam- taka um kvennalista. Þær hafa lagt fram frumvarp séráparti, sem í grófum dráttum gengur út á það að efla Ríkisútvarpið með fjölgun hljóðvarpsrása, koma á staðbundu útvarpi og sjónvarpi, og þessar rásir teljist sjálfstæðar einingar. „Frumvarp Kvennalistans er eins og holl- ustuyfirlýsing við konung,“ sagði þingmað- ur við HP. „Kvennalistinn er eini flokkurinn á þingi, sem ekki virðist vilja hlýða kalli tím- ans.“ „Kappið misskilningur“ Eins og marga rekur minni til var útvarps- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lagt fram á meðan á verkfalli stóð og var þá miðað við að lögin tækju gildi 1. nóvember. Nú hafa sjálfstæðismenn lýst yfir því, að þeir vilji að frumvarpið verði afgreitt fyrir jólaleyfi þing- manna. Þeir virðast vera einir um þessa af- stöðu. Páll Pétursson sagði við HP, að ekki hefði verið haft samráð eða samband við framsóknarmenn áður en frumvarpið var lagt fram í haust með dagsetningunni 1. nóv- ember. „Ég held nú, að það hafi verið mis- skilningur frá upphafi að leggja svona mikið kapp á það að fá þetta fram í hvelli," sagði Páll Pétursson. Hann bætti því við, að þegar málið var lagt fram í fyrravetur, hafi verið mikill hraði á ráðherra bæði til þess að vekja athygli á því og vekja umræðu um það. Við það hefðu framsóknarmenn ekki haft neitt að athuga í sjálfu sér, þótt þeir hefðu veitt sitt leyfi fyrir framlagningu þess með þeim orð- um, að einstakir þingmenn hefðu óbundnar hendur. „Við létum það óátalið," sagði Páll Pétursson, „en við berum ekki ábyrgð á framlagningu þess núna í haust." Ólafur Þ. Þórðarson, varaformaður menntamálanefndar neðri deildar, flokks- bróðir Páls, sagði við HP, að sennilegasta skýringin á þessari áherzlu á hraða af- greiðslu væri sú, að „sumir halda að því hraðar sem ráðherra komi máli í gegnum þingið, því hæfari sé hann. Þetta er gamall misskilningur," sagði Ólafur Þ. Þórðarson. „Ég slæ því hins vegar föstu, að það verða afgreidd ný útvarpslög á þessu þingi," bætti Ólafur við, þótt hann teldi það vera komið í eindaga nú á annatíma þingmanna skömmu fyrir jólaleyfi. Menningarsjóður úr auglýsingatekjum í umræðum um afstöðu framsóknar- manna hefur verið haft á orði, að það sem kynni að ráða úrslitum í þeim flokki væri af- staðan til auglýsinga í einkastöðvum. Bæði Páll Pétursson og Olafur Þ. Þórðarson svör- uðu þessu á þá leið, að það sem skipti máli í sambandi við útvarpslagafrumvarpið og stuðning framsóknarmanna við það væri að tryggt væri að fjárhagur Ríkisútvarpsins yrði ekki fyrir skráveifum. Tekjur RÚV mættu ekki skerðast. Það væri lykilatriði. Ólafur kvaðst fylgjandi auglýsingum, en vill jafnframt að tekið verði ákveðið gjald af auglýsingatekjum í sjóð, sem kalla mætti „menningarsjóð" og gæti t.d. tekið að sér rekstur Sinfóníuhljómsveitar Islands, sem Ríkisútvarpið rekur nú. Breytingatillögur framsóknarmanna hafa enn ekki séð dagsins ljós, en Páll Pétursson sagði, að í sjálfu sér væru allir í þingflokki hans jákvæðir gagnvart framgangi málsins. „En við erum tryggir Ríkisútvarpinu og við viljum sjá því borgið," sagði Páll. „Ég hef alltaf gert ráð fyrir því, að þetta frumvarp verði samþykkt á þessu þingi," sagði Páll ennfremur. Um gildistökudag væntanlegra nýrra útvarpslaga sagði Páll: „Mér þætti ekki óskynsamlegt að miða gildistöku laganna við önnur áramót, það er í lpk næsta árs.“ í samtalinu við Pál kom fram, að hann gerði ráð fyrir því að þegar til kastanna kæmi myndu þingmenn Framsóknarflokks- ins koma fram sem ein heild. „Ég er þolin- móður að halda þingflokksfundi," sagði for- maður þingflokks Framsóknarflokksins. Flumbrugangurinn of mikill Það kom greinilega fram i samtölum HP við þingmenn, að þeim þykir menntamála- ráðherra og formanni menntamálanefndar liggja of mikið á. Útvarpslagafrumvarpið sé flókið og það sé engum til góðs að rasa um ráð fram. í þessu viðfangi var t.d. bent á fjarskiptalögin, sem samþykkt voru undir þinglok í fyrra, en fram hafa komið vankant- ar á þeim sem raktir eru til flumbrugangs í meðförum á þingi. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, lagði áherzlu á þetta, og hið sama gerði Kristófer Már Kristinsson, BJ, en Kristófer á sæti í menntamálanefnd neðri deildar og Guðrún hefur verið áheyrnarfulltrúi á fundum henn- ar. Raunar hefur áherzlan á hraða afgreiðslu málsins haft sín áhrif, því Samtök um kvennalista völdu þann kostinn að leggja fram sérstakt frumvarp til útvarpslaga og lögðu það fram í efri deild. Málið er hins veg- ar til umfjöllunar í neðri deild og á eftir að hljóta afgreiðslu þaðan. Guðrún Agnarsdótt- ir sagði við HP, að þær hefðu lagt sitt frum- varp fram í efri deild, þ.e. síðari deild, m.a. til þess, að það hlyti umfjöllun þar samhliða stjórnarfrumvarpinu. Þá var haft í huga, að Kvennaiistinn á fulltrúa í menntamálanefnd efri deildar. Nú þegar vafi leikur á um af- greiðslu málsins fyrir jól hafa viðhorfin breytzt og langur tími getur liðið þangað til stjórnarfrumvarpið kemur til kasta efri deildar. Guðrún bætti því við, að raunar hafi ætlunin verið að leggja frumvarpið miklu fyrr fram, og þá í neðri deild. Guðrún sagði að Kvennalistinn væri ekki búinn að ákveða hvort lagðar yrðu fram breytingatillögur við stjórnarfrumvarpið í neðri deild. Sumir hafa talið það formleg mistök hjá Kvennalista, að leggja frumvarpið fram í efri deild, en Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti Sameinaðs þings, kvað svo ekki vera. Aðrir telja þetta „taktísk" mistök. Um það vildi Þorvaldur Garðar ekki dæma. „Mér finnst afskaplega mikilvægt að vanda sig við þetta. Hins vegar skiptir það ekki nokkru máli hvort það er mánuðinum fyrr eða seinna. Mér finnst það ekki ná nokk- urri átt að flumbrast í gegnum svona mikil- vægt mál,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir. Hún bætti því við, að við afgreiðslu málsins ætti að virða þá vinnu, sem lögð hefði verið í all- ar breytingatillögurnar sem fram hafa kom- ið, auk frumvarps Kvennalistans. Guðrún kvaðst hafa spurzt sérstaklega fyrir um það hvers vegna þvílík áherzla væri lögð á hraðá afgreiðslu málsins, en ekki fengið nein við- hlítandi svör. Um ágreiningsefnin sagði Guðrún m.a.: Ég held, að meginkvíðbogi margra sé hreinlega sá, að Ríkisútvarpinu verði skolað niður vaskinn, a.m.k. að það verði minni máttar Yfir 20 hafa sótt um leyfi til að reka útvarp. armanna hefur lagt til að verði gerðar a frumvarpinu, eru þær, að svokölluð útvarps- réttarnefnd verði felld úr frumvarpinu. Út- varpsréttarnefnd er eins konar „súper" -út- varpsráð. Þá vill BJ, að útvarpsráð verði lagt niður en þess í stað taki yfirstjórn Ríkisút- varpsins við hlutverki þess og auk þess fall- ast þingmenn BJ á, að auglýsingar verði gefnar frjálsar. „Með þessu frumvarpi halda menn að ver- ið sé að færa hlutina í einhverja frjálsræðis- átt. Sú staðhæfing væri sjálfsagt rétt, ef hún hefði verið sett fram fyrir 50 árum,“ sagði Kristófer Már Kristinsson, BJ. „En þetta frumvarp tekur ekkert mið af tæknilegu um- hverfi sínu,“ sagði Kristófer. „Þessar tillögur hefðu verið nokkuð góðar ef þær hefðu ver- ið kynntar fyrir 50 árum.“ Kristófer Iagði ríka áherzlu á það, að BJ hefði kosið að menn hefðu setzt niður og samið frumvarp sem tæki mið af þeim tæknilega veruleika, sem við búum við í dag. Varðandi útvarpsréttarnefnd og út- varpsráð sagði hann að þingmenn BJ gætu ekki séð að það samrýmdist stjórnarskránni að Alþingi samþykkti lög sem það síðan ætti sjálft að sjá um framkvæmd á. Um hraðann á málinu sagði Kristófer: „Ég hef enga trú á að þetta fari í gegn fyrir jól og ég trúi því reyndar ekki að það vilji það nokkur maður í alvöru. Ég dreg m.a.s. í efa, að Halldór Blöndal (formaður nefndarinnar) vilji það í alvöru," sagði Kristófer Már. HP reyndi ítrekað að ná tali af formanninum í gær. Árangurslaust. Hann bætti því við, að það hefði hvarflað að honum að ein ástæða hraðans á málinu væri sú að tryggja þeim arð sem fjárfest hefðu í tækjabúnaði og það sem fyrst. Þá benti Kristófer á að umræða um málið hefði verið mjög lítil. Því má ekki gleyma, að Hjörleifur Gutt- ormsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í menntamálanefnd neðri deildar, hefur gert breytingartillögu í nefndinni og gerir hún ráð fyrir að auglýsingar verði óheimilar. 20 sœkja um útvarpsleyfi En hvað svo sem líður frumvarpinu og framgangi þess, þá vekur það athygli að hjá útvarpsstjóra liggja nú yfir 20 umsóknir um tímabundin leyfi til útvarpsrekstrar. Út- varpsstjóri hefur heimild til þess að veita slík tímabundin leyfi og hefur beitt þessari heim- ild t.d. vegna útvarpsstöðva sem settar hafa verið upp í skólum um mjög skamma hríð. Hins vegar hefur aldrei reynt á þessa heim- ild í slíkum og þvílíkum mæli sem um er að tefla nú. Fullvíst er að Andrés Björnsson mun ekki snerta á þessum umsóknum og því mun það koma í hlut Markúsar Arnar Antonssonar, nýskipaðs útvarpsstjóra frá áramótum að taka afstöðu til málsins. Hann er fylgjandi rekstri einkastöðva. Spurningin er hins vegar sú hvort hann kýs að bíða eftir niðurstöðu Alþingis eða veita einhverjum eða öllum þessum um- sækjendum tímabundin útvarpsleyfi — og þá er líka hægt að spyrja hvað „tímabundið leyfi" geti verið langt. Ef miðað er við gildis- töku nýrra útvarpslaga 1. janúar 1986, þá er rétt rúmt ár í „frjálst" útvarp á íslandi — nema bilið verði brúað með tímabundnum leyfum. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.