Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 9
María Björg Sverrisdóttir myndlistarnemi og fyrirsæta: Nýkomin frá frumsýn- ingu með Paul McCartney f London og á leið til Omar Sharifs í Kaíró! Helgarpósturinn frétti á dög- unum af ferðum íslenskrar snót- ar fyrir skömmu á Hippodrome í Lundúnum og frumsýningu kvik- myndarinnar „Give My Regards to Broad Street“ með McCartney og Starr í aðalhlutverkum og að henni stæði til boða að vera við opnun glæsihallar á borð við „Omar Sharif" í Kairo í janúar- byrjun! HP sló á þráðinn og krafðist svara. Hvað er atarna? María Björg Sverrisdóttir heitir stúlkan sú. Hún er í Myndlistar- skólanum og hefur starfað sem fyrirsæta úti í hinum stóra heimi. Hún keppti fyrir hönd ís- lands í Miss World-keppninni á Bretlandseyjum fyrir tveimur ár- um. Og þar byrjaði ballið. Látum Maríu hafa orðið: „Eftir keppnina sjálfa sátum við við matarborð eins og geng- ur. Gekk þá til mín ókunnugur maður og bauð mér til Egypta- lands eftir 2 ár! Ég var löngu bú- in að gleyma þessu atviki þegar mér barst bréf í sumar. Efni þess var á þá leið að mér væri boðið að vera við opnun nýs diskóteks í eigu Sheraton hótelkeðjunnar í Kairo í Egyptalandi. Diskótekið, sem er bæði stórt og flott, geng- ur undir nafninu „Omar Sharif" en réttmætur eigandi nafnsins verður trúlega á meðal gesta sem eru pikkaður út og verða þarna eins og hvert annað skraut. Ferðin mun standa í 5—7 daga og Sheraton borgar allt. Ég sendi þeim skeyti um hæl og spurði hvort ég mætti taka með mér stelpu því á þessum slóðum getur maður átt von á öllu. í svarbréfinu kom fram að ég gæti tekið með mér aðra hvora fegurðardrottninguna, 1983 eða ‘84. Unnur Steinsson kemst ekki af ýmsum ástæðum en Berglind Johansen sem starf- ar sem fyrirsæta í Bandaríkjun- um, gat ekki svarað mér strax." En María Björg er staðráðin í því að taka sér þessa ferð á hendur, ein síns liðs eða við aðra stúlku. En hvernig stóð á ferðum þín- um í Lundúnum á dögunum? „Það var í sambandi við ís- landskynninguna í Hippodrome sem haldin var þann 28. nóv- ember sl. Eigandi staðarins, Pet- er Stringfellow, sem ég kynntist í London fyrir tveimur árum í tengslum við Miss World-keppn- ina, bauð mér. Hann var staddur hér á landi vikuna áður en ís- landskynningin fór fram. Vin- konu minni, Magðalenu Einars- dóttur, var einnig boðið að vera við frumsýningu myndarinnar „Give My Regards...“. Fyrst fór- um við í kokteilboð sem kvik- myndafyrirtækið 20th Century Fox hélt frá kl. 18—20:30. Um 1000 manns voru þar saman komnir, frægt fólk úr poppheim- inum, leikarar auk fólksins sem tengdist kvikmyndinni. Þarna voru að sjálfsögðu aðalleikararn- ir, heiðurshjónin Paul og Linda McCartney, Ringo Starr og Bar- bara Bach auk Tracy Ullman. Frumsýningin var strax að loknu kokteilboðinu. Frá Hippo- drome er aðeins um fimm mín- útna gangur til kvikmyndahúss- ins. Búið var að strengja bönd á milli og meðfram þeim hafði fólk safnast saman. Það var skrýtin tiifinning að upplifa allt þetta tilstand. Við fengum sæti á sama bekk- og leikararnir. Þegar myndin byrjaði var góð stemmning í húsinu. Mér fannst ekkert ofsa- lega gaman að myndinni, sögu- þráðurinn var slakur og laus við að vera spennandi.Myndin minnti einna helst á Skonrokk! Músíkin sat að sjálfsögðu í fyrir- rúmi, t.a.m. voru í henni gömul Bítlalög og Wingslög en einnig mátti heyra ný lög, eins og „No More Lonely Nights". Það var svolítið skondið að bera þau hjónin saman; Paul leit út fyrir að vera 25 ára en Linda hefði getað verið mamma hans! A meðan á sýningunni stóð hittumst við Linda af tilviljun. Hún heilsaði mér að fyrra bragði og sagði: „Ég kannast svo æðis- lega við þig" en hún hefur trú- lega tekið mig fyrir einhverja aðra. Síðan spjölluðum við lítil- lega um myndina." Helgarpósturinn óskar Maríu Björgu góðrar ferðar til Egypta- lands og alls hins besta í framtíð- inni. . Kynningarverð: í dönskum krónum 104,- utan Evrópu í US$ 10,- 3ja mán. áskrift burðargjald 40,- burðargjald 6,- Samtals 144,- Samtals 16,- ÁSKRIFTARGJALD GREIÐIST í BYRJUN ÁSKRIFTARTÍMABILS EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ 6 og 12 MÁNAÐA ÁSKRIFT UPPL. í SÍMA 81511 HELGARPÓSTIIRINN ‘mannsÞvnu; t^SSnn 09 ir óbreytt 'ar' 1983-1984. rðmannsþynur. Verðskra ^ ^ ,-100cvn. ............. ... kr. 835°° I-I25cm. ..............'... kr. 1010.00 5- 150 cm. ............... kr-1275'?,?l 1-175cm. ................... • • kr-1875'??. 6- 200 cm. ...............kr. 2175.00 H -250 cm. ............ .... kr. 2390-00 51-300cm- .................kr. 2630.00 tfKtundum iólatr'aa. hiAmoys Jólaskógurinn v. Sigtun HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.