Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 14
TILDOO London lamb 249.- pr. kg. Lambahamborgar- hryggur m/beini 199.- pr. kg. Útb. hangilæri stór 329.- pr. kg. Útb. hangiframpartur 259.- pr. kg. Lambasvið 65.80.- pr. kg. Hangi- frampartur m.beini 159.- pr. kg. Hamborgarreykt svínalæri 259.- pr. kg. Hamborgarreyktur svínabógur 259.- pr. kg. Aliendur 285.- pr. kg. Pekingendur 295.- pr. kg. Villigæsir 275.- pr. kg. Ladolamb 295.- pr. kg. Ladohryggir 215.- pr. kg. Ladohryggir 215.- pr. kg. Ávaxtalæri útb. og fyllt 290.- pr. kg. Opið til kl. 7 á fimmtudagskvöld Opið til kl. 8 á föstudagskvöld Opið til kl. 10 á laugardagskvöld SYNINGAR Alþýðubankinn Akureyri í Alþýðubankanum stendur nú yfir kynning á verkum eftir Valgarð Stefánsson, rithöf- und og listmálara. Þetta er þriðja einkasýn- ing Valgarðs en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Menningar- samtök Norðlendinga standa að kynning- unni. , Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á föstudaginn kemur verður opnuð sýning á teikningum sem lúta að samkeppni sem Ferðamálaráð efndi til um aðbúnað á tjald- stæðum. 14 tillögur komu til álita og verða þær til sýnis í salnum á virkum dögum kl. 9-17. Bogasalur Þjóðminjasafninu í Bogasal eru til sýnis handrit, minnisbók og prentverk, t.a.m. Guðbrandsbiblía frá árinu 1584. Auk þess eru á sýningunni málverk af klerkinum og munir sem voru í hans eigu. Salurinn er opinn á venjulegum opnunar- tíma Þjóðminjasafnsins, þ.e. á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um kl. 13:30-16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Jólasamsýning stendur yfir í Gallerí Borg en þar eru ýmis verk, s.s. grafik, vatnslitamynd- ir, olíumálverk, gler og keramík, svo og tau- þrykk eftir ýmsa listamenn. Á sunnudaginn kemur verður á efra palli kynning á nýútkominni barnabók Þráins Bertelssonar, Afmælisveislunni, sem Brian Pilkington hefur myndskreytt. Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri i boröstofu sjúkrahússins á Akureyri sýnir Ragnar Lár nokkur olíumálverk og gvass- myndir. Þá hefur og myndum eftir Iðunni Ágústsdóttur verið komið fyrir í setustofum og á göngum. Sýningarnar standa a.m.k. út mánuðinn og gott ef ekki framá næsta ár. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Jólasamsýningu 11 innlendra myndlistar- manna er að finna í Listmunahúsinu og kennir þar ýmissa grasa; leirverk, tauþrykk .og myndverk alls konar. Sýningin er opin daglega fráiO—18, um helgar kl. 14—18. Lokað á mánudögum. Henni er ætlað að standa út mánuðinn. Listasafn fslands við Suðurgötu í Listasafni íslands er verið að koma fyrir verkum sem eru í eigu safnsins; grafík- og vatnslitamyndum (m.a. eftir Gunnlaug Scheving) og olíumálverkum. Glermyndir Leifs Breiðfjörð verða einnig með á þessari sýningu. Safnið er opið annan hvern dag; á þriðjudögum og fimmtudögum, svo og um helgar, á laugardögum og sunnudögum, kl. 13:30-16. Norræna húsið í dag, fimmtudaginn 13. des., verður opnuð sýning sem hefur fengið yfirskriftina „Finnsk form" en á henni er það besta í finnskum list- iönaði og hönnun frá 1960 — 80; gler, kera- mík (steintau, t.a.m. stell frá Arabía-verk- smiðjunni), textílar, húsgögn, Ijósabúnaður, gull- og silfursmíöi auk muna úr tré og steini o.fl. Sýningin er opin daglega frá 14—19 og mun standa til 3. janúar '85. í anddyri er sýning í tilefni af 300 ára afmæli Ludwig Holbergs, myndir frá leiksýningum, aðallega í uppfærslu LR á undanförnum ár- um. Einnig hafa verið valdar blaðaúrklippur, umsagnir o.fl. sem tengist leiksýningum Holbergs hér á landi. Sýningunni er ætlað að standa e-ð framá næsta ár. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Á morgun, föstudaginn 14. des. kl. 20, opnar bandaríski listamaðurinn Geoffrey Hend- ricks sýningu í Nýlistasafninu. Sýningin er sú síðasta í röð sýninga sem listamaðurinn hef- ur haldið á þessu ári víðsvegar um Evrópu. Hendricks, sem er búsettur í New York, er best þekktur fyrir að vera einn brautryðjenda í bandarískri nútímalist, og þróun gjörninga (performance). Hann tók þátt í uppákomum Fluxmanna snemma á 7. áratugnum og hef- ur síðan talist til þess hóps. Sýningin veröur opin daglega kl. 16 — 19 og frá 14—19 um helgar. Henni lýkur þ. 21. þ.m. Sýningarsalurinn fslensk list Vesturgötu 17 í gallerfinu eru nú til sýnis verk eftir Einar G. Baldvinsson; samtals 22 olíumálverk, sem flest eru máluö á síöastliönum tveimur árum. Landslag og sjávarsíöan eru Einari einkar hugleikið myndefni en auk þess fólk að störfum. Einar lagði stund á nám við Kunst- akademíuna í Höfn á árunum 1946—1950 og hefur auk þess dvalið við nám og störf í Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu, Noregi og Svíþjóð. Hann hefur tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum en þessi sýning er 8. einkasýning Einars. Sýningin er opin daglega kl. 9 —17 á virkum dögum og kl. 14 — 18 um helgar. Þjóðminjasafnið í Þjóðminjasafninu er til sýnis úrval af myndum eftir Sölva Helgason (d. 1895) en hana er að finna í stofu við hliöina á Fornald- arsalnum. Sýningin er opin á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um, kl. 13:30-16. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Vopnasalarnir (Deal of the Century) Bandarísk. Árg. 1982. Leikstjóri: William Friedkin. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Sigourney Weaver, Gregory Hines o.fl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin (frá og með föstudegi) Sagan endalausa (The Never Ending Story) Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Handrit: Herman Weigel, eftir bók Michaels Ende. Framleiðandi: Bernd Eichinger og Dieter Geissler. Tónlist: Giorgio Moroder (Cat People, Flashdance). Aðalhlutverk: Barret Oliver, Noah Hathaway, Tami Stronach, Moses Gunn. Efni myndarinnar er sótt í ævintýraheim þar sem sagt er frá undarlegum heimi þar sem tvö öfl berjast um völdin. Sýnd í sal 1, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Rafdraumar ★ (Electric Dreams) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjórn: Steve- Barron. Handrit: Rusty Lemorande. Kvik- myndun: Alex Thomson. Aðalleikarar: Lenny von Dohlen, Virginia Madsen. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Eldar og ís Fire and lce Bandarísk. Teiknimynd gerð af Ralph Bakshi (Lord of the Rings). Sýndísal 3, kl. 5, 7,9 og 11. Andrés önd og félagar Sýnd í sal 3, kl. 3. Yentl ★★★ Sýnd í sal 4, kl. 5 og 9. Metropolis ★★★★ Sýnd í sal 4, kl. 11:15. Mjallhvít og dvergarnir sjö Sýnd í sal 4, kl. 3. Fyndið fólk II ★ (Funny People II) ★ Sýnd í sal 4, kl. 7:15. Háskólabíó Indiana Jones Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kate Capshaw. Efniviður myndarinnar ku vera sóttur í heim ævintýranna. Sýnd kl. 5, 7:15 og 9:30 nema sunnudaginn 16. des. Laugarásbíó Vertigo ★★ *•★ Bandarísk. Árg. 1957. Leikstjóri og framleið- andi: Alfred Hitchcock. Handrit: Alec Coppel og Samuel Taylor. Kvikmyndataka: Robert Burks. Tónlist: Bernard Hermann. Aöalhlut- verk: James Stewart, Kim Novak, Barbara Bel Geddes, Tom Helmore o.fl. Vertigo er eitt „persónulegasta' verk Hitch- cocks þar sem hugmyndir leikstjórans um kvenmanninn, ástina og dauðann birtast í allri sinni flóknu og þjáðu mynd." -IM. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Nýja Bíó Er þetta ekki mitt líf? (Whose Ufe is it Anyway?) Bandarísk kvikmynd, byggð á leikriti Brian Clark. Leikstjóri: John Badham. Aðalhlut- verk: Richard Dreyfuss, John Cassavetes, Christine Lahti, Bob Balaban. Myndin fjallar um listamann sem lendir í bfl- slysi og lamast frá hálsi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að við sínar aðstæður sé dauðinn ákjósanlegastur. Hann ræður sér lögfræðing til að fá dómsúrskurð um að flýtt verði fyrir dauða sínum með því að taka vél- arnar, sem halda í honum lífinu, úr sambandi. Sýnd kl. 5, 7:15 og 9:30. Regnboginn Konungsránið (To Catch a King) Bandarísk. Árg. 1984. Handrit byggt á sögu eftir Harry Patterson, öðru nafni Jack Higg- ins, sem hefur komið út í íslenskri þýðingu (Konungsránið og örninn er sestur). Leik- stjóri: Clive Donner. Aðalleikarar: Robert Wagner, Teri Garr. Agameistararnir (Lords of the Discipline) ★★ Sjá umfjöllun í Ustapósti. Eldheita konan ★ (Die flambierte Frau) Þýsk. Árg. 1983. Handrit: Robert von Acker- en, Catarina Zweren. Kvikmyndun: Júrgen Jurgens. Tónlist: Peer Raben. Leikstjórn: Robert von Ackeren. Hörkutólin (Dulnefni Villigæsir) (Codename Wildgeese) Ítölsk-bandarísk. Árg. 1983. Handrit: Mich- ael Lester. Leikstjóri: Anthony M. Dawson. Aðalhlutverk: Lewis Collins, Lee van Cleef, Ernest Borgnine, Klaus Kinski o.fl. í bltðu og stríðu (Terms of Endearment) ★★★ Bandarísk. Árg. 1983. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: James L. Brooks. Myndataka: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Shirley McLaine, Debra Winger, Jack Nicholson o.fl. Tónabíó Guðirnir hljóta að vera geggjaðir (The Gods must be Crazy) Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Jamie Uys. Aðalleikarar: Marius Weters, Sandra Prinslo. Endursýnd kl. 5, 7:10 og 9:15. Stjörnubíó Draugabanar ★★ (Ghostbusters) Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd í A-sal, kl. 2:45, 4:55, 7:05, 9:15 og 11:20. Sýnd í B-sal, kl. 3:50, 6:00, 8:10 og 10:20. LEIKLIST Litli leikklúbburinn Isafirði í kvöld, fimmtudaginn 13. og nk. sunnudag, 16. des. verður lokasýning á söngleiknum Þið munið hann Jörund eftir JónasÁrnason. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Kjarvalsstaðir við Miklatún Lokasýningar Alþýðuleikhússins á Beiskum tárum Petru von Kant eftir Fassbinder verða á Kjarvalsstöðum nú um helgina sem hér segir: Á laugardaginn 15. des. kl. 16 og sunnudaginn 16. des. kl. 17. Miðapantanir eru í síma 26131. TÓNLIST Háskólabíó Þrennir tónleikar verða haldnir í Háskólabíói um helgina. Á fyrri tónleikunum kemur Kristján Jóhanns- son tenórsöngvari fram en það er Ölafur Vignir Albertsson sem annast undirleikinn. Auk þess kemur Kór öldutúnsskóla fram undir stjórn Egils Friðleifssonar. Efni tónleik- anna er alveg helgað jólunum. Tónleikarnir verða á laugardaginn kemur og hefjast kl. 14:30. Á sunnudaginn verða Mezzoforte með tvenna tónleika í bíóinu. Fyrri tónleik- arnir verða haldnir kl. 15 og eru ætlaðir fötl- uðu fólki en þeir síðari um kvöldið, kl. 21. VIÐBURÐIR Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut Aukasýningar á Sóleyjarkvæði í uppfærslu Háskólakórsins og Stúdentaleikhússins verða í Félagsstofnun í kvöld, 13. des., á laugardaginn, 15. des. og sunnudag, 16. des. kl. 21 öll kvöldin. Sóleyjarkvæði er eftir Jóhannes úr Kötlum en Pétur Pálsson samdi tónlistina við kvæðið. Stjórnandi kórsins, Árni Harðarson, er höfundur handrits en auk þess útsetti hann tónlistina. Gerðuberg Efnt verður til uppákomu í Menningarmið- stöðinni við Geröuberg á sunnudaginn, kl. 15:30. Lesið verður úr verkum eftirfarandi höfunda: Eddu Andrésdóttur og Auðar Lax- ness, Þorgeirs Þorgeirssonar, Ólafs Gunn- arssonar, Ingibjargar Haraldsdóttur. Einnig verður gítarspil og söngur en þar verður Hjörleifur Hjartarson að verki. Svo getur fólk keypt sér heitt súkkulaði með herlegheit- unum. Gerðuberg er opið virka daga (þó ekki föstudaga) kl. 16—22 og um helgar frá 14-22. Hótel Loftleiðir Ráðstefnusalur Höfundamiðstöö Rithöfundasambandsins í samvinnu við nokkra útgefendur gengst fyr- ir upplestri nokkurra höfunda í ráðstefnusal Hótels Loftleiða í kvöld, fimmtudag kl. 20:30 og sunnudaginn 16. des. kl. 16. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum í kvöld: Eirík- ur Hreinn Finnbogason úr bók Einars Magn- ússonar, Elías Snæland Jónsson, Gylfi Gröndal, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sæmund- ur Guðvinsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Thor Vilhjálmsson og Þorgeir Þorgeirsson. Auk þess flytur Egg-leikhúsið kafla eftir Guð- berg Bergsson. En á sunnudaginn verða þessi: Árni Bergmann, Fríöa Á. Siguröardótt- ir, Jón óskar, Lilja K. Möller, Njörður P. Njarðvík, Pétur Eggerz, Sveinn Einarsson, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. Kynnir verður Sigurður Pálsson. Norræna húsið Á sunnudaginn, 16. des. verður dagskrá í Norræna húsinu, „Norræn jól" fyrir alla fjöl- skylduna og leggur hvert norrænu landanna fram sinn skerf. Lúsía og þernur hennar verða þarna, upplestur og Hamrahlíðarkór- inn kemur fram. Dagskráin hefst kl. 16. „Kassinn stemmir" heitir dönsk kvikmynd sem sýnd verður á laugardaginn, 15. des. kl. 19 fyrir milligöngu kvikmyndaklúbbsins Norðurljóss. Leikstjóri myndarinnar er Ebbe Langberg. Hótel Borg Pósthússtræti 9 Landssamtökin Líf og land gangast fyrir fjöl- skyldusamkomu á aðventu að Hótel Borg laugardaginn 15. des. nk. kl. 15. Ýmislegt verður á dagskránni: Módettukórinn syngur. undir stjórn Harðar Áskelssonar sem einnig stjórnar fjöldasöng og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les jólasögu. Stjórnandi samkom- unnar verður dr. Gunnar Kristjánsson. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.